Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 19 má setja gagnvart útflutningi á ferskum fiski. Gámaútflutningur og löndun fiskiskipa erlendis eiga því að vera án allra annarra takmark- ana. í stuttu máli er krafa samninga- manna okkar Islendinga um frelsi í viskiptum með fisk krafa um að okkur íslendingum verði með öílu óheimilt að hafa afskipti af ráðstöf- un fiskiaflans. A sama tíma og við gerum þessa kröfu styrkir Evrópu- bandalagið sjávarútveg sinn um me'ira en sem nemur verðmætum alls þorskafla okkar íslendinga. Að þessu óbreyttu verður viðskiptafrelsi okkar með fisk byggt á öðrum for- sendum en viðskiptafrelsi þeirra. Við gætum svarað því til að auðvitað verði Evrópubandalagið að hætta að styrkja sjávarútveg sinn. En ætli sú krafa sé raunhæf? Frelsi í viðskiptum með fisk felur í sér að hvaða útgerð sem er hefur fullan og óskoraðan rétt til þess að gera viðskiptasamning til dæmis til 20 ára við fiskvinnslufyrirtæki í Hull um afhendingu á öllum afla útgerðarinnar. Krafa Islendinga um frelsi í viðskiptum með fisk er krafa um bann við því að íslensk stjóm- völd setji hömlur á slík viðskipti. Þótt útlendingum sé að formi til haldið utan íslenskrar fiskveiðiland- helgi geta þeir óhindrað keypt sér einpkunarrétt á ráðstöfun aflans. Ég tel að hér sé ekki haldið rétt á spilunum. Ég er þeirrar skoðunar að nú ætti að fara fram umræða um hvernig skynsamlegast sé að ráðstafa takmörkuðum fiskafla. í mínum huga kemur fleira til álita en það eitt að taka afleiðingum hindrunarlausra viðskipta. Víst hefur íslenskur fiskiðnaður greiðari aðgang en erlendir keppi- nautar að fiskimiðunum kringum landið. En hann getur orðið undir í samkeppninni ekki síst þegar Evr- ópubandalagsfyrirtækin njóta styrkja. Hvar stöndum við þá? Verð- um við ef til vill að ganga í Evrópu- bandalagið til þess að fá hlutdeild í styrkjunum? Naglasúpan og líf- eyrissjóðirnir í lestrarbókinni minni í barna- skóla var saga af manni sem gisti hjá nískri konu, sem tímdi ekki að gefa honum mat.' Hann bað leyfis um að fá að sjóða sér súpu af nagla sem hann hafði á sér. Konan trúði varla að það væri hægt en veitti þó leyfið. Maðurinn tautaði um það hve súpan yrði miklu betri ef kjötbiti væri í pottinum. Konan lét kjötbita í té. Þannig hélt þetta áfram enn um sinn; Karlinn vantaði og konan lét af hendi allt þar til naglasúpan var orðin að venjulegri kjötsúpu. Þessi saga hefur sótt á mig þegar ég hef hlustað og lesið umræður um lífeyrismál að undanförnu. Nú ganga menn fram fyrir skjöldu og segja lífeyrissjóðakerfið tóma dellu. Að þeirra sögn er eftirsóknarvert að hver og einn leggi fé inn á bankabók það sem þeir nú greiða í lífeyrissjóð. Þegar kemur að elliárunum tekur eigandinn út af bókifini sinni. Ef hann deyr áður en hann hefur notað bankainnistæðuna erfir fjölskyldan hana. Það verður makalífeyrir og barnalífeyrir fjölskyldunnar. Þegar spurt er — en hvað ef eigandi spari- bókarinnar verður öryrki? — er svar- ið — við tryggjum bara fyrir því; Allir greiða sérstakt tryggingarið- gjald vegna örorkutryggingar. Sé spurt — og hvað ef bókareigandinn lifir til hundrað ára aldurs og það sem hann safnaði dugar honum ekki? — er svarið það sama — við tryggj- um bara fyrir því. Allir greiða sér- stakt tryggingariðgjald. Þegar allt er dregið saman blasir við að hin raunverulega uppskrift þeirra að fyrirmyndarkerfinu