Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 30
m
MðftGtMBMÐlÐ folk i FRETmmmNÚDmm NÓy/EM!BEft)1989
Vladimir Ashkenazy
stjórnar hljómsveitinni í
Moskvu á dögunum.
KQHUR
Fomsögur
og kaffi
Vinkona min norsk er skáld. Hún
þykist ekki vera þaö, hún er
skáld og það vita það allir. En vinkona
min er ekki bara skáld, hún er líka
margt annað. Hún er einstæð móðir.
blaðamaður, nem-
andi, rauðsokka (ef
hægt er að kalla
konur það í dag),
matmanneskja
mikil og síðast en
ekki sist, hún hefur
mikið álit á ís-
landi . . . til forna.
Það hlýtur nátt-
eftir Steingrim úruiega að vera
Ólafsson hverjum manni
yljóst, að mér brá heilmikið þegar ég
mætti þessum „íslandsvini" í fyrsta
skipti. „Fögur er hlíðin, bleikir akrar
og slegin tún , . .“ var óþægilegur
máti til að heilsa mér með á mánu-
dagsmorgni fystu vikuna í Noregi.
Eini gallinn er blessaður framburður-
inn. Að sjálfsögðu er ekki hægt að
krefjast þess að hann sé fullkominn,
en stundum á ég erfitt með að fylgjast
með. „Fúkkör errr hleddin, bfíger
akrrrr ok sliggn taun . . .“.
Satt að segja var ég farinn að verða
dálítið þreyttur á þessu, það er að
segja að heyra tilvitnanirnar, ekki að
vaska upp, þegar ég lenti í nokkuð
harkalegri rimmu við vinkonu mina.
Og ástæðan? Konur!!!
Við erum ekki að tala um neinar
venjulegar konur. neiónei. Við erum
sko að tala um kvenskörunga land-
náms- og sögualdar. Ég sit einn dag-
inn alsaklaus i kaffiteríunni i skólan-
um þegar (;g er sleginn þéttingsfast á
öxlina. Kaffið sullast úr bollanum og
yfir þéttskrifaðar arkir af minnis-
punktum úr nýloknum fyrirlestri um
siðfræði blaðamanna. Ég ætla að
snúa mér við og setja upp vandlæting-
arsvip til að láta vanþóknun mina í
, ljós, þegar ég þeyri sagt hátt og snjallt.
svo allir í kaffiteriunni líta upp:
„Murder hett madddr." Ég stirðna
upp, þvi vinkona min verður sár og
svekkt þegar ég get ekki svarað strax
með bókarnafni því sem tilvitnunin
er tekin úr. ,;Murderhettmadddr“
hugsa ég og hnykla það eina sem ég
get hnyklað. augabrýrnar. Skyndilega
smellur það saman. „Mörðr hét maðr."
Ég sný mér við og segi slgri hrósandi
að þetta sé fyrsta setningin úr Njáls-
sögu.
Jú, þarna stendur vinkona mín og
kinkar kolli. Hún brosir, en þetta er
ekki gleðibros, heldur svona hæðnis-
og viðurkenningarbros. Svona bros
sem segir: „Vissi ég ekki!"!!“ Svo segir
hún hærra en áður: „Auðvitað þekkir
þú einu fornsöguna sem skrifuð var
af karlmanni." Hún hnussaði þegar
hún er búin að segja þetta, mér til
mikillar skelfingar, því ég er alltaf
< hálfhræddur við kvenhnuss. í hugan-
um þýði ég setninguna yfir á íslensku.
Ég skil setninguna upp á mina tíu
fingur málfræðilega, en samhenginu
næ ég ekki. Eftir nokkurn tíma kemst
ég að þeirri niðurstöðu að vinkona
mín standi fyrir framan mig (meðan
rennur kaffið af glósunum niður á
skóna mina) og haldi því blákalt fram
að Njálssaga sé skrifuð af karimanni.
