Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 16 áf * W Smstmim. M LIFIÐ Lítil jólasaga Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Jólin á mínu heimili voru hátíð ljóss en ekki friðar. Jólaundirbún- ingurinn gekk sinn vanagang, það var búið að baka smákökumar, mamma og pabbi voru farin að deila um hvar ætti að setja upp útiseríuna. Pabbi vildi setja hana á svalirnar eins og venjulega, mamma vildi breyta til og setja hana á litla fallega birkitréð sem hún hafðí gróðursett sumarið áður. Milli þess sem foreldrar mínir deildu predikaði amma upp úr öllum bæklingum sem hún fann um jól án áfengis, sem okkur fannst öllum sjálfsagt og ekki þess vert að ítreka nánar. Á Þorláksmessu var deilan útkljáð, mamma vann, pabbi fór út jólaser- íuna. Við systkinin fylgdust með þegar pabbi hengdijólaseríuna á litla birkitréð sem var ekki fallegt v lengur því greinarnar brotnuðu jafnóðum undan perunum. Á Þorláksmessu gerðist það líka að bindindispostuli heimilisins sló af kröfum sínum um áfengislaus jól og fór fram á að það yrði keypt rauðvín í jólasósuna. Henni mæltist svo að væri ekki rauðvín í sósunni, væri eins hægt að nota pakkasósu. Heimilisfólk samþykkti þetta enda treystum við bindindispostulanum fyrir því að misnota ekki rauðvínið. Áðfangadagur rann upp, fallegar snjóf lygsur voru famar að svífa til jarðar. Við systkinin eyddum degin- um fyrir framan sjónvarpið, slóg- umst um baðherbergið og ilmurinn af svínahryggnum fyllti húsið. Mamma og pabbi höfðu sæst með kossi og ákváðu að planta örlítið stærra tréi næsta vor, sem þyldi seríur um ókomin jól. Amma sá um eldamennskuna eins og venjulega en það bar lítið á henni í eldhúsinu; þó heyrðust þaðan torkennileg hljóð sem sumir vildu meina að væru jólalög. Loks þegar hún birtist úr eldhúsinu sáum við hvers kyns var, hún hafði misnotað rauðvínið. Við gerðum okkur strax grein fyrir því að við gátum gleymt áfengislausum jólum þetta árið. Borðhaldinu var eytt í að hlusta á sögur ömmu frá löngu liðnum jólum, sem við höfðum heyrt þó nokkuð oft áður. Jólasteik- in var hið mesta hnossgæti en eng- inn fann rauðvínsbragð af sósunni. Næstu jól á eftir útbjó mamma sósuna. Höfúndur óskar nafnleyndar Lengi man til lítilla stunda Það er misjafnt hvað snemma við munum til okkar. Fyrstu bernskuminningar mínar birtast mér líkt og myndir á tjaldi, fyrst sé ég eina og eina mynd á stijálingi, en smám saman stytt- ast bilin og myndirnar skýrast. Mig langar til að sýna þér eina litla mynd; þó margt hafi týnst í tímans djúp stendur hún mér ljós fyrirsjónum. Það er haust. Ég stend úti á hlaði heima á bænum mínum. Á mýr- inni suður undir þjóðveginum er fjárhópur á beit. Eg veit að þetta er rekstrarfé austan úr sveitum á leið til Reykjavíkur. Það er rekið þangað til slátrunar. Margir slíkir hópar hafa farið framhjá í haust. Stundum koma rekstrarmennirnir heim og spyija hvort hægt sé að fá keypt kaffi. Þá snerpir amma á katlinum og hellir á bláu kaff i- könnuna. Mennirnir raða sér kringum eldhúsborðið og drekka molakaffi. Þeir hafa etið nestið sitt sitjandi á þúfu hjá fjárhópnum og það er notalegt að fá heitan sopa til að ylja sér fyrir bijósti. Síðan standa þeir á fætur, borga ömmu fáeina aura fyrir kaffið og kveðja. Enn er löng leið ófarin til Reykjavíkur. Ég stend á dyrahellunni, fimm ára telpukorn, og horfi á fjárhópinn. Mér f innst í minningunni að þessi hópur haf i verið austan úr Lan- deyjum. Heim veginn gengur maður í móleitum fötum, hann hefur sokkana utan yfir buxna- skálmunum og er með leðurskó á fótum. Þegar hann nálgast sé ég að þetta er mjög ófríður maður, langleitur og tannber. Hann kast- ar á mig kveðju: „Sæl, litla mín. Er hún manna þín heima?“ Ég svara ósköp blátt áfram, sann- leikanum samkvæmt: „Hún er dáin.