Morgunblaðið - 30.12.1989, Qupperneq 1
48 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
297. tbl. 77. árg.
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Havel verður forseti Tékkóslóvakíu:
Kynnir sakarupp-
gjöf um áramótin
Prag. Reuter.
Leikritahöfiindurinn Vaclav Havel, sem sat í fimm ár í fangelsi
fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum og var lengi úthrópaður
sem óvinur þjóðarinnar, sór í gær embættiseið sem forseti Tékkó-
slóvakíu. Skömmu eftir að hann tók við embættinu hóf hann undir-
búning sakaruppgjafar, sem kynnt verður um áramótin.
Það var sjálfur Alexander Dub-
cek, sem leiddi Havel í ræðustól,
fyrrum formaður kommúnista-
flokksins, höfundur „Vorsins í
Prag“ og núverandi þingforseti.
Allir þingmennimir, 323 að tölu,
studdu Havel sem forseta, þann
fyrsta, sem ekki er kommúnisti frá
árinu 1948. Fyrir aðeins sjö mán-
uðum var hann í fangelsi fyrir
undirróður gegn ríkinu.
„Ég heiti því að bregðast ekki
trausti ykkar og ég mun stýra
landi og þjóð að fijálsum kosning-
um,“ sagði Havel þegar hann tal-
aði til þúsunda manna, sem safn-
ast höfðu saman við Prag-kastala
þar sem hátíðarfundurinn var
haldinn. Fólkið fagnaði Havel og
Olgu, konu hans, ákaflega, veifaði
þjóðfánanum og söng „Stundin er
upprunnin" og „Lengi lifi forset-
inn“.
Gífurlegar mótmælaaðgerðir í
Tékkóslóvakíu neyddu kommún-
ista til að sleppa alræðistökunum
á landi og þjóð og fyrir rúmri viku
féllust þeir á, að persónugervingur
andófsins, Vaclav Havel, yrði for-
seti. Þá hefur einnig verið skýrt
frá því, að Miroslav Stepan, áður
háttsettur félagi í stjómmálaráð-
inu, verði saksóttur fyrir að bera
ábyrgð á ofbeldi lögreglunnar
gegn mótmælendum.
Þegar kjöri Havels var fagnað
báru margir borða þar sem á var
letrað „Sannleikurinn sigrar“ en
það var slagorðið í andófinu gegn
kommúnistum. Þau voru líka ein-
kunnarorð Tomas Masaryks, hins
mikils metna og fyrsta forseta
Tékkóslóvakíu á árunum 1918-35.
í augum Tékka og Slóvaka er
Havel hinn eiginlegi eftirmaður
Masaryks og í verslanagluggum
og annars staðar um allt landið
eru hafðar uppi myndir af þeim
báðum saman.
Vaclav Havel sór í gær embættiseið sem forseti Tékkóslóvakíu. Hér veifa þau hjónin, Havel og Olga,
kona hans, til mannfjöldans, sem kom saman til að fagna nýja forsetanum en í augum Tékka og Slóvaka
er Havel hinn eiginlegi eftirmaður Tomas Masaryks, fyrsta forseta landsins á árunum 1915-35.
Rúmenía:
Skriðdrekar að hverfa af
götum Búkarest-borgar
Búkarest. Reuter, Daily Telegraph.
SKRIÐDREKUM var ekið af
götum Búkarest-borgar í gær
og yfirstjóm hersins lýsti því
Póiska þingið:
Afiiema ákvæði um
forræði flokksins
Markaðsbúskapur lögfestur
VarsjA, Washington. Reuter.
PÓLSKA þingið samþykkti í gær áætlun stjórnarinnar um umbætur í
cfnahagsmálum en með henni er sagt, að frá og með 1. janúar 1990
skuli efnahagsstarfsemin lúta lögmálum markaðsbúskaparins. Ennfrem-
ur var samþykkt að fella burt stjórnarskrárákvæði um forræði komm-
únistaflokksins og nafni ríkisins var breytt í Lýðveldið Pólland. Vest-
ræn ríki veittu Pólveijum i gær 500 milijón dollara neyðarlán til að
milda afleiðingar aðhaldsaðgerðanna i cfnahagsmálum.
Efnahagsmálaáætlunin er í 11
liðum og er þar meðal annars að
fínna ný lög um bankastarfsemi,
skattamál, gjaldeyrismál, sam-
starfsverkefni og rétt vinnuveitenda
til að segja upp fólki. Afleiðingarn-
ar verða vafalaust þungbærar fyrir
almenning og fyrirsjáanlegt er, að
atvinnuleysi muni aukast mjög þeg-
ar fjölda fyrirtækja, sem gengið
hafa fyrir ríkisstyrk, verður lokað
eða þau seld í hendur einstaklinga.
Þá verður launum einnig haldið
niðri til að koma böndum á verð-
bólguna. Leszek Balcerowicz fjár-
málaráðherra sagði í síðustu viku,
að 5% vinnufærra manna, 890.000
af 17,6 miHjónum, yrðu hugsanlega
atvinnulaus á næsta ári.
