Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 24

Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðslð: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 90 kr. eintakið. Við áramót Oft hefur verið komist þannig að orði við áramót, að við lifum á miklum breytingatímum. í seinni tíð hafa breytingarnar sjaldan verið jafn miklar og örar og á því ári, sem nú er að kveðja. Með þessum orðum er að sjálf- sögðu vísað til atburðanna í Aust- ur-Evrópu, þar sem hver ríkis- stjórn kommúnista á eftir annaiTÍ hefur fallið fyrir kröfum fólksins um aukin mannréttindi, lýðræði og betri lífskjör. Enginn dregur lengur í efa, að kommúnisminn er hruninn sem hugmyndakerfi. Þeir sem hafa stutt hann leynt og ljóst hér á landi sem annars staðar eiga að sjá sóma sinn í að viðurkenna villu síns vegar en ekki skella skuldinni á Lenín, Stalín eða Sovétríkin. Þetta eru þeir heimssögulegu atburðir, sem gera árið 1989 eftir- minnilegt. Ef við lítum okkur nær, blasir við að hraðinn í sam- starfi og samruna ríkjanna í Vest- ur-Evrópu, hvort heldur þau eru innan Fríverslunarbandalags Evr- ópu (EFTA) eins og ísland eða Evrópubandalagsins (EB) er meiri en menn væntu. Raunar á þessi þróun sér langan aðdraganda en í byijun þessa árs urðu viss þátta- skil, þegar Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, lýsti vilja til aukins og nánara sam- starfs við EFTA. Var hann tekinn á orðinu og nú um áramót eru EFTA-ríkin og framkvæmda- stjórn EB að setja sig í samninga- stöðu. Er jafnvel búist við að fyr- ir lok 1990 liggi ramminn um hið evrópska efnahagssvæði fyrir. Það verður ekki vandalaust að fylla út í hann. íslensk stjórnvöld hafa eins og aðrir aðilar þessa máls ákveðið að ganga til sam- starfsins og ber að fagna þeirri ákvörðun. Ef við færum okkur inn fyrir eigin landamæri með þessa stór- viðburði i Evrópu í huga, sést að enn hefur ríkisstjórnin þó ekki komið sér saman um neina fast- mótaða stefnu er byggist á íslenskum hagsmunum og gæslu þeirra innan hins evrópska efna- hagssvæðis. Umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um við- ræður EFTA og EB lauk aldrei á Alþingi fyrir jólaleyfi þingmanna. Segir það eitt sína sögu. Hitt fer þó ekki á milli mála, að á Alþingi er meirihlutasamstaða um megin- stefnuna í þessum efnum. En þar skarast lið stjórnar og stjórnar- andstöðu. Við drögumst að þeim segli sem samstarf Evrópuþjóð- anna er, hvort sem okkur líkar betur eða verr, af því að við erum í hópi þessara þjóða. Á hinn bóg- inn er enn óljóst, hvort við þvæl- umst með eða göngum fram með markvissum hætti, eftir að hafa gert það upp við okkur hvað við viljum, um hvað við getum samið og hvað er alls ekki samningsat- riði. Síðari kosturinn er að sjálf- sögðu betri. Á næsta ári verður þorskafli á Norður-Atlantshafi skorinn niður um 200.000 tonn eða þar um bil, ef litið er til svæðisins frá Barents- hafi um ísland til Nýfundnalands. Það munar um minna. Eftirspurn eftir fiski minnkar ekki, þannig að verð á honum sígur vafalaust fremur upp en niður á komandi mánuðum. Hvort slíkar hækkanir duga til að brúa bilið vegna minni afla skal ósagt látið. Því síður má gleyma hinu, þegar um verð- lag á fiski er rætt, að sjávarafurð- ir eiga í harðri samkeppni við önnur matvæli og ekki er mikijl vandi að tapa