Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Vonast eftir vætu á gamlárskvöld -segir Rúnar Bjamason slökkviliðsstjóri MIKILL viðbúnaður er nú hjá slökkviliðsmönnum um ailt iand, eins og endranær um áramót, enda nýársnótt annasamasti tími ársins. Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri í Reykjavík vonast til þess að veður haldist áfram vott, enda sé þurr sina eins og púður- tunna um áramót. Það er oft mjög annasamt hjá slökkviliðinu um áramót, enda eru menn að leika sér með eldinn," sagði Rúnar. Sagði hann ekki vera mjög langt síðan að fólk hafi ekki getað náð sam- bandi við slökkviliðið þegar stór- útköll þurfti. Sem betur fer hafi nú orðið breyting þar á. Misjafnt er frá ári til árs hversu annríkt er. Kveðst Rúnar minnast einna áramóta þegar aðeins urðu tvö útköll vegna lítilvægra bruna. „Önnur áramót urðu hins vegar fimmtíu útköll, sem er miklu meira en við ráðum við.“ Um þessi áramót verða tuttugu slökkviliðs- menn á vakt, einum fleiri en um síðustu áramót. Álagstímar eru mismunandi um áramótin. Lítil útköll eiga sér helst stað á tímabil- inu frá 21 fram yfir miðnætti, en stórútköll verða yfirleitt mun síðar á ný-ársnótt, þar sem menn ná ekki að uppgötva eld í tíma. Það eru margs konar atvik sem koma upp á vegna áramótanna. Eitt af þeim hvimleiðari að sögn Rúnars eru sinubrunar, en sinuna kveður Rúnar vera sem púður- tunnu um áramót ef þurrt er. „Veðurspáin gefur vonir um bleytu, en fljótt skipast veður í lofti og gróður er mjög fljótur að þorna.“ Löng hefð er fyrir því hjá lands- mönnum að kveðja árið með ára- mótabrennu. Slökkviliðsstjóri kveðst fagna þeirri þróun sem orðið hafi undanfarin ár að þeim hafi fækkað; telur hann þær í núverandi mynd vera tíma- skekkju. „Mun nær væri að ein- beita sér að skipulögðum brennu- hátíðum á þrettánda." Rúnar kveður slys sem betur fer ekki vera algeng við brennur; muni hann ekki eftir alvarlegu slysi síðan árið 1966, þegar ungur drengur fórst. Eins og gefur að skilja eru brennur haldnar á opn- um svæðum, sem lengst frá byggð. „Þessum svæðum fer nú óðum fækkandi, þar sem byggð þrengist stöðugt.“ Alvarleg óþæg- indi geta orðið af brennunum ef hvessir og vindur stendur í átt að byggð. „Fólk vill þá gjarnan Rúnar Bjarnason. fá aðstoð okkar, en athuga verður að því sem ætlað er að loga er oft nær ómögulegt að slökkva." Gífurlegu magni flugelda er skotið á loft um áramót og því ekkert tölfræðilegt undrunarefni að einhver slys eigi sér stað. Rúnar segir um meðferð f lúgelda: „Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir óhöpp vegna flugelda er að fólk beiti eigin skynsemi og dóm- greind, þegar með flugelda er farið; fólk kynni sér leiðbeiningar vel og leiki sér ekki með eldinn innandyra. Einnig ber að leggja á það ríka áherslu að flugeldar og blys eru ekki á barna með- færi, þar verða ávallt fullorðnir að hafa hönd í bagga. Rétt er einnig að fólk hafi það í huga að áfengi og f lugeldar eigá ekki sam- leið.“ Með þessum varnáðarorðum sendi slökkviliðsstjófinn í Reykjavík Iandsmönntim áramó- takveðjur. StÍRalisti FIDE: * Helgi Olafsson stiga- hæstur Islendinga Kasparov kominn með 2800 skákstig HELGI Ólafsson er stigahæstur islenskra skákmanna á nýjum skák- stigalista Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. Helgi er með 2575 stig og er í 40. sæti á heimslistanum. Margeir Pétursson er með 2555 stig í 70. sæti en aðrir íslenskir skákmenn eru ekki á lista yfir 106 efstu menn. Garíj Kasparov er efstur á listanum með 2800 stig, sem er hæsta stigatala sem skákmaður hefúr haft. Helgi Ólafsson hækkar um 10 stig frá síðasta stigalista sem gefinn var út í júlí, en Margeir lækkar um 35 stig. Jóhann Hjartar- son var með 2555 stig á síðasta stigalista en fellur af listanum yfir 106 efstu í þetta skiptið, á hann ná skákmenn með 2535 stig. Jón L. Árnason var með 2520 stig á síðasta lista. Kasparov er efstur á stigalistan- um, eins og áður sagði, með 2800 stig en Alatolíj Karpov er næstur með 2730 stig og hefur lækkað um 20 stig. Jan Timman er kominn í 3. sætið með 2680 stig, Vassilíj Ivantsjúk er í 4. sæti með 2665 stig, Míkhaíl Gúrevitsj og Valeríj Salov eru í 5.