Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989
31
Guðjón Jóhannsson
skipsljóri - Minning
Pabbi minn, Guðjón Jóhannsson
skipstjóri, lést í Landspítalanum 21.
desember sl. Mig langar að minnast
hans nokkrum orðum.
Það sem mest var áberandi í fari
pabba var trúmennska, heiðarleiki,
gott gáfnarfar og fróðleiksþorsti.
Aldrei heyrði ég hann leggja illt til
nokkurs manns og yrði manni það
á að bölsótast út í einhvern í hans
áheyrn taldi hann sér ávallt skylt
að sjá aðrar hliðar á málunum, jafn-
vel þó að hann þekkti ekki viðkom-
andi.
Pabbi stundaði sjó alla sína
starfsævi, hann var kunnur sjó-
sóknari og færði íslensku þjóðinni
mikla björg í bú.
Pabbi átti þann góða eiginleika
að geta borið virðingu fyrir öllu því
sem andann dró. Hann bar virðingu
fyrir sjónum og lífríki hans og hann
sýndi virðingu öllu því fólki sem
hann mætti á lífsleiðinni, og hann
kunni þá list að greina kjamann frá
hisminu.
Ég minnist allra stundanna við
eldhúsborðið heima hjá pabba og
mömmu, þar sat hann löngum
stundum og fræddi okkur dætur
sínar — og fannst ekki vanþörf á.
Hann reyndi að vekja athygli okkar
á landafræði, sögu, læknisfræði,
þjóðmálum og ótal mörgu öðru,
m.a. hugsanagangi þorsksins en
honum var hann búinn að velta
mikið fyrir sér.
Pabbi var af gamla skólanum.
Hann keypti aldrei neitt nema að
borga út í hönd. Hann skapaði
mömmu og okkur systrunum góð
lífsskilyrði og aldrei þurfti maður
að hræðast það sem barn að pabbi
kæmi fullur heim — það var mikið
öryggi.
Eg er stolt af því að hafa átt
slíkan pabba, hann var sterkur per-
sónuleiki og honum var ekkert
mannlegt óviðkomandi. Að vísu
vorum við dætur hans ekki alltaf
sammála honum, gamli og nýi
tíminn skildu ekki alltaf hvor annan
og urðu því snarpar umræður við
eldhúsborðið. En þrátt fyrir það var
hans markmið alltaf það sama —
að stýra dætrum sínum rétta leið í
lífsins ólgusjó.
Minning hans mun lifa hjá okkur.
Auður og Qölskylda.
Guðjón Jóhannsson skipstjóri,
Smáratúni 4, Keflavík, andaðist í
Landspítalanum fimmtudaginn 21.
desember sl. eftir erfiða sjúkdóms-
legu um nokkurt skeið.
Hann fæddist í Keflavík 8. mars
1923, elsta barn merkishjónanna
Guðrúnar Pétursdóttur, ættaðrar
af Vatnsleysuströnd, og Jóhanns
Guðjónssonarvélstjóra, sem ættað-
ur var úr Svarfaðardal. Þau hjón
voru vel þekkt í Keflavík en eru
nú bæði látin. Varð þeim fjögurra
barna auðið. Auk Guðjóns, sem
fæddur var 8. mars 1923, voru
þau: Pétur vélstjóri, fæddur 1925,
Agnes húsfrú, fædd 1927 og Jón
vélstjóri, fæddur 1929.
Eins og títt var um Suðurnesja-
menn á þessum árum byrjaði Gaui
snemma að vinna fyrir sér m.a. við
saltfískverkun í landi. En brátt fór
hann að stunda sjóinn, því að til
þess stóð hugur hans.
Það mun hafa verið veturinn
1942-1943, að Gaui sótti skip-
stjórnarnámskeið til Siglufjarðar
ásamt fleiri ungum mönnum víða
af landinu. Var það allmerkur at-
burður í hugum okkar Siglfirðinga
að hafa svo marga aðkomumenn í
firðinum að vetrarlagi, því að venj-
an var sú að til Siglufjarðar hóþuð-
ust innlendir og erlendir menn í
þúsundatali yfir síldveiðitímann á
sumrin, en þeir héldu hver til síns
heima á haustin og í vetrarbyijun.