er nú- verandi lífeyrissjóðakerfi í öllum aðalatriðum. Það sem skilur á mjlli er tvennt: Ef einhver innistæða er á sparibókinni þegar eigandinn fellur frá erfa eftirlifendur hana. Vegna þess að innistæðan erfist þarf að greiða hærra iðgjald en nauðsynlegt er að greiða í lífeyrissjóð með núver- andi fyrirkomulagi. Hvað ætli bif- reiðatryggingar myndu kosta ef bif- reiðaeigandi, sem ekki verður fyrir tjóni, ætti að fá iðgjald sitt endur- greitt með vöxtum í árslok? Kannski er stóri munurinn á hug- myndinni um bankabók og trygg- ingafélag í stað lífeyrissjóðs og hug- mvndinni um naglasúpuna í rauninni sá að maðurinn sem sauð naglasúp- una vissi hvernig hann gat gert góða kjötsúpu. Þeir sem hafa soðið saman bankabókar- og tryggingarfélags- hugmyndina gera sér tæplega grein fyrir því að þeir eru að fara króka- leið að því að byggja upp hefð- bundna lífeyrissjóði sem yrðu dýrari en núverandi fyrirkomulag. Margt ungt fölk hugsar lítið um elli eða örorku og lítur á lífeyris- sjóðaiðgjaldið einfaldlega sem skatt. Aðrir sem vilja safna til elliáranna °g tryggja sig og sína sjá hve stór hluti lífeyrisins fer til þess að spara ríkissjóði fé. Tekjutrygging einstakl- inga skerðist um 45 aura fyrir hveija krónu sem ellilífeyrinn fer fram úr 12.800 krónum á mánuði. Þeim sem hafa safnað á bankabók eða keypt skuldabréf er hins vegar frjálst að ráðstafa bæði vöxtunum og höfuð- stóinum án þess að það hafi áhrif á tekjutrygginguna. Vextir eru skatt- fijálsar tekjur en lífeyrir úr lífeyris- sjóð eru skattskyldar tekjur. Þetta ósamræmi hefur enginn þingmaður tekið upp mér vitanlega. Hjá aðilum vinnumarkaðarins er hins vegar nú til skoðunar hugmynd sem Benddikt Davíðsson setti fram á fundi Sam- bandsstjórnar ASÍ fyrir stuttu: Að greiðslum úr lífeyrissjóði verði skipt í þrennt: Lífeyri, vexti og verð- bætur. En vextir og verðbætur eru samanlagt nafnvextir og ættu því hvorki að hafa áhrif á tekjutrygging- una eða vera skattskyldar. Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri: Metár í komu erlendra ferðamanna Þó svo endanlegar tölur um fjölg- un erlendra ferðamanna til Islands í desember liggi ekki fyrir, er ljóst að enn eitt metárið er að baki hjá íslenskri ferðaþjónustu, bæði hvað viðkemur fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum af seldri þjónustu. 131.000 útlendingar munu hafa heimsótt ísland á árinu 1989, u.þ.b. 2.300 f leiri einstaklingar en á árinu 1988. Ferðir íslendinga til annarra landa hafa á hinn bóginn dregist saman og eru 6.000 færri í ár. Þó svo hér sé um mikla fækkun að ræða er ljóst að samdráttur í ferða- lögum íslendinga er mun minni en á öðrum neyslusviðum. Jafnframt því að utanlandsferðum hefur fækk- að hafa ferðalög um ísland aukist og er það vissulega ánægjuleg þró- un. Fjölgun erlendra ferðamanna er heldur minni en almennt var búist við. Astæðurnar eru áframhaldandi fækkun ferðamanna frá Banda- ríkjunum, fækkun frá Norðurlönd- unum eftir að ferðamönnum þaðan hafði fjölgað mikið um árabil og fækkun frá Hollandi. Alvarlegast er að ferðamönnum frá Bandaríkjunum fækkar nú, annað ári í röð um 19% og er hér um að ræða 9.500 einstakl- inga. Aukning í fjölda ferðamanna frá meginlandi Evrópu og frá Bretlands- eyjum en ánægjuleg staðreynd. Þessi aukning er á bilinu 14,5-32% eftir löndum, sem nemur 1.000- 2.300 einstaklingum. Gjaldeyristekjur Tölur um