Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, formaður Alþýðubandalagsins: NÁMSKEÐ VIRÐIS AUKA SKATTINN Upptaka virðisaukaskattsins í stað sölu- skatts um þessi óramót er róttœkasta skatt- kerfisbreyting ó íslandi fró því staðgreiðsla skatta var tekin upp í byrjun órs 1988. Þó er engin óstœða til að gera úlfalda úr mýflugu. Viðskiptaskólinn býður upp ó hnit- miðað 8 klst. námskeið sem sviptir hulunni af eðli og áhrifum virðisaukaskattsins og gerir flókið mál að einföldu. Hvert námskeið tekurtvo daga og velja má um morgun-, síðdegis- og kvöldhópa. Meðal annars er farið í eftirfarandi atriði: 4 Mismunur virðisaukaskatts og söluskatts. 4 Áhrif virðisaukaskatts. 4 Reyns?a annarraliióða af virðisaukaskatti. 4 Breytingar á bókhaldi og bókhaldsgognum. Leiðbeinendun Friðrik Eysteinsson B.S. f hagfrœði og M.B.A. í rekstrarhagfrœði frá U.S.A., Þorvaldur Finn- björnsson rekstrarhagfrœðingur frá Lundarhá- skóla f Svíþjóð, Jón K. Ólafsson bókhaldstœknir. Auk þeirra leiðbeinir ráðgjafi frá embœtti ríkis- skattstjóra. Nœstu námskeið hefjast 4. og 5. janúar. Skráning er hafin. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 626655. Viðskiptaskólinn Borgartúni 24-105 Reykjavík Lýðræðið hefiir vikið lenínismanum til hliðar 1. Spurt er hvort vandi ríkissjóðs sé að verða óviðráðanlegur. Sjálfsagt er hér átt við þá staðreynd að síðan 1985 hefur ríkissjóður verið rekinn með halla á hverju ári. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hveijir eru helstu orsakaþættir þeirrar þróunar. I fyrsta lagi var á góðærisárunum rekin sú sérkennilega stefna í fjár- málum ríkisins að skila árlegum halla í stað þess að hamla gegn áhrifum þenslunnar með verulegum tekjuaf- gangi. Fjármálaráðherrar Sjálfstæð- isflokksins réðu þeirri niðurstöðu. Ríkisútgjöldin jukust ár frá ári á sama tíma _og haldið var aftur af tekjunum. Árið 1986 voru ríkisút- gjöldin aukin allverulega á sama tíma og tekjumar voru skertar með skatta- lækkunum! Hallarekstur ríkissjóðs á góðæristímanum var meginþáttur í þeim sérstöku erfiðleikum sem sköp- uðust í fjármálum ríkisins, þegar samdráttarskeiðið í þjóðarbúskapn- um hófst 1988. Þetta samdráttarskeið sem líklega mun vara í þijú ár er önnur megin ástæðan fyrir erfiðleikum í ríkisfjár- málum. Hér ræður mestu minnkandr afli og verri viðskiptakjjör á útflutn- ingsafurðum okkar. Þessi þáttur hall- ans mun hins vegar réttast sjálfkrafa við þegar þjóðartekjur taka að vaxa á nýjan leik. Tímabundinn halli á samdráttartímum er ekki alvarlegt efnahagslegt vandamál. Hann getur beinlínis verið skynsamleg hagstjórn- araðferð. Þriðja meginástæðan fyrir halla í rekstri íslenska ríkisins birtist í þeirri staðreynd að þjóðin gerir miklar kröf- ur til velferðarþjónustu og trygging- arkerfis, en gífurleg andstaða er við að tekjuöflun ríkisins í gegnum skattakerfið sé hlutfallslega jafn- mikil hér á landi og í þeim ríkjum sem búa við sambærilegt velferðar- kerfi. Ef hlutfall ríkistekna af þjóðar- tekjum væri það sama á íslandi og á Norðurlöndum eða í velferðarríkj- unum á meginlandi Evrópu og ríkisútgjöldin væru hér á landi þau sömu og þau eru nú myndi hallarekst- ur ríkissjóðs snúast í verulegan af- gang. Það er ekki hægt til lengdar að gera sömu kröfur og nágranna- þjóðir okkar til velferðarþjónustu, menntakerfis, tryggingagreiðslna, samgangna og annarra veigamikilla útgjaldaþátta en ætla sér hins vegar að borga mun minni skatta en gert er í öllum nágrannalöndum okkar. Oft á tíðum er sagt að lausnin á vanda ríkissjóðs felist í sparnaði í ríkisrekstrinum. Vissulega má þar koma víða við sparnaði og aukinni hagræðingu. Hitt er hins vegar ljóst að sé ætlunin að koma í veg fyrir halla á rekstri ríkissjóðs með því að draga verulega úr ríkisútgjöldunum mun það ekki gerast nema lokað yrði sjúkrahúsum, skólum og öðrum þeim stofnunum sem fæst ef nokkur okkar vilja vera án. Þeir sjö milljarðar sem stundum eru nefndir í þessu sam- bandi jafngilda samanlögðum kostn- aði við að reka ríkisspítalana og Borg- arspítalann í heilt ár eða samanlögð- um rekslrarkostnaði við alla grunn- skóla og alla framhaldsskóla á landinu. 