“ Manninum verður orðfall, hann verður svo umkomulaus á svipinn að mér f innst ég verða aðgreiða úr málinu. Ég snýst á hæli, hleyp inn bæjardyrnar og kalla um öxl mér: „Eg ætla að sækja hana ömmu.“ Og amma kemur, ófríði maðurinn ber upp erindi sitt. Jú, þeir geta fengið kaffi, amma hell- ir á könnuna, rekstrarmennirnir koma, setjast við eldhúsborðið og drekka kaff ið sitt, en einn stendur yfir fénu á meðan. Amma hellir kaffi á f lösku, hann verður líka að fá heitan sopa. Mennimir kveðja og fara og amma tekur bollana af borðinu, svo snýr hún sér að mér. „Hvað sagði maðurinn? Spurði hann ekki eftir mömmu þinni?“ Á þessum árum var ég ekki farin að gera mér grein fyrir því hvað mikið ég hafði misst þegar móðir mín dó frá mér níu mánaða gamalli, samt gat ég ekki svarað spurningunni játandi. Það komu vöf lur á mig, ég vissi að ég mátti ekki skrökva. Loks svaraði ég í hálfum hljóðum: „Hann spurði bara eftir þeim sem er héma.“ Amma brosti lítið eitt og strauk mér um vangann. Kannski var rakur glampi í augum hennar. Það eru liðin mörg ár síðan þessi litli atburður gerðist og margt hefur breyst. Litli burstabærinn minn er horf inn og f lestir sem í honum bjuggu horfnir yf ir móð- una miklu. Nýtt hús með nýjum búendum er risið vestur á hólnum og mýrin fram við veginn löngu orðin að sléttu túni. Ég er löngu f lutt úr sveitinni minni, en þessi litla mynd hefur geymst skýr í huga mínum öll þessi ár. Ólafía Ólafsdóttir, Víðivöllum v/Elliða- vatn. Uti aðaka Eiginmaður minn, Leifur Magnússon, píanósali, er blindur. Hann hefur það fyrir sið að setja bílinn í gang fynr mig á köldum vetrannorgnum. Einn slíkan morgun í fyrravetur brá hann sér í yfirhöfn, skóf bílrúðurnar og lét bílinn í gang. í sömu svifum kom bar að maður sem sagðist vera utan af landi og væri ’nér kominn til að borga inn á píanó. „Þá kom- um við hér inn,“ sagði Leifur og vísaði honum inn í íbúðar- húsið þar sem skrifstofa okkar er. Þegar þeir komu upp tröpp- urnar varð manninum að orði: „Andskoti er skrýtin í þér sjón- in!“ :,Já, hún er nú engin,“ svarar Leifur. „Og keyrir samt!“ segir þá karl. Guðleif Guðlaugsdóttir Tíu mínútur Miðsumar 1944 — síðdegi. Við þrír bræður vorum að veiðum á árabáti skammt norðan við Flatey á Skjálfanda. Ég 13 ára, þeir 14 og 16. Það var komið að heimferð. Enginn okkar hafði tekið eftir því að þoka hafði hægt og hljótt sigið yfir og huldi landsýn. Enginn áttaviti um borð og við vor- um þegar áttavilltir. Engin undir- alda, líklega fallaskipti, þ.e. að hvorki haf i gætt útfalls né aðfalls og stillilogn. Ekkert til að átta sig á. Það hefði mátt átta sig á kríu með æti í gogganum. Hún var á leiðinni „heim“. En það var enginn fugl sýnilegur í þessu 50—100 metra skyggni. Eldri bræðurnir ákveða að mæla dýpið á staðnum, en til þess var notað eitt af hand- færunum, róa dijúgan spöl og mæla þá dýpið að nýju. Minna dýpi Ámi frá Múla, Símon og söngurínn Þegar ég var unglingur innan við fermingu bar ég út viku- blaðið Vörð sem íhaldsf lokkurinn gaf út, og skildist mér að það ætti að keppa við Tímann og helst að ganga af honum dauðum. Þetta fór nú á annan veg, Tíminn er enn við lýði, en Vörður lifði stutt, en þó eitthvað lengur en ísafold og Vörður. , Afgreiðslumaðurinn var kennari minn úr Miðbæjarskóla, Ásgeir Magnússon, mikill og góður kenn- ari, og var það ekki honum að kenna að ég varð ekki mennta- maður. Ritstjórinn var sá stórglæsilegi maðurÁmi Jónsson frá Múla. Ég var orðinn vara-afgreiðslumaður og beið þess vegna eftir blaðinu, þegar ég heyri að Ámi var kom- inn í söngstuð, sem ekki var oft, og allt í einu heyri ég að hann kallar á mig: „Gerðu mér smá greiða, Gvendur minn.