Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 21 Gamla grýla dauð Sú löggjöf Evrópubandalagsins, sem við erum að tengj- ast, nær til fjölmargra þátta, sem fram til þessa hafa heyrt undir innri hagstjórn einstakra ríkja. Vinstri flokkarnir hafa notað hugtakið fijálshyggja sem eins konar skammar- yrði um efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins. Nú stöndum við frammi fyrir því að festa þessa frjálshyggjustefnu í sessi með alþjóðlegum samningum. í því sambandi rhá minna á allar deilurnar sem staðið hafa um nýju bankalöggjöfina frá 1985. Sú löggjöf mark- aði þáttaskil í aðlögun Islands að fijálsari fjármagsmark- aði meðal annars með sjálfstæðum rétti banka og peninga- stofnana til að ákvarða vexti. Núverandi ríkisstjórn hefur reynt að snúa blaðinu við í þessum efnum en með mjög takmörkuðum árangri. Hand- aflið hefur með öðrum orðum ekki dugað gegn lögmáli markaðarins. Eftir samninga við Evrópubandalagið verða kenningar um handafl á þessu sviði og fleirum aðeins ininnismerki um misheppnaða vinstristjórn. Það yrði að minnsta kosti heldur spaugilegt ef ágreiningi yrði áfram haldið uppi með afsökunum af því tagi að fyrst hefði Sjálfstæðisflokkurinn platað menn inn á þessa braut og síðan Evrópubandalagið. Ágreiningur innan ríkisstjórnar í umræðum á Alþingi hefur komið fram að innan ríkis- stjórnarinnar er margskonar ágreiningur um stefnumörkun í þessu efni. Ríkisstjórnin gat til að mynda ekki lokið umræðum um Evrópumálin með skýrri stefnumarkandi ályktun. Þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykkti hinsvegar ályktun sem utanríkisráðherra var gert skylt að tilkynna viðsemjendum sínum og samstarfsaðilum í Fríverslunar- samtökunum. Þar kom fram að Alþýðubandalagið væri ekki að svo stöddu tilbúið til þess að ákveða aðild að form- legum samningaviðræðum og hefði enn almennan fyrii-vara um alla þætti fyrirhugaðra samninga. í tvígang var reynt af hálfu utanríkisráðherra og síðar viðskiptaráðherra að ná breiðri samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í þessu efni með aðild Sjálfstæðisflokksins. Í báðum tilvikum var Sjálfstæðisflokkurinn fús til samn- inga á þeim grundvelli sem fyrir var lagður og ráðherrarn- ir höfðu kynnt flokknum. En þegar til átti að taka náðist ekki samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um breiða samstöðu af því tagi. Og Al- þýðuflokkurinn kaus að sætta sig fremur við skilyrði Al- þýðubandalagsins en að leita eftir víðtæku samstarfi lýð- ræðisflokkanna svonefndu á Alþingi. Hagsmunir sjávarútvegsins Mestur ágreiningur hefur staðið um það með hvaða hætti eigi að tryggja hagsmuni íslensks sjávarútvegs í þessum viðræðum. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að það verði fyrst og fremst gert með því að halda fram kröfu EFTA-ríkjanna um fríverslun með fisk. Sú samstaða sem náðist um þetta innan EFTA í byijun þessa árs hefur þó meira formlegt gildi en efnislegt. Flest- um er ljóst að Norðmenn hafa ekki í hyggju að falla frá styrkjastefnu sinni í sjávarútvegi. Og fyrir liggur að Evr- ópubandalagið ætlar ekki að gera það á næstu árum. All- ir sem til þekkja vita því að á þessum grundvelli verða hagsmunir íslensks sjávarútvegs ekki tryggðir. Svo virðist hinsvegar sem ríkisstjórnin vilji ekki taka upp tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið um hindrunar- lausan útflutning á sjávarafurðum frá Islandi fyrr en að loknum eða við lok almennu viðræðnanna á milli þessara tvennra samtaka. Ýmsum þykir og þar á meðal forystu- mönnum í íslenskum sjávarútvegi sem óþarfa áhætta sé tekin með því að bíða svo lengi með ósk um tvíhliða viðræð- 'ur um þessi mikilvægu hagsmunamál íslendinga. Árangur umræðna á Alþingi Sjálfstæðismenn hafa lagt á það áherslu að tvíhliða við- ræður fari fram í samræmi við óskir hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi. Ríkisstjórnin hefur ekki einasta daufheyrst við þessum kröfum. í raun og veru hefur hún gert lítið úr þeim og einstaka ráðherrar eins og sjávarútvegsráðherra og forsætisráðhefra ásamt utanríkisráðherra hafa beinlínis lagt Evrópubandalagsmönnum til rök gegn slíkri eðlilegri og sjálfsagðri kröfu af Islands hálfu. Ætla verður, að Alþingi hafi veitt ríkisstjórninni það mikið aðhald í þessum efnum að hún fyrr en síðar geri sér grein fyrir því að taka verði sérstakiega á hagsmuna- málum íslensks sjávarútvegs í þessum-mikilvægu samning- um. Leiði þær pólitísku deilur sem staðið hafa um þetta efni til þess að ríkisstjórnin taki við sér, hafa þær vissu- lega orðið til nokkurs gagns. Bjartsýni þar bölmóður hér Hvarvetna í Evrópu binda menn miklar vonir við þetta nýja efnahagssamstarf og þá strauma fijálsræðis og fijáls- lyndis sem fara nú um álfuna. Menn gera sér grein fyrir jþví að þær fijálshyggjuhugmyndir sem búa að baki lög- gjöf Evrópubandalagsríkjanna um innri markað eru afl- vaki framfara á nýrri tækniöld. Allt umhverfis okkur ríkir því bjartsýni og þar er hvarvetna að finna framfarahug. Á sama tíma ríkir hér ótti og bölmóður. Það er doði í íslensku atvinnulífi og hvergi gróandi. Yið óbreyttar að- stæður hafa menn ekki trú á að breytingar verði þar á. Vissulega urðum við fyrir ytri áföllum árið 1987 og 1988 en efnahagskreppan og stöðnunin sem við blasir eru afleið- ingar þeirrar efnahagsstefnu sem núverandi ríkisstjórn fylgir og boðar. Mengað andrúmsloft í stjórnmálum En það er ekki efnahagsstefnan ein sem ræður úrslitum í þessum efnum. Stjórnarhættirnir hafa líka mikið að segja. Á sama tíma og þjóðir Austur-Evrópu ráðast gegn valdhroka og spillingu hefur núverandi ríkisstjóm íslands tileinkað sér málf lutning og vinnulag af því tagi sem íslend- ingar hafa ekki kynnst áratugum saman. Hér er valdhrokinn á ný settur í öndvegi ásamt virðingar- leysi fyrir því sem satt er og rétt. Blekkingarnar eru uppi- staðan í því sem stjórnvöld hafa fram að færa og forsætis- ráðherrann leggur til ívafið með gróusögum. Það er þetta andrúmsloft sem mengar íslenskt sam- félag. Fólk hefur á tilfinningunni að hrossakaupin séu lát- in sitja í fyrirrúmi en stefnumörkun og öll hugsun um fram- tíðarhagsmuni íslands sé látin sitja á hakanum. Afkoma útflutningsgreina Upp á síðkastið hafa talsmenn ríkisstjómarinnar ótt og títt vitnað tjl greinargerðár Þjóðhagsstofnunar frá síðasta mánuði, þar sem fram kemur að lítilsháttar hagnaður sé nú af rekstri frystihúsanna í landinu. Vissulega er það svo að nokkur rekstrarbati hefur orðið í fiskvinnslu á síðari hluta þessa árs. Ástæðan er fyrst og fremst sú að á undanförnum mánuðum hefur ríkisstjórnin gripið til þess að lækka gengi krónunnar. En áður höfðu þæði Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafnað öllum tillögum sjálfstæðismanna þar að lútandi. Stjórnarslitin haustið 1988 urðu einmitt fyrir þá sök að sjálfstæðismenn vildu þá þegar lækka gengi krónunnar til þess að skapa eðlileg rekstrarskilyrði í sjávarútvegi. Þess í stað fóru ríkisstjórnarflokkarnir skuldasöfnunar- leiðina og hafa með íslandsmeti í söfnun erlendra skuldá sett þungan myllustein um háls sjávarútvegsins. En þeir komu því svo fyrír að afborganir af þessum iánum hefjast ekki fyrr en að loknum næstu alþingiskosn- ingum. Seðlabankinn birti nýlega skýrslu þar sem fram kemur að raunvextir sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa hækk- að verulega á þessu ári. Á öðrum sviðum hafa raunvextir hins vegar lækkað nokkuð. En það er að mati Seðlabank- ans árangur þeirrar vaxtastefnu, sem fylgt var 1988. Taprekstur framundan En því miður eru horfumar ekki jafnbjartar í byijun næsta árs eins og þær voru í Þjóðhagsstofnunarskýrslum síðasta mánaðar. Greiðslur falla nú niður úr Verðjöfnunar- sjóði fiskiðnaðarins