Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 31 því og treystum að hann leiði til hagkvæmari bankastarfsemi. Engu að síður er ljóst að þessi samruni mun draga úr innlendri samkeppni á þessu sviði. Því er nauðsynlegt að hefja skipulega fríverzlun á sviði fjármagnsþjón- ustunnar í takt við þá nýju tíma sem upp eru runnir í Evrópu allri. Þær aðgerðir sem hingað til hafa verið framkvæmdar á þessu sviði éru góð- ar og gildar svo langt sem þær ná en það erú mörg stór skref óstigin í þessum efnum, hingað til hefur verið of hægt fárið. Það er nauðsyn- legt að afnemá með skipulegum hætti öll höft á fjármagnsflutning- um milli íslands og umheimsins á árunum 1990 og 1991, þannig að fyrir árslok 1991 verði hér haftalaus fríverzlun á sviði fjármagnsþjónustu sem færi kosti alþjóðlegrar fríverzl- unarsamkeppni tii jákvæðra breyt- inga á starfskjörum íslenzkra at- vinnuvega. Virðisaukaskattur Það stóðu vonir til að í takt við nýja tíma tæki 22% almennur virðis- aukaskattur gildi um þessi áramót. 22% skattur var óþarflega hár að mati okkar iðnrekenda en við höfð- um þá fallist á hann sem tíma- bundna málamiðlun þar sem ekki var pólitísk samstaða í þjóðfélaginu um viðtækan uppskurð á millifærslu- og niðurgreiðslukerfunum en slíkur uppskurður gæti leitt til þess að virð- isaukaskattur hér á landi gæti orðið 17-18%. Sá 24,5% virðisaukaskattur sem nú tekur gildi með fjölda undan- þága er úr takt við nýja tíma og verður að breytast strax annars mun illa fara fyrir íslenzkum atvinnuveg- um í landamæralausum vöruvið- skiptum hins nýja evrópska efna- hagssvæðis. íslenzkir stjórnmála- menn verða nú þegar að hefjast handa við þessar breytingar svo virð- isaukaskattur hér á landi verði í takt við það sem líklegt er að verði ríkjandi á evrópska efnahagssvæð- inu. Verðbólgan og ný tækifæri árið 1990 Einn er sá sambýlingur okkar sem við höfum tekið ástfóstri við og alið betur en flestar þjóðir og það er verðbólgan. Ég ætla ekki að orð- lengja hér um skaðvænleg áhrif hennar á fólk og fyrirtæki, um það hefur allt verið sagt og ritað sem unnt er. Nú um þessi áramót er betra tækifæri en í annan tíma til að leggja af þetta séríslenzka ást- fóstur við óðaverðbólguna. Við núverandi kostnaðarstig ættu íslenzkir útflutnings- og samkeppn- isatvinnuvegir að geta keppt við óbreytt gengi íslenzku krónunnar. Það er alveg ljóst að sú mikla raun- gengislækkun sem orðið hefur um þessi áramót hefur valdið sársauka- fullum kaupmáttarsamdrætti hjá launþegum samhliða vaxandi verð- bólgu. En nú er tækifæri til að upp- skera þau jákvæðu áhrif fyrir fólk og fyrirtæki sem fylgt geta litilli verðbólgu. Nú um þessi áramót eigum val um það hvort verðbólgan frá upp- hafi til loka hins nýja árs verður 6-8% eða 25-30% eins og á yfir- standandi ári. Á því leikur enginn vafi að kaupmáttur á hinu nýja ári mun halda áfram að rýrna en það er hins vegar vafalaust að hann mun rýrna meira við 25-30% verðbólgu en 6-8%. Við 6-8% verðbólgu munum við uppskera miklar lækkanir nafn- vaxta, nafnvextir mundu lækka hér jafnt og þétt úr núverandi 30-33% niður í 12-15%. Slík nafnvaxtalækk- un myndi vinna á móti kaupmáttar- lækkun fyrir stóran hóp íslendinga á meðan að nafnvaxtahækkun sem fylgir vaxandi verðbólgu myndi enn auka á