“ Ég inn og þar sat Ámi í þessum stóra stól, fyllti alveg út í hann, klædd- ur fötum, sem gátu ekki verið fallegri, dró upp peningaveskið,_ tók með varfæmi bréf úr því og * bað mig að fara með það til Krist- ins í Reykjavíkurapóteki og skila góðri kveðju. Þangað var nú stutt að fara. Ég spyr eftir Kristni. Hann kemur eftir stutta stund. Ég ber honum kveðjumar góðu frá Áma frá Múla. Kristinn tekur við lyfseðlinum, lftur á hann og segir með smá þjósti: „Þú hlýtur að sjá að þetta er búið að af- greiða fyrir löngu.“ Ég segist * ekki hafa hugmynd um það, ég sé bara í snúningum. Þá byijar Kristinn að þusa um hvað Ámi sé vitlaus að halda að endalaut sé hægt að fá út á seðilinn, spyr sfðan með hveijum Ámi sé að skemmta sér. „Það er Símon frá H61.“ „Já, það er nú maðurinn.“ Ég æsi mig upp og segi að þetta séu bestu menn og meinti það. Kristinn rétti mér aftur lyfseðil- inn, sem ég skildi aldrei neitt í, en fékk eitthvað sem gutlaði í. Þegar Árni og Símon sjá mig koma færandi hendi þá léttist á þeim brúnin og þá spyr Árni: „Hvað sagði öðlingurinn?" „Hann sagði að ég og þú værum asnar, en Símon þó verstur." Þeir ráku upp mikinn hlátur, tóku tappann úr f löskunni og settu í tvö glös, þar með var ég úr leik. Mér fannst samkomusalurinn í varðarhúsinu vera stór, en trúlega var hann ekki stór heldur bara lítill. En eftir stuttan tíma fylltist húsið af þessum dýrðlegu tónum, því nú voru þeir Ámi og Símon komnir í söngstuð. Það var ekki verið að syngja eitt og eitt lag heldur í marga klukkutíma. Uti í horni saqt lítill strákpjakkur á stuttbuxum alveg heillaður. Söng- skemmtanir hef ég sótt heima og erlendis, en engan söng hef i ég heyrt ennþá, sem kemst með tæmar þar sem Árni og Símon höfðu hælana og heyri ég ennþá söng þessara stóru og góðu manna eftir rúm 60 ára hljóma í eyrum mínum. Guðm. Guðmundsson, Unnarbraut 14, táknaði rétta leið, meira dýpi villu. Þrívegis var róið og mælt en dýpi ávallt hið sama. Ég fann að bræðr- um mínum stóð ekki á sama, og ég var hræddur. Ekki aðeins vegna þoku og villu, heldur líka vegna annarra ógna. Það var stríð og það voru til kafbátar og tundurduf 1. En alvöru sjómaður mátti aldrei sýna ótta, það gerði ég heldur ekki. Hins vegar greip ég til þess ráðs, í bjarg- fastri trú minni á guð, að senda í huganum bæn upp í þokuna: „Góði guð. Ég verð að leita tjl þín. Viltu láta þokuna fara í tíu mínútur, þá getum við tekið rétta stefnu og svo róið eftir kjölfarinu. Góði guð. Bara tíu mínútur. Þú veist hvað mamma verður hrædd um okkur ef við kom- um ekki heim á réttum tíma.“ Skömmu síðar segir annar bróðir minn: „Þarna er hún.“ Þá átti hann við eyjuna. Ég hafði steingleymt bæninni og ekkert er eðlilegra en að þoka komi og fari. Við róum dágóða stund og þá segir sami bróð- ir: „Hún er horfin.“ Þá hafði þokan lagst yf ir að nýju og nú mundi ég eftir því að ég bað guð um að láta þokunni létta. Ég sendi upp til him- insins undrunar- og vonbrigðahugs- un: „Guð, sveikstu mig?“ Þá heyri ég eins og örlitlar truf lanir í út- varpi, svo var sagt inni i höfðinu á mér: ;,Þú baðst bara um tíu mínút- ur.“ Ég hrökk við og varð afar undrandi, hafði aldrei orðið fyrir slíkri reynslu, og loks mundi ég að ég hafði aðeins beðið um tíu mínútna uppstyttu. Ég bað iðrandi og hryggur um fyrirgefningu. Allt í einu varð mér ljóst að guð hafði breytt veðrinu, lyft þokunni, vegna bænar minnar, og þá streymdi um mig fögnuður bænheyrslunnar, eins og alsælukennd út í hveija taug. Ég þakkaði guði af öllu hjarta og ég gætti þess að bræður mínir sæju ekki á mér gleðisvipinn svona mitt í alvörunni, þoka og leyndar hættur við hvert áratog. Það var ekkert að óttast lengur, við höfðum náð réttri stefnu og brátt sáum við til strandarinnar. Kafbátar, tundur- duf 1, stórhveli og aðarar ímyndaðar hættur hurfu úr huga mínum sem slíkar, vegna þess að ég vissi af öruggri vernd þess, sem öllu ræður. Haraldur Jónasson, Reykjalundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.