Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 35 Stefán Valgeirsson, formaður Samtaka um jafiirétti og félagshyggju: FJÁRMAGNIÐ RÆÐUR ÖLLU 1. Þessi spuming leiðir af sér margar spumingar. Vandi ríkissjóðs er mik- ill og hann virðist óviðráðanlegur því Alþingi sem nú situr. Vandi ríkissjóðs er afleiðing af slöku réttarkerfi og auknu misrétti í okkar þjóðfélagi. Fjármagnið ræður öllu, sýgur at- vinnuvegi og einstaklinga. Þjóðinni er skipt í þijá hópa: Mjög ríka, bjarg- álna og snauða. Munurinn milli ríkra og hinna vex hröðum skrefum. Ymislegt hefur verið reynt til að bæta opinbera tekjuöflun. Stað- greiðsla tekjuskatta er vafalaust til bóta og sumir vonast til að virðis- aukaskattur skili betur tekjum en söluskatturinn, en það á eftir að sýna sig. Margt fleira þarf að gera til að bæta tekjuöflunarkerfið. Höfuðfor- senda góðs eða sæmilegs opinbers tekjuöflunarkerfis er gott réttar- kerfi. Samtök jafnréttis og félagshyggju telja að þar sé einn alvarlegasti þver- brestur stjórnkerfisins, sem brýnt er að lagfæra án tafar. Því miður sjást ekki merki þess nú að verulegar umbætur á réttarkerfinu séu í undir- búningi. Er það réttlátt að þegnar þjóð- félagsins borgi tekjuskatt af öllum tekjum nema vaxtatekjum (fjár- magnstekjum)? Á sama tíma bíða á annað þúsund manns eftir að komast í bæklunaraðgerðir á sjúkrahúsum vegna þess að fjármagn skortir. Fleiri slík dæmi væri hægt að nefna. Er það ekki skortur á siðferði að líða vaxtaokur sem leiðir það af sér að fjölskyldur og einstaklingar verða unnvörpum gjaldþrota, missa íbúðir sínar, brotna niður og fjölskyldur tvístrast? Hvar er umhyggjan fyrir þeim börnum sem lenda í slíkum hörmungum? Hvað er gert til að koma í veg fyrir fjármagnsokrið og þær hörmungar sem það leiðir af sér? Það er umhugsunarvert að t.d. Reykjavíkurborg hefur það jniklar tekjur að framkvæmdir á hennar vegum hafa aldrei verið eins miklar og nú. Flest önnur sveitarfélög safna skuldum og draga einnig úr nauðsyn- legum framkvæmdum. Þá er spurn- ingin hvort það sé sjálfgefið að Reykjavíkurborg eigi að sitja ein'að þeim gífurlegu tekjum sem hún aflar nú sem höfuðborg landsins og mið- stöð verslunar og þjónustu? Það eru margar leiðir til að draga úr misrétt- inu. Það kann að vera að það tekjuöfl- unarkerfi ríkisins sem við búum nú við sé ekki nothæft miðað við það þjóðfélagsástand sem hér er. Ekki það að ríkissjóður taki of mikið til sín, heldur hitt að það næst ekki til þeirra sem mestar tekjur hafa. Þeir skjóta undan tekjum með ýmsu móti, að sagt er. Áður var það nefnt skatt- svik og markaðsvextir sejn nú tíðkast var áður kallað okur. Ég hygg að ekki verði komist hjá því að stokka upp flesta þætti í þjóðfélagi okkar, t.d. afnema lánskjaravísitöluna, miða lágmarkslaun við raunverulegan framfærslukostnað og miða aðrar hagstærðir við það. Ríkissjóður verð- ur að ná til sín þeim tekjum sem hann þarf til að halda uppi velferðar- þjóðfélagi sem stendur undir nafni. Þessu er hægt að hrinda í fram- kvæmd en til þess þarf skilning á viðfangsefninu, réttlætiskennd, kjark, en fyrst og fremst samstöðu almennings. 