Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ IVHI\1 NIi\l(E A jR flUNNtJDAGU R 20. NÓVKMBEK ^9 + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN MAGNÚSSON, lést fimmtudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Edith Magnússon, AgnarMagnússon, Úlla Magnússon, Kristín Magnússon, Halldór S. Kristjánsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN HJARTARDÓTTIR frá Hellissandi, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju, Hellissandi þriðjudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Arnarnesi, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. mánudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Guðmundur Árnason og börn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, NJÁLL MÝRDAL, Borgarholtsbraut 28, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju, þriðjudaginn 28. nóvemb- er kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minn- ast hins iátna, er bent á Hjartavernd. Theódóra Mýrdal, Björk Mýrdal, Arni Marz Friðgeirsson, Þór Mýrdal, Jóhanna Gunnarsdóttir, Sigursteinn Mýrdal, Karólína Guðnadóttir, Ruth Guðmundsdóttir, Sæmundur Friðriksson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR SÆVARS ÁSMUNDARSONAR, Strandaseli 1. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á deild 11 E Landspítalans. Anna Kristjánsdóttir, Georg Jóhann Sigurðarson, Halla Bergdis Sigurðardóttir, Guðmundur Veigar Sigurðarson, Sævar Reykjalin Sigurðarson, Eyvindur Gauti Vilmundarson. Minning: Guðmundur Bjöms- son, Akranesi Fæddur 24. mars 1902 Dáinn 17. nóvember 1989 Foreldrar Guðmundar voni Ás- gerður Bjarnadóttir og Björn Jóns- son, búandi hjón að Núpsdalstungu í Miðfirði. Með Guðmundi er fallinn í valinn mætur maður og góður. Hann var einn þeirra, sem skipuðu sér í framvarðasveit þeirrar kyn- slóðar sem kom þjóðinni út úr torf- bæjunum, frá fátækt, sem jaðraði við örbirgð, inn í nútíma vistarverur og til almennrar velmegunar. Guðmundur bar fagurt vitni 'þeirri andlegu menningu, sem þreifst í íslensku bændaþjóðfélagi, þrátt fyrir bágar aðstæður. Undirstöðumenntun sína hlaut hann á heimili foreldra sinna. Síðan var hann í unglingaskóla á Hvammstanga 1918-1919 og vetur- inn 1920-1921 stundaði hann nám í Flensborgarskólanum. Að því námi loknu gerðist Guðmundur kennari í Torfustaðahreppum, frá 1921-1933. 1932-1933 var hann eftirlitskennari í V-Húnavatns- sýslu. Veturinn 1933-1934 var hann við nám í kennarskóla Islands og lauk þaðan prófi um vorið. 19. maí 1934 kvæntist Guðmund- ur Pálínu, dóttur Guðríðar Gutt- ormsdóttur, frá Stöð og Þorsteins Þ. Mýrmanns, kaupmanns og út- vegsbónda á Stöðvarfirði. Um haustið 1934 réðst hann kennari að bamaskólanum á Akranesi og stofnuðu þau hjón þá heimili þar og hafa búið á Akranesi alla tíð síðan. Guðmundur kenndi við barna- skóla Akraness allt til 1970 auk þess kenndi hann íslenzku við iðn- skólann og einnig um tíma við gagnfræðaskólann. Auk kennsl- unnar sá hann um Almennar trygg- ingar á Akranesi, allt frá stofnun þess fyrirtækis unz Ásgeir sonur hans tók við af honum. Sem þakk- lætisvott fyrir það starf buðu Al- mennar tryggingar honum í sólar- landaferð, þegar hann var áttræður. Guðmundur var að eðlisfari fé- lagslyndur, enda fljótlega kvaddur til starfa í ýmis konar félagsskap. Á unga aldri var hann lengi í stjórn ungmennafélagsins Framtíðar í Fremri-Torfustaðahreppi. Eftir að hann settist að á