Á þingi í gær voru einnig ræddar
tillögur stjórnarinnar um breytingar
á stjómarskránni og mættu þær
harðri andstöðu margra þingmanna
kommúnista. Samþykkt var þó að
nema burt ákvæði um forræði
flokksins og breyta nafni ríkisins í
Lýðveldið Pólland, ekki Alþýðulýð-
veldið Pólland.
Vestræn iðnríki gengu í gær frá
500 milljón dollara láni til Pólveija
en í janúar munu þeir fá einn milij-
arð frá 22 vestrænum ríkjum.
Síðastliðinn laugardag undirritaði
pólska stjómin samkomulag við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um 700
millj. dollara lán og með því var
einnig greidd gatan fyrir margra
milijarða dollara aðstoð vestrænna
ríkja.
Sjá grein á miðopnu.
yfír að herinn hefði bæði tögl
og hagldir í landinu. Allir þeir,
sem sæti eiga í Þjóðarráðinu,
alls 145 menn, eru þó enn flutt-
ir á milli staða í brynvörðum
vögnum og Nicolae Militaru,
varnarmálaráðherra nýju
stjórnarinnar, gaf fylgismönn-
um Nicolae Ceausescus, fyrrum
einræðisherra landsins, loka-
frest til að leggja niður vopn,
ella ættu þeir á hættu að verða
teknir af lífi. Silviu Brucan, einn
leiðtoga Þjóðarráðsins, sagði í
viðtali við franska dagblaðið Le
Monde að Kommúnistaflokkur
Rúmeníu væri búinn að vera og
mætti þakka fyrir að fá 5% at-
kvæða í frjálsum kosningum.
Aðstoðarutanríkisráðherrann í
nýju stjórninni lét einnig svo
ummælt að flokkurinn væri ekki
lengur til.
Cazimir Ionescu, varaforseti
Þjóðarráðsins, sagði að hætta staf-
aði enn af leyniskyttum, sem
reyndu að ráða valdhafana af dög-
um. Nokkrar þúsundir liðsmanna í
öryggissveitunum, Securitate,
hefðu verið handteknar en hundruð
lékju enn lausum hala. „Fjöldi
þeirra skiptir ekki máli, heldur það
hversu vel þjálfaðir og vopnaðir
þeir eru,“ sagði Ionescu.
Silviu Brucan sagði í viðtalinu
við Le Monde að fáránlegt væri að
halda því fram að harðlínukommún-
istar stjórnuðu Þjóðarráðinu eins
og gert hefur verið. „Kommúnista-
flokkur Rúmeníu átti engan þátt í
byltingunni . . . Flokkurinn á
hvorki hlut að máli í Þjóðarráðinu
né byltingunni og við ætlum að
halda því áfram,“ sagði hann.
Margir Rúmenar halda því hins
Hermaður horfir niður í neðan-
jarðargöng við aðalstöðvar komm-
únistaflokksins í Rúmeníu, en
fylgismenn Ceausescus hafa notað
göngin í árásum sinum á herinn.
vegar fram að kommúnistar hafi
enn of mikil völd í landinu og marg-
ir þeirra séu of hallir undir Sovét-
menn.
í viðtali við bresku sjónvarpsstöð-
ina Channel 4 sagði annar félagi í
Þjóðarráðinu og jafnframt nýskip-
aður menningarmálaráðherra, And-
rei Plescu, að of snemmt væri að
halda kosningar í apríl eins og heit-
ið hefur verið. Rúmenar væru vart
undir það búnir að koma á lýðræði
í einu vetfangi. Hann kvað þó æski-
legt að Þjóðarráðið reyndi að standa
við heit sitt um að halda fijálsar
kosningar í apríl.
Umhverfisverndarsinnar, kristi-
legir defnókratar og bændur hafa
þegar hafið undirbúning kosning-
anna. Lítið fer hins vegar fyrir
kommúnistaflokknum og virðist
Ceausescu algjörlega hafa gengið
af honum dauðum. „Hann hefur
ekki verið bannaður. Hann er ein-
faldlega ekki til lengur," sagði
Corneliu Bogdan, aðstoðarutanrík-
isráðherra í bráðabirgðastjórninni.
Sjá fréttir á bls. 21.
Danir lækka skatta
Kaupmannahð&i. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMÞYKKT hefúr verið á danska
þinginu að skattur af hagnaði fyr-
irtælya, til dæmis hlutafélaga,
lækki nú um áramótin úr 50% í
40%.
Jafnaðarmenn halda því fram, að
skattalækkunin fari í bága við sam-
komulag þeirra og stjórnarf lokkanna
um breytingar á skattalöggjöfinni
en Poul Schluter forsætisráðherra
vísar því á bug. Segir hann, að til-
gangurinn með skattalækkuninni sé
að bæta samkeppnisstöðu danskra
fyrirtækja.
Lagabreytingunni fylgir einnig, að
nú geta húseigendur selt húsin án
þess að greiða skatt af hugsanlegum
hagnaði. Til þessa hafa þeir orðið
að eiga húsin í tvö ár til að sleppa
við skattlagningu við sölu.