2. Ekki á ég von á því jafnvel þó ráðamenn þjóðfélagsins virðist vera tilbúnir að semja um orkuverð veru- lega undir framleiðslukostnaðar- verði. Fréttir herma að álframleiðsla í heiminum sé um þessar mundir miklu meiri en eftirspurnin og að álhringirnir séu að ráðgera að draga úr framleiðslu og einnig að safna birgðum til að reyna að draga úr verðlækkun. Þó er gert ráð fyrir verulegri verðlækkun á næstu mán- uðum. Verð á áli hefur verið síbreyti- l?gt undanfarin ár og við þær að- stæður eru vel þekkt viðbrögð þeirra sem stjórna þessari framleiðslu. Þeir hafa ýmist dregið úr framleiðslunni á sumum stöðum og hætt henni á öðrum, fyrst og fremst í þeim löndum sem eru fjarri bækistöðvum eigna- raðilanna. I þessari framleiðslu ræð- ur alfarið gróðasjónarmiðið kalt og miskunnarlaust. Þó að álver verði byggt hér á landi er engin trygging fyrir því að samfelld atvinna verði við álframleiðslu þar á næstu árum. Að vísu mun raforkuverðið og launa- kostnaður ráða þar miklu um. Þegar samið er um orkuverð til orkufreks iðnaðar verður að taka mið af eðli- legri fyrningu, viðhaldi og fjár- magnskostnaði af orkumannvirkjum. Það er heldur ekki eðlilegt að miða alla útreikninga orkufreks iðnaðar við áætlaðan ha^kvæmasta virkjana- kostinn. Nær væri að taka meðal- kostnað þeirra virkjanakosta sem eru á döfinni og kostnaðártölur liggja fyrir um. Þrátt fyrir mjög kostnaðar- söm ferðalög um þveran og endilang- an hnöttinn til að reyna að fá auð- hringa til þess að byggja hér álverk- smiðjur er fátt sem bendir til þess að um það náist samkomulag á næsta ári. Allar samningsumleitanir hafa miðast við að slík mannvirki verði staðsett á suðvesturhorni landsins. Hins vegar hentar það sumum sjónhverfingastjórnmálamönnum að fá landsbyggðarfólkið til þess að deila innbyrðis um staðsetningu slíkra mannvirkja. En með því koma þeir í veg fyrir að samstaða náist um raunhæfa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og að samstaða náist um að sameina kraftana til að ná fram auknu réttlæti í þjóðfélaginu. 3. Afnema verður með öllu heimildir opinberra aðila til kaupa á áfengi á sérkjörum. Ég hef í samræmi við þessa afstöðu lagt fram svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að frá 1. janúar 1990 skuli öll áfengiskaup opinberra embætta og stofnana, sem eiga sér stað hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, vera greidd og bókfærð á útsöluverði ÁTVR, eins og það er þegar kaupin eru gerð.“ Það hefur komið fram í fréttum að ráðherrar, þingmenn og ýmsir embættismenn hafi fengið dagpen- inga í ferðum erlendis, sem sjálfsagt verður að teljast séu þeir í opinberum erindum, en að þeir hafi einnig feng- ið borgaða hótelreikninga, er hrein misnotkun og óhæfa sem ekki er hægt að líða. Það er mögulegt að allskonar misnotkun eigi sér stað í opinberum rekstri t.d. í greiðslum fyrir ómælda yfirvinnu til að breiða yfir launamuninn hjá því opinbra. Slíkar greiðslur eru óeðlilegar og ber að afnema þær. Öll misnotkun á opinberum rekstri leiðir af sér minna traust á ríkisstjórn og öllu embættis- mannakerfinu. Það er nauðsynlegt að endurskoða embættismannakerf- ið. Það er nauðsynlegt að endurskoða öll fríðindi í opinberum rekstri, af- nema þau eða a.m.k. setja um þau fastar reglur og tryggja að eftir þeim sé farið. 