Akra- nesi, gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum fyrir bæjarfélagið, sat í stjórn ýmissa félaga og var alls staðar liðtækur. Guðmundur var heiðursfélagi Húnvetningafélagsins í Reykjavík, Kennarasambands Vesturlands, Framsóknarfélags Akraness og Norræna félagsins á Akranesi. Hann var og sæmdur gullmerki Norræna félagsins á Is- landi og riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Guðmundur hafði mikinn áhuga á stjórnmálum. Hann fylgdi Fram- sóknarflokknum að málum, sat í miðstjórn hans um árabil og vann fyrir hann heils hugar meðan kraft- ar entust. Guðmundur var fundvís á það góða í fari samferðamann- anna. Hann var góður heim að sækja og hafði þann einstæða eigin- leika að menn fóru ætíð glaðir af hans fundi. Hvar sem hann kom og fór sópaði að honum. Hann var vel máli farinn í ræðu og riti og hörku fundarmaður, jafnvel þó óundirbúinn væri, þurfti enginn að ætla sér að koma að tómum kofun- um þar sem hann var. Honum lét einkar vel að flytja tækifærisræður, hann ritaði fjölda greina um ýmis efni. Eftir að árin færðust yfir og um hægðist naut Guðmundur þess að ferðast. Hann fór margar utan- landsferðir og eignaðist á þeim ferðalögum vini, sem héldu tryggð við hann allt til enda. Þegar hann stóð á áttræðu fór hann til Grænlands í tilefni af 1000 ára landnámi Eiríks rauða. Þau Guðmundur og Pálína eign- uðust fimm börn. Heimili þeirra einkenndist af snyrtimennsku og myndarskap. Oft var þar gest- kvæmt af frændum og vinum. Eg var hjá þeim hjónum um það leyti sem börnin voru orðin þijú. Frá þeim tíma minnist ég þess að Guð- mundur var ekki fyrr kominn heim úr skólanum en hann var kominn með eitthvert barnanna í fangið og ef þau voru lasin var hann óþreyt- andi að ganga með þau um gólf, og raula við þau. Ég var líka hjá þeim þegar fjórða barnið, Ásgeir, var nýfæddur, þá veiktust þijú eldri börnin af kíghósta, en með samstilltu átaki tókst að veija kornabarnið, þrátt fyrir að þá bjuggu þau í tveggja herbergja íbúð, að vísu með góðri innri forstofu. Meðan bömin voru veikust átti Guðmundur ekki minnstan þátt í að annast eldri börnin á nóttunni, eftir annasaman dag. Frá þessum ámm minnizt ég Guðmundar sem hlýlegs og um- hyggjusams heimilisföðurs. Skömmu síðar settist ég að á Austurlandi og kom eftir það endr- um og eins á Akranes, en alltaf var gott að koma á heimili þeirra hjóna og hitta Guðmund, alltaf hinn sama hjartahlýja mann. Árið 1945 byggðu þau Guðmund- Reykjavík: Penninn sf.. Skólavörubuö Námsgagnastofnunar, Tölvuvörur hf., Bóka- og ritfangaverslunin Griffill sf., Aco hf., Hans Árnason, Sameind hf., Tölvuland. Garðabær: Bokabuðin Grima. Hafnarfjörður: Bökabuð Olivers Steins. Keflavik: Bókabuð Kcflavikur. Þorlákshöfn: Rás sf. Selfoss: Ösp. Vestmannaeyjar: Bókabuðin Heiðarvegi. Höfn Hornafirði: Kaupfélag A-Skaftfellinga. Egilsstaðir: Traust. Akureyri: Bókaverslunin Edda, Jón Bjarnason úrsmiðavinnustofa. Sauðárkrókur: Stuðull. Hvammstangi: Gifs-mynd sf. Isafjörður: Bókabúð Jónasar Tómassonar. Akrancs: PC-tölvan. SKÓLARITVÉLIN í ÁR TA Gabriele 100 Vel útbúinn vinnuhestur fyrir námsmanninn sem velur gæði og gott verð. VEBD AÐEINS KR. 17.900,- 8t.agr Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega. EinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ur og Pálína einbýlishús á Jaðars- braut 9 á Akranesi. Guðmundur var góður smiður og átti margt hand- takið í húsinu, bæði á bygging- artíma og í viðhaldi