2. Það er Ijóst að á árunum 1988- 1989 hefur Alusuisse stundað sér- kennilegan skollaléik gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Þetta fyrir- tæki hefur í tuttugu ár fengið að sitja eitt að þeirri gróðalind s_em felst í álframleiðslu á íslandi. Ýmsir for- ystumenn í íslenskum stjórnmálum og atvinnulífi trúðu þvl að vænleg- asta leiðin til að auka álframleiðslu á íslandi væri að gera samninga við Alusuisse. Nú er ljóst að Alusuisse meinti aldrei neitt með viðræðum sínum við íslensk stjórnvöld. Þar var allt í plati eins og börnin segja. Slikt er satt að segja svo grófur leikur að hann sýnir enn á ný að þetta fyrir- tæki svífst einskis I samskiptum sínum við íslendinga. íslensk stjórnvöld hafa þvl glatað Ólafúr Ragnar Grímsson dýrmætum tíma vegna blekkinga Alusuisse. Hins vegar er ljóst að hol- lenska fyrirtækið Hoogovens og sænska fyrirtækið Granges vilja í alvöru ræða við íslensk stjórnvöld um aukna álframleiðslu á Islandi. I ljósi þess hve mikill tími hefur farið til spillis væri skynsamlegast að íslenska ríkið gerði nú samning um byggingu nýs álvers á íslandi við hið sænska og hið hollenska fyrirtæki. íslenska ríkið yrði í upphafi þriðji eignaraðil- inn í fyrirtækinu. Hins vegar væri hægt að áskilja íslendingum þann rétt að geta síðar selt sinn eignar- hluta að einhveiju eða öllu leyti til annarra aðila, innlendra eða erlendra, ef hin fyrirtækin tvö samþykktu þátt- töku þeirra. Því kæmi vel til álita að gera- á næstu vikum þríhliða rammasamning milli íslenska ríkisins, Hoogovens og Granges. Hann þarf að fjalla um stærð hins nýja álvers, valkosti um staðsetningu og aðra samningsskil- mála sem tryggi að íslendingar hljóti arð fyrir orkuna og fyrirtækið lúti íslenskum lögum og réttarfari. Takist slíkir samningar á næstunni gætu virkjanaframkvæmdir og bygging hins nýja álvers hafist á þessu ári og orðið mikilvægt framlag til nýs vaxtarskeiðs í íslensku hagkerfi. 3. Hin svokölluðu „fríðindi" sem tengd eru æðstu embættum íslenska stjórnkerfisins eru frekar fábrotin í samanburði við það sem gerist víða um lönd. Meiri jöfnuður og lýðræðis- legur þroski ríkir að þessu leyti hér á landi en annars staðar. í raun er vafasamt að nota orðið „fríðindi" um þær reglur sem settar hafa verið um greiðslu^ kostnaðar við embættisstörf forseta íslands, ráðherra eða annarra er gegna æðstu trúnaðarstörfum ríkisins. Það er því skynsamlegt að bregðast við þeirri gagnrýni sem nefnd er í spurningunni með því að skýrar reglur séu.um greiðslur kostn- aðar og eftirlitsstofnanir gegni ræki- lega sínu hlutverki að fara yfir reikn- inga og uppgjör. Lýðræðislegt aðhald og opið stjórnkerfi eru ásamt sið- ferðisstyrk ráðamanna og alls al- mennings þær tryggingar sem best duga í þessum efnum. Siðferði í stjórnmálum og embætt- isrekstri á Islandi hefur dregið dám af smæð þjóðarinnar og þeim sam- skiptavenjum sem oft eru kennd við ættaveldi og kunningjasamfélag. Ástandið markast einnig af því að lýðveldið tók stjórnkerfi sitt I arf frá einvöidum konungi. Nauðsynlegt er að innan stjórnkerfisins sé mótaður skýr siðarammi. Einn þáttur hans yrðu reglur sem fjalla um greinarmun á opinberu lífi og einkalífi og taka til launa, risnu, hlunninda og annars aðbúnaðar. Annar þáttur eru reglur sem hindra að hagsmunatengsl hafi óeðlileg áhrif á