Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D 271. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1989 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Þorkell EKKERT BRA UÐ Á ÞESSUM BÆNUM Haidlíiniinöiinuiii komið frá völdum í Tékkóslóvakíu: Geri mér engar gyllivon- ir um nýju forystusveitina - segir Vaclav Havel, helsti forystumaður andófsaflanna Vanmetinn söngvari SÖNGELSKUM starfsmanni bresku járn- brautanna hefur verið sagt að farþegar hafi af því litla skemmtun er hann hefur upp raust sína í hátalarakerfi járnbraut- arlestarinnar snemma að morgni og syngur gamla slagara. Farþegarnir virð- ast kjósa að verja tíma sínum með öðrum hætti, alltjent komu nokkrir þeirra að máli við forráðamenn bresku járnbraut- anna í Kent og sögðu að söngur Les Bassets væri gjörsamlega óþolandi. Bass- et fer á eftirlaun í desember og hyggst skemmta farþegum allt þar til síðasta vinnudegi hans lýkur. Kyrkislöngu- dráp getur vald- ið hamskiptum SÝNT ÞYKIR að kyrkislöngudráp geti verið stórhættulegt athæfi hafi menn ekki önnur vopn tiltæk en tenn sín. Kínverskir læknar standa nú öldungis ráðþrota frammi fyrir því hvernig skýra beri hamskipti ungrar stúlku sem fjórum dögum áður hafði grandað kyrkislöngu með því að bíta hana „á barkann". Stúlk- an, Lian Lian, hafði lagst til svefns á árbakka en vaknaði við það að kyrki- slanga ein hafði náð á henni heljartökum. Lauk viðskiptum þeirra með því að sú stutta beit slönguna og drap hana. Und- anfarna þijá mánuði hefur Lian skipt reglulega um ham frá bringu og niður að tám. Heita gestun- um vítiskulda Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLEN SKIR ferðaþjónustuaðilar sækjast nú eftir ferða- mönnum sem eru reiðu- búnir að greiða 25.000 danskar krónur (ríflega 220.000 ísl. kr.) fyrir orlofsferð sína. Fyrir þessa fjárhæð fá menn m.a. átta daga hundasleðaferð eft- ir vesturströnd Grænlands, frá Holsteins- borg til Jakobshavn. I ferðinni fær hver þátttakandi til umráða hundasleða, sem grænlenskur veiðimaður stjórnar. Gist er í tjöldum á leiðinni og eldað á olíu- prímusum. Þátttakendum er lofað 30-35 gráða frosti. Prag. Reuter. SJÖ MÖNNUM hefur verið vikið úr for- sætisnefnd tékkneska kommúnista- flokksins. Sex þeirra eru taldir til rétt- nefndra harðlínumanna en á óvart kom að miðstjórn flokksins skyldi setja_ La- dislav Adamec forsætisráðherra af. I for- sætisnefndinni sátu 13 menn og voru sex fyrrum meðlimir endurkjörnir og þrír bættust við. Yaclav Havel, einn þekktasti andófsmað- ur Tékkóslóvakíu, sagði að ótrúlegur hraði einkenndi umskiptin í landinu og gaf í skyn að umbótabaráttunni væri ekki lokið enn. „Eg geri mér engar gyllivonir um þá herramenn sem komið hafa í stað þeirra sem nú hafa sagt af sér.“ Breytingarnar voru ákveðnar á 16 klukkustunda löngum fundi miðstjórnarinnar aðfaranótt laugardags. Auk Milos Jakes, fyrrum leiðtoga flokksins sem stóð fyrir hreinsunum þeim sem fylgdu í kjölfar innrásar Sovétmanna árið 1968, var fimm harðlínumönnum öðrum komið frá völdum. Þeir eru Jan Fojtik, hugmyndafræð- ingur flokksins, Gustav Husak, forseti og fyrrum flokksleiðtogi, Karel Hoffman, Alois Indra og Frantisek Pitra. Stjórnarandstæð- ingar höfðu krafist afsagnar þessara manna sem og þeirra Miroslavs Stephans, flokks- leiðtoga í Prag, og Miroslavs Zavadils en þeir héldu sætum sínum. Það kom hins vegar nokkuð á óvart að forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, Ladislav Adamec, skyldi ekki haida sæti sínu í forsæt- isnefndinni en hann sagði jafnframt af sér embætti forsætisráðherra. Fyrr í vikunni átti hann viðræður við fulltrúa stjórnarand- stöðunnar og hét þá verulegum tilslökunum á alræði kommúnista. Talsmaður kommún- istaflokksins sagði að Adamec hefði kunn- gert Jakes þá ákvörðun sína að segja af sér í bréfi er hann sendi flokksleiðtoganum nokkru áður en lýðræðissinnar tóku að krefj- ast umbóta á götum Prag. Sjá „Svipmynd" á bls. 4. JIvaé'crMivtó j«i dökku gleraugu? Síddegisstund med Þorbjörgu Leifs 10-11 MANNSMYND SlcingrímurJ. Sigfússon BLAÐ UNGVERSKT (T| GULLAS 12-14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.