Morgunblaðið - 31.12.1989, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989
2
Stykkishólmur;
Ríkið riftir einhliða samn-
ingi um byggingu íþróttahúss
SAMNINGUR ríkisins og Stykkishólmsbæjar um byggingu íþrótta-
húss í Stykkishólmi hefiir verið felldur úr gildi af hálfu rikisins, en
á fjárlögum ársins 1990 eru engar ráðstafanir gerðar til að standa
við samningin. Að sögn Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra í Stykkis-
hólmi er það álit menntamálaráðherra og fjármálaráðherra að
samningurinn sé einhliða úr gildi fallinn vegna gildistöku laga um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, en greiðslur sem ríkið átti
að inna af hendi á næstu þremur árum samkvæmt samningnum
nema um 30 milljónum króna.
>5
Það kemur okkur á óvart að
hægt skuli vera að ganga
á bak slíks samnings, sem gerður
er af fjármálaráðherra og mennta-
málaráðherra fyrir hönd ríkisins,
en í samningnum segir að hann
muni verða endurskoðaður verði
gerðar breytingar á þeim lögum
eða reglum sem hann styðst við á
meðan á byggingu íþróttahússins
stendur. Það hlýtur að vera siðaðra
manna háttur að slík endurskoðun
fari fram, og reynt að ná sam-
komulagi um hvernig standa eigi
við samninginn, en það er furðu-
legt'að rikisvaldinu skuli vera stætt
á því að gera samninga af þessu
tagi og setja síðan lög sem fella
þá úr gildi,“ sagði Sturla.
Samningur um byggingu
íþróttahússins var gerður árið
1987. Samkvæmt honum var gert
ráð fyrir að framkvæmdir hæfust
það ár og lyki árið 1991, en ríkið
greiddi sinn hluta af kostnaði
vegna byggingarinnar á árunum
1988-1993. „Við höfðum slæma
reynslu af því að trysta á ótryggar
fjárveitingar ríkisins og þess vegna
lögðum við mikla áherslu á að
gera samning til þess að vera ör-
uggir um það hvemig ríkið greiddi
sinn hluta af þessari framkvæmd,"
sagði Sturla.
„Þegar framkvæmdir hófust við
íþróttahúsið kynntum við við-
skiptaaðilum okkar og lánastofn-
unum samninginn við ríkið. Láns-
fjármagn til framkvæmdanna var
Kaup Landsbanka á Samvmnubanka:
Fundur á þriðjudag
FULLTRÚAR Sambands
íslenskra samvinnufélaga munu
ganga á fúnd fulltrúa Lands-
bankans næstkomandi þriðju-
dag. Er þá áformað að sögn
Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra
Sambandsins, að fara ofan í kjöl-
inn á tilboði Landsbankans 152%
hlut SÍS í Samvinnubankanum.
„Ég hvorki vil né get gefið
nokkrar yfirlýsingar í þessu máli
fyrr en í næstu viku,“ sagði Guð-
jón. Stjórnarfundur Sambandsins
verður hugsanlega í vikunni að
sögn Guðjóns; verður það ákveðið
að loknum fundinum með fulltrú-
um Landsbankans.
raunverulega útvegað með því að
veðsetja samninginn, en það hefur
nú sýnt sig að hann er ekki lengur
sú trygging fyrir endurgreiðslu
sem hann var þegar við kynntum
hann.“
Að sögn Sturlu er inneign
Stykkishólmsbæjar hjá ríkinu
vegna samningsbundinna verka,
þ.e. framkvæmda við höfnina,
íþróttahús, skóla og heilsugæslu-
stöð, um 40 milljónir króna nú um
áramótin.
Morgunblaðið/Sverrir
Listilegar piparkökuhallir
Margir tugir piparkökuhúsa bárust í samkeppni sem haldin var
á Holiday Inn og lauk i gær.
131 þúsund erléndir ferða-
menn til landsins 1989
Fjölgunin 45% síðustu fimm ár
ERLENDIR ferðamenn til landsins hafa aldrei verið fleiri en á árinu
1989 eða 131 þúsund, 2.300 fleiri en á árinu 1988. Gjaldeyristekjur
vegná þjónustu við ferðamenn hafa heldur aldrei verið jaln miklar,
en áætlað er að þær nemi níu milljörðum króna. Þetta kemur fram
í grein eftir Birgi Þorgilsson, ferðamálastjóra, í blaðinu í dag.