ákvarðanir kjörinna eða ráðinna starfsmanna almennings hjá rlki og sveitarstjórnum. Mótun þessa ramma þarf að haldast I hend-- ur við skýr ákvæði um upplýsinga- skyldu og um samvinnu opinberra aðila við fjölmiðlana, 4. Umræðurnar á fundi utanríkisráð- herra Evrópubandalagsins og EFTA fyrr I þessum mánuði sýndu að enn er langt I land að samkomulag takist um efnahagsleg samskipti og sameig- inlegan markað þessara tveggja bandalaga. Greinilegt er að deilan um rétt EFTA-ríkjanna til þátttöku I ákvörðunum innan Evrópubandalags- ins á eftir að reynast erfið hindrun. Ríki Evrópubandalagsins eru ekki til- búin að veita öðrum ríkjum aðgang að töku ákvarðana innan bandalags- ins, Það er skiljanlegt að ríkjum utan bandalagsins sé ekki veittur sami réttur og þeim sem innan þess eru. Á hinn bóginn eru ríkin í EFTA ekki reiðubúin að lúta þeim reglum sem settar eru af Evrópubandalaginu án þess að eiga aðild að setningu þeirra. Grundvallarágreiningurinn um sjálfs- ákvörðunarrétt ríkja annars vegar og yfirþjóðlegar stofnanir Evrópubanda- lagsins hins vegar verður örugglega erfiðasti hjallinn í þeim samningavið- ræðum sem framundan eru. Hvað íslenska hagsmuni snertir sérstaklega er ljóst að krafan um fríverslun með sjávarafurðir á mjög erf itt uppdráttar innan Evrópubanda- lagsins. Þar rekst hún á landbúnaðar- stefnu bandalagsins, en sjávarútveg- ur er skilgreindur sem hluti af land- búnaðarkerfi Evrópubandalagsins. Það kerfi er I reynd harðsnúnasti samtryggingarþátturinn og lokaðasta hagsmunagæslan í allri uppbyggingu Evrópubandalagsins. Islendingar geta því I næstu framtíð þurft að gera upp við sig hvort þeir eigi að segja skilið við EFTA-Ieiðina I samn- ingum við Evrópubandalagið ef í ljós kemur að krafan um fríverslun með sjávarafurðir nær ekki fram að ganga. Auk þessara erfiðleika hefur á síðustu vikum komið I ljós að hin sögulega þróun I Austur-Evrópu hef- ur skapað ný viðfangsefni sem mörg forysturíki Evrópubandalagsins munu telja mikilvægari en samninga við EFTA. Það er hins vegar mikil- vægt að full alvara verði I þeim við- ræðum sem fram fara á næstu mán- uðum. 5. Árið 1989 verður I sögunni fyrst og fremst helgað lýðræðisbyltingunni I löndum Austur-Evrópu, þar sem fólkið tók völdin I eigin hendur og krafðist frelsis og réttlætis. Komm- únisminn var hrópaður niður, leið- togamir reknir úr valdastólum og dæmdir fyrir svik og spillingu. í tæpa öld hefur jafnaðarhreyfing- in liðið vegna mótsagnarinnar milli lenínismans annars vegar og fjöl- f lokka lýðræðisins og þingræðis hins vegar. Veruleikinn sjálfur hefur nú kveðið upp sinn ótvíræða dóm. Kommúnisminn, framlag Leníns og Sovétríkjanna til hugmyndasögu ver- aidarinnar, hefur beðið endanlegan ósigur. Nær aldargamalli glimu kommún- ismans og jafnaðarstefnu lýðræðis- sinna er lokið. Niðurstaðan er ótví- ræð. Lýðræðið hefur vikið lenínis- manum til hliðar. Hrun kommúnismans I Austur- Evrópu færir afvopnunarhreyfingum síðustu ára nýjan þrótt. I reynd er tilvemréttur hernaðarbandalaganna tveggja brostinn. Varsjárbandalagið verður senn formið eitt og NATO hefur týnt sínum óvin. Afvopnunarhreyfingar Vestur- landa eignuðust nýja öfluga banda- menn þegar lýðræðiskynslóðir Aust- ur-Evrópu bmtu stjórnkerfi komm- únismans á bak aftur, Krafan um frið tengdist ákalli um lýðræði og jöfnuð, Þeir sem lengi hafa setið á fremstu bekk I hákirkju NATO verða nú að skrifa nýjan pistil á degi hveij- um, vegna þess að texti gærdagsins hefur glatað öllu gildi sínu. Varnar- bandalag gegn einhveiju sem ekkert er fær ekki staðist. Herstöðvar sem reistar em gegn hættu sem enginn sér verða á skömmum tlma að að- hlátursefni, tákn um veröld sem var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.