Það var einmitt þennan vetur
sem Gaui og Ólöf frænka mín Pét-
ursdóttir kynntust. Þau kynni
leiddu svo til þess, að á miðju ári
1945 voru þau gefin saman í hjóna-
band af séra Eiríki Brynjólfssyni í
Útskálakirkju. Þau hófu búskap í
Keflavík, þar sem þau bjuggu alla
sína hjúskapartíð. Með þeim Ólu
og Gauja var mikið jafnræði, bæði
glæsileg ásýndum og svo skemmti-
leg og létt í lund að eftir var tekið.
Mér er það enn í góðu minni,
hversu mjög ég leit upp til síldar-
skipstjóranna og síldarsjómann-
anna, sem komu á drekkhlöðnum
skipum sínum með síldarfarma til
vinnslu í Siglufirði. Mér var þá þeg-
ar ljóst, hversu mikið öll þjóðin átti
undir þessum mönnum um afkomu
sína, og óskaði mér þess að feta í
fótspor þeirra, þótt af því yrði ekki.
Gaui var einn í hópi þessara dánu-
manna og ég fann til mikils stolts
yfír því, að frænka mín giftist
slíkum manni.
Gaui og Óla reistu sér hús í
Smáratúni 4 í Keflavík og bjuggu
þar lengst af. Þangað kom ég oft
og naut þeirrar ánægju, sem góðir
gestgjafar veita gestum sínum.
Ekki einasta naut ég þar góðs beina
á hlýlegu heimili heldur líka
ánægjulegra viðræðna við húsráð-
endur um hin óskyldustu mál. Hús-
bóndinn á heimilinu var í mesta
máta stéttvís maður, sem ræddi oft
og mikið um hagsmunamál sjávar-
útvegsins. En hann kunni á mörgu
skil og var vel lesinn á mörgum
sviðum og heiðarleikann og góðvild-
ina þurfti aldrei að draga í efa.
Hjónaband Gauja og Ólu var að
allra dómi er til þekktu hið besta.
Þau voru samhent og frá þeim staf-
aði hlýju og skemmtilegheitum. Þó
reyndu þau í lífinu ýmis áföll, sem
þau báru hetjulega.
Þeim hjónum varð fjögurra barna
auðið en ólu þar að auki upp dóttur-
son sinn, Gauja litla, um nokkurt
skeið, en hann andaðist aðeins 14
ára að aldri.
Böm Gauja og Ólu eru: Stefanía,
fædd 2. september 1945, gift
Bandaríkjamanni Walther Baltrym
og búa þau í Arisona í Bandaríkjun-
um, Auður, fædd 6. nóvember 1948,
en hún er gift Bjama Halldórssyni
stýrimanni og eiga þau heima á
Seltjarnarnesi, Björk, fædd 16. jan-
úar 1954, gift Ottó Jörgensen flug-
virkja og búa þau í Keflavík, Ingi-
björg, fædd 9. júlí 1964, gift Svein-
birni Jónssyni vélvirkja og búa þau
einnig í Keflavík.
Við fráfall Guðjóns Jóhannssonar
hefur fjölskylda hans misst mikið.
Þjóðin hefur einnig misst góðan
son, sem lagt hefur sinn væna skerf
til þeirra framfara, sem hér hafa
orðið á síðustu áratugum. Þetta er
sá gangur lífsins, sem við verðum
öll að reyna einhvern tíma, en það
breytir því ekki, að söknuður hinna
nánustu verður ætíð sár, ekki síst
þegar menn falla frá á^góðum aldri.
Kæra Óla frænka. Eg og systkini
Minning:
Jóhannes Steins-
son rithöfiindur
Fæddur 19. desember 1914
Dáinn 24. desember 1989
Ég sé mynd. Það er mynd af fimm
ungum mönnum, gömul tækifæris-
mynd tekin á kassavél eins og ódýr-
ustu myndavélar voru kallaðar í þá
daga. Tilefni myndarinnar: Sex ung-
ir menn höfðu lagt leið sína í kirkju-
garðinn við Suðurgötu og staldrað
þar við leiði Sigurðar Breiðfjörðs í
virðingarskyni við alþýðuskáldið.
