Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Morgunblaðið/Árni Sæberg KÓTEL HOLT. Hermenn ryðjast inn í bústað sendiherra Nicaragua í Panama: Bandarískir sendimenn reknir frá Nicaragua Panamabaorg. Washington. Managua. Reuter. TIL harðra deilna kom í gær milli Bandaríkjamanna og sandinistastjórn- arinnar í Nicaragua vegna þeirrar ákvörðunar yfirmanna baudaríska hersins í Panamaborg að senda hermenn inn í bústað sendiherra Nic- aragua þar í borg. I mótmælaskyni hefúr Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, ákveðið að reka 20 bandaríska stjórnarerindreka úr landi og veitt, þeim þriggja sólarhringa trest til að hafa sig á brott. Um 30 bandarískir hermenn fóru inn í bústað sendiherrans í fyrradag og leituðu þar hátt og lágt. Að sögn blaðamanna, sem fylgdust með aðgerðinni, stóð leitin yfir í þrjár klukkustundir og höfðu hermennirnir á brott með sér vopn. Meðan á að- gerðinni stóð heyrðust fimm skot- hvellir. Sendiherrann, Antenor Ferr- ey, sagði að hermennirnir hefðu stol- ið frá sér úri og um eitt þúsund Bandaríkjadollurum í reiðufé. Fulltrúar Bandaríkjahers í Pan- ama vildu ekkert um málið segja annað en það væri liður í hernaðar- aðgerðum sem hófust 19. desember sl. er Manuel Noriega herstjóra var steypt af stóli. Yf irvöld í Washington vörðust sömuleiðis ailra fregna af áhlaupinu á bústað sendiherrans. Stjórnvöld í Nicaragua sögðu Bandarikjamenn hafa brotið allar alþjóðareglur og hefðir um friðhelgi sendiráðsmanna með því að fara inn í bústað sendiherrans. Aðeins nokkr- um stundum fyrir aðgerðina hafði aílsheijarþing Sameinuðu þjóðanna í New York samþykkt ályktun þar sem hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Panama var hörmuð. Atkvæði féliu þann veg að 75 af 159 aðildarríkjum SÞ samþykktu ályktunina en 20 greiddu mótatkvæði, 40 sátu hjá og 24 voru fjarverandi atkvæðagreiðsl- una. Fulltrúar íslands sátu hjá. Óvissa ríkti enn um afdrif Nori- ega, sem leitaði skjóls í sendiráði páfagarðs í Panamaborg á aðfanga- dag. Maxwell Thurman, yfirmaður bandarísku heijanna í Mið- og Suð- ur-Ameríku, staðfesti í gær að hann hefði tvisvar farið til viðræðna í sendiráðið eftir að Noriega flýði þangað en neitaði því að hann hefði þar átt í samningaviðræðum við her- sijórann fyrrverandi. Hann sagði, að útilokað væri að segja hver örlög hans yrðu. Reuter Atenor Ferrey, sendiherra Nicaragua í Panama, sýnir blaðamönnum verksummerki í svefnherbergi sínu eftir að 30 bandarískir hermenn höfðu ráðist inn í bústað hans og leitað þar vopna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.