gjaldeyristekjur þjóðar- búsins af seldri þjónustu til erlendra ferðamanna munu liggja fyrir í byij- un mars á næsta ári. Óhætt er að reikna með að þær hafi numið 9 milljörðum íslenskra króna á árinu 1989. Sú upphæð er 10% af niður- stöðutölum fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 1990. Fyrir nokki-um dög- um greindu fjölmiðlar frá þvi að samdráttur í loðnuveiðum á nýlok- inni haustvertíð myndi kosta þjóðina 2ja milljarða króna lækkun útflutn- ingstekna. Vissulega var þetta mikil frétt og alvarlegt áfall fyrir marga einstaklinga og ég fór að velta því fyrir mér hversu auðveldlega slíkir athurðir gætu gerst á sviði ferða- þjónustunnar ef erlendum ferða- mönnum hér á landi fækkað eitt árið um sama hundraðshluta og sem nemur samdrætti í heimsóknum Bandaríkjamanna til íslands í ár. Munurinn er sá, að af hálfu stjórn- valda er nú sem fyrr staðið dyggi- lega við bakið á öllum útflutnings- greinum og sköpun verðmæta, sem tengjast söltu eða fersku vatni, en lífvænleg og arðsöm atvinnugrein eins og ferðaþjónusta látin hýrast í öskustónni. Þetta á jafnt við um aðgerðir á sviði landkynningar og umhverfismála. Svo virðist sem stjórnvöld séu þeirrar skoðunar að 9 milljarða króna gjaideyristekjur haldi sjálfkrafa áfram að streyma inn til þjóðarbúsins árlega, án nokk- urs tilkostnaðar af opinberri hálfu, og að fjölförnustu ferðamannastaðir landsins muni sjálfir breyta flögum og ofnýttum landsvæðum í öllu til- liti, í grænar grundir. Mál er að menn vakni af þessum stórhættu- lega svefni, nái áttum og setji nýjar stefnur, í stað þess að snúa sér á hina hliðina og halda áfram að sofa. Að öðmm kosti gætu menn hrokkið upp við þann vonda draum fyrir en varir, að hrun hafi orðið í tekjum landsmanna af þjónustu við erlenda ferðamenn. Fortíðin í kringum 1950 hófust skipulagð- ar aðgerðir við af fá erlenda ferða- menn til að heimsækja ísland. Síðan hefur þeim fjölgað úr 5.000 í 131.000 einstaklinga í ár sem munu hafa eytt hér 800.000 gistinóttum. Á sl. 5 árum hefur þessum gestum okkar fjölgað um 45%. Til skamms tíma voru það bæði fáir menn og lítil fyrirtæki sem sinntu þessari at- vinnugrein. Rætt var og ritað um þessa draumóramenn, sem hefðu þessi störf nánast að tómstunda- gamni. Sumir þessara manna eru nú látnir, aðrir hættir störfum, eða um það bil að ljúka starfsdeginum. Ungt og dugandi fólk er að taka við þessum skemmtilega og fallega kyndli, sem vonandi mun framvegis sem hingað til, auka hagsæld og bæta mannlíf á íslandi. Nútíðin Töluverðar sviptingar hafa að undanförnu átt sér stað á vettvangi íslenskrar ferðaþjónustu. Þjónustu- fyrirtæki í atvinnugreininni hafa lent í fjárhagserfiðleikum, önnur hafa sameinast í stærri einingar. Ég er ekki sannfærður um að færri og stærri ferðaskrifstofur séu rétta lausnin hér á landi, þegar til lengri tíma er litið, þó svo slíkt tíðkist nú mjög úti í hinum stóra heimi. Frá upphafi hefur þurft mikla sérhæf- ingu til að markaðssetja og selja fjölbreytt úrval ferða til Islands. Fyrir bragðið hefur átt sér stað verkaskipting og slík sérhæfing byggst upp, auk þess sem hug- kvæmni og hugmyndaflug hefur í mörgum tilfellum orðið íslenskri ferðaþjónustu til mikils framdráttar. Ég er þeirrar skoðunar, áð halda þurfi áfram um langa framtíð að beita þessum grundvallaraðferðum og örva einstaklingsframtakið. Með þessum orðum er ég ekki að for- dæma