Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 11

Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 11 Næsta stór- fyrirtæki verðiá Suðurlandi Selfossi. „Héraðsnefhd Árnesinga gerir þá skýlausu kröfu til stjórnvalda að næstu stórfyrirtæki í orku- frekum iðnaði verði staðsett á Suðurlandj og bendir í því sam- bandi á Árborgarsvæðið.“ Svo segir í fyrri hluta ályktunar Hér- aðsnefndar Árnesinga á aðal- fundi neftidarinnar 15. desember þar sem meðal annars var fjallað um atvinnumál. 011 sveitarfélög í sýslunni eiga aðild að héraðs- nefndinni. > Isíðari hluta ályktunarinnar segir: „Á svæði þessu búa nú um tíu þúsund manns, svæðið er ein at- vinnuleg heiid sem hefur nú brýna þörf fyrir fjölgun atvinnutækifæra. Þetta svæði býður upp á greiðar samgöngur, hafnaraðstöðu og hag- stæðar orkuflutningsleiðir. Héraðs- nefnd álítur að Suðurland hafi að undanförnu goldið nálægðarinnar við Stór Reykjavíkursvæðið í at- vinnulegu tilliti. Á sama tíma er mest öll raforka landsmanna fram- leidd í þessum landshluta og notuð til þess að standa undir atvinnulífi í öðrum landshlutum. Við þetta verður ekki lengur unað.“ - Sig. Jóns. Virðisauka- skattur hækk- ar utanlands- þjónustu GJALDSKRÁ utanlandsþjónustu Pósts og síma mun hækka um 15,8% um áramót. Stafar það af því að innheimtur verður 24,5% virðisaukaskattur af allri fjar- skiptaþjónustu við útlönd í stað 7,5% söluskatts sem gilt hefur hingað til. > Ifrétt frá Pósti og síma segir að í athugun sé að taka upp snemma á nýja árinu næturtaxta fyrir símtöl til útlanda. Þá er vakin athygli á því að frá áramótum leggst 24,5% virðisaukaskattur á burðargjald fyrir almenna boggla og forgangs- póst (EMS) innanlands og fyrir heimsendingarþjórjjustu. Aftnæli 60 ára aftnæli. Á morgun, nýárs- dag, er sextugur Krislján Breið- fjörð vélstjóri, Hraunbæ 66, Reykjavík. Tvíburabróðir hans er Ingvar Breiðfjörð, Laufásvegi 1, Stykkishólmi, en sagt var frá af- mæli hans hér í blaðinu í gær. Bráðabirgða- fjárlög Ifrétt á baksíðu í gær um viðræð- ur um ríkisábyrgð fyrir Stöð 2 er vitnað í stjórnarskrána og .sagt að ekki megi gefa út bráðabirgðalög ef Alþingi hafi samþykkt fjárlög fyrir fjárlagatímabilið. í stað bráða- birgðalaga átti þarna að standa bráðabirgðafjárlög. Beðist er vel- virðingar á mist.ökunum. Leiðrétting Föðurnafn Bergljótar Leifsdótt- ur, fréttarítara Morgunblaðsins í Flórens, misritaðist í grein hennar um víkingasýninguna þar í borg, en greinin birtist á blaðsíðu 14 í Morgunblaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. AUGNABLIK! „Fáar stéttir fógnuðu meir skipulegu starfi vegna áfengisvandamálsins en sóknar- prestar. Áður en AA-samtökin komu til sögunnar var vandi prestanna mikill þeg- ar áfengissjúklingar leituðu til þeirra eða aðstandendur þeirra. Með samstarfi við AA léttist róðurinn mikið. Þó skipti alveg sköpum, þegar SÁÁ hóf starfsemi sína. Þá opnuðust víðar dyr og vonarbjarmi lék þar um, sem alit hafði fyrr verið hjúpað svartnættismyrkri. Ég vona, að starfið vaxi og blómgist íslenskri þjóð til heilla og SÁÁ haldi áfram að koma þeim til hjálpar, sem ekki megna sjálfir og óstuddir að eygja lausn.“ Ólafur Skúlason, biskup íslands. „Ég lít á alkóhólisma sem sjúkdóm í líkingu við hvern annan, t.d. krabbamein, og finnst það vera hlutverk hvers og eins að reyna að hjálpa eftir því sem kostur er. Og þá er eðlilegast að leita þekkingarinnar, þar sem árangurinn hefur orðið mestur í glímunni við alkóhólismann, og þar á ég að sjálfsögðu við SÁÁ.“ Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu hf. „Að mínu mati felst gildi SÁÁ fyrst og fremst í því, að hafa boðið fordómum gegn alkóhólistum birginn og sigrast á þeim. Það afrek gefur góða von um áfram- haldandi árangur af starfi samtakanna.“ Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir. „Atvinnurekendur hafa í æ ríkari mæli undanfarin ár aðstoðað starfsfólk sitt við að vinna bug á áfengissýki og hafa til þess notið sérhæfðrar þekkingar stofnana SAA. Þjóðfélagslega séð hafa þessar stofnanir og starfsfólk SÁÁ skilað rniklu og komið mörgum til fullrar heilsu og starfa á ný. Þó er sá þáttur starfa SÁÁ er snýr að heimilunum ekki síður mikilvægur og verður ekki metinn til fjár.“ Sigurgeir Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Haustið 1987 fórum við að leita nánara samstarfs við SÁÁ. Við sendum starfs- menn okkar í kynnisferðir á Vog, þar sem þeir hafa svo dvalið í nokkra daga, fylgst með hópastarfi og störfum ráðgjafanna þar og talað við sjúklinga. Svo höfum við haldið fundi hér innanhúss til að fræða hvert annað og miðla okkar reynslu og skoðunum. Nú, svo hringja félagsráðgjafarnir hér gjarnan í fjölskylduráðgjafa SÁÁ, bæði til að ræða hvað gera skuli í einstaka tilfellum, en einnig til að byggja upp nánara samstarf við göngudeild SÁÁ. Við vísum skjólstæðingum okkar mjög oft á göngudeildina og á fjölskylduráðgjöfina og þar hafa margir af okkar skjólstæðing- um fengið hjálp sem hefur haft úrslitaþýðingu fyrir þá.“ Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri Kópavogs. Yið byggjum upp s.\.\

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.