kaupmáttarrýrnun. Jafn- framt myndi verðbólguhjöðnun draga úr gjaldþrotum fólks og fyrir- tæka sem einkennt hafa árin 1988 og 1989 og treysta atvinnu. Stað- reyndin er að nú er betra tækifæri til að snúa vörn í sókn en áður. Það skiptir miklu að nú takist víðtæk samstaða launþega og vinnuveitenda og allra stjórnmálaflokka í stjórn sem stjórnarandstöðu til að vinna bug á verðbólgunni. Til að slík sam- staða geti orðið er óhjákvæmilegt að sú hækkun tekjuskatts sem gildi tekur á morgun og hækka mun skatta flestra íslenzkra launþega á næsta ári verði látin ganga til baka. Sú kaupmáttarskerðing til viðbótar er einfaldlega of mikil til að friður geti tekizt um skynsamlega lausn mála. Sú skattahækkun má ekki standa í vegi fyrir víðtækri samstöðu um að sigrast á óðaverðbólgunni. Þess er líka að væntá að ríkisstjórn- in geti lækkað skátta af samá dug og hún hefúr'hækkað þá. Á þessu ári sem nu er að líða höfum við iðnfekéndur íeitáð sam- starfs við ykkur, ágætu landar, um aukin kaup á íslenzkri framleiðslu undir kjörorðinú „Veljum íslenzkt". Við höfum fengið mjög góðar undir- tektir ykkar í þessum efnum og vil ég þakka það sérstakíéga um leið og ég óska okkur öllum gleðilegs nýs árs og iæt í ljós þá von að við höfum vit til þess að uppskera þann hagvöxt sem getur beðið okkar ef okkur tekst að sigrast á óðaverð- bólgunni. Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: Gerbreytt heimsmynd Árið 1989 hefur verið sögulegt ár fyrir margra hluta sakir. Hvern hefði órað fyrir þvi í upphafi árs, að í árslok yrði farið að selja Berlínar- múrinn í minjagripaverzlunum víðs vegar um heiminn? Atburðirnir í Austur-Evrópu eru merkiiegir og sögulegir. Þeir koma til með að hafa áhrif á daglegt líf milljóna einstakl- inga og heilla þjóða og gagnvart okkur öllum hafa þeir þegar ger- breytt heimsmyndinni og eiga án efa eftirað gera það rækilegar á næstu mánuðum, misserum og árum. Nálg- un íslands við meginland Evrópu tengist þessari þróun óbeint. Könn- unarviðræður EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið kunna að leiða af sér afdrifarík skref sem krefjast árvekni af hálfu íslensku þjóðarinnar allrar. Fjarskiptasendingar sjónvarps- stöðva hafa gert okkur kleift að fylgjast með viðburðum líðandi stundar í fjarlægum heimshlutum svo heita má að við séum þátttak- endur í þeim. Á sjónvarpsskjám urð- um við þannig í sumar vitni að ák- afa og baráttugleði lýðræðissinna i Kína og við urðum einnig vitni að því er fjöldahreyfing þeirra var kramin undir jámhæl á Torgi hins himneska friðar. Enda þótt þessi hreyfing hafi verið stöðvuð með of- beldi þá mun hún án efa rísa að nýju, öflugri en nokkru sinni fyrr. Allt eru þetta greinar af sama meiði, lýðræðisöldu sem fer um heiminn og kallar á endurmat, ekki aðeins í austri heldur einnig í vestri. í okkar heimshluta spyija menn gagnrýninna spurninga um eigið þjóðfélagskerfi og í því samhengi um mein á borð við atvinnuleysi og misskiptingu lífsgæðanna, þetta endurmat tekur einnig til vígbúnaðar og hernaðarbandalaga sem nú í ör- væntingu leita leiða til að viðhalda sér eins og öllum kerfum er tamt. Varsjárbandalagið segist áfram vilja vera til og Nató talar um að snúa sér að umhverfisvernd. Ef þjóðir austurs og vesturs verðu á komandi