stækkun eininga þegar slíkt á við og er e.t.v. nauðsynlegt, en „að fortíð skal hyggja þá framtíð skal byggja". Nýtt Ferðamálaráð tók til starfa 1. október sl. Það er skipað af sam- gönguráðherra til fjögurra ára. For- maður þess er frú Kristín Halldórs- dóttir og varaformaður Árni Þór Sigurðsson, en auk þeirra tóku nú 15 nýir aðalmenn sæti í ráðinu. Ferðaþjónustuaðilar bjóða þá alla velkomna til þýðingarmikilla starfa í þágu atvinnugreinarinnar. Þeirra bíður mikið starf, oftast vanþakkað, en ég er sannfærður um að þeir munu, ásamt þeim reynslumeiri sem lengur hafa átt sæti í Ferðamála- ráði, reynast ágætlega vel vandan- um vaxnir og leysa störf sín af hendi með mikilli prýði á þessum vettvangi sem öðrum. Á sl. sumri skipaði Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, 9 manna nefnd undir forystu Hjörleifs Guttormssonar, alþingismanns. Hlutverk nefndarinnar er að kanna samkeppnisstöðu og rekstrarskilyrði ferðaþjónustunnar og gera tillögur um opinbera stefnu og breytingar á lögum um ferðamál. Nefndin á að ljúka störfum haustið 1990. Fimm nefndarmanna eru fulltrúar jafn margra stjórnmálasamtaka, einn er starfsmaður samgönguráðuneytisins og þrír starfa að málefnum innan ferðaþjónustunnar. Þetta mun vera í fjórða sinn sem lögin frá 1964 um ferðamál eru tekin til endurskoðun- ar. Mikið liggur við að vel takist nú til, þannig að eining skapist meðal hagamunaaðila um nauðsynlegar breytingar og skipan mála til fram- tíðar. Nefndin hefur rætt við flesta hagsmunaaðila innan hinna fjöl- mörgu þjónustugreina og ráðgert er að fyrstu hugmyndir og tillögur verði til umfjöllunar á Ferðamálaráð- stefnu á Egilsstöðum um miðjan febrúar. Þessar starfsaðferðir nefnd- arinnar ættu að víkja úr vegi þeirri gagnrýni, að fleiri aðilar hefðu átt að eiga aðild að henni. Allir aðilar íslenskrar ferðaþjón- ustu hljóta að binda miklar vonir við störf nefndarinnar og framkvæmd þeirra tillagna, sem frá henni munu koma. Ég vona að árangurinn verði sá, að ferðaþjónustu á Islandi verði nú loksins skipað á bekk með öðrum þýðingarmestu atvinnugreinum landsmanna. Framtíðin Á stundum langar mann til að svipta hulunni af hinu óþekkta, kíkja í kristalskúluna og reyna að sjá lengra fram á veginn heldur en okk- ur mönnunum er ætlað. Sennilega felst þó mest gæfa og giftusemi í því að vera ekki þessum kostum búinn. Mikill hluti af lífshamingju og þroska okkar mannanna felst ein- mitt í því að glíma við og leysa hin ýmsu vandamál lífsleiðarinnar jafn- óðum og þau koma upp á sjóndeild- arhringinn. Ég hefi óbilandi trú á framtíð ferðaþjónustu sem atvinnugreinar á íslandi. Okkur getur greint á hváð æskilegt sé að þróunin sé hröð, svo og um leiðir að settu marki. Mark- miðið er og verður aukin hagsæld þessa góða og fagra lands, sem við erum svo lánsöm að eiga fyrir föður- land, jafnframt því sem við verndum það og græðum. Takist okkur að ná þessum markmiðum verður landið okkar betra og þjóðin, sem það bygg- ir, hamingjusamari en ella. Ég þakka öllum þeim mörgu ein- staklingum, sem unnið hafa af dugn- aði og ósérhlífni að bættri afkomu allra landsmanna, með því að leggja ferðaþjónustunni lið á árinu sem nú er að kveðja. Gott og gleðilegt ferðaár 1990. Einar Oddur Kristjánsson, forseti Vinnuveitendasam- bands Islands: Hefiir miðað afturábak en ekki áfram Enn eitt verðbólguárið er nú senn liðið, enn eitt