Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 48
Efstir á blaði FLUGLEIÐIR SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. ' - -'$!£ • ,<níí» fjawronsnsn '^Fvnrr- Stöð 2: Ovíst um jiiðurstöðu ENN var óljóst hvaða steftiu málefni Stöðvar 2 mundu taka, þegar Morgunblaðið fór í prent- un skömmu eftir hádegi í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins leituðu eigendur stöðv- arinnar þá enn leiða til þess að endurskipuleggja starfsemi fyr- irtækisins og ná því markmiði innan þeirra tímamarka, sem Verzlunarbankinn hafði sett þeim. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær var í fyrrinótt boðað til fundar nokkurra fulltrúa Stöðvar 2 9g sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. gærmorgun, laugardagsmorgun, hafði Morgunblaðið fregnir af því, að á vegum ríkisstjórnarinnar væri enn unnið að því að kanna mögu- leika á að koma fyrirtækinu til að- stoðar, þótt ríkisábyrgð væri úr ■ sögunni. Grímsey: Rýrnun krónunnar á árinu. Rýrnun ný- krónunnar irá ársbyrj- un 1981. Krónan rýrn- aði um 19,74% ÍSLENZK króna rýrnaði um 19,74% á árinu sem er að líða. Er þá miðað við vísitölu byggingarkostnaðar, sem hækkaði á árinu um 24,6%. Rýrnun krónunnar er heldur meiri en hún var á árinu 1988, en þá nam hún 14,68% miðað við vísitölu byggingar- kostnaðar. Krónan, sem tók giídi við upphaf árs 1981 ognefnd- ist þá nýkróna til aðgreiningar frá gömlu krónunni, hefur í þau 9 ár, sem hún hefur verið í gildi, rýrnað Um 88,88%, þ.e.a.s. aðeins 11,12% eru í raun eftir af upphaflegu verð- gildi hennar. Er þá eins og áður miðað við vísitölu bygg- ingarkostnaðar, sem hefur hækkað á þessu tímabili um 899,36%. Á þeim árum, sem nýja krón- an hefur verið í gildi, rýrnaði hún mest á árinu 1983 eða um 35,5%. Minnsta rýrnun hennar var hins vegar á árunum 1986 og 1988 eða um 14,7%. Áramótin: Flugeldum fyrir 200 milljónir skotið á loft LANDSMENN skjóta á loft rúmlega 140 tonnum af flugeldum til að fagna nýju ári. Það verða því miklar flugeldasýningar víða um land. Söluandvirði flugeldanna er hátt í 200 miHjónir króna. Fjórir aðilar sjá um innflutning á flugeldum og hafa verið flutt inn rúmlega 130 tonn frá Kína, V-Þýskalandi og Englandi. Þá er íslensk framleiðsla um 10 tonn. Algengt er að flugeldar hafi hækkað um 27-30% frá síðasta ári. Fjölskyldupakkar hafa hækkað um 200-700 krónur, eftir stærð. Undanfarin tvö ár hefur fiug- eldasala verið mikil og nær allar birgðir í landinu seldust upp. Þeir aðilar sem Morgunblaðið hafði samband við í gær reiknuðu með mikilli sölu í ár og töldu að veð- urspá áramótanna hefði þar mest að segja. Á gamlárskvöld 1987 var skot- ið upp flugeldum fyrír rúmlega 100 milljónir króna. 1988 var um svipaða upphæð að ræða þar sem flugeldar hækkuðu lítið á milli ára. Drengir fæð- ■ast eingöngu IBUUM Grímseyjar fjölgaði hægl og bítandi á þessu ári. Hér fædd- ust þrír drengir en engin stúlka. AÁ síðustu sex árum hafa fjórtán drengir fæðst í Grímsey en eng- in stúlka. Samkvæmt bráðabirgða- tölum um mannfjölda þann 1. des- ember síðastliðinn eru karlarnir í Grímsey 13 fleiri en konurnar. íbúar eru 115 talsins, 64 karlar og 51 kona. BS Sjá „Hvers er helst að minnast 1989“ bls. 18-20b. Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 3. janúar. “2..........-?=m. ■ _l ' ' MANINN HATTA HIMNISKIN Morgunblaðið/Ragnar -Axelsson Samband fiskvinnslustöðva: Halli á fískvinnslu 4% í byrjun nýs árs SAMKVÆMT bráðabirgðaútreikningum Sambands fiskvinnslustöðva verður allt að 4% halli á fiskvinnslunni í upphafi ársins 1990. Er þá miðað við núverandi óbreyttar forsendur. Aðalástæður hallans eru afla- samdráttur á næsta ári og að verðbætur á frystan fisk falla niður um áramót. Einnig kemur inn í dæmið hækkað raforkuverð. Að sögn Arnars Sigurmundsson- ar formanns Sambands fisk- vinnslustöðva eru stjómendur sjávar- útvegsfyrirtækja ekki bjartsýnir á horfur á næsta ári. Aflasamdráttur er fyrirsjáanlegur á árinu og mun hann að sögn Arnars leiða til 7% lækkunar tekna miðað við óbreytt gengi. „Ýmis kostnaður mun þá vega þyngra, eins og til dæmis fjármagns- kostnaður, en á móti kemur hlut- fallsleg lækkun hráefniskostnaðar og umbúðakostnaðar, en lækkun launakostnaðar nær ekki sama hlut- falli og aflasamdrátturinn.“ Um verðbætur á frystan fisk sagði hann að þær væru nú 2,5% en fétlu niður um áramót. „Við höfum loforð stjómvalda um það að þetta verði bætt, en ekki hefur verið gefið upp hvernig það verður gert; það verður þó varla gert öðm vísi en með gengis- breytingu. Raforkuverð mun að sögn Amars hækka um 35% um næstu áramót. „Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, lofaði hún því að beita sér fyrir fjórðungslækkun raforkuverðs og var það gert með því að greiða niður raforkuverðið til fiskvinnslunn- ar. í þetta fóra um 100 milljónir á þessu ári og ef halda ætti verðinu í svipuðu horfi, kostaði það 125 millj- ónir. Hins vegar er engin fjárveiting til þessa í fjárlögum fyrir árið 1990,“ sagði Amar. Arnar taldi í raun rangt að tala um niðurgreiðslu. Fiskvinnslufyrir- tækin borguðu um 4 krónur fyrir kílówattstundina (5 kr. án niður- greiðslu) á sama tíma og stóriðjufyr- irtæki borguðuð 60 aura. „Við höfum verið að tapa síðastlið- in tvö ár, en um tíma í haust höfum við verið við núllið. Nú er hins vegar farið að síga á ógæfuhliðina," sagði Arnar. Benti hann á að spá þeirra miðaði við óbreyttar verðlagsfor- sendur og gengi. „Það er því ljóst að fiskvinnslan hefur ekkert svigrúm til neinna kostnaðarhækkana, hvorki I launum né fiskverði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.