Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 INIMLENT Nýtt tilboð Lands- banka í Samvinnu- banka Á maraþonfundi bankaráðs og bankastjórnar Landsbankans síðastliðinn föstudag var sam- þykkt að gera Sambandi íslenskra samvinnufélaga tilboð um að kaupa 52% eignarhlut þess í Sam- vinnubankanum fyrir 605 milljón- ir króna án nokkurra fyrirvara. í tilboðinu felst að Landsbankinn tekur jafnframt á sig, sem þessum eignarhlut nemur, hugsanlegar eftirlaunaskuldbindingar Sam- vinnubankans, sem talið er að geti numið um 120 milljónum króna, og áætluð töpuð útlán, sem talið er að geti numið 124 milljón- um króna. Þá felst í tilboðinu að Landsbankinn tekur við fasteign- um Samvinnubankans á bókfærðu veði þeirra. Stöð 2 fær ekki ríkisábyrgð Stöð 2 hefur leitað aðstoðar ríkisstjómarinnar vegna rekstrar- erfiðleika fyrirtækisins. Beiðni um 400 milljóna króna rikis- ábyrgð á erlendu láni var lögð fram á ríkisstjórnarfundi á fimmtudag. Ríkisstjórnin kvaðst reiðubúin að gefa Verslunarbank- anum, sem er aðalviðskiptabanki Stöðvar 2, yfirlýsingu um að hún mundi leggja lagafrumvarp fyrir Alþingi um ríkisábyrgð vegna fyr- irtækisins. Verslunarbankinn kvað slíka yfirlýsingu ekki duga og gerði kröfu um að sett yrðu bráðabirgðalög vegna ábyrgðar- innar, en ríkisstjórnin féllst ekki á þá kröfu. 500 þúsund atvinnuleysisdagar á árinu Útlit er fyrir að atvinnuleysis- dagar á þessu ári verði allt að 500 þúsund, en það jafngildir því að 2.600 manns hafi að meðaltali gengið atvinnulaus á degi hverj- um allt árið, eða um 2% af mann- afla á vinnumarkaði. Greiddar hafa veríð um 200 milljónir króna vegna ríkisábyrgðar á launum af völdum gjaldþrotabeiðna hátt í 200 fyrirtækja á árinu. Hofsjökull strandaði á Tálknafirði Ms. Hofsjökull strandaði í inn- siglingunni við Tálknafjarðarhöfn á miðvikudag, og var skipið losað með aðstoð togarans Tálknfirð- ings. Ekki urðu verulegar skemmdir á skipinu og hélt það áfram för sinni umhverfis landið. Sama dag rak fiskiskipið Geir goða GK upp í fjöru í Sandgerði, en það náðist á flot á síðdegis- f lóði. Litlar skemmdir urðu á skip- inu. Á fimmtudagskvöld strandaði Þórunn Sveinsdóttir VE á Löngu- skeijum í Skeijafirði, en skipið losnaði óskemmt á flóði á föstu- dagsmorgun. Sovétmenn auka saltsíldarkaup Síidarútvegsnefnd hefur borist staðfesting frá Sovrybflot, so- véskum kaupendum sínum á saltsíld, um kaup á 50 þúsund tunnum af saltsíld til viðbótar þeim 150 þúsund tunnum sem áður hafði verið samið um. Verð- mæti þessarar viðbótar er um 350 milljónir króna, en fyná samning- ur var að verðmæti rúmur millj- arður króna. Verið er að kanna möguieika á að viðbótin verði ekki afgreidd fyrr en í upphafi vertíðar næsta haust. ERLENT Blóðug1 valda- barátta í Búkarest Blóðug valdabarátta geysaði milli hersins og öryggissveita Nicolae Ceausescu Rúmeníuforseta eftir fall hans 22. desember sl. Sveitar- menn fengu frest þar til á fimmtu- dag til að gefast upp ellegar yrðu þeir réttdræpir. Ceausescu-hjónin voru handtekin í neðanjarðarbyrgi í Búkarest á Þorláksmessu en það var tengt neðanjarðargöngum sem öryggissveitir forsetans not- færðu sér til skyndiárása á al- menning og her landsins. Þau voru dregin fyrir herrétt og tekin af lífi á jóladag. Rúmenski þjóð- bankinn fór fram á það við banka víða um heim að þeir frystu hugs- anlegar innistæður Ceausescus en honum var gefið að sök að hafa dregið sér allt að milljarði dollara, rúmlega 60 milljarða ísl. kr., í erlendum gjaldeyri. Meðlimir fjöl- skyldu Ceausescus hafa verið handteknir og Marin Ceausescu, bróðir forsetans, fannst látinn í Vínarborg. Talið er að hann hafi svipt sig lífi. ingar fara fram í landinu um mitt næsta ár. Leikritaskáldið Vaclav Havel, einn þekktasti andófsmað- ur Tékkóslóavkíu í valdatíð kommúnista þar, var