í þffrri keppni með því að hækka verð upp fyrir hæfi- legmörk. Áður er vikið að því að vegna innbyrðis deilna hefur ríkisstjórn- inni ekki tekist að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu um stefnu- mörkun gagnvart Evrópusam- starfinu. Hið sama á við um mörg önnur mikilvæg málefni. Innan stjórnarliðsins er hver höndin upp á móti annarri. Ástandið batnaði ekki að þessu leyti eftir að stjórn- arflokkunum ijölgaði úr íjórum í fimm í haust. Þá var til dæmis ákveðið til að lokka Borgaraflokk- inn til samstarfs, að fyrir þessi áramót skyldi stofnað sérstakt umhverfisráðuneyti fyrir formann hans. Við þá ákvörðun var ekki staðið og er raunar ókleift áð komast að skynsamlegri niður- stöðu um svo viðkvæmt og viða: mikið mál undir pólitískum þrýst- ingi af þessum toga. Spurningin um ráðherrastóla virðist þvi miður ráða meiru um samstarf núverandi stjórnarherra en einbeittur vilji samhents hóps til að takast á við brýn úrlausnar- efni í landsmálum. Gleggstu skilin á milli stjórnarhátta glundroða- afla annars vegar og samhents meirihluta hins vegar sjá menn með því að bera saman landstjórn- ina og stjórn borgarmálefna í Reykjavík undir forystu sjálfstæð- ismanna og borgarstjóra þeirra, Davíðs Oddssonar. Eftir fáeina mánuði verður gengið til sveitarstjórnakosninga og munu stjórnmálin og umræður um þjóðmál taka mið af því. Morg- unblaðið telur að um þessi áramót sé enn einu sinni nauðsynlegt að vara við sundurlyndisfjandanum og vara við of mikilli sundrungu í stjórn landsmála. í þeirri von að við getum samhent tekist á við viðfangsefnin á komandi ári þakk- ar Morgunblaðið lesendum sínum samfylgdina á árinu 1989 og óskar þeim og landsmönnum öll- um heilla á árinu 1990. þjóðfélagi okkar að auðlindir þess séu sameign þegnanna í nútíma- merkingu en ekki úreltri merkingu höfundar Grettis sögu sem notar orðið þegar hann fjallar um átök, viðureign. En vel má vera þetta orð, sameign, eigi eftir að færast aftur til upphaflegrar merkingar sinnar vegna kvótans. Þá munu sameignarmenn sundra þjóðfélag- inu vegna átaka um eignarréttinn. Og draugurinn gengur þá aftur úr Grettis sögu. Þá verður enginn draugabani; nema sá sem ættaður er úr Holly- wood. En góstbuster mun ekki duga í alvörunni einsog krakkarnir segja. Einungis á flugeldasýningu í Leik- fangalandi. Nú þarf víst ekki lengur- land vort undursmáa að grafa strútshöfuð sitt i gamlan fjörusand við fjallkonufaldinn biáa, það er ekki lengur allra landa minnst og hvað sem aðrir halda eða öðrum finnst er að því nokkur fengur að það er stærra en Legoland (og auk þess erum vér ofurlítið íslenzkir í bland). (Tillaga að nýjum þjóðsöng.) M. (meira næsta sunnudag) í SKÁLDSÖG- • unni Chesa- peake venst söguhetja á þrælasölu einsog ljón á mannát, svoað notuð séu orð höfund- ar. Hugurinn hvarflar að forréttind- um. Þau eru e.k. mannát í sam- félaginu. Þannig leit aðallinn á eignir sínar og sérstöðu. Það var ekki undarlegt þótt bændur og borgarar gerðu uppreisn. Þegar ljón kemst uppá mannakjöt grípur um sig ótti í þorpinu og menn bregðast við. Ljóninu er útrýmt. I þessu samhengi hvarfla að manni önnurforréttindi, t.a.m. þeg- ar fáum útvöldum eru afhentar auðlindir lítillar þjóðar sem hún hefur eignazt með sameiginlegu átaki, einsog 200 mílna fiskveiði- lögsagan. Kvóti