-6. sæti með 2645 stig. Alexander Baljavskíj er í 7. sæti með 2640 stig, Nigel Short er í 8. sæti með 2635 stig, Ulf Anders- son er í 9. sæti með 2630 stig og Viktor Kortsjnój er í Í0. sæti með 2025 stig. Álls efu 29 skákmebn með 2600 stig og þar ýfir. Af 106 stigahæstu skákmöfinum Síðustu reglugerðir um virðisaukaskatt fyrir áramót: Verð á mjólk og kindakjöti lækk- ar um tæplega 9% eftir áramótin REGLUGERÐIR um endurgreiðslu vegna virðisaukaskatts af mat- vöru, endurgreiðslu tii húsbyggjenda og greiðslufrest vegna virðis- aukaskatts við innflutning voru gefhar út af fjármálaráðherra í fyrra- dag. Tæplega 9% verðlækkun á mjólk og kindakjöti í heilum og hálfúm skrokkum tekur gildi áramót, og á verð á fiski og fersku innlendu grænmeti að geta lækkað í svipuðu hlutfalli. Mjólkurlítrinn lækkar úr 71,70 kr. í 65,40 kr. eftir áramótin, eða um 8,8%, og sambærileg lækk- un verður á léttmjólk, undanrennu og G-mjólk. Aðrar mjólkurvörur iækka um 0,4%. Niðursneitt kinda- kjöt í hálfum skrokkum lækkar úr 462,30 kr. í 422,00 kr., eða um 8,7%. Verð á unnum kjötvörum lækkar minna. Verðlækkun á fiski og grænmeti ræðst að hluta af því hvort endurgreiðsla virðisauka- skattsins skilar sér að fullu til neyt- enda, en álagning á þessum vörum er fijáls. Upptaka virðisaukaskatts- ins mun samanlagt hafa í för með sér 2-2,5% lækkun á matvælalið framfærsluvísitölunnar frá því sem annars hefði orðið, en heildaráhrifin eru talin leiða til 0,5-1,0% lækkunar framfærsluvísitölu. Samkvæmt reglugerð um endur- greiðslu virðisaukaskatts til byggj- enda íbúðarhúsnæðis er gert ráð fyrir endurgreiðslu á tveggja mán- aða fresti á grundvelli framlagðra reikninga og verður hún verðtryggð með lánskjaravísitölu. Jafnframt er gert ráð fyrir endurgreiðslu vegna meiriháttar endurbóta á íbúðar- húsnæði, en miðað er við að kostn- aður við endurbæturnar sé 7% eða meira af fasteignamati íbúðar. Án þessara endurgreiðslna hefði skatt- lagningin haft í för með sér 9% hækkun á byggingarkostnaði, en með endurgreiðslunum er þessum áhrifum á byggingarkostnað hins vegar að fullu eytt. Greiðslufrestur vegna greiðslu virðisaukaskatts við innflutning mun fyrst og fremst taka til inn- flutts hráefnis til iðnaðarfram- leiðslu og olíuvara. Ákveðið hefur Sölusamtök lagmetis: Lagmeti flutt út fyrir rúma 1,2 milljarða 1989 SÖLUSAMTÖK lagmetis flytja út lagmeti fyrir rúmiega 1,2 millj- arða króna í ár en samtökin fluttu út vörur fyrir 1,07 milljarða króna 1988, þannig að verðmæti útflutningsins er ívið minna á þessu ári en í fyrra, miðað við fast verðlag, að sögn Garðars Sverrissonar framkvæmdastjóra Sölusamtaka lagmetis. Utfiutningur okkar til Þýska- lands er 30% minni í ár en í fyrra vegna hvalafársins," sagði Garðar Sverrisson í samtali við Morgunblaðið. „Tengelmann hefur komið inn aftur í Þýskalandi og lofar góðu,“ sagði Garðar. „Aldi suður hefur hins vegar ekki komið inn aftur en við höfum boðið þeim nýja vörutegund, sem þeir eru að skoða og meta. Við höfum selt vör- ur til Sovétríkjanna fyrir 5 milljónir Bandaríkjadala í ár og Bandarkja- markaður lofar góðu á næsta ári, þannig að við erum bjartsýnir." verið að veita öðrum innfiytj'endum hliðstæðan greiðslufrest fram yfir mitt næsta ár til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar verðhækkan- ir á fyrstu mánuðunum vegna auk- innar fjárbindingar. Samkvæmt reglugerð verður almenna reglan sú að veittur verður greiðslufrestur fyrir tvo mánuði í senn, frá 15 dög- um allt uppí 75 daga, eða að meðal- tali 45 daga. Þessi regla gildir fyr- ir alla innflytjendur fyrstu fjóra mánuði næsta árs. Eftir það stytt- ist greiðslufrestur vegna innflutn- ings á öðrum vörum en hráefni til iðnaðar og olíuvörum um 15 daga og verður 30 dagar að jafnaði til ágústloka, en