Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1989, Blaðsíða 12
I dag taka Ungverjarþátt íþjóðar- atkvœöagreiðslu um hvort kjósa skuli forseta landsins beinni kosn- ingu. En hvaða vonir bindurfólkið við umbœturnar og áhrifþeirra á hversdagslífið? Texti og myndinAnna Bjarnadóttir GAMALL MAÐUR sagði mér að hann hefði séð rússneska hermenn bijóta upp sykurgeymslur eftir stríðið og fólk æða þangað inn. Það hámaði í sig sykurinn þangað til því varð illt og sumt veiktist alvarlega. Hann sagði að ástandið í landinu minnti sig á þessa sjón. Hér ríkir allt í einu skoðanafrelsi og fjölílokkakerfí eftir áratuga einræði Kommúnistaflokksins. Eg vona bara að við kunnum að fara betur með fi’elsið en fólkið með sykurinn." Ungverska konan sem segir þetta er vel stæð og býr í Búdapest. Hún starfar hjá fyrirtæki sem gefur út litskrúðugar kynningarbækur um Ungveijaiand. Hún segist hafa nokkuð fijálsar hendur og getur því tekið að sér að leiðbeina litlum hópum um borgina eða túlka fyrir fólk. Fyrii' það fær hún borgað í gjaldeyri. Hún er að hefja innflutn- ing á austurrísku kexi. „Ég er hlynnt einkaframtaki en mér líst ekki á að erlendum fyrirtækjum verði leyft að Qárfesta hér án ung- verskrar aðildar. Það gæti farið fyrir Ungveijalandi eins og Mið- Ameríku þar sem amerísk fyrirtæki sátu ein að gróðanum.“ Áhugi erlendra aðila á fjárfest- ingu í landinu er þó nokkur. Eitt dæmi er hlutdeild Roberts Max- wells, fjölmiðlakonungs, í stjórnar- blaðinu Magyar Hirlap. Hann fékk aðeins að kaupa 40% og ríkisstjórn- in er meðeigandi í útgáfufélaginu. Aðstoðarritstjórinn Andras Tabori sagði að dagblaðið yrði áfram vin- veitt stjórninni í pólitískum skrifum. Rupert Murdoch, ástralski fjöl- miðlakóngurinn, kaupir hins vegar 50% í óháða forlaginu Reform. Það hóf útgáfu vikublaðsins Reform í fyrra og hefur gengið vel frá fyrsta degi. Það gefur einnig út síðdegis- blaðið Mai nap. Ný blöð og flokkar skjóta svo ört upp kollinum að fólk á fullt í fangi með að fylgjast með/ Umbóta- sinnarnir í Kommúnistaflokknum stofnuðu flokk sósíalista á síðasta landsfundi kommúnista. Gamli flokkurinn hafði 70.000 meðlimi en aðeins 15 til 20 þúsund hafa geng- ið í hinn nýja. Þar á meðal 150 af 250 þingmönnum Kommúnista- flokksins. Harðlínumennirnir í hon- um fullyrða að 120.000 manns hafi lýst yfir stuðningi við gamla flokk- inn. Fólk er á báðum áttum hvort það eigi að taka mat'k á því en túlkurinn minn og blaðamaður á Magyar Hirlap gerðu það báðir. „Gamalt fólk sem hefur stritað alla sína ævi — konur með bólgnar hendur og karlar með slitin bök — í þeirri trú að það væri að vinna í þágu kommúnismans til að greiða veginn fyrir bjartari framtíð kom- r' A flótta undan Ceausescu SAMI maðurinn hefur tvisvar sinnum sníkt af mér aur þeg- ar ég hef verið á rangli að kvöldlagi í nágrenni við Hil- ton-hótelið í Búdapest. Hann hefur ávarpað mig á ensku og þýsku og sagt hið sama í bæði skiptin: ;,Vinsamlega hjálpið mér. Eg er flóttamað- ur frá Rúmeníu og mig vant- ar peninga." Ég held að þetta sé það eina sem hann kann í þessum tungumálum. Hann er í hópi 30.000 flóttamanna sem hafa komið til Ungveijalands frá Rúmeníu á tæplega tveimur árum. Um 1.300 komatil lands- ins að meðaltali á mánuði. Langflestir eru af ungversku bergi brotnir en hluti er þýskur og aðrir rúmenskir. Þeir eru í leit að betri lífsskilyrðum og á flótta undan harðstjórn Ceaus- escus. Ungveijar taka á móti þeim í flóttamannabúðum og veita dvalarleyfi í ákveðinn tíma. Þeir undirrituðu Flóttamanna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu árí"og stofnunin er að opna skrifstofu í Búda- pest um þessar mundir. Stór hluti flóttamannanna vill halda ferðinni áfram til Vestur- Þýskalands eða annars iðnríkis. Ungverska þingið - Stjórnarand- stöðuflokkurinn Fijálsir demókratar kröfðust þess að þingið frysti eignir gamla Kommúnistaflokksins og hann gerði grein fyrir þeim opinberlega... Istvan Bernath, íslenskukennari í háskólanum - launin eru svo léleg að aukastörf eru nauðsyn- leg. andi kynslóða, - þetta fólk afneitar ekki trúnni svo glatt,“ segir túlkur- inn. Eva Varga, starfsmaður í lyfja- fyrirtæki - fólk er svo þreytt eft- ir langan vinnudag að það hefur ekki þrek til að velta pólitík fyr- ir sér. Gamli flokkurinn á miklar eignir og enn eV óvíst hvað verður um þær. Stjórnarandstaðan, með Lýð- ræðishreyfinguna og Fijálsa demó- krata í broddi fylkingar, hefur oft lagt til að þeim verði skipt milli stjórnmálaflokkanna á þessu ári en án árangurs. í sumar ljóstruðu Fijálsir demókratar því upp að Kommúnistaflokkurinn hefði reynt að koma hluta eignanna undan með því að skrá þær á nafn fyrirtækis- ins Next 2000 sem hann hafði ný- lega stofnað. Demókratarnir kröfð- ' ust að þingið frysti eignir flokksins og að hann greindi frá eignum sínum opinberlega. Laszlo Bekesi, fjármálaráðherra, skýrði loks frá því að flokkurinn ætti 2.884 bygg- ingar og hefði þegið 56 milljarða forinta (ein forint er svo til jafn- virði einnar krónu) frá ríkinu und- anfarin 20 ár. Sósíalistaflokkurinn hefur nú falið rtefnd að ákveða hvaða byggingar flokknum ber að afhenda ríkinu. Það stendur einnig til að skila byggingum trúfélaga sem voru gerðar upptækar fyrir tæpum fjör- utíu árum. Yfir 2.500 munkar og tæplega 9.000 nunnur voru þá starfandi í 63 rómversk kaþólskum trúfélögum. Þau ráku skóla og I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.