á hafinu handa útvöldum er siðleysi, en hann er ekkert betri þegar hann hefur verið fluttur upp á land. Slík eignatil- færsia á sameiginlegum auði þjóð- arinnar á fárra hendur er tíma- skekkja og öfugmæli, hvað sem hver segir. Hún á eftir að hefna sín, ef ekkert verður að gert. Jafn- vel kalla uppþot yfir okkar litla og friðsæla samfélag. Allar byltingar eru vegna tekju- skiptingar, en þó einkum eignatil- færslu; kvóta sem stjórnvöld hafa búið til harida forrétt- indaljónum. Aðrir missa þegnrétt sinn. Ég get vel sett mig í spor sjávarútvegs- ráðherra; skii vand- kvæði hans í svo við- kvæmu máli. En enginn vandi er leystur með nýjum. Og kjarni máls- ins er sá sem sérfræðingar sem kannað hafa kvótakerfið hafa sýnt framá - að unnt ætti að vera að veiða jafnmikið af botnfiski og nú er gert með allt að 40% minni fiski- skipaf lota og minni tilkostnaði eftir því; tilaðmynda færri fiskvinnslu- stöðvum. Hvernig í ósköpunum á svo þessi útgerð að bera sig vel? Þessi sóun verður lífskjarahefting svo lengi sem hún er látin viðgang- ast. Um það eru menn að verða á eitt sáttir. Mér er ekki ljóst hvort fólk gerir sér grein fyrir þeirri hættu sem boðið er heim með eignatilfærslu einsog einokun á fiskveiðilögsögu íslands. Þetta litla samfélag okkat þarf á öðru að halda en illindum vegna forréttinda undir yfirskini vígorða einsog: stjórnun fiskveiða; eða: verndun fiskimiðanna; eða: gegn rányrkju(i) Enginn upprætir rányrkju með því að kalla fram rándýrið í tiltölu- lega meinlausum þjóðfélagsþegnum sem hafa vanizt því í stéttlausu HELGI spjall 4- EGAR LITIÐ ER YFIR farinn veg á því ári, sem nú er senn liðið, fer ekki á milli mála, að Evrópa hefur verið vettvangur merkustu stjórnmálaat- burða þessa árs. Þróunin í átt til efnahagslegrar samein- ingar Vestur-Evrópuríkja hefur verið mjög hröð á þessu ári. Hún gefur vísbendingu um, að af þeim þremur efnahagsheildum, sem búa yfir mestum styrk, þ.e. Banda- ríkjunum, Japan og Vestur-Evrópu, sé nú hvað mestur sóknarhugur í þeirri evr- ópsku, þótt hraðinn í efnahagslegri upp- byggingu Japans hafi verið ótrúlegur á undanförnum árum og áratugum. Sam- keppnin á milli þessara þriggja efnahags- ' héilda á eftir að fara hraðvaxandi á næstu árum og áratugum. Það verður friðsamleg samkeppni. Vaxtarmöguleikar sameigin- legs evrópsks efnahagssvæðis eru hins vegar gífurlegir, að ekki sé talað um með tengingu við þau lönd, sem um skeið hafa verið kölluð Áustur-Evrópa. Fyrir okkur íslendinga er það ánægju- efni, að umræður um afstöðu okkar til þessarar þróunar á liðnu ári hafa sýnt, að víðtæk samstaða er um þá megin- stefnu, að við hljótum að verða þátttakend- ur í þessari þróun og taka á okkur vissar skyldur í þeim efnum, en jafn víðtæk sam- staða er um það, að við hljótum að halda fullum yfírráðum yfir fiskveiðilögsögu okk- ar og óskoruðum eignarrétti yfir fyrirtækj- um í sjávarútvegi. Nú er kommúnisminn fallinn í hinum sögufrægu ríkjum Mið-Evrópu, sem eru að losna undan erlendri áþján nær hálfri öld síðar en lýðræðisríki Vestur-Evrópu. Havel situr í Hradcany-kastala í Prag í stað þess að sitja í fangelsi og Walesa veitir Pólverjum pólitíska forystu, þótt ekki sitji hann í ríkisstjórn. I Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ungveijalandi, Rúmeníu