4. Það er erfitt að spá í þau spil. Það er t.d. mjög erfitt að sjá fyrir Stefán Valgeirsson þau áhrif sem breytingarnar í Aust- ur-Evrópu muni hafa á hið fyrir- hugaða ríkjasamband Vestur-Evr- ópu. í Vestur-Þýskalandi virðist vera mikill áhugi fyrir sameiningu þýsku ríkjanna. Frakkar munu standa mjög ákveðið á móti þeirri sameiningu. Hvort þessi ágreiningur tefur fyrir sameiningu eða samningum EFTA og EB geri ég mér ekki grein fyrir. Þó tel ég líklegt að ýmis mál eigi eftir að koma upp á yfirborðið sem eru tengd breytingunum í Austur- Evrópu og verði til að tefja fyrir samningum milli þessara ríkjasam- banda. Þó EFTA-ríkin hafi náð sam- stöðu um að þreifa fyrir sér um samninga við ÉB þá eru aðstæður fyrir slíkum samningum mjög mis- jafnar innan EFTA-landanna og ekki sjálfgefið að samningar náist. Það er t.d. ekki líklegt að upp komi sú staða að við íslendingar getum eða viljum gerast fullgildir aðilar að EB í fyrirsjáanlegri framtíð a.m.k. hvað sem öðrum EFTA-ríkjum líður. Okk- ar aðstæður eru allt aðrar en hinna EFTA-landanna og þó virðist mér að mál standi þannig hjá a.m.k. sumum þessara þjóða að tvísýnt sé hvort þær leggi í að sækjast eftir fullri aðild. í þessu máli eins og mörgum öðrum ættum við íslendingar ekki að láta falla úr minni gamla spakmælið: „Ef þú réttir fram litla fingurinn, mun hann taka alla höndina." Þau skilyrði sem EB setur. fyrir fullri aðild eru ekki aðgengileg fyrir okkur Islendinga. 1) Sameiginleg afnot af fiskimið- um landanna. 2) Fijáls tilflutningur fjármagns milli aðildarþjóðanna. 3) Sameiginlegur vinnumarkaður. 4) Óheftir vöruflutningar á milli aðildarþjóðanna. 5) Stórskertur ákvörðunarréttur í eigin málum. Alaska er eitt af sambandsríkjum Bandaríkjanna. Hver er þeirra reynsla? Hafa þeir haldið sínu for- ræði? Telja þeir að þeir hafi fullan ákvörðunarrétt yfir eigin málum? Mér er tjáð að Alaskabúar séu mjög óánægðir með hlut sinn og það gangi seint og illa að ná eyrum sam- bandsstjómarinnar í Washington og þar hafi þeir sama og engin áhrif. Mundi ekki fara eins fyrir okkur ef við gengjum inn í bandalag Vestur- Evrópu? Við verðum að reyna að ná samningum unvtollabandalag. Ég sé engin rök fyrir því að það sé blátt áfram veijandi fyrir okkur að gefa nokkum ádrátt um það að við höfum í hyggju að sækja um fulla aðiid. Þetta verður eitt af stærstu málum í næstu alþingiskosningum. 5. Það er hin hlutlausa og jákvæða afstaða valdhafanna í Moskvu gagn- vart þessum breytingum. Hins vegar kom mér ekki á óvart afstaða al- mennings í þessum löndum til ríkjandi ástands sem var fyrst og fremst andleg kúgun og skert at- hafnafrelsi. Eg hef ferðast til fimm austantjaldslanda. Mér fannst and- rúmsloftið þar þrúgandi, þó einna. verst í Austur-Þýskalandi. Éf maður lagði fyrir þá spurningar um ástand- ið í landi þeirra, um lífskjörin í víðari merkingu þess orðs eða um fjölda rússneskra hermanna í landi þeirra, samskiptin við þá. o.s.frv., byijuðu viðmælendur mínir án undantekn- inga