Nei, að Njálssaga sé eina sagan sem
hafi verið skrifuð af karlmanni. Ég
óttast sannleikann. en spyr samt
mjög varfærnislega: „Áttu þá við að
þú haldir þvi fram að hinar sögurnar
hafi allar verið skrifaðar af kven-
mönnum?" Það er nú einmitt það sem
hún á við. Það væru sko konurnar
sem skrifuðu fornsögurnar meðan
kallarnir sváfu úr sér þynnkuna eftir
síðasta skyr- og bjórfylieri.
Eins og sönnum íslendingi sæmir
krefst ég þess að hún færi sönnur á
mál sitt, eliegar viðurkenni rétt karl-
mannsins i þessu máli. Aftur fæ ég
hæðnisglottið. „Með einni undantekn-
ingu eru allir kvenmenn í Njálssögu
helv . . . aumingjar. Ég er viss um að
Hallgerður langbrók er hugarverk
kvenmanns, en afgangurinn karl-
manns," segir hún áköf. Mér líður eins
og í stærðfræðitíma, ég skil ekki neitt.
„Sjáðu bara Bergþóru." segir hún.
„Ung var hún gefin Njáli en samt
skreið hún undir feld og lét brenna
sig inni með honum, þegar hún fékk
tilboð um að síeppa út," segir vinkona
mín, og ég sver að ég finn brunalykt.
Svona telur hún upp dæmin og ég
held að hún ætli aldrei að hætta. Ég
' er orðlaus, máttvana, magnvana. ÖIl
vopn eru slegin úr höndum mínum.
Eins og sönnum karlmanni sæmir
reyni ég að snúa vörn í sókn með því
að snúa út úr. Það tókst ekki. í miðri
kaffiteríunni verð ég að játa mig sigr-
aðan. Norsk vinkona mín, skáldlð,
hefur snúið íslendinginn úr hálsliðn-
um og ég orðið landi mínu og þjóð til
skammar. Konur. Mér verður hugsað
til frægs bandarisks málsháttar: „If
you can't beat them, join them.“ Hvað
ætli svona aðgerð kosti?
HÚ S AGERÐARLIST
Islenskur
arkitekt
heiðraður í
Svíþjóð
Hér má sjá heiðurspening- sem
Hjörleifur hlaut í tilefni verð-
launanna.
úthlutað er úr sjóðnum, svo og aðr-
ir sem láta sig byggingarlist varða.
Þó er hugmyndin sú, „að verðlaun-
in hafni einkum í löndum þar sem
byggingarlist á undir högg að
sækja, hvort heldur er vegna ver-
aldiegrar fátæktar viðkomandi
þjóða, eða fyrir sakir andlegrar og
listrænnar örbirgðar skipulagsyfir-
valda“, eins og Ralph Erskine orð-
aði það í ræðu sem hann flutti við
verðlaunaafhendinguna.
Ekki var Hjörleifur einn um að
hljóta verðlaunin, því portúgalski
arkitektinn José Fotjaz sem starfar
í Mósambík, hiaut 60.000 sænskar
krónur.
Píanósnillingurinn og hljómsveitar-
stjórinn Vladimir Ashkenazy var
afar bitur og reiður ungur maður er
hann hvarf frá heimalandi sínu Sov-
étríkjunum fyrir 26 árum, mannrétt-
indi var fyrirbæri sem stöku maður
þekkti af afspurn, lífskjör voru afleit
og ófrelsi nokkuð almennt á flestumn
sviðum.. Nú er hins vegar öldin önnur
og fyrir skömmu snéri tónlistarmaður-
inn kunni aftur heim og hélt þar tvenna
tónleika í boði Menningarsjóðs Sov-
étríkjanna, en verndari hans er Raisa
Gorbachev, eiginkona Sovétleiðtogans
sem hefur verið maðurinn á bak við
gífurlegar umbætur í Sovétríkjunum
síðustu misserin. Conservatory-tón-
leikahöllin í Moskvu var troðfull er
Ashkenazy hélt þar tónleika sina, og
færri komust að en vildu. Hundruð
manna biðu úti á götu í von um að
sleppa inn áður en yfir lyki.