og Búlgaríu er nú unnið að undirbúningi fijálsra kosninga í þessum ríkjum á næsta ári. Þótt gleðistundimir hafi verið margar á árinu, sem nú er að líða, vegna þessara atburða, megum við ekki gleyma því, að erfiðleikarnir framundan fyrir þessar þjóð- ir eru gífurlegir. Þótt sumar þeirra eigi sér gamla lýðræðislega hefð er það verk- efni, sem þeirra bíður að byggja upp nýja stjórnarhætti risavaxið. Þegar til viðbótar kemur, að efnahagur þessara ríkja er í rúst, eftir hálfrar aldar kúgun kommún- ismans og lífskjör almennings ömurleg á vestrænan mælikvarða og matarskortur mikill í sumum þessara ríkja, fer ekki á milli mála, að þessar þjóðir þurfa á mik- illi aðstoð að halda á næsta ári og árum. Það er erfitt að útskýra mikilvægi þess- ara atburða fyrir yngri kynslóðum. í raun má segja, að stjórnmálabaráttan síðari helming þessarar aldar hafi snúizt um þá spumingu eina, hvort Marxistar hefðu rétt fyrir sér um þjóðfélagsuppbygging- una. Átökin um þessa spurningu hafa ver- ið ótrúleg. En eftir allt, sem á undan hef- ur gengið, liggur svarið nú fyrir. Þjóðfélög sósíalismans fyrir austan járntjald hafa hmnið til grunna. Lífið sjálft hefur fært okkur svarið við þessari grundvallarspurn- ingu. Það er ekki einungis merkasti við- burður þessa árs heldur einn merkasti stjórnmálaatburður þessarar aldar. VIÐ UPPHAF síðasta áratugar þessarar aldar er auðvitað ljóst, að Hvað gera þeir? verkefnin við að byggja upp lýðræðisleg þjóðfélög í hinum fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjanna eru óþijótandi. Enn er spumingarmerki við framvindu mála í Sovétríkjunum en nú beinist athyglin ekki sízt að þeim sjálfum. Hinu er svo í raun ósvarað, hver verða viðbrögð þeirra manna, bæði hér á íslandi og í öðrum löndum, sem hafa varið ævi sinni til þess að veija og beijast fyrir fram- gangi sósíalismans, sem nú er hruninn í Austur-Evrópu. Hvað hefur gerzt á þess- um áratugum frá því að kommúnistar tóku völdin í Kreml? Hvað hefur gerzt í nafni og þágu sósíalismans? Það er búið að drepa tugmilljónir manna í nafni hinnar sósíal- ísku byltingar. Fyrst stóðu þessi fjölda- morð yfir í Sovétríkjunum sjálfum í a.m.k. tvo áratugi áður en þau hófust annars staðar. Þar í landi var saklaust fólk dreg- ið fyrir rétt og dæmt til dauða með aðstoð ljúgvitna. Þar var fólk sent í þrælkunar- vinnu, fangelsi og á geðveikrahæli fyrir skoðanir sínar. Þar var fólk kúgað og kvalið í þágu byltingarinnar. í og eftir heimsstyijöldina síðari voru þessir stjórnarhættir gerðir að útflutnings- vöru. Skriðdrekarnir frá Moskvu brunuðu um Austur-Berlin og brytjuðu niður verka- mennina, sem byltingin var sögð gerð fyr- ir. Þeir ruddust um götur Búdapest eftir ómerkilega sviksemi gagnvart stjórnvöld- um þar. Þeir lögðu undir sig Prag. Allt fram til ársins 1956 héldu talsmenn sósíalismans hér á Islandi, og í öðrum vestrænum ríkjum, uppi hörðum vörnum fyrir þessa stjórnarhætti og héldu því fram, að þetta væru framtiðarríkin! Þá fyrst þegar Ungveijar sendu út neyðarkall til heimsbyggðarinnar, sem enginn svaraði, byijuðu sumir að bila í trúnni, en alls ekki allir. Eftir þá hrikalegu atburði flykktust ungir íslenzkir námsmenn í stórum hópum til Austur-Evrópu, ekki sízt til Austur- Þýzkalands til þess að nema fræðin við skóla þar á kostnað