fellur síðan alveg nið- ur. heims að þessu sinni eru 50 frá Sovétríkjunum. Að auki eru sex Sovétmenn á listanum sem flutt hafa til Vesturlanda. Heildaraflinn 230 þúsund tonnum minni en í fyrra HEILDARAFLI íslenskra skipa er 1,522 milijónir tonna árið 1989, eða 230 þúsund tonnum minni en árið 1988, samkvæmt _ bráða- birgðatölum Fiskifélags íslands. Loðnuaflinn er 231 þúsund tonn- um minni í ár en í fyrra og botn- fiskaflinn er 8 þúsund tonnum minni en 1988. Fiskifélagið áætlar að andvirði útfluttra sjávarafurða árið 1989 verði 57,5 milljarðar króna, eða 1,013 milljarðar Bandaríkjadala en 1988 var and- virði þeirra 45,2 milljarðar króna, eða 1,052 milljarðar dala. Birgðir sjávarafúrða eru hins vegar nokkru minni í lok þessa árs en undanfarin ár. Botnfiskaflinn er 690 þúsund tonn i ár en hann var 698 þús- und tonn í fyrra. Þorskaflinn er 352 þúsund tonn árið 1989, eða 24 þús- und tonnum (6,4%) minni en 1988 og karfaaflinn er 91 þúsund tonn í ár, eða 3 þúsund tonnum minni en í fyrra. Humaraflinn er 1.800 tonn árið 1989 en hann var 2.300 tonn 1988 og 2.700 tonn 1987. Rækjuafl- inn er 29.700 tonn í ár, eða 3 þús- und tonnum minni en í fyrra og loðnuaflinn er 909.208 tonn árið 1989, eða um 231 þúsund tonnum minni en 1988. t Nýrnaveiki í sex eldisstöðvum við Faxaflóa: Ekki hægt að uppræta smit nema með niðurskurði - segir Árni M. Mathiesen dýralæknir fisksjúkdóma ÁRNI M. Mathiesen, dýralæknir fisksjúkdóma við tilraunastöð Háskóla Islands að Keldum, segir að ekki sé hægt að uppræta nýmaveiki í fískeldisstöðvum á stuttum tíma nema með niður- skurði í sýktum stöðvum og það sé svo kostnaðarsamt að það geti riðið rekstri stöðvanna að fúllu. Hann segir að þær aðferðir sem hafðar eru við sýnatöku hérlend- is skili miklum árangri og að fisk- sjúkdómaeftirliti sé hvergi betur sinnt en hér á landi. Alls liggja um 6 milljarðar króna í fjárfestingum í fiskeldi hér á landi, áð sögn Árna. Sú upphæð sem ríkisvaldið og hinar einstöku stöðvar veija sameiginlega til fisk- sjúkdómaeftirlits nemur 20 milljón- um króna á ári. „Fisksjúkdómaeftirlitið er ekki kostnaðarsamt miðað við veltu greinarinnar en menn svíður undan öllum fjárútlátum eins og nú árar,“ sagði Árni. Algengustu fisksjúkdómarnir hérlendis eru nýrnaveiki og kýla- veiki sem eru bakteríusjúkdómar en veirusjúkdómar hafa fram til þessa ekki fundist í fiskum hérlend- is. Veirusjúkdómar eru mun erfiðari viðfangs en bakteríusjúkdómar því veirur fjölga sér eingöngu inni í öðrum frumum og því ekki hægt að beita fúkkalyfjum gegn þeim. „Smitmagnið í fiskeldisstöðvun- um er lágt og nýrnaveikisýking í stofni hefur aidrei náð að valda faraldri," sagði Árni. Hanh segir að ekki verði með öllu hægt að koma í veg fyrir smit, villtir fiskar sem berist inn í hafbeitarstöðvar beri stundum með sér smit og við því sé ekkert annað að gera en að halda uppi ströngu eftirliti. í regiugerð um heilbrigðiseftirlit með klakstöðvum og eldisstöðvum er forráðamönnum þessara stöðva gert skylt að sótthreinsa öll ný- fijóvguð hrogn sem þeir hafa hug á að ala. Auk þess er bannað að flytja seiði eða hrogn á milli stöðva þar sem fisksjúkdómar hafa komið upg. Árni segir að nú séu sex haf- beitar- og framhaldseldisstöðvar á Faxaflóasvæðinu í dreifingarbanni vegna þess að fiskur hafi smitast af nýmaveiki. Það þýðir þó ekki endilega að stöðvarnar verði fyrir miklu fjárhagslegu tjóni því enn hefur ekki orðið vart fiskdauða af þessum völdum. Arnarflug: Leiguþota til að brúa bilið ÞOTA Arnarflugs sem stöðvaðist síðastliðinn fimmtudag, þegar komið var að skoðun hennar, fer í skoðun 2. janúar að sögn Krist- ins Sigtryggssonar framkvæmda- stjóra Arnarflugs. Sænska Boeing þotan, sem kemur í staðinn, er aðeins á stuttri leigu til að brúa bil á meðan verið er að skoða þotu félagsins og bíða eftir samkomulaginu við ríkissjóð, en við munum ekki verða með tvær vélar í notkun á þessum árstíma,“ sagði Kristinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.