„Mér leið mjög undarlega er ég kom
heim til Sovétríkjanna á ný. Lands-
stjórnin var ámælisverð er ég fór það-
an á sínum tíma og þótt betur megi
ef duga skal, þá er ástandið óþekkjan-
legt nú miðað við þá. Það ber að fagna
því-og mér líst vel á þróunina. Þegar
mér var boðið að koma fannst mér að
með því að þekkjast boðið legði ég lítið
lóð á vogarskálina í þá veru að lýsa
ánægju með framfarirnar,“ sagði Ash-
kenazy fréttamönnum við komuna til
Moskvu.
Sá Ashkenazy sem hrökklaðist frá
Sovétríkjunum á sínum tíma var einn
fremsti píanósnillingur síns tíma, en
sá Ashkenazy sem nú hefur snúið aft-
ur er öðru fremur virtur hljómsveitar-
stjóri. Fréttamenn spurðu hann hvort
að það yki ekki á skrýtnu tilfinninguna
við heimkonuna og hann svaraði: „Eg
hreinlega veit það ekki, bara svei mér
veit það ekki. Ég átti margt ógert í
píanóleik er ég sneri mér að hljómsveit-
arstjórn og ég á enn meira ógert á
mínu nýja sviði. Ég veit ekki enn á
hvaða sviði kröftum mínum er best
varið.“
A
Iálitsgerð sjóðsstjórnar segir að
Hjörleifur hljóti verðlaunin „fyrir
bækur um gamla byggingarlist á
Islandi". Þar er átt við bækurnar
„Akureyri, ijaran og innbærinn" og
„Kvosin, byggingarsaga miðbæjar
Reykjavíkur", sem báðar ko.mu út
fyrr á þessum áratug. Einnig segir
þar að hann hafi með alúð og þraut-
seigju vakið áhuga fólks á sérstöðu
íslenskrar byggingarlistar, sem háð
hafi verið harðri veðráttu og skorti
á byggingarefni. Eigi að síður hafi
þessi byggingarlist getið af sér
fagrar og haganlega gerðar bygg-
ingar sem arkitektar geti dregið
lærdóm af.
Ruth og Ralph Erskine-sjóðurinn
var stofnaður árið 1986 af þeim
hjónum sem hann er kenndur við
og er þetta í fyrsta skipti sem út-
hlutað er úr honum. Ralph Erskine
er breskur arkitekt sem áratugum
saman hefur starfað í Svíþjóð og
þykir fremstur í sinni röð þar um
slóðir.
Til glöggvunar þeim lesendum
sem dvalið hafa í Stokkhólmi, má
geta þess að hann teiknaði m.a
Allhuset við háskólann þar í borg.
Upphaflega var ætlunin að út-
hlutun úr Erskin-sjóðnum færi fram
þriðja hvert ár, én nú hefur hann
aukist svo að vöxtum, að framvegis
verður úthlutað úr honum annað
hvert ár. Arkitektar alls staðar að
úr heiminum koma til álita þegar
UÓSMYNDUN
TONLIST
Ashkenazy
í Moskvu
í fyrsta
sinn í 26 ár
Stokkhólmi. Frá Pjetri Hafsteini Lárussyni,
fréttaritara Morgunblaösins
HJÖRLEIFUR STEFÁNSSON
arkitekt hlaut nýlega heiðurs-
verðlaun frá Ruth og Ralph Ersk-
ine-sjóðnum í Stokkhólmi. Verð-
launin nema 4.000 sænskum
krónum, eða u.þ.b. 400.000
islenskum krónum.
MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Ijósmyndari datt heldur
betur í lukkupottinn fyrir skömmu, er mynd sem hann
smellti af Mazda-bilireið i grenjandi slagveðri á Reykja-
nesi var valin ein af fímmtán verðlaunamyndum til
almanaksgerðar hjá hinum japönsku framleiðendum
Mazda. Þetta var mikið afrek hjá Magnúsi, því valið
var úr 7-8.000 myndum Ijósmyndara frá rúmlega 60
þjóðlöndum þar sem bifreiðir af þessari tegund eru
seldar. Þetta er í annað skiptið sem Magnús sendir
mynd til samkeppninnar, sfðast 1984, og I bæði skipt-
in hafa myndir lians unnið til verðlauna af þessu tagi.
Magnús
Iljörleifsson.
Hjörleifur Stefánsson arkitekt