kommúnistaflokkanna í þessum löndum. Og þeir voru valdir til ferðarinnar af forystumönnum sósíalista á íslandi! Þessir námsmenn skipa nú forystu- sveit Alþýðubandalagsins. Það var ekki fyrr en eftir atburðina í Prag 1968, sem þessir menn hættu að halda uppi vörnum fyrir ofbeldisverkin, en þeir hafa ekki enn hætt að halda uppi vörnum fyrir sósíalis- mann. Hvað ætla þeir að gera? Hvenær hefst uppgjör þeirra við sjálfa sig? Þessir menn geta ekki haldið að sér höndum og þagað. Björn Sveinsson Björns- son þagði í hálfa öld áður en hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og stuðningi við Þýzkaland nazismans. Til þess lágu mjög persónulegar ástæður. En hann hefur lagt spilin á borðið. Þeir menn, sem gengið hafa erinda sósíalismans alla sína ævi og horfast nú í augu við hrun hans og kom- ast ekki lengur hjá því að viðurkenna of- beldisverk hans, eru í nákvæmlega sömu stöðu og þeir, sem gengu til liðs við naz- ista á sínum tíma. Þeirra hlutur er ekki betri. Þeir verða að gera upp sín mál. ■■■■■■ Á VETTVANGI Fi«kvPÍrSi- innanlandsmála x ibivvciui hafa umræður um steftian fiskveiðistefnuna sett mjög svip á þjóðmálabaráttuna. Þær umræður eru mikilvægar enda snúast þær um grundvallaratriði. Það sem sagt hefur verið um kvótakerfið og einkarétt á haf- svæðum við ísland í Helgispjalli er frekari umfjöllun um þetta viðkvæma mál einsog það var lagt fyrir í Reykjavíkurbréfi 11. maí 1986, en þar segir m.a. — og er ekki útí hött að rifja það upp nú: 1. Sumir eru þeirrar skoðunar að sér- eignarskipulag á fiskimiðunum sé bezta lausnin en sá hængur er á því að engir einstaklingar eiga hafsvæðin, fiskimiðin eru sameign okkar allrá eftir langa og harða baráttu allrar þjóðarinnar fyrir rétti sínum. Fiskveiðilögsagan að 200 mílum var til skamms tíma alþjóðlegt yfirráða- svæði sem síðar féll í skaut íslendingum. Sumir segja að ekki sé hægt að selja eða gefa miðin nema þá með því að skipta þeim meðal landsmanna allra, t.a.m. með því að senda eigendunum, þ.e. öllum íslenzkum þegnum, hlutabréf í þessu fyrir- tæki. Segja mætti að það væri lýðræðisleg- asta aðferðin og sú sem allir ættu að geta komið sér saman um. Þessi hugmynd minnir á brezka hagfræðinginn Samuel Brittan, sem gerði það að tillögu sinni að Bretar fengju í pósti hlutabréf í fyrirtæk- inu sem á Norðursjávarolíuna, enda eigi enginn hefðbundið tilkall tii hennar. Síðan gætu menn framselt eða leigt bréfin, eða þá haldið þeim að vild. Það er ekki fráleitt að minna á þessar hugmyndir til íhugunar, þótt ekki hafi þær REYKJAVIKURBREF Laugardagur 30. desember Morgunblaðið/RAX orðið ofan á í Bretlandi. Hitt er annað mál að slíkt mætti auðveldlega gera við stórfyrirtæki eins og Landsvirkjun og ein- hver fyrirtæki önnur á vegum ríkis og sveitarfélaga. Þau gætu orðið almennings- hlutafélög. Og hvað mælti gegn því að fiskimiðin væru það einnig, ef menn hefðu ekkert á móti því að orka fallvatnanna og aðrar sameiginlegar náttúruauðlindir væru það? 2. Þarna stangast á hugmyndir um miðstýringu og séreignarrétt. Þessi sjónar- mið þarf að samræma, ef vel á að vera en það verður hvorki gert með einföldum miðstýringaraðferðum né séreignarskipu- lagi sem byggist á vafasamri hefð sem á ekkert skylt við það, þegar landnámsmenn helguðu sér jarðir hér á landi sem síðan