kjörinn for- seti landsins í fyrradag. Mannskæður jarðskjálfti Manntjón varð er öflugur jarð- skjálfti varð í borginni _ New- castle í Ástralíu á fimmtudag. Lokaðist fólk inni í byggingum sem hrundu eða skemmdust mikið. Skjálftinn varð allt að 5,5 stig á richter-kvrða og urðu upptök hans mitt á milli Newcastle og Sydney. Selja brot úr Berlínarmúrnum Austur-Þjóðveijar hyggjast selja brot úr Berlínarmúrnum erlendis og verður ágóðanum varið til mannúðarmála í Austur-Þýska- landi og til sjúkrahúsa, að því er austur- þýska fréttastofan ADN skýrði frá sl. miðvikudag. Landa- mæraverðir og götusóparar fá það verkefni að bijóta stykki úr múrn- um og stimpla þau til að sanna hvaðan þau komu. Dubcek þingforseti Alexander Dub- cek, sem fluttur var í jámum til Moskvu árið 1968 eftir innrás Varsjárbanda- lagsins, var kos- inn forseti þings Tékkóslóvakíu sl. fimmtudaga. Mun hann gegna því embætti þar til fijálsar kosn- Kulda valda verðhækkun áolíu Olíuverð hefur hækkað verulega að undanförnu í Bandaríkjunum vegna kulda þar í landi yfir hátí- ðamar og vegna sprengingar, sem varð í olíuhreinsunarstöð Exxon- olíufélgsins í Louisianaríki á að- fangadag. Var óttast að aukin eftirspum eftir olíu vestra myndi fljótlega verða til að hækka heimsmarkaðsverð. Færeyjar: Deilt um fj árlagaafgr eiðslu samhliða fjárlagafmmvarpinu en afnámi vísi- tölubindingar frestað þar til lög um Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKIL deila er risin meðal fær- I samþykkt sérstaklega eysku landsstjórnarflokkanna vegna fjárlagaafgreiðslunnar en | stefnt var að því, að henni lyki fyrir áramót. Raunar eru flokk- arnir þrír sammála um fjárlögin og því þykir mörgum ágreining- urinn heldur hlálegur. * Iágúst siðastliðnum lagði lands- stjórnin fram fjárlagadrög þar ; sem kveðið var á um rúmlega 2,7 milljarða ísl. kr. niðurskurð og og siðarvar lagttil, að niðurskurðurinn yrði aukin.n um nærri einn milljarð. I ’fjárlagafrumvarpinu er lagt til, að á næsta ári verði vísitölubinding launa afnumin og barnabætur lækkaðar úr rúmum 600 millj. ísl. kr. í tæpar 370 en Sambandsflokk- urinn krefst þess nú, að lög þessa efnis verði samþykkt strax. Þjóðveldismenn vilja ekki verða við þessari kröfu en leggja hins vegar áherslu á, að lög um endur- skipulagningu sjávarútvegsins, sem lengi hefur verið unnið að,, verði afgreidd fyrir áramót. Jogvan Sundstein lögmaður úr Fólkaflokknum hefur reynt að bera klæði á vopnin og leggur til, að lög um niðurskurð á barnabótum verði endurskipulagningu sjávarútvegs- ins eru fullbúin. Á það að vera í febrúar næstkomandi. Reuter Hermenn halda frá Búkarest Slaknað hefur á spennunni í Rúmeníu eftir byltinguna sem þar var gerð um jólahátíðina. Þó fara hinir nýju leiðtogar þjóðarinnar allra sinna ferða í skriðdrekum því óttast er að liðsmenn öryggislögreglu einvaldsins illræmda, Nicolae Ceausescu, hyggist reyna að myrða þá. Á föstudag voru hermenn sem haldið höfðu uppi eftirliti á Lýð- veldistorginu í miðborg Búkarest fluttir til búða sinna og var mynd- in tekin þá. Evrópska efinahagssvæð- ið fer að taka á sig mynd Höfuðstöðvar Evrópubandalagsins í Brussel þar sem viðræður þess og EFTA-ríkjanna hafa farið fram. SAMSKIPTI aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) eiga sér lengri sögu en svo að hægt sé að rekja hana í stuttu máli, enda eru öll þessi ríki mun eldri en EFTA og EB. Segja má að skilið hafi með ríkjunum eft- ir seinni heimsstyrjöldina vegna mismunandi hugmynda um hvernig ætti að byggja Evrópu upp úr rústunum. EB-ríkin líta svo á að með yfírríkjastofnunum leggi þjóðimar saman sjálfræði sitt og geri það á þann hátt meira gildandi en ella. EFTA- ríkin hafa hafiiað þessum hug- myndum, hingað til að minnsta kosti. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar EB, lagði í upphafi þessa árs fram hugmynd- ir sem miða að því að sætta EFTA-ríkin við innri markað EB og draga úr ótta þeirra við að einangrast í Evrópu. Tillögur Del- ors byggjast á því að engar um- sóknir um aðild að EB verði tekn- ar fyrir af alvöru fyrr en eftir 1992, að sama skapi byggjastþær og á því að til séu ríki innan EFTA sem ætli alls ekki sækja um aðild að EB. í umræðum und- anfarnar vikur um stjórn og stofn- anir evrópska efnahagssvæðis- ins (EES) hefur það viðhorf kom- ið fram að það sé út í hött að eltast við ber- sýnileg ágreiningsatriði, EES þurfi ekki að vera til nema fram yfir 1995. Þá muni það hafa þjón- að tilgangi sínum og EFTA-ríkin öll búin að sækja um aðild að EB. Hvað sem þessum viðhorfum líður er sýnt, að þróunina, ekki einung- is í samskiptum EFTA og EB, heldur og stórkostlegar breyting- ar í Mið- og Austur-Evrópu, sáu fáir fyrir. EFTA-ríkin hljóta að velta því fyrir sér hvoru megin við borðið þau vilja vera í samskiptum EB við Austur-Evrópu. Talsmenn EB hafa undanfarna mánuði gefið í skyn að þeir telji vafasamt að ein- skorða EES við EFTA-ríkin ein. Svæðið geti í framtíðinni náð til allra Evrópuríkjanna og orðið grunnur hins evrópska húss sem Mikhail Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna, hefur orðið tíðrætt um. Undanfarna níu mánuði hafa fimm starfshópar embættis- manna frá EFTÁ annars vegar og EB hins vegar farið ofan í saumana á þeim atriðum sem eiga eftir að móta hið evrópska efna- hagssvæði. Niðurstöður hópanna þóttu gefa til kynna að full ástæða væri tii að halda viðræðum áfram. Hinn 19. desember sl. komu ráð- herrar EFTA og EB til sameigin- legs fundar í Brussel þar sem þeir samþykktu að hefja undir- búningsviðræður strax í byijun næsta árs með það fyrir augum að formlegar samningaviðræður færu af stað snemma næsta vor. í undirbún- ingsviðræðunum verður að fara yfir lög og reglugerðir EB og ákveða hveijar þeirra þarf að taka upp innan EES. Talsmenn EB hafa a.m.k. um sinn útilokað sameiginlegt tolla- bandalag sem hefði í för með sér brotthvarf landamæra á milli EFTA og EB. Erfiðustu málin verða samningar um aukið við- skiptafrelsi með landbúnaðaraf- urðir og fríverslun með sjávaraf- urðir sem tengist ekki aðgangi að fiskimiðum. Að öðru leyti eru „frelsin fjögur" talin að mestu í höfn, að vísu með fyrirvörum um aðlögunartíma og sérstaka hags- muni af hálfu EFTA. EFTA-þjóðirnar hafa allar lýst fyrirvörum og sérstökum hags- munum á einhveijum sviðum. Kunnar eru athugasemdir Islend- inga vegna viðskipta með sjávar- afurðir, flutnings vinnuafís og þarfanna fyrir greiðan aðgang íslenskra nemenda að háskólum í Evrópu. Afstaða Austurríkis- manna tekur mið af umsókn þeirra um aðild að EB sem þegar liggur fyrir, athugasemdir þeirra byggjast fyrst og fremst á því að þeim þykir EFTA ekki ganga nógu langt til samstarfs við EB. Svíar hafa lýst áhyggjum sínum vegna þess að ýmsar reglugerðir s.s. sem varða umhverfismál ganga mun lengra í Svíþjóð en innan EB. Norðmenn hafa ekki tiltekið neina sérstaka fyrirvara utan almennra athugasemda; afstaða nýrrar ríkisstjórnar ekki fullmótuð. Svisslendingar leggja áherslu á rétt sinn til að takmarka fólks- flutninga til landsins. Sömuleiðis hafa talsmenn þeirra efast um getu EFTA-ríkjanna til að koma fram sem ein heild í samningavið- ræðunum. Finnar hafa fyrirvara er varðar eignarhald á fasteignum og hlut útlendinga í trjávöruiðnaði landsins. Og þeir hafa svipaða fyrirvara og hinar Norðurlanda- þjóðirnar um aðlögunartíma o.s.frv. Endanlega ræðst rammi samningaviðræðnanna af því um- boði sem framkvæmdastjórn EB fær frá ráðherraráði bandalagsins til þess að ganga til samninga við EFTA. Það verður ljóst fyrir vorið. BAKSVIÐ eftir Kristófer Mó Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.