Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 15 Kvennaskólaball Ameðan gagnfræðaskólar voru enn við lýði var það þannig í mínum heimabæ að nokkrar stúlkur hurfu úr skólanum í hveijum ár- gangi til þess að fara í Kvennaskól- ann í Reykjavík. Ur mínum bekk fóru þrjár stúlkur þessa leið á menntabrautinni eftir 12 ára bekk. Þannig bar til að ein þessara stúlkna bauð mér á ball í Kvennó og þáði ég það, enda þótti nokkur forfrömun í því að komast á Kvennaskólaböll. Móðir mfn var um þessar mundir að sauma á mig buxur, sem áttu að vera betri buxur og var nú saumaskapnum f lýtt til þess að ég kæmist í þeim á ballið. Buxurnar voru tilbúnar í tæka tíð og rann nú dagurinn upp. Við vorum mætt fyrir utan Kvenna- skólann rétt áður en ballið átti byrja, þrenn pör úr gamla bekknum. Þarna við skólann var u.þ.b. meters hár veggur og stukku nú hinir tveir strákarnir upp á hann í einu stökki. Þegar ég lék þetta eftir heyrði ég mikinn brest og í því bili sem ég hugsaði: „Hvað brast svo hátt?“ þá fann ég svalan andvarann leika um rasskinnar mínar. Rasssaumurinn í buxunum góðu hafði sem sagt gef- ið sig, frá buxnaklauf og aftur í streng. Nú voru góð ráð dýr. Og víst var það að buxurnar voru ekki ballfær- ar lengur. En vinkona mín hafði ráð til bjargar í þessari stóru neyð, sem var svo mikil að það var varla að ég gæti látið sjá mig í strætó þó ég vildi fara beint heim, og fór hún með mig að kjallaradyrum á skóla- húsinu og bankaði þar uppá. í kjall- aranum bjó þá roskin kona sem var húsvörður eða e.þ.h. Gömlu konunni voru nú tjáð vandræði mín og bauð hún okkur inn. Eg var nú látinn fara inn í her- bergi sem var þarna inn af íbúðinni og var notað sem geymsla. Meðal annars var þar mikið af stólum. Þarna var ég látinn fara úr buxun- um og rétta þær út um gættina. Settist nú vinkona mín við sauma- vél húsvarðarins á meðan ég beið inni í geymslunni á nærbuxunum. Það verð ég að viðurkenna að á þessari stundu var mér eitthvað annað efst í huga en þakklæti til móður minnar fyrir saumaskapinn. Hvað um það? Raunar mínar voru ekki aldeilis á enda í þetta skiptið, því nú heyrði ég mannamál náigást dyrnar á hinum enda herbergisins, þeim er fjær var húsvarðaríbúðinni. Opnuðust nú dyrnar og inn komu tvær Kvennaskóladömur. Þarna stóð ég á nærbuxunum eins og glóp- ur og gapti og stúlkurnar engu minna. Loks stundi önnur þeirra upp: „Við ætluðum bara að ná í stóla.“ Ég sagði ekki neitt. Ég gat ekkert sagt. Tómas Tómasson, Móabarði 36, Hafnarfirði. Saga úr sótinu Itímans rás hafa ýmis starfs- heiti horfið með öllu, jafnvel þó þau haf i verið bundin mjög nauðsynlegum störfum í samfé- laginu um áratuga skeið. Þannig er því farið um starfsheitið sót- ari. Fram á árið 1943 var starf sótara hér í Reykjavík meðal þeirra starfa sem talin voru bráð nauðsynleg og fyrirbyggjandi þáttur í eldvörnum bæjarins. Sót- ararnir komu í húsin, opnuðu við reykháfinn það sem hét sótlúga og úr henni var reykháfurinn hreinsaður af öllu sóti. Stundum urðum við sótararnir að fara upp á þök húsanna til að hreinsa reyk- háfana. Ég var einn sex sótara sem störfuðu hér í bænum á árun- um 1937-43. Þá hvarf ég frá því enda hitaveitan óðum að leggja undir sig upphitun húsanna. Eg hafði á minni könnu stóran hluta Miðbæjarins. Meðal annars reyk- háfinn í Baðhúsi Reykjavíkur. Það var almenningsbaðhús og mikið sótt og stóð við göngustíg sem lá frá Vonarstræti yf ir í Kirkju- stræti. Þar réði ríkjum kona sem eldri bæjarbúar munu kannast við og gekk held ég ætíð undir nafn- inu Áslaug í Baðhúsinu. Dag nokkurn vorið 1942 bað hún mig að hreinsa reykháf inn, en ekki gegnum sótlúguna, heldur fara upp á þakið og senda kústana mína niður gegnum reykháfinn. Klifraði ég upp á hann en efsti hluti reykháfsins náði mér í hné þar sem ég stóð og kústaði með sótkústunum. Hann var annars rúmlega 250 sm frá mæni. Allt í einu verð ég var við að reyk- háfurinn ruggar undir fótum mér. Ég var f ljótur að koma mér niður á þakið og inn á háaloftið og lof- aði minn sæla að sleppa ómeidd- ur. Svo sem mánuði seinna