gengu kaupum og sölum eins og eðlilegt var. Eitt sinn átti kirkjan Island að mestu, síðan kóngur, nú við öll. En arfinn frá Landnámu höfum við reynt að hafa í heiðri eins og vera ber og leyfa jarðeigendum að njóta eigna sinna. Hafsvæðin eru ný eign allrar þjóðarinn- ar og um það yrðu stórátök, ef gefa ætti þetta fjöregg einhveijum fáum útvöldum, jafnvel skussum sem ekki hafa til þess unnið. Á þessu máli eru því augsýnilega margar hliðar. Það er nauðsynlegt að skoða þær allar og reyna að gera upp hug sinn án þess að upp úr sjóði. Eignarréttur á óbyggðum íslands og hafsvæðum sem engum heyra til nema þjóðinni allri er viðkvæmt mál, sem menn skyldu ekki flytja einstrengingslega og án víðsýni eða tillits til þeirra, sem engar eða litlar kröfur hafa gert til sérnytja og yfir- ráða. Menn skyldu einnig muna það, að senn kemur að hafsbotninum. Hver á að nytja hann? Hver á að eiga hann? Ef olía finnst á íslenzku landgrunni mun hún ekki verða afhent þeim orðalaust, sem þar hafa öðrum fremur skarkað með tól og tæki, ekki frekar en eitthvert mesta orkusvæði heimsbyggðarinnar, Yatnajökull, verður afhentur einhveijum sérstökum gæðing- um, þegar að því kemur að nýta orkuna sem í iðrum hans býr. Menn skyldu því ekki telja, að það gæti leyst allan vanda, ef sjávarútvegsráðherra úthlutaði kvótun- um til fullrar eignar en ekki aðeins til tíma- bundinnar nýtingar, þ.e. að núverandi kvótakerfi yrði breytt í séreignarkerfi. 3. Séreignarskipulag á miðunum gæti að sjálfsögðu verið hagkvæmt því að menn rækta og ávaxta bezt það sem þeir eiga sjálfir. En það er ekki hægt að gefa mönn- um annað en það sem gefandinn á sjálf- ur. Þannig er ekki hægt að gefa neinum sérstökum mið, sem við öll eigum og eng- inn öðrum fremur. Allir landsmenn eiga miðin og ekki síður afkomu sína undir afrakstri þeirra. Bændurnir helguðu sér aftur á móti jarðeignir, þegar á landnáms- öld og mikið af landinu er í einkaeign samkvæmt erfðavenju. Hægt var að helga sér ónumið landsvæði, en ekki lengur. Laxveiðiár eru leigðar af eigendum og engir fara betur með þær en leigutakar. Þeir nota t.a.m. ekki net. Hafsvæðin urðu ekki eign neinna fárra útvalinna, sem höfðu sótt sjóinn, þegar 200 mílurnar voru viðurkenndar. Nytjar og forréttindi þeim samfara veita engum eignarrétt, hvorki á landi né hafi. Við feng- um landgrunnssvæðið, sem þjóð með al- þjóðalögum um hafréttarmál. Það voru stjórnmálamenn og landhelgisgæzlan, sem höfðu forystu um að veija fiskveiðilögsög- una — án tilkalls til séreignar! 4. Fiskurinn er lífsbjörg okkar. Miðin sú gullnáma, sem mest gefur af sér. Þau eiga að gegna sama hlutverki og gullnám- urnar í Vesturheimi. Þau eiga ekki að vera forsenda þess villta vesturs, sem engu þyrmir og leiðir til illinda og úlfúðar vegna græðgi og tillitslausra hagsmuna. Vegna kröfu um eign, sem enginn á sérstaklega. Um miðin gildir ekki reglan: Sá á fund sem finnur. Góðir fiskimenn og útsjónar- samir útgerðarmenn eiga að njóta miðanna í þágu okkar allra. Miðin eru þannig sam- eiginlegur sjóður. Sjónarmiðin þarf að samræma. Varð- veizla fiskimiðanna, barátta gegn ofveiði og skynsamleg nýting fiskimiðanna eru hagsmunir okkar allra, hvers og eins. 5. Við eigum að byggja upp þjóðfélag einstaklingsins sem ræktar trillukarlinn í okkur öllum. En við