Ungu mennirnir fimm sem standa
til hliðar við steininn fagra á leiði
Sigurðar Breiðfjörðs ætluðu sér allir
að verða skáld og rithöfundar. Þeir
eru þessir: Hannes Sigfússon. Jó-
hannes Steinsson, Jón Dan, Óskar
Aðalsteinn og undirritaður. Einn
þessara manna er nú horfmn sjónum
okkar, Jóhannes Steinsson, og hann
er sá eini þessara manna sem aldrei
fékk út gefna bók eftir sig meðan
hann lifði. En á þeim tíma sem mynd-
in er tekin er draumurinn í augum
hans, draumurinn um að verða rit-
höfundur sem þjóðin kann að meta,
og í augum hans er einnig glettnin,
því myndin er nógu skýr til þess að
stríðnin leynir sér ekki í svip Jóhann-
esar. Það er sem hann horfí öruggur
framan í heiminn, ungur, fríður og
stæltur og alls ókvíðinn, — eða fram-
an í Skúla Magnússon, því svo hét
sá sem tók myndina og ætlaði einnig
að verða rithöfundur, en í stað þess
að frumsemja þýddi hann sögur
Kasanova. Hann lést langt fyrir ald-
ur fram.
„Enda ekki flestir fagrir draumar
þar sem þeir ættu einmitt að hefj-
ast?“ spyr Jóhannes í einni smásögu
sinni, Heimspeki messadrengsins,
sem er eitt af því fyrsta sem birtist
á prenti eftir hann og er perla í
íslenskri smásagnagerð, perla sem
ætti heima I úrvali íslenskrar smá-
sagnagerðar fremur en sumt annað
sem þar hefur verið til tínt, ekki
vegna þess að hún sé stórfengleg á
þann hátt, að í henni gerist miklir
atburðir (eftir þeim skilningi sem
venja er að leggja í það orð), heldur
vegna þess að hún er listelsk — og
hún er þannig formuð að nokkurri
furðu sætir, að ungur maður skyldi
skrifa þannig á þeim tíma, þegar
ytri atburðarás var eini mælikvarðinn
á gildi smásagna hér á íslandi. Hún
er á ytra borði ekki annað en einn
sólarhringur í lífí messadrengs á
millilandaskipi, en innra ér hún allt
annað og meira, hún er átök draums
og veruleika, hún er hrár og óviðráð-
anlegur veruleiki og um leið er hún
draumur, sá draumur sem gerir
manninum fært að lifa veruleikann.
í upphafi sögunnar stjakar yngsti
hásetinn við messadrengnum: „Ræs!
Messi! Ræs!“ — og af því að hann
er ungur háseti fer hann að spyija
messadrenginn um myndirnar af
kvenfólki sem strákur hefur fest á
vegg yfir kojunni sinni, en í miðjunni
er auður ferhyrningur fyrir eina
mynd, og þegar hásetinn spurði
hvernig stæði á þessari eyðu, svaraði
messinn (sem var enn milli svefns
og vöku), að sú eyða væri fyrir
„hana“, það var fyrir stúlkuna sem
hann hafði séð í bakaríi og hún var
svo falleg að hann lét sig dreyma
um hana, þó hann hengdi upp á vegg
myndir af ýmsum öðrum fegurð-
ardísum í samræmi við mannlegt eðli.
Klukkan er fjögur um nótt og
messadrengurinn verður að fara á
fætur til að sinna störfum sínum.
Hann er á þönum allan daginn og
það er hrópað og kallað til hans úr
öllum áttum. Þegar svo önnum dags-
ins er lokið fagnar drengurinn nætur-
hvíldinni og svefninum. En þá getur
verið að einhver úr áhöfnjnni vilji
segja drengnum ævisögu sína. Hon-
um tekst þó í sögunni með bragðvísi
að þagga niður í ævisögumanni, get-
ur farið að sofa og svífur inn í heim
draumsins. Hann er staddur í bakar-
íinu, þar sem draumadísin færir hon-
um ijómapönnukökur á diski, baka-
ríið breytist í höll og kökumar verða
að tveimur hjörtum. Stúlkan býður
honum að velja ahnað hjartað. Hann
þykist vita að annað hjartað sé gervi-
hjarta, þessvegna þorir hann ekki
að velja. Þannig var það í draumi
messadrengsins. Og þá kvað við:
„Ræs, Messi, raes, klukkan er þijú.“
Þegar ég hafði kynnst Jóhannesi
og við gengum nokkrir félagar að
leiði Sigurðar Breiðfjörðs var enginn
vafi á því hvaða stúlku Jóhannes
hafði kosið að lifa með í blíðu og
stríðu jarðlífsins. Hún hét Kristín
Ingólfsdóttir, en Jóhannes kallaði
hana Stellu og það gerðum við kunn-
ingjar þeirra líka. Þetta var lagleg
stelpa, hæglát, en býsna stríðin ef
því var að skipta, ekkert feimin við
að punda á okkur strákana og láta
skoðanir sínar í ljósi, enda vel greind.