og eftir að við höfum fagnað nýju ári á miðnætti með flugeldum getur Þjóðhagsktofnun ekki lengur skorast undan því að taka tillit til aflasamdráttar í mati á rekstrarafkomu sjávarútvegsins. Ég hef fengið gróft mat Samtaka fiskvinnslustöðva á þeim nýju rekstrarforsendum í fiskvinnslu, er við blasa strax á morgun, nýársdag. Niðurstaðan samkvæmt þeim útreikningum er sú að frystihúsin hefja rekstur á árinu 1990 með 1,2% til 2,4% halla. Munurinn felst í mismun- andi vaxtaviðmiðun. En líklegt er að fiskvinnslan í heild verði rekin með 2,4-4% halla. Þar við bætist svo rekstrar- vandi bátaflotans. Vinstri stjórnir og lífskjörin Við þessar aðstæður eiga forystumenn launþega og vinnuveitenda að semja um endurnýjun kjarasamninga. Kaupmáttur hefur þegar rýrnað um 14% í tíð núverandi ríkisstjórnar og samkvæmt áliti efnahagssérfræðinga ríkis- stjórnarinnar sjálfrar mun óbreytt stjórnarstefna leiða til að minnsta kosti 5% kaupmáttarrýrnunra til viðbótar á næsta ári. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er engin forysta um úrlausn- ir. Fulltrúar launþega og atvinnurekenda hafa hinsvegar sest á rökstóla í þeim tilgangi að freista þess að finna leiðir til skynsamlegra ákvarðana þrátt fyrir þær aðstæður sem við blasa. Flest bendir til þess að fram til næstu alþingiskosninga verði þjóðin að treysta á samstöðu leiðtoga vinnuveitenda og launþega. Vonir manna um að á næsta ári megi veij- ast mestu áföllunum eru einna helst við það bundnar að þessir menn geti tekið fram fyrir hendurnar á ríkisstjórn- inni. Forystumenn verkalýðsfélaganna líta svo á, að á tímum vinstri stjórna séu yfirleitt ekki forsendur til þess að bæta kaupmátt. Þetta viðhorf lýsir raunsæi þeirra og ábyrgð. Aukinn kaupmáttur er hins vegar sóttur þegar Sjálfstæðis- f lokkurinn á aðild að ríkisstjórn. í því er fólgin besta hugs- anlega viðurkenningin á sjálfstæðisstefnunni. Gróskuvonin er frá fyrri stjórn Eina vonin um grósku í atvinnumáluro eru stóriðjuvið- ræðurnar. Grundvöllur þeirra var lagður í iðnaðarráðherr- atíð Fi-iðriks Sophussonar. Núverandi iðnaðarráðherra hef- ur um sumt sýnt annað og betra yfirbragð en ríkisstjórn- in. Það hefur hann m.a. gert með því að halda áfram þvi verki í stóriðjumálum, sem fyrri ríkisstjórn hóf. Neikvæð afstaða Alþýðubandalagsins, sem forsætisráð- herra gaf neitunarvald í málinu, veikir stöðu okkar. Engir hafa gagnrýnt meir orkuverð til álversins í Straumsvík en alþýðubandalagsmenn og hluti Framsóknar. Nú er rætt um að veita nýjum erlendum aðilum 20-40% afslátt fyrstu árin og það kann að vera hagstætt. En það verður ýmsum skemmt þegar þessir aðilar þurfa að taka ábyrgð á nýjum samningi við útlendínga af því tagi. Svo traustur grunnur var lagður að þessum samningum í fyrri ríkisstjórn að_ telja yrði til meiriháttar mistaka færu þeir út um þúfur. Ég hef það jafnvel á tilfinningunni að þessir samningar hafi hugsanlega verið látnir dragast á langinn vegna þess ágreinings sem um þá stendur í stjórn- arliðinu. Það er hin hefðbundna leið í fjölflokka ríkisstjórn til þess að fara í kringum heitan graut óþægilegra mála. Vinstristjórnarskattar Skattstefna ríkisstjórnarinnar hefur haft lamandi áhrif á þjóðarbúskapinn. Á þessu ári voru skattar hækkaðir um sjö milljarða króna. Þrátt fyrir það er margra milljarða króna halli á ríkissjóði og svo verður einnig á næsta ári. Og eftir öll stóryrðin um ný vinnubrögð keyra aukafjár- veitingar svo úr hófi að stjórnarþingmenn hóta að stefna fjármálaráðherra fyrir landsdóm. Á morgun ganga svo í gildi enn nýjar skattahækkanir. Venjuleg meðalfjölskylda þarf því að greiða í næsta mán- uði og í mánuði hveijum þaðan í frá 7.000 krónum meira i ríkissjóð en áður vegna vinstristjórnarskattanna. Það verður því éitt af stærstu verkefnum næsta kjörtíma- bils að létta á þessári byrði heimila og fyrirtækja. Það