eigum jafnframt að búa svo um hnútana, að sameiginlegar auðlindir okkar séu hvetjandi takmark, þannig að dugnaður og fyrirhyggja komi allri þjóðinni að fullu gagni. Og þeir sem láta sér ekki nægja hlutskipti trillukarls- ins, þeir sem vilja taka þeirri áskorun að sá grái er utar eiga ekki síður að hafa gott olnbogarými í þjóðfélaginu en hinir sem hverfa vilja í fjöldann og losna við áhættu. Það var hvorki góð hagfræði né örvandi hvatning til dáða, þegar sjávarút- vegsráðherra var spurður um það í sjón- varpinu hvað spyríllinn ætti að gera, ef hann vildi hefja útgerð. Þá svaraði ráð- herrann: „Þú getur keypt þér trillu!“ Auð- vitað á hann að geta keypt þau skip, sem dugnaður hans stendur til og nýtt þann kvóta sem hann gæti nýtt öðrum mönnum betur. En til þess þarf hann að hafa svigr- úm sem kvótakerfið í núverandi mynd veitir ekki. Finna verður viðunandi lausn á því. 6. Vel má vera að leiga til takmarkaðs tíma yrði heppilegasta lausnin. Þá gætu menn fengið svipaða tilfinningu fyrir mið- unum eins og þau væru þeirra eign. Þann- ig hafa margir laxveiðimenn fengið svip- aða tilfinningu fyrir ám, sem þeir hafa tekið á leigu til ákveðins tíma. Enginn hefur umgengizt þær betur eða nytjað þær af jafnmikilli fyrirhyggju og kurteisi og þessir áhugasömu einstaklingshyggju- menn, bæði útlendir og innlendir. En leiga karfamiðanna við Grænland virðist ekki hafa tryggt Grænlendingum þær tekjur sem þeir hefðu getað haft, ef þeir hefðu nytjað miðin sjálfir. 7. .Bezt fer á því að einkaframtakið annist nýtinguna, þegar um sameiginlega eign er ræða, ekki ríkið, því þá fer allt í grænan sjó eins og í kommúnistaríkjunum þar sem enginn ber neina umhyggju fyrir „eign sósíalismans". Það er rétt stefna, að einstaklingar hafi samkeppni um að selja ferðir inn í óbyggðir, en það merkir ekki, að þeir eigi smám saman eitthvert tilkall til öræfanna, né heldur, að þeir sem reka áætlunarferðir um Sprengisand geti gert tilkall til hans einn góðan veðurdag, né heldur þeir sem selja aðgang að skíða- brekkum í Kerlingarfjöllum geti eignazt fjöllin einn góðan veðurdag vegna hefðar. Þótt menn eigi ekki það sem þeir selja, geta þeir haft nægan metnað til að um- gangast það af kurteisi og fyrirhyggju. Þeir hafa nægilegt aðhald, ef þeir þurfa að lúta samkeppni og markaðslögmálum. Þess vegna er hægt að selja ferðir til Þórsmerkur með mannsæmandi hugarfari og án tilkalls til eignarréttar á „söluvarn- ingnum". En það er íhugunarefni að eng- inn hefur a.m.k. enn sem komið er lagt það til, að ríkið taki gjald af öræfunum og náttúrufegurðinni þar, en kannski það verði gert, þegar örtröðin er orðin svo mikil, að öræfin verða talin takmörkuð auðlind! Betra er samt að fóta sig áður og koma í veg fyrir slíka örtröð. Þannig hlýtur að mega fækka fiskiskipum og frystihúsum áður en örtröðin á miðunum verður svo mikil að öll arðsemin lendi í útgjaldahítinni. En að því hefur stefnt. „Þeir menn, sem gengið hafa er- inda sósíalismans alla sína ævi og horfast nú í augu við hrun hans og komast ekki leng- ur hjá því að við- urkenna ofbeldis- verk hans, eru í nákvæmlega sömu stöðu og þeir, sem gengu til liðs við nazista á sínum tíma. Þeirra hlutur er ekki betri. Þeir verða að gera upp sín mál.“ i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.