árum eins miklum fjár- munum og starfsorku gegn mengun og varið hefur verið til vígbúnaðar þá væri þess skammt að bíða að við gætum litið framtíðina bjartari aug- um en við höfum getað gert um skeið vegna tröllaukinna náttúru- spjalla og mengunar af mannavöld- um. Samábyrgð allra þjóða og allra manna er lykillinn að framtíðinni á þessu sviði s6m öðrum. Gagmýnar spurningar eiga ekki síður við hér á íándi en annárs staðar. Við spytjum hvernig á því standi að eitt ríkasta þjóðfélag veraldarinnar búi þannig að þegnum sínum að Stór hluti þeirra nái vart endurh saman þótt unnið sé myrkranna á milli. Þetta er gam- alkunnug spurning sem nú þarf að svara með raunhæfum lausnum. Vandi þessarar þjóðar er að verulegu leyti heimatilbúinn og lausnimar þar af leiðandi einnig. Tími hinna hugmyndafræðilegu lausna ef liðinn hvort sem þær byggjast _á forræði flokks eða fjár- magns. Á þessu þUrfa stjórnmála- menn allrá landa að átta sig. Enda þótt öllu hugsandi og sanngjörnu fólki beri saman um hver bölvaldur peningafijálshyggjan hefur reynst þessari þjóð, þúsundum heimila og atvinnulífinu í landinu, er enn þrá- ast við og dekrað við okrið og alla þá iðju sem því tengist. Með góðum vilja og skynsamleg- um vinnubrögðum má mörgu breyta hér á landi til að bæta lífskjör al- mennings og í þessu skyni þarf að skoða alla þætti samfélagsins. Við eigum og getum hagað málum svo að allir, líka þeir. sem hafa skerta eða enga starfsorku vegna fötlunar eða sjúkleika þurfi ekki að búa við öryggisleysi, jafnvel húsnæðisleysi eins og alltof mörg dæmi eru um. Engin kreppa er svo djúp að þessi mál verði ekki leyst á mannsæmandi hátt. í sumar greip launafólk, íslenskur almenningur, til fjöldaaðgerða til þess að leggja áherslu á að staðið yrði við kjarasamninga og að til- kostnaði heimilanna yrði haldið í lágmarki, þessar aðgerðir skiluðu nokkram árangri þegar í stað en ofar öllu þá færðu þær stjórnmála- mönnum heim sanninn um hver al- vara býr að baki kröfum fólks og hve reiðubúinn almenningur er til aðgerða þegar sanngirni og skyn- semi krefst þess. Það er von mín að á næsta ári takist að bæta lífskjör heimilanna og draga úr því misrétti sem við- gengst hér á landi í allt of ríkum mæli. Samstillt átak í þessa veru yrði landi og þjóð til mikilla heilla. Þorsteinn Gíslason, fiskimálastjóri: Sjötta bezta aflaár * Islendinga Enn kveðjum við gjöfult aflaár, því árið 1989 verður sjötta árið í röð sem heildaraflinn er meiri en 1.500 þúsund lestir. Ársaflinn verður um 1.522 þúsund lestir á móti 1.752 þúsund lestum 1988, en það ár færði íslensku þjóðinni mestan sjávarafla frá því að fiskveiðar hófust. Þennan mikla aflafeng ber að þakka tiltölulega góðri veðráttu og mikilli loðnuveiði á vetrarvertíð í byijun ársins. Vegna loðnubrests á haustvertíð veiddust aðeins 56 þús. iestir af loðnu sem er 255 þúsund lestum minna en á haustvertíðinni i fyrra. Þorskafiinn verður um 352 þús- und lestir sem er 6,4% minna en 1988. Ýsuafiinn verður um 60 þúsund lestir og vex um 13,2%. Karfaaf Íinn minnkar um 3 þúsund lestir og verður 91 þúsund lestir. Aftur á móti vex grálúðuaflinn úr 49 þúsund lestum í 59 þúsund lestir og hefur sú veiði liðlega tvöfaidast á seinustu þremur árum. Að öðru leyti er bent á meðfylgjandi töflu