síðar, enda unni hann heimilinu og staðnum, sem hann helgaði krafta sína. Á Jaðarsbraut 9 fæddist þeim hjónum fímmta og síðasta barnið og þar uxu þau öll úr grasi og urðu menntað og dugandi fólk. Bæði var að börnin voru efnileg, enda skorti ekki hvatningu og stuðning frá for- eldrum. Þegar heilsan tók að bila var helzta ánægja Guðmundar að fylgj- ast með börnum og barnabörnum og fá þau í heimsókn. Síðasta mikla gleðistund Guðmundar með fjöl- skyldu sinni var 10. október sl., þegar Ragnheiður Ásgeirsdóttir, sonardóttir hans, lét skíra dóttur sína, Ásgerði, en það var móður- nafn Guðmundar. Börn Guðmundar og Pálínu eru: Orfnar Þór, arkitekt; Gerður Birna, snyrtifræðingur; Björn Þorsteinn, prófessor í lögum; Ásgeir Rafn, framkvæmdastjóri; Atli Freyr, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyt- inu. Við hjónin kveðjum Guðmund Björnsson með þökkum fyrir liðna tíð og vottum Pálínu og öðrum að- standendum innilega samúð. Anna Þorsteinsdóttir Elskulegur föðurbróðir minn, Guðmundur Björnsson kennari, hef- ur kvatt okkur að sinni. Falíegur með bros á vör og baðaður birtu trúi ég hann haldi áfram. Já, Guð- mundur var einstaklega faliegur maður, skemmtilegur og jákvæður. Lífið var örlátt við hann og hann þakklátur lífinu. Það geislaði af honum hvar sem hann fór. Guðmundur frændi minn fæddist í Núpsdalstungu í Miðfirði árið 1902 í faðm elskulegra foreldra sem umvöfðu hann og stóran systkina- hóp hans. Á heimilinu ríkti ást og gleði og sterk samkennd. Systkinin í Tungu unnu sveitinni sinni svo, að á hveiju sumri eftir að þau höfðu sjálf stofnað heimili og fjölskyldu, fannst þeim ekkert sumar án þess að koma í „fjörðinn“ heima. Inni- legra sambandi milli bræðra, en Guðmundar og föður míns Björns hef ég varla kynnst. Þeir attu hvor annan að alltaf og í öllu. Ég skynja enn og finn gleðina sem ríkti hjá pabba heima á Dyngjuvegi ef von var á Guðmundi bróður í bæinn. Ég get séð þá fyrir mér bræðurna, þar sem þeir sitja hvor í sínum „kóngastólnum" í stofunni og spjalla fram á rauða nótt. í dag veit ég að þeirra hjartansmál var að njóta félagsskapar hvor annars, skiptast á skoðunum, ráðfæra sig við sinn besta vin eða einfaldlega vera glaðir á góðri stund og fagna því að vera til. Konurnar þeirra, Pálína og mamma, virtu þetta nána bræðrasamband og eins við krakk- arnir sem nutum góðs af að gista til skiptis á heimilunum þar sem ánægjan og léttleikinn ríktu.. Við skemmtum okkur endalaust með foreldrum okkar og finnst mér nú eins og sólin hafi aldrei skinið jafn glatt og á þessum bernskudögum. Lífið var örlátt við Guðmund föður- bróður minn, hann eignaðist yndis- lega og góða konu, Pálínu, og sam- an eiga þau fimm mannvænleg og góð böm. Börn sem hafa sýnt for- eldrum sínum mikla ást og um- hyggju. Þar hefur endurspeglast þetta nána sterka samband og sá kærleikur sem Guðmundur fékk svo ríkulega í arf úr foreldrahúsum og hann svo veitti til sinna afkomenda. Já, lífið er örlátt við Guðmund föð- urbróður minn í glæsilegum barna- börnum og barnabamabörnum — afastolti! Sjálf kýs ég að minnast Guðmundar Björnssonar, míns kæra föðurbróður, er hann ekki fyrir svo mjög löngu fylgdi mér niður á bryggju á Akranesi þar sem Akraborgin beið. Þegar skipið sigldi frá stóð hann eftir á bryggjunni og veifaði mér brosandi með sitt hvíta hár svo skínandi fallegtir í sólskin- inu. Helga Mattína Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.