Það var ekki ónýtt fyrir okkur, ungu
höfundana á þeirri tíð, að geta kom-
ið inn á heimili þeirra hjóna, þegið
vcitingur og rabbað saman. Þá var
glatt á hjalla, þó húsnæði væri
þröngt, Ólafur Jóhann Sigurðsson
og Jón úr Vör gátu staðið fyrir fjör-
legum umræðum. En veruleikinn var
samt sem áður annar en draumur-
inn. Jóhannes varð að leggja hart
að sér.
Jóhannes var lagermaður í vél-
smiðjunni Héðni um langt árabil, og
ég minnist þess núna og furða mig
á því hvernig bókmenntamaður gat
þolað slíka vinnu. Hann var í lítilli
kompu og skrifborðið hans var þakið
allskonar plöggum, og á því voru tvö
símatól. Glumdu hringingar úr þeim
báðum í einu, en auk þess þurfti
Jóhannes að vera á sífelldum hlaup-
um um smiðjuhúsin til að sjá um að
pantanir væru afgreiddar. Mér þótti
sem hann ætti helst að vera á mörg-
um stöðum í einu.
Ekki veit ég hvenær hann fékk
tóm til að skrifa, því fljótt fjölgaði á
heimili þeirra hjóna. Þau eignuðust
þijár dætur og einn son. En þrátt
fyrir annir samdi Jóhannes gaman-
leikinn Nóttina löngu sem Leikfélag
Hafnarfjarðar sýndi á sinni tið. Það
var ekki venjulegur farsi, þó í farsa-
stíl væri, heldur háð um heims-
ástandið og sér í lagi afstöðu stór-
veldanna og hefur verið í fullu gildi
til þessa dags. Það var einmitt þetta
verk sem Jóhannes vildi huga að og
endurskrifa síðustu mánuðina sem
hann lifði, en þrekið var þá farið að
bila eftir erilsama ævi. Hann hafði
um skeið verið bóndi austur í Mýr-
dal, þvínæst skrifstofumaður í Vík
og seinast suður í Garði. Fyrir nokkr-
um árum missti Stella heilsuna
skyndilega og hefur mjög verið á
sjúkrahúsum síðan, þar til fyrir
nokkrum mánuðum, að hún var send
heim til Jóhannesar, og voru þau tvö
ein í koti sínu, þegar hann andaðist
í svefni við hlið hennar. Hann hafði
fyrir nokkrum mánuðum lokið við
að fullbúa smásögur sínar til útgáfu
í bók, glettnislegar sögur og vel
samdar, en honum auðnaðist ekki
að finna útgefanda að þeirri bók
áður en hann lést.
Jóhannes skrifaði fyrir mörgum
árum leikritið Gosa eftir bók Collod-
is um þann strák. Fyrst miðaði hann
það við brúðuleikhús Jóns E. Guð-
mundssonar, en seinna breytti hann
því fyrir leiksvið og samdi ég söngva
mín og fjölskyldur okkar sendum
þér og þínu fólki heitar samúðar-
kveðjur á þessum erfíðu tímum. En
vel megum við þó muna hið for-
kveðna „að orðstírr deyr aldregi
hveim er sér góðan getr“ eins og
segir í Hávamálum. Það á vel við
minningu Guðjóns Jóhannssonar.