sém sýnir afla seinUstu átta árin. Þegar samanburður er gerður milli ára á hráefnis- og afurðaverð- mætum kemur í ljós að verðmæti upp úr sjó verður um 37,5 milljarðar króna á móti 30,7 milljörðum 1988 og hefur því aukist um 22,1%. Áætlað er að útflutningsverðmæti sjávarafurða verði 57,5 milljarðar króna á móti 45)2 milljörðum í fyrra og er þá meðtálið lagmeti sjávar- afurða. Talið í dollurum er verðmæt- ið 1.013 milljónir en var 1.052 í fyrra. Hér er því tæplega 4% sam- dráttur. Rétt er að benda á að birgð- ir sjávarafurða eru nú nokkru minni en undanfarin ár. Nú hefur verið ákveðið með reglu- gerð að árið 1990 skuli leyfi til botn- fiskveiða miðast við að afli úr helstu botnfisktegundum verði: Þorskur 260 þús. lestir Ýsa 65 þús. lestir Ufsi 90 þús. lestir Karfi 80 þús. lestir Grálúða 30þús. lestir Vegna sveigjanleika í kvótakerf- inu er talið að heildarþorskafli á árinu 1990 gæti orðið um 300 þús. lestir og grálúðuaflinn um 45 þús. lestir. í gildandi lögum um stjórn fisk- veiða 1988-1990 segir að nefnd til- nefnd af þingflokkum og ~ helstu hagsmunaaðilum í sjávarútvegi skuli skila fyrstu tillögum eigi síðar en haustið 1989 um fyrirkomulag fiskveiðistjórnar að loknum gild- istíma nefndra laga. Er helstu samtök sjávarútvegsins héldu ársþing og aðalfundi á haust- mánuðum lágu fyrir þeim frumdrög frumvarps til laga um stjórn fisk- veiða. Þarna komu saman fulltrúar allra sem taka þátt í íslenskum sjáv- arútvegi. Þeir sem óskuðu eftir og á margan hátt mótuðu þær leikregl- ur sem fiskveiðum hefur verið stjórnað með sl. sex ár. Eftir að menn höfðu lýst reynslu sinni sem í f lestum tilfellum endur- speglar þær forsendur sem farið var eftir í upphafi náðist merkilega góð samstaða og sátt um tillögu- gerð. Sífellt stækkar sá hópur sem tel- ur sig eiga hlut í fiskistofnum á íslandsmiðum. Auðvitað er þessi auðlind sameign íslensku þjóðarinn- ar. En getur nokkur neitað því að þeir sem leggja allt undir við veiðar og vinnslu eigi tillöguréttinn um leikreglur? Þar sem fyrir liggur vilji mikils meirihluta þeirra, sem um málið hafa fjallað, er nauðsynlegt að Al- þingi er nú situr afgreiði málið og samþykki nýja löggjöf fyrir næsta vor, svo æskilegur fyrirvari fáist. Afkoma veiða og vinnslu á botn- fiski er samtals mun betri en árið 1988 þá var hallinn um 3% en nú er hagnaður talinn vera um 1%. Þegar litið er á afkomu þeirra er stunda botnfiskveiðar hefur hún versnað verulega frá seinasta ári, þá voru veiðarnar reknar með um 2% halla en í ár er hallinn talinn vera um 4%. Aftur á móti hefur afkoma botnfiskvinnslunnar lagast mikið frá 1988 og veldur þar að sjálfsögðu mestu sú leiðrétting sem orðið hefur á raungengi krónunnar. Nú er þessi vinnsla rekin með um 3% hagnáði en Vár í fyrra rekin með 5% halla. Vegna loðnubrests á haustvertið hafa myndast miklir erfiðíeikar hjá loðnuútgerð veiða og vinnslu. Ófyr- irséð er hvernig úr rætist. Verði ekki snarlega breyting til hins betra með veiðar og verðlag afurða eftir áramótin þárf mikla aðstoð til þess- arar greinar útvegsins. Þegar horft er til næsta árs er greinilegt að vegna samdráttár í verði verðmætra tegunda eins og þorsks og grálúðu mun framleiðsla afurða úr botnfiski minnka veru- lega á næsta ári. Þetta minnir okk- ur ðneitanlega