frétti ég að reykháfurinná Baðhúsinu hefði fallið í ofsaveðri. Ég kann- aði ummerkin. Jú, reykháfurinn lá fyrir neðan þakskeggið möl- brotinn. Eins og svo oft áður hafði forsjónin verið mér hliðholl og ég gleymdi ekki að þakka fyrir það. Óskar Ólafsson, fyrrv. brunavörður í Slökkviliðinu. Bróðir ÞEGAR ég var sex ára sagði mamma mér að ég myndi eign- ast systkini. Þetta snerti mig ekkert þá; ég var eina barnabarnið í móður- fjölskyldunni og föðurbræður pabba allir ógiftir báru mig á höndum sér. Síðan kom að því að mamma lagðist á sæng og ég fór til nöfnu minnar, ömmu. Pabbi hringdi: Sonur var fæddur. Viðbrögð mín voru ekkert sérstök, þar til ég kom heim og skoðaði þenn- an bróður minn. Mikið var hann ljót- ur, og það var alveg satt, forljótur. Þetta urðu vonbrigði, hann var allur skakkur greyið og með útstæð eyru. Er hann ekki sætur? sagði mamma. Ég ákvað að tjá mig ekki um málið. Það var þungt í mér, ég settist út á stétt og rótaði í blómabeðinu og var að velta því fyrir mér hvaða sess hann myndi skipa meðal ætt- ingja og hver yrði staðan mín eftir að hann var kominn. Vinkona mín sem hafði eignast systur tíu dögum fyrr kom til mín og byijaði að romsa út úr sér hve agalega systir hennar væri sæt og hún hefði fengið að skipta á henni og þetta væri alveg eins og að eiga lifandi dúkku. Eitt- hvað hresstist ég við þetta og mundi allt í einu að mamma hafði fengið konfektkassa í rósóttum umbúðum og sagt að ég mætti fá mér mola. Svo ég ákvað að vera rausnarleg og bjóða vinkonunni mola, sem ég gerði nú ekki oft. Hún var enn að minn- ast á það þegar ég átti að færa henni bijóstsykurspoka er hún lá í rauðuhundunum, en þegar til kom fannst mér að hún þyrfti ekkert á honum að halda og át hann sjálf fyrir framan gluggann hjá henni, það var jú ég sem hafði engan til að leika við. En þau lágu fjögur með rauðuhundana. Jæja, ég fór sem sagt inn og innti mömmu eftir konfektmolanum. Jú hún mundi það, en kassinn var inni hjá litla bróður sem var nýsofnaður og hún vildi ekki fara inn, hann gæti vaknað. Eitthvað var ég ekki sátt við þessi málalok, svo ég ætl- aði að ræða þetta nánar, en mér var bara sagt að hafa ekki svona hátt, barnið gæti vaknað, ég ætti að vera úti að leika. Þung á brún fór ég út til vinkonunnar og sagði henni frétt- imar. Hún skildi þetta alveg, fengi molann bara seinna. Ég sat lengi og það voru ekki f agrar hugsanir í ljósa kollinum mínum. Ég var komin með áætlun. Ég læddist inn. Það var kominn gestur til mömmu er sat inni í eldhúsi. Ég heyrði að þær voru að dásama nýju AEG-þvotta- vélina, sem svo öll gatan átti eftir að nota. Þær sátu agndofa og horfðu á hana þvo, nú gerir hún þetta og hitt og alltaf urðu þær jafn hissa - þegar allt kom svo hreint út. Jæja, ég sást ekki þar sem ég læddist inn í svefnherbergið til bróður míns. Þar var konfektkassinn góði. Ég leit í vögguna, hann svaf, og náði mér í mola. Ég var á leiðinni út er ég sneri við og staðnæmdist við vögg- una; hann var fyrir mér og ekki bara núna, hann yrði það alltaf. Ég hafði ákveðið það. Og ég þreif út úr honum snuðið og klóraði hann. Bróðirinn vaknaði við þessa árás mína og tók að öskra af miklum krafti. Mikið var ég f ljót út. Enginn sá mig. En ég heyrði mömmu og gestinn hlaupa til. Það var mikið rætt og er enn í dag, um það hvern- ig snuðið hefði getað endað á gólfinu og hvernig barnið hefði getað klórað sig sig svona. Það vissi enginn nema ég. En ég var lögð af stað til ömmu og var mikið niðri fyrir. Ég til- kynnti henni að ég væri komin til að vera. Þórunn Guðmundsdóttir Jólabróderíið Inóvember 1978 lá ég í flensu með háan hita. í þá daga var lenskan að gera sem mest fyrir jólin. Þama lá ég með 39 stiga hita og jólin að nálgast. Allt í einu man ég eftir dúk sem ég hafði byijað á ári áður, en ekki klárað, svo ég náði í þennan ágæta dúk og hugsaði mér að ljúka við hann. Nálin var þrædd og ég byijaði að sauma. Þegar þráðurinn var búinn ákvað ég að halia mér aðeins og hvíla mig og lagði frá mér dúkinn en hélt á nálinni. Þar eð ég er vön að liggja með hönd undir