á því að líta allt í kringum sig áður en þeir svöruðu og töluðu síðan í hálfum hljóðum til þess að vera vissir um að enginn heyrði til þeirra ef ég fékk á annað borð svör. Af viðbrögðum þeirra dró ég þá ályktun að þeir lifðu í stöðugum ótta ogr- ættu von á að fylgst væri með orðum þeirra og athöfnum. Eftir þessar ferðir gerði ég mér grein fyrir að það hlyti að koma að því að upp úr syði. En að það gerðist með svo undursamlegum hætti að hvergi kæmi til blóðugra átaka, að Rúm- eníu undanskilinni, hvarflaði aldrei að mér. Þetta gerðist eins og vorleys- ing, frelsisbylgjan reið yf ir og múrinn brotnaði niður. Hér á vel við spak- mælið: „Þeir sem ekki kunna að fara með valdið munu missa það.“ En eftir er að sjá hvernig það tekst t.d. Eystrasaltslöndunum að fá fullt sjálf- stæði. Við vonum að Rússar beiti ekki heijum sínum gegn sjálfs- ákvörðunarrétti þeirra. Ef þeir beita hervaldi við þessi lönd, líkt og Banda^ ríkjamenn í Panama, væri það alvar- legt áfall fyrir alla heimsbyggðina og gæti tafið fyrir að menn færu yfirleitt að trúa á varanlegan frið, en áfallið yrði þó mest fyrir Sovétrik- in sjálf. Tortryggnin gagnvart þeim myndi vaxa á ný og tefja fyrir eyð- ingu vígvéla og friðarhorfum. Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu, formaður Borgaraflokksins: Nýtt álver er happdrættis- vinningur i. Það stefnir óneitanlega í það. Eins og kom fram f umræðum um fjárlögin á Alþingi fyrir jólin taldi formaður fjárveitinganefndar, að það væri innbyggður fastur halli á fjárlögunum, sem næmi allt að 3 milljörðum króna. Undanfarin ár hafa gömlu stjórnmálaflokkarnir sameiginlega komið upp flóknum og dýrum þjónustukerfum, sem þessi fámenna þjóð, 250 þúsund manns, ræður ekkert við að borga. Það er engu líkara en óskhyggjan ein hafi þar ráðið ferðinni. Menn virðast halda, að 250 þúsund manns geti staðið undir menntakerfi, heilsugæzlu og ýmissi annarri opin- berri þjónustu, sem er miklu full- komnari og þar af leiðandi dýrari, en tugmiiljóna þjóðir treystu sér til. Þjóðir sem jafnvel eru hlutfalls- lega með meiri þjóðartekjur en ís- lendingar. Það getur því vel farið svo, að íslendingar verði að sætta sig við ófullkomnara mennta- og heilsugæzlukerfi en gerist meðal nágrannaþjóða okkar, því flestir eru sammála um, að ekki komi til greina að auka skatt frá því sem nú er. J 2. Allt bendir til þess, að það takist að semja um smíði nýs álvers á árinu 1990. Það ber þó að varast þær deilur, sem kunna að rísa út af staðsetningu, en þær gætu kom- ið í veg fyrir slíka samninga. Nýtt álver er happdrættisvinningur, sem öll íslenska þjóðin nýtur góðs af, sama hvar það væri í sveit sett. 3. Eðlilegt er, að gerður sé greinar- munur á risnu embættismanna og fríðindum þeirra. Fríðindi, ef ein- hver eru, skulu tilgreind í ráðning- arsamningum eða reglugerðum, en risna hlýtur að vera háð fjárveiting- um til viðkomandi embættiSj sem taka mið af starfsemi þeirra. I raun ætti þetta ekki að vera flólkið mál og einfalt að tryggja eðlilega og skynsamlega notkun slíkra fríðinda. 4. Ágreiningur um yfirþjóðlegar Júlíus Sólnes stofnanir svo og krafa EB um, að EFTA-