á hve afkoma þjóðar- innar er háð því að ekki verði veiði- eðá viðkomúbrestUr hinna ýmsu fiskistofna og hve varnarlaus við stöndum gegn breytingum ytri að- stæðna. Sú lækkun á raungengi krónunn- ar sem framkvæmd var á árinu kom vissulega sjávarútveginum til góða. Einnig hjálpaði hún öðrum atvinnu- greinum, sérstaklega þeim sem eru í samkeppni við innfluttar vörur. Höft eru óholl og geta verið spill- andi, en þyrftum við ekki að staldra við og athuga betur hvert stefnir með hinar ýmsu iðngreinar þjóðar- innar? Væri ekki nær að nota af- rakstur útf lutningsgreinanna meira til að greiða niður erlendar skuldir, og minnka óhugnanlega vaxtabyrði þjóðarinnar. Þetta verður ekki gert nema með þjóðarátaki sem gæfi lífsmöguleika og vaxtarskilyrði íslenskum iðnaði, og þeim metnaði að nota frekar framleiðslu eigin handa en erlendra. Vandi íslensks skipaiðnaðar er mikill eftir það nið- urlægingartímabil sem iðnaðurinn hefur orðið að þola. Alltof mörg verkefni í nýsmíði' og viðhaldi hafa verið framkvæmd erlendis. Þetta er eðlileg afleiðing þess aðbúnaðar sem samkeppnisað- ilar okkar búa við í heimalöndum sínum. Það er ekki sæmandi þjóð sem byggir allt sitt á sjósókn og siglingum að freista þess ekki að skapa skipasmíðaiðnaði okkar sam- keppnisfæra aðstöðu við þann er- lenda hvað varðar fjármögnun í nýsmíði og viðhald skipa. Minnug þess hve oft íslensk skipasmíði, búnaður og hugvit hefur borið af því innflutta. Fagna ber framförum í menntun- armálum sjávarútvegsins eftir þá stöðnum sem ríkt hefur um tíma. Það átak sem gert hefur verið með ; endurmenntun í hinum ýmsum greinum er þegar farið að skila já- kvæðum árangri. Það er skylda okkar að auka fræðslu og námsmöguleika í sjávar- útvegsfræðslu á öllum stigum skólakerfisins. Við það vex máttur einstaklingsins og verðskulduð virð- ing greinarinnar. Velfarnaðaróskir eru sendar sjávarútvegsdeild Há- skólans á Akureyri sem tekur form- lega til starfa 4. janúar næstkom- andi. Þar með næst merkur og lang- þráður áfangi. Við þessi áramót ber að þakka fengsælt ár íslenskra fiskveiða. . Þakkir eru sendar öllum þeim er fengu til meðferðar brotgjamt fjör- egg þjóðarinnar og lögðu að veði líf og afkomu við að afla úr þeirri auðlind sem er undirstaðan að lífskjörum okkar í landinu. Gleðilegt ár. Endanleg-ar tölur 1982-1988. Áætlun 1989. (þús/lestir.) 1982 1988 1984 1985 1986 1987 1988 Áætluii FÍ 1989 Þorskur 382.0 294,0 .281,0 323,0 366,0 390,0 376.0 352.0 Ýsa 67,0 64,0 47,0 50,0 47,0 39,0 53.0 60,0 Ufsi 65,0 56.0 60,0 55,0 64,0 78,0 74,0 77,0 Karfi 115,0 123,0 108,0 91,0 86,0 88,0 94,0 91,0 Steinbítur 8,0 12.0 10.0 10,0 12,0 13,0 15,0 15,0 Grálúða 28,0 28,0 30,0 29,0 31,0 45,0 49.0 59,0 Skarkoli 6,0 9,0 11,0 14,0 13,0 11,0 14,0 14,0 Annar botnf-. 19,0 17,0 18,0 9,0 13.0 20,0 23,0 22,0 Botnf. alls 690,0 603,0 565.0 581,0 632,0 684,0 698,0. 690,0 Humar 2.6 9,3 2,7 2,4 2.4 2,6 2,7 2,3 1,8 Hækja 13,1 24,4 24.9 35,8 . 38,7 29,7 26,7 Höipudiskur 12,1 15.2 15.6 17.0 16,4 13.3 10,0 12,5 Sild 57,0 59.0 50,0 49,0 66,0 75,0 93,0 101,0 Lxiðna 13,0 133,0 865,0 993,0 895.0 803,0 909,0 678.0 Annað 2,0 9.0 5.0 6,0 3,0 8,0 10,0 12.0 Heildarafli 786,0 835,0 1527,4 1673,3 1650,8 1624,7 1752,0 1522,0 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.