gerist því aðeins að hér verði fylgt hagvaxtarstefnu í stað kreppustefnu og gerð verði markviss nokkurra ára áætlun um aðhald í ríkisrekstri. Sveitarslj órnarkosningar Á komandi vori fara fram sveitarstjórnarkosningar. Þess má vænta að á næstu mánúðum verði undirbúningur þeirra ráðandi í stjórnmálaumræðunni í landinu. Verkefni sveitar- félaganna eru mikil og þau eru um margt nær hagsmunum heimila og fjölskyldna en viðfangsefni löggjafarvalds og framkvæmdavalds í landinu. Átökin á milli fijálslyndra manna og stjórnlyndra hafa því ekki síður gildi á-vett- vangi sveitarstjórna en Alþingis. Þó að átök stjórnmálaflokkanna setji mark sitt á kosn- ingabaráttuna í stærstu bæjum fer ekki hjá því að ýmis sérmál einstakra byggða geti ráðið miklu um úrslit kosn- inga. Ljóst er einnig að persónur einstakra manna ráða oft meir atkvæðum i borgar- og sveitarstjórnarkosningum en alþingiskosningum. En hvað sem því líður verða úrslit þessara kosninga í bæjunum og Reykjavíkurborg til marks um afstöðu alls almennings í landsmálum. Það er bæði gömul saga og ný. Baráttan framundan er því mikilvæg og sem fyrr verður Reykjavík prófsteinp á styrk sjálfstæðismanna. Þar er málefnastaðan sterk undir forystu varaformanns Sjálfstæð- isflokksins, Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Skýrar andstæður Skýrari andstæður í stjórnmálum eru tæpast til en núver- andi fimmflokka vinstri ríkisstjórn annars vegar og meiri- hluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur hins vegar. Þessar andstæður ættu að verða kjósendum hvatn- ing til þess að efla Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík sem og öðrum bæjum og byggðum landsins. En þær sýna einn- ig fram á nauðsyn þess að valdahlutföll á Alþingi verði breytt á þann veg að unnt verði að mynda starfhæfa ríkis- sjórn. Sveitarstjórnarkosningarnar geta vissulega varðað veg- * inn fyrir næstu alþingiskosningar. Núverandi ríkisstjórnar- flokkar hafa hvað eftir annað hótað að sitja áfram eftir næstu kosningar. í ljósi aðstæðna er það býsna mikil ögr- un við fólkið í landinu. Þeirri ögrun verður aðeins mætt með meiri styrk Sjálfstæðisflokksins. Frjálslynd stefnumótun Þingflokkur sjálfstæðismanna mótaði nýja fijálslynda og umbótasinnaða stefnu í efnahags- og atvinnumálum síðastliðið haust. Fyrstu þingmálin hafa þegar verið flutt á grundvelli þessarar stefnuyfirlýsingar og fleiri fylgja á eftir. Landsfundur mótaði einnig stefnu flokksins í mjög mikil- ■ vægum og viðkvæmum málaf lokkum eins og landbúnaðar- og fiskveiðimálum. Jafnframt var þar hafin umræða um stefnumótun til iengri tíma með álíti aldamótanefndarinnar sem sett var á fót vorið 1988. Með þessum hætti hefur Sjálfstæðisflokkurinn styrkt málefnagrundvöll sinn. Um leið hafa innviðir flokksins styrkst á ný. Við horfum því bjartsýnir fram á veginn og viljum fylgja fram af áræði ábyrgri og fijálslyndri stefnu í málefnum lands og þjóðar. Auk þess að innleiða á ný fijálslyndi í stað vinstri stefnu í efnahags- og atvinnumálum bíða fjölmörg verkefni nýrr- ar starfhæfrar ríkisstjórnar. Ég nefni breytingar á kjör- dæmaskipan og kosningalöggjöf; endurskipulagningu Al- þingis í eina málstofu og fækkun þingmanna; ásamt nýskip- anstjórnarráðsins með fækkun ráðuneyta í stað fjölgunar. íslensk vinstri stjórn á þessum fijálslyndistímum er eins og öfugmælavísa. Og sannleikurinn er auðvitað sá að við getum dregist langt aftur úr öðrum þjóðum ef blaðinu verður ekki snúið við. íslendingar þurfa að ganga á vit nýrrar aldar og á móti nýjum verkefnum undir merkjum fijálslyndis en ekki stjórnlyndis. Enginn veit hvað nýtt ár ber í skauti. En ég get lofað landsmönnum snarpri sókn sjálfstæðismanna og varðstöðu um þjóðerni, menningu og landsréttindi. íslendingum óska ég öllum friðar og farsældar á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.