ÞÞar kemur ennfremur fram
að fjölgun erlendra ferða-
manha er heldur minni en almennt
var búist við. Ástæðurnar séu
áframhaldandi fækkun ferðamanna
frá Bandaríkjunum, auk fækkunar
ferðamanna frá Hollandi og Norð-
urlöndunum, en ferðamönnum það-
an hafði fjölgað um árabil. Alvar-
legast sé að ferðamönnum frá
Bandarikjunum fækki nú annað
árið í röð. Fækkunin sé 19%, sem
jafngildi því hð 9.500 færri Banda-
ríkjamenn hafi komið til landsins.
Sex þúsund færri íslendingar
hafa hins vegar lagt leið sína til
útlanda en árið áður, en það er
samt hlutfallslega minni samdrátt-
ur en á öðrum neyslusviðum að því
er fram kemur í greininni, jafnframt
því sem ferðalög ísiendinga innan-
lands hafi aukist.
Fram kemu,r að árið 1950 hafi
skipulegar aðgerðir hafist til að fá
erlenda ferðamenn til landsins og
að á þessu árabili hafi þeim fjölgað
úr 5.000 í 131 þúsund, sem hafi
eytt hér 800 þúsund gistinóttum.
Fjölgunin á síðustu fimm árum sé
45%.
Sjá grein ferðamálastjóra á
bls. 19.
Annríki hjá lögreglunni
ANNASAMT var hjá lögreglunni
í Reykjavik í fyrrinótt vegna ölv-
unar og óspekta víða um bæinn
og fylltust fangageymslurnar
þegar leið að morgni.
u
m hálffjögurleytið um nóttina
lentu tveir menn í slagsmálum
fyrir utan Rauða ljónið á Seltjarnar-
nesi og lauk slagsmálunum með því
að annar sparkaði í andlit hins með
þeim afleiðingum að sá nefbrotnaði
og sauma þurfti á annan tug spora
í andlit hans. Sá sem áverkanum
olli var yfirheyrður hjá Rannsókn-
arlögreglu ríkisins í gærmorgun.
A
Isamtali við Morgunblaðið sagði
Guðjón B. Ólafsson að hann
myndi skoða tilboðið yfir helgina
með samstarfsmönnum en ekki
yrði farið ofan í kjölinn á því fyrr
en á þriðjudag á fundi með fulltrú-
um Landsbankans.
í blaðinu í dag eru ýmsar
upplýsingar sem geta verið
handhægar fyrir lesendur um
áramótin:
Dagbók er á blaðsíðu 8,
dagskrá hljóðvarps og
sjónvarps yfir hátíðirnar bls.
45-47, minnisblað lesenda um
áramót bls. 14b og upplýsingar
um áramótabrennur bls 20-
21b.
Kyrrahaf:
Fyrsti fisk-
urinn unn-
inn í Andra
ANDRI I, verksmiðjuskip ís-
lenska úthafsveiðifélagsins hf.,
fékk fyrsta fiskinn til vinnslu á
miðunum við Aleuta-eyjar á
Kyrrahafi í fyrrinótt, að sögn
Ragnars Halldórssonar fram-
kvæmdastjóra útgerðarfélagsins.
Bandarískt veiðiskip landaði af 1-
anum um klukkan 2 um nótt-
ina. Andri kom á miðin fyrir jól.
Þá var blindhríð og síðan var unnið
að undirbúningi veiða og vinnslu
og sagði Ragnar að vinnslan væri
nú komin vel í gang.
Staða viðræðna um nýja kjarasamninga:
Erfið úrlausnarefiii framundan
áður en samningar geta tekist
Langstærstur hluti launþega með lausa kjarasamninga um áramót
Á ÞESSU stigi málsins er ekki hægt að spá fyrir um afdrif þeirra
viðræðna um kjarasamninga sem fram hafa farið á hinum al-
menna vinnumarkaði á undaníornum vikum. Til þess eru viðræð-
urnar of skammt á veg komnar. Ennþá hefur ekki verið tekist á
um meginatriði, eins og launatölur og tryggingarákvæði samn-
ingsins. Segja má á hinn bóginn að samningsaðilar séu sammála
um aðferð og stefnumið, þ.e.a.s um að reyna að gera kjarasamn-
inga við eins litla verðbólgu og nokkur er kostur til ekki skemmri
tíma en eins árs, samning sem gæti orðið undirstaða stöðugleika
í efnahagslíflnu á árinu 1990 og jafnvel lengur. Til þess þarf að
fara mjög vandlega yfir ýmsa þætti efnahags- og verðlagsmála
og horfurnar framundan í þeim efhum. Tími samningsaðila hefur
farið í þá undirbúningsvinnu undanfarið, en fljótlega eftir áramót-
in er þess að vænta að virkilega fari að reyna á hvort þessi leið
sé fær. Og það eru önnur ljón í veginum.
Samhingar allra landssam-
banda Alþýðusambands ís-
lands eru lausir um áramót og
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja hefur verið með lausa samn-
inga frá því
um mánaða-
mótin nóvemb-
er/desember.
Langstærstur
hluti launþega
í landinu verð-
ur því með
lausa samninga á nýju ári. BSRB
hefur knúið á um viðræður en
fengið þau svör að launastefnan
verði mörkuð á almenna markaðn-
um og ríkisvaldið muni halda að
sér höndum meðan viðræður eru
í gangi þar. Þá hefur BSRB gert
kröfur um að fá fram ýmsar leið-
réttingar á kjörum einstakra hópa
innan sinna vébanda áður en
gengið verður frá samningum til
lengri tíma.
Þar er bæði
um að ræða
ieiðréttingar
vegna gildis-
töku laga um
verkaskiptingu
ríkis og sveit-
arfélaga, en sagt er að það geti
munað á bilinu 10-30% á launum
heilbrigðisstarfsmanna eftir því
hvort þeir hafa verið á launum
hjá ríkinu eða sveitarfélögum út
um land. Þá er einnig um að ræða
mun á kjörum fólks sem vinnur
hlið við hlið en er á ólíkum kjörum
vegna aðildar að mismunandi
verkalýðsfélögum. Svo dæmi sé
tekið eru rafeindavirkjar hjá sjón-
varpinu bæði í Rafiðnaðarsam-
bandinu og Starfsmannaféiagi
sjónvarps.
Það er ljóst að kjarasamningar
eins og þeir sem rætt hefur verið
um, sem byggja á litlum kaup-
hækkunum, verðlagsaðhaldi á
öllum sviðum og vaxtalækkun,
ganga varla upp nema um þá
takist víðtæk samstaða í þjóðfé-
laginu. Forsvarsmönnum BSRB
hefur þegar verið gerð grein fyrir
þeim hugmyndum sem verið er
að vinna eftir í þessum viðræðum
og þess er að vænta að þegar til
úrsiita dregur verði reynt að ná
sem víðtækastri samstöðu um
samninginn.
Bandalag háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna er sér á báti
samanborið við hin launþegasam-
tökin. Eftir harðvítuga baráttu og
langt verkfall í vor er leið, sem
hafði það markmið að samræma
kjör háskólamanrm hjá ríkinu því
sem gerist á almennum markaði,
tókust samningar um að leiðrétta
þennan mun í áföngum á fimm
árum. Þannig eiga þeir að hækka
um einn launaflokk hið minnsta
að meðaltali 1. júlí í sumar og
síðan árlega eftir það. Þá kveður
samningurinn á um 1,5% hækkun
1. janúar og 1. maí 1990 og heim-
ild til endurskoðunar verði breyt-
ingar á launakjörum annarra
launþega umfram þessi rúmlega
3% eftir 30. nóvember í ár.
Það eru þessi atriði kjarasamn-
ings BHMR sem formaður Vinnu-
veitendasambandsins hefur lýst
sem tímamsprengju og krafist að
þau verði afnumin. Hann hefur
sagt það forkostuleg vinnubrögð
stjórnvalda að búa til samning
við einn hóp launþega þar sem
kveðið er á um að hann skuli
alltaf fá meiri hækkanir en aðrir.
Næsti fundur samningsaðila
hefur verið boðaður miðvikudag-
inn 3. janúar. Ríkisstjómin hefur
frestað fyrirhuguðum verðhækk-
unum í bytjun ársins þar til niður-
staða fæst í viðræðurnar. Búast
má við að forsvarsmenn Alþýðu-
sambandsins kynni það sem fram
hefur komið fljótlega eftir ára-
mótin í verkalýðsfélögunum og
leiti eftir viðbrögðum. Jafnframt
má reikna með að unnið verði að
samningagerðinni af fullum krafti
og að reynt verði að fá niðurstöðu
á annan hvorn veginn áður en
þing kemur saman 22. janúar.
BAKSVIP
eftir Hjálmar Jónsson