kinn hef ég sennilega ætlað að gera það, en hrökk upp við að nálin stakkst á kaf upp í nefnið á mér. Ég reyndi að ná henni, en hún fór bara lengra inní nefgöngin. Ég hringdi í læknavaktina og sjúkra- bíll kom og sótti mig. Þegar á slysavarðstofuna kom var byijað að krukka í nefið á mér sem end- aði með því að ég fékk blóðnasir, en þá tilheyrði ég háls-nef og eyrnalækni. Eftir meira krukk, myndatökur og pælingar vissi læknirinn í raun ekkert hvað hann átti að gera, setti bara bómull í nösina svo nú var blóðstreymið ofan í mig og einmitt þá fann ég að ég gleypti eitthvað sem var meira en bara blóð og blóðlifrar. Nálin var semsagt komin ofan í maga og þá var háls-nef og eyrna- læknir laus allra mála og nú var hringt í magasérfræðinginn. Myndatökur hófust aftur og magaspeglun var ákveðin með það í huga að.láta segul fylgja með og veiða náiina þannig. Þetta mis- lukkaðist og var uppskurður ákveðinn. Eg fagnaði því (að fá svæfingú) vegna þess að ég var orðin dálítið dösuð eftir öll þessi læti enda með mikinn hita. Það má segja að ég hafi ekki verið sérlega vel til þess fallin að fara á skurðarborðið, full af kvefi og tilheyrandi, en samt endaði þetta með þvi að ég var skorin maga- skurð og síðan saumuð saman með 37 sporum. Þetta jólabróderí er mér ógleymanlegt, og ég tek það fram að ég er ekki ennþá búin að sauma dúkinn og hef látið allan saumaskap vera eftir þetta. Bryndís Sigurðardóttir, Krummahólum 6. á fullu“ Ef ég ætti að árseija atburðinn stæði illa í mér. Artöl ævinn- ar eru svo mörg og gamall haus hefur stopult minni. En það sem hér er tjáð bar við um jólin árið sem staurarnir við Búrfell brustu. Vandræði vegna orkuskorts við að baka til jóla var löngu liðin saga. Nú gátu húsmæður ungað út tugum tegunda af smákökum án þess að þurfa að vaka um nætur. Nú var komin myndarleg orkustöð austur í sveitum. En þá desember þetta ár er vel hálfnað- ur berþað við öllum spekingum að óvörum að gildir staurar sem bera áttu línur frá því mannvirki taka að bresta eins og þeir væru illa gerðareldspýtur. Þessi uppá- koma verður þess valdandi að við erum komin í nýja orkukreppu. Præðingar og spekingar lögðu dugnað og vit að veði að þessari óáran skyldi f Ijótt létta og Búr- fellsstöð skyldi fyrir jól skila höf- uðborginni ljóma og Ijósum á ný. En á meðan viðgerð stóð yf ir urðu menn að sætta sig við að orkunni væri skipt milli notenda. Og skömmtun hófst. Tíminn leið og jól voru í nánd. Menn voru fúlir og kenndu fræðingum um orku- kreppuna. Á aðfangadagjóla er ég að búa mig undir að klæðast sparifötum því ætlunin er að fara í jólaboð en vegna orkuskorts hafði ég ekki lokið við að ryksuga stofuteppið. En hreint skyldi allt vera á jólum. Ég dreg fram gömlu ryksuguna mína, þennan grip sem börnin mín eru alltaf að segja mér að fleygja. Hún erágæt handa mér, líklega óþarf lega hávær á stund- um. Nú, sem ég er að reyna að fyrirkoma öllu ryki úr skúmaskot- um skellur enn myrkvun yfir. Nú, svona eru þá spár spekinganna. En ekki dugar annað en að fresta hreinlætinu. Ég kveiki á kertum til að geta speglað mig i spariföt- unum. Ég ek svo sem leið liggur til Eddu dóttur minnar. Á ágætu heimili þeirra hjóna, hennar og Friðriks, ét ég góðan jólamat og horf i á hvernig snyrtilegt heimili breytist þegar búið er að taka utan af jólagjöfunum og umbúðir eru úti urn allt. En nú eru ljós. Skömmt- un er lokið. Þegar líða fer á kvöidið held ég heimleiðis. Ég labba upp stigana. Ferlegur hávaði berst að eyrum. Hvert þó í hoppandi. Hávaðinn er í íbúðinni minni. Það er eins og fjandinn sjáifur leiki þar lausum hala á helgum jólunum. Það er varla að ég þori að opna. Með hálfum huga sný ég lyklinum. Þá mætir mér dúndurhávaði gömlu ryksugunnar minnar. Ég hafði gleymt að slökkva á henni þegar ljósin fóru. Hún hefur verið á fullu allt kvöldið þó hún hefði enga drullu til að éta. Ég fékk ekkert tiltal fyrir hávað- ann. En ryksugan mín, blessuð veri minning hennar, henni var fargað. Valborg Bents- dóttir Ljósheimum 16b. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.