Jón Skaftason
í dag verður jarðsettur frá
Keflavíkurkirkju góður vinur minn
og tengdafaðir, Guðjón Jóhannsson
skipstjóri, sem lést að morgni 21.
desember eftir erfíða sjúkdómslegu.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Guðjóni eða Gauja eins
og hann var ævinlega kallaður fyr-
ir u.þ.b. 14 árum. Fljótt komst ég
að raun um hvílíkan afbragðs mann
hann hafði að geyma, samviskusemi
og heiðarleiki var honum í blóð
borin.
Guðjón var víðlesinn og fróður
og fylgdist af áhuga með öllu því
sem var að gerast, bæði innanlands
og utan. Hann háfði sínar ákveðnu
skoðanir á hlutunum og fór ekki
leynt með, þá sérstaklega varðandi
fiskveiðar og sjávarútveg. Skoðanir
hans þar báru vott um mikla
reynslu, enda stundaði hann sjó-
mennsku alla sína tíð. Allt sem við-
kom sjó og sjómennsku var áhuga-
mál hans.
Fiskveiðar, pólitík og margt
fleira varð oft kveikjan að mjög fjör-
ugum og skemmtilegum umræðum
við eldhúsborðið að Smáratúni 4.
Þar komu margir við og tóku þátt
í umræðunum. Þar stundir eru mér
ofarlega í huga nú á þessari kveðju-
stund, enda lærdómsríkar og á ég
eftir að sakna þeirra mjög.
Það var nú síðsumars að Guðjón
komst að því að hann gekk ekki
heill til skógar. Með einstöku æðru-
leysi og prúðmennsku bjó hann sig
undir það sem í vændum var. Nú
er hans sárt saknað.
Blessuð sé minning Guðjóns Jó- -*•»
hannssonar.
Otto Jörgensen
fyrir hann í þá leikgerð sem síðan
var flutt á Seltjarnarnesi við ágætar
undirtektir barnanna sem á horfðu.
Einhveiju sinni, þegar ég var staddur
austur í Vík hjá þeim hjónum, sýndi
Jóhannes mér sjónvarpsleikrit sem
hann hafði nýlega samið. Það var
bráðsmellin ádeila á gróðahyggju og
mengun sem þá þegar var orðið
vandamál um heim allan. Þetta var
efni sem varðaði hvem mann á okk-
ar dogum. Hann sendi það sjón-
varpinu, en ekki höfðu þeir háu herr-
ar þar vit á að taka það til flutnings
í staðinn fyrir það einskisverða drasl
sem stundum þykir boðlegt að sýna
þjóðinni. Þá var það segin saga, hvar
sem Jóhannes var, hvort hann var í
vélsmiðjunni hér vestur í bæ eða
austur í Vík eða suður í Garði, að
hann var beðinn að skemmta, ef
halda átti skemmtisamkomur, enda
var Jóhannes í ritsmíðum sínum
ævinlega fullur af glettni. Og það
var hann einnig í daglegri umgengni
við fólk, síspaugandi og skemmtilega
stríðinn. Var einstaklega gaman að
spjalla við þau hjón á heimili þeirra,
og þar skorti ekki gestrisnina. Ég
- minnist ferða austur í Vík, þar sem
við hjónin og dóttir okkar gistum hjá
Jóhannesi og Stellu og frá Vík fóru
þau með okkur í ferðalög í bíl og
við sáum nýtt land sem við höfðum
ekki séð áður, ég minnist ferða suð-
ur í Garð og þaðan ók Jóhannes með
okkur að Hvalsnesi og við sáum
steininn sem Hallgrímur Pétursson
hafði gert til minningar um dóttur
sína. Allt geymist þetta í huganum
og er ógleymanlegt.
Ef til vill má líkja draumi messa-
drengsins við draum skálds, hvaða
skálds sem er, um fegurð, eða þrá
hvers manns eftir fegurð. Jóhannes
hlaut vissulega margvíslega fegurð
í lífí sínu, enda missti hann aldrei'
glaðværð sína hvernig sem viðraði á
lífsferlinum. Og þó hann hefði stopul-
ar stundir til ritstarfa lánaðist honum
að miðla öðrum fegurð og gleði með
sögum sínum og leikritum. Hann er
nú horfinn sjónum okkar, sem við
eigum verk hans. Kallið kom fyrr en
við bjuggumst við. Það kom að nóttu,
þegar hann lá sofandi við hlið konu
sinnar: Ræs! Messi! Ræs!