ár aukinnar skulda- söfnunar, minnkandi þjóðartekna, fallandi kaupmáttar og aukins at- vinnuleysis; metár gjaldþrota jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Það fer ekki á milli mála að á þessu ári höfum við farið afturábak en ekki áfram. Það sem skiptir meg- in máli nú er hvort okkur auðnast að læra eitthvað af reynslunni eða hvort við á næsta ári ætlum að feta áfram á sömu braut. Þá er eins víst að næsta ár verður alveg eins og það sem nú er að líða, aðeins miklu verra og sárara. Eina sem vitað er með öruggri vissu um árið 1990 er þetta: þjóðartekjurnar munu minnka. Skuldir íslands við útlönd munu halda áfram að vaxa og verða meira en nokkur dæmi eru til um áður, er þá sama hvaða mælikvarði er notaður. Vaxtabyrðin af þessum skuldum mun halda áfram að þyngj- ast. í ár greiðum við milli tólf til þrettán þúsund milljónir í vexti af skuldum okkar erlendis. Á árinu 1990 munum við greiða meira en fjórtán þúsund milljónir bara í vexti, af erlendum skuldum á sama tfina og þjóðartekjur okkar minnka. Öll önnur vandamál íslendinga blikna í samanburði við þennan hrikalega vanda sem er stöðug aukning er- lendra skulda. Éf ekki verður spyrnt við fótum og það strax geta erlend- ar skuldir okkar orðið óviðráðanleg- ar. Að leysa öll vandamál hvort sem það er til að greiða félagslega þjón- ustu eða fjármagna taprekstur framleiðslunnar með stöðugt nýjum lántökum erlendis frá er helvegur. Þjóð sem tekur erlend lán til þess að standa undir eyðslu sinni stefnir bara einn veg, til fátæktar. Við höf- um ekki þýðst viðvaranir á undan- fömum árum en endalaust er ekki hægt að skella skolleyrum eða stinga höfðinu í sandinn. Þetta er blákaldur veruleikinn og engum á að líðast undan að líta. Skuldugt fólk er ófijálst fólk, skuldug fyrirtæki eru ófrjáls fyrirtæki, skuldug þjóð er ófrjáls þjóð. Nú í ársbyijun eru nær allir samn- ingar landsmánna um kaup og kjör lausir. í allt haust hafa verkalýðs- félögin og atvinnurekendur reynt sameiginlega að finna leið út úr þeim vítahring sem við erum í og allir aðilar þessara viðræðna eru fullkomlega meðvitaðir um ábyrgð sína og skyldur. Ekkert er eðlilegra í lýðfijálsu landi en að deilt sé um kaup og kjör, hver er sjálfum sér næstur í slíkum deilum. í nafni rétt- lætisins er fátt auðveldara en segja að þessi eða hinn eiga að hækka meira í launum en einhver annar, þetta er og verður eilífðar þjark. Fijálsir samningar á vinnumarkaði er að sjálfsögðu hverri þjóð óumræð- anlega dýrmætir, en við megum ekki nota þetta frelsi okkur til skaða. Það er ekki kappsmál atvinnurek- enda að keyra niður kaupmátt laun- þega, þvert á móti er það sameigin- legt hagsmunamál allra að kaup- máttur launa sé sem bestur, en hann verður að byggja á verðmætasköp- uninni sjálfri. Erlendar lántökur til þess að halda uppi lífskjörum eru bein þjófnaður frá bömum þessa lands bornum eða óbornum. Þessi tilraun verkalýðsfélaganna og at- vinnurekenda til að komast út úr efnahagsöngþveitinu mun ekki ná fram að ganga nema sem heildar- lausn, þ.e.a.s. undantekningarlaust verði allir að sætta sig við það sama, því allir munu líka njóta góðs af ef þetta heppnast. Ef einhveijir vilja ekki sætta sig við heildarlausn og telji sig hafa aðstöðu til þess að knýja fram meiri kauphækkun sér til handa en fellur í skaut hins al- SJÁ BLS. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.