Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunarráðs Islands: Tími friðar og endurreisnar framundan Ár er á enda, áratugur endar og nýr átatugur hefst, sá síðasti á þess- ari öld, þessu árþúsundi. Slík tíma- mót krefjast mikilla atburða. Þeir láta ekki á sér standa. Sundrung Evrópu er lokið, kalda stríðinu er lokið. Seinni heimsstyij- öldinni er loksins lokið. Nýtt ár- þúsund er framundan, tími friðar og farsældar, framfara og endur- reisnar álfu vorrar. Hin snögga þýða í Austur-Evrópu kom mjög flatt upp a'alla. Þróunin varð miklu hraðari en nokkur gat búist við. Mismunandi þrýstingur efnahagsframfara, hvor á sína hlið járntjaldsins, var orðinn slíkur, að þar varð eitthvað undan að láta. Svo fór að lokum að fyrirstaðan brast og f laumur frelsisins f læddi yfir allt. Við beijumst til frelsis af efna- hagslegum ástæðum, viljum frelsi, svigrúm og sjálfstæði til þess að bæta okkar hag, lifa okkar eigin lífi, grípa tækifærin þegar þau gefast og tryggja framtíð ástvina okkar. Af þessum orsökum sækist mann- kynið eftir friði og vill kasta af sér oki þeirra sem telja sig þess um- komna að ráða yfir öðrum. Það eru úrræði hagfræðinnar, hinna döpru váinda sem veitt hafa friðelskandi mönnum þau svör, sem þeir hafa svo lengi leitað, ekki lögfræðin, stjórn- málin, né trúarbrögðin, svo góð sem þau annars eru. Vestur-Evrópa fann leiðina til friðarins í vísindum hag- fræðinnar eftir mesta hildarleik allra tíma. Nú er Austur-Evrópa að kom- ast að sömu niðurstöðu. Eftir að jámtjaldið hefur verið dregið frá, sjáum við fátækt og stöðnun blasa við fýrir austan. Reitt og vonsvikið fólk, sem haldið hefur verið niðri af valdníðingum í nafni úreltra kreddukenninga. Miðaldra fólk hefur glatað tækifærunum og hluta úr lífi sínu, æskan horfir ekki lengur á þetta aðgerðarlaus. _ En hvað um okkur sjálf, íslend- inga? Eru þetta aðeins fréttir og við hlutlausir áhorfendur sem höfum allt í lagi hjá okkur? Eða getum við eitthvað lært? í ríkjum kommúnista var allt ein- okað af rikisvaldinu bæði athafna- lífið og velferðarkerfið. Það hefur leitt til þess að efnahagur þessara þjóða er að hruni kominn. Á Vesturlöndum er athafnalífið jafnan frjálst en velferðin einokuð af ríkisvaldinu. Hér á landi er vel- ferðin einnig einokuð af ríkinu svo og stórir hlutar athafnalífsins svo sem bankar, stofnlánasjóðir allskon- ar, úthlutun veiðileyfa, orkufram- leiðsla o.fi., o.fl. Hversu stóran þátt á þetta fyrir- komulag í núverandi samdrætti og glötuðum tækifærum? Einokun aðila vinnumarkaðarins. Hefur hún ekki reyrt allt í fjötrum í Austur-Evrópu? í kommúnistaríkjunum hafði al- menningi verið gefin loforð fyrir öruggri tilveru, borgaðri úr sameig- inlegum sjóði. Alþýðu hafði verið tjáð að hún skyldi ekki hafa neinar áhyggjur, aðeins haga sér eins og farþegar á efnahagsferðalagi „full- trúa fólksins". Menn höfðu látið stinga sig svefnþorni og vakna nú við vondan draum. Rísa upp og heimta frelsi til þess að starfa upp á eigin spýtur, taka áhættu og bera ábyrgð. Hér á landi mæðist ríkið í mörgu. Það sér um menntun. Kennslustundum fækkar. Það sér um heilbrigðismál. Sjúkradeildum er lokað. Það sér um vistheimili aldr- aðra. Biðraðir lengjast. Ef þessari miðstýringu linnir ekki svo að al- menningur nái þessum málum úr höndum „fulltrúa fólksins" mun ríkisvaldið rústa velferðarþjóðfélagið alveg á sama hátt og athafnalíf kommúnistaríkjanna er nú komið í þrot. Þjóðnýting velferðarinnar var af leikur í valdataf linu. Algjör endur- reisn efnahagslífs þjóðarinnar er nauðsyn, svo við getum haldið áfram, leyft okkur þann munað að tala íslensku í þessu landi í framtíð- inni. Þegar við stóðum í þessum sömu sporum fyrir ári síðan, blasti við okkur samdráttur, sem menn gerðu ráð fyrir að myndi haldast til miðs næsta árs. Og enn sjá menn ekki til botns. Haldið er að samdrátturinn muni vara alit næsta ár. Minni þorskafli og lítil loðnuveiði eykur á svartsýni manna. Þetta mun verða eitt lengsta samdráttarskeið seinni ára. Gjaldþrot, greiðslustöðvanir og nauðasamningar hafa sett sinn svip á efnahagslífið. Þetta ásamt sam- runa fyrirtækja, endurskipulagningu og sparnaði í rekstri eru hin hefð- bundnu viðbrögð efnahagslífsins við samdrætti. Fyrr en síðar munu þess- ar aðgerðir fara að skila árangri og við að rétta úr kútnum á nýjan leik. Verst er hvemig nýjar atvinnu- greinar eins og fiskeldi og loðdýra- rækt virðast alveg falla saman. Þess- um atvinnuvegum var ætlað að vera nýsköpun í okkar þjóðarbúskap. Renna fleiri stoðum undir einhæft athafnalíf okkar íslendinga. Vanda- mál þessara nýju atvinnugreina sýna okkur fram á að við höfum ekki gætt þess að halda efnahag okkar nægilega sterkum til þess að taka slíkar áhættur til nýjunga og er það slæmt. Fjármögnun er of veikburða, eiginfé of lítið og úthald sömuleiðis. Of langt á milli fjármagns og ábyrgðar. Allt of langan tíma tekur að þróa nýjar atvinnugreinar. Tæki- færin eru liðin hjá áður en við kom- umst á skrið. Um næstu áramót fellur sölu- skattur niður og við tekur virðis- aukaskattur. Áratugir eru síðan ná- grannaþjóðir okkar tóku upp þessa skattbreytingu, en við höfum ávallt hikað. Undantekningar frá sölu- skattinum voru orðnar svo margar og ósamræmið í framkvæmd hans svo magnað að lengur var ekki við unað. Atti því að nota breytinguna til þess að ná samræmi og skilvirkni á ný. En ekki var fyrr farið að tala um hið nýja skattform, virðisauka- skattinn, en upp hófust háværar kröfur um undantekningar. Hávær- ar voru kröfurnar um tvö skattþrep, lægra fyrir matvæli. Slík skipting skattsins er ekkert annað en ávísun á hækkun hans. En yfirvöldum hef- ur tekist hvorutveggja í senn. Halda skattinum í einu þrepi og stórhækka hann úr 22% í 24 'A%. Hvorttveggja er alltof hátt, 14-16% væri viðun- andi. Lengi leit svo út að innflytjendur þyrftu að staðgreiða hinn nýja virðis- aukaskatt í tolli og þyrftu þannig að snara út 24,5% aukalega eftir áramótin. Fulltrúar verslunarinnar bentu á að svo geysisnögg og mikil fjárbinding gæti leitt til til vöru- skorts og þar af leiðandi verðhækk- ana. Þessi ábending mætti litlum skilningi og sumir ráðamenn töldu, þótt undarlegt megi virðast, að versl- unin væri að fara fram á ívilnanir sér til handa. Sannleikurinn er sá, að það eru samtök neytenda sem eiga að beijast fyrir verslunarfrelsi og aukinni samkeppni. Viðskiptaráð- herra Jóni Sigurðssyni var þetta þó alltaf ljóst, þó hann gæti ekki haft áhrif á málið fyrr en undir lokin. Menn skyldu þó ekki örvænta þó að núverandi samdráttarskeið sé lengra en menn ætluðu. Það þarf ekki að vera alslæmt ef menn kunna að draga af því réttan lærdóm. Okkur er stundum farið eins og fólki sem býr á fljótsbakka, þar sem elfan hefur verið í vexti og f lætt svo lengi yfir bakka sína að menn eru búnir að gleyma eðlilegu ástandi. Skyndi- lega sjatnar í fljótinu og það rennur í eðlilegum farvegi. Þá fórna menn höndum og hrópa að fljótið sé að þoma upp. Við höfum svo lengi að- eins þekkt þenslu, verðbólgu, upp- grip, síldarævintýri, loðnuævintýri, hernaðarvinnu og erlend lán að við þekkjum vart jafnvægisástand. Er núverandi efnahagsástand svo frá- brugðið því sem nágrannar okkar hafa búið við? Nú gildir ekki lengur að bíða aðeins eftir stóra vinningn- um. Við þurfum öll að líta í eigin barm og vinna okkur út úr þessu og skapa hér traustan efnahag til frambúðar. Gleðilegt nýtt ár. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna Afkoma bátaflotans sýnu verst Afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi er misjöfn á árinu 1989. Sýnu verst er afkoma bátaflotans, sem nú er rekinn með 13% halla. Slæm afkoma bátaflotans er mikið áhyggjuefni, enda kemur hún við fjölmörg fyrir- tæki og byggðarlög. Helstu skýring- ar á slæmri afkomu bátaflotans má rekja til þess, að fiskverð hefur síðástliðin ár engan veginn haldið í við innlenda verðþróun. Þá landa bátar hlutfallslega mun meiri afla til vinnslu innanlands, heldur en tog- ararnir, sem búa nú við mun betri afkomu. Einnig má nefna að afla- heimildir til veiða á þorski voru minnkaðar um 10% á þessu ári og verða minnkaðar um önnur 10% á næsta ári. Sérveiðar bátaflotans hafa yfirleitt gengið illa í ár svo sem rækju- og humarveiði. Hörpudisk- verð hefur verið lágt undanfarin tvö ár, þótt eitthvað hafi það styrkst undanfarið. Jafnframt hafa kostnað- arliðir í rekstrinum hækkað umtals- vert. Má í því sambandi nefna verð á olíu, sem hefur hækkað um 65% frá ársbyijun. Þegar afkoma bát- anna er borin saman við afkomu togaranna kemur í ljós hversu hár launakostnaður á bátum er. Ýmsar blikur eru á lofti varðandi loðnuveiði og brást haustvertíðin al- gerlega. Þetta gerðist þrátt fyrir það að vertíðin hæfist með hæsta afla- kvóta, sem úthlutað hefur verið í mörg ár. Á iyrri hluta ársins vóru veidd um 600 þúsund tonn af loðnu og afurðaverð hélst hátt framan af. Vonandi rætist úr yfirstandandi vertíð eftir áramót, ella er hætt við að loðnuveiðiflotinn lendi í miklum erfiðleikum. Afkoma togaranna hefur verið tiltölulega góð á árinu, eins og áður er nefnt. Þannig eru minni ísfisktog- arar reknir með um 3% hagnaði og stærri togarar með enn betri afkomu eða um 8% hagnaði. Góð afkoma togaranna byggist m.a. á því að þeir selja hlutfallslega meiri afla erlendis en bátarnir. Þessi munur fellst í því að togaramir selja á er- lenda markaði með umtalsvert magn fyrir kr. 93.00 meðalverð á sama tíma og meðalverð afla, sem landað er hér innanlands er um kr. 35.00. Togararnir senda einnig fisk erlend- is á markaði í gámum. Þeim skipum sem frysta aflann um borð hefur fjölgað síðastliðin ár. Afkoma þessara skipa hefur verið góð, þótt gætt hafi erfiðieika um tíma í sölu afurða þeirra. Líklegt er að sá afli, sem unnin er um borð í frystiskipum sé um 80.000 tonn í ár. Nú eru í f lotanum 20 frystitogar- ar, en þá eru ótaldir margir bátar, sem hafa frystiaðstöðu um borð og heilfrysta m.a. rækju, grálúðu og síld, svo eitthvað sé nefnt. Afkoma útgerðarinnar endur- speglast um margt af því efnahags- lega umhverfi sem atvinnulífinu er skapað á hveijum tíma og aðstöðu einstakra fyrirtækja til að veijast þeim kostnaðarhækkunum, sem dunið hafa yfir. Þannig eru útgerð- ir, sem selja afla sinn beint úr landi betur settar gagnvart gengisþróun og innlendum kostnaðarhækkunum, heldur en þau fyrirtæki sem búa við innlenda verðákvörðun Verðlags- ráðs. Síðast nefndi hópurinn hefur litla möguleika á því að veijast þeim kostnaðarauka, sem verðbólgan hér innanlands hefur í för með sér. í raun hafa þessi fyrirtæki orðið að fjármagna verðbólguna sjálf, sem þau eru engan veginn í stakk búin til að gera. Það mun ráða úrslitum um framtíð margra sjávarútvegs- fyrirtækja hvort tekst að hemja verðbólguna í landinu nú á næstu vikum og mánuðum. Að öðru kosti er fyrirsjáanlegt að fjölmörg fyrir- tæki muni komast í þrot og rekstri þeirra verði hætt með ófyrirsjáan- legri afleiðingu fyrir þjóðfélagið í heild. Um þetta verður tekist á í þeim kjarasamningum, sem fram- undan eru. I lok ársins 1990 renna úr gildi þau lög, sem nú gilda um fiskveiði-. stjórnun. Nefnd skipuð þingmönnum og hagsmunaaðilum hefur lagt fram drög að frumvarpi um framtíðar- skipan fiskveiða. Samtök útvegs- manna fjölluðu um þessi drög á síðasta aðalfundi samtakanna í nóv- ember og náðist víðtæk samstaða um þau í öllum megin atriðiim. í þessum drögum er gert ráð fyrir ýmsum mikilvægum breytingum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Helst má nefna að gert er ráð fyrir að lögin verði ótímasett, sóknar- marksleið verði lögð niður, öllum fiskiskipum úthlutað aflamarki og framsal veiðiheimilda verði óheft. Ef þessi frumvarpsdrög verða að lögum er fyrirsjáanlegt að fiskiskip- um muni fækka á næstu árum og hægt verði að ná verulegri hagræð- ingu í sókn flotans í helstu fiski- stofna þjóðarinnar. Það er mikilvægt fyrir sjávarútveginn að hægt verði að setja lög um fiskveiðistjórnun tímanlega, svo komist verði hjá óþarfa óvissu um skipan þessara mála. Þegar litið er til næsta árs kemur fyrst í hugann að af laheimildir verða skertar. Er það gert í þeim tilgangi að styrkja þorskstofninn til næstu ára. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem þetta veldur, er þetta ekki umdeild ráðstöfun. Ollum er nú ljóst mikil- vægi þess, að fiskstofnanir séu nýtt- ir með langtímasjónarmið í huga, en ekki stundarhags. Vegna ofveiði fara fiskistofnar nágrannaþjóða okkar minnkandi. Horfur eru því á, að framboð af fiski minnki, sem að öllum líkindum leiðir til hækkaðs verðs á fiskmörkuðum erlendis. Hvort hækkun fiskverðs muni vega upp áhrif af minni afla hjá okkur liggur ekki fyrir, en ýmis- legt bendir þó til þess. Ég óska landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda: Evrópskt efnahags- svæði Byltingamar í Austur-Evrópu, fyrst þær friðsamlegu í Póllandi, Ungveijalandi, Austur-Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu og nú síðast hin blóðuga bylting í Rúmeníu þar sem það virðist hafa kostað þúsundir mannslífa á örfáum dögum að lyfta oki kommúnismans af rúmensku þjóðinni, eru tvímælalaust þeir at- burðir sem hæst rísa á árinu 1989. Þessar frelsisbyltingar og gjaldþrot kommúnismans eiga eftir að hafa áhrif um allan heim á næstu misser- um og munu verða til þess að nýir frelsisvindar í stjórnmálum og við- skiptum blása um heiminn á kom- andi áratugum og færa með sér vöxt og nýsköpun jafnt í þróuðum sem vanþróuðum ríkjum. Þótt atburðirnir í Austur-Evrópu rísi Ianghæst allra atburða á þessu ári hafa fleiri merkilegir atburðir átt sér stað í Evrópu á árinu. í fram- haldi af ákvörðun Evrópubanda- lagsríkjanna um sameiginlegan innri markað fyrir árslok 1992 var nauð- synlegt að EFTA-ríkin endurmótuðu viðskiptastefnu til að tryggja við- skiptahagsmuni sína innan Evrópu- bandalagsins. Fyrir einu ári síðan voru EFTA-ríkin nokkuð ráðvillt í þessum efnum og skorti sameigin- lega stefnu um það hvernig nálgast bæri þessi mál. Segja má að yfirlýs- ing Jaques Delors, framkvæmda- stjóra Evrópubandalagsins, hinn 17. janúar á þessu ári þar sem hann kallaði eftir skipulögðu samstarfi EFTA og Evrópubandalagsins hafi hleypt af stað þeirri óru þróun sem nú hefur orðið. Þróun sem hefur leitt til þess, undir árangursríkri for- ystu íslendinga í EFTA-ráðinu, að almenn niðurstaða er nú fengin í Evrópu um svokallað evrópskt efna- hagssvæði sem er ætlað að tryggja í meginatriðum að EFTA-ríkin fái aðgang að innri markaði Evrópu- bandalagsins og þau að mörkuðum EFTA án þess að til aðildar EFTA- ríkjanna að Evrópubandalaginu þurfi að koma. Enn er óljóst hvort hugmyndin um evrópskt efnahags- svæði er hugmynd um fríverzlunar- bandalag eða tollabandalag, æski- legt er fyrir íslenzkan iðnað að um fríverzlunarbandalag verði að ræða þar sem slíkt mun ekki krefjast neinna sérstakra fóma af hans hálfu eins og tollabandalag mun gera, þó vilja iðnrekendur ekki að óathuguðu máli hafna tollabandalagshugmynd- inni sérstaklega ef hún verður til þess að leysa tollavandamál okkar varðandi sumar sjávarafurðir. En tollabandalagshugmyndin krefst skoðunar hér innanlands áður en hægt er að taka endanlega afstöðu. Eg held að engum geti dulist að frelsisþróunin í Evrópu, innri mark- aðurinn og nú síðast byltingamar í Austur-Evrópu muni verða til þess að upp renni nýir tímar vaxtar og velgengni í alþjóðaviðskiptum. Það ríður því á fyrir okkur íslendinga að dragast ekki aftur úr þannig að við verðum úr takt við nýja tíma. íslandsbanki tekur til starfa Nú um þessi áramót tekur til starfa nýr banki, íslandsbanki, eftir samruna fjögurra banka. Þessi samruni er í takt við nýja tíma og við hann em bundnar miklar vonir. Við iðnrekendur sjáum þennan samruna sem einn lið í þvi að jafna þau löku starfskjör sem íslenzkir atvinnuvegir búa við á sviði fjár- magnsþjónustu í samanburði við at- vinnuvegi í öðmm löndum, starfskjör sem em lakari bæði vegna fábreytni fjármögnunarleiða og þess hversu verð þjónustunnar er í sumum tilvik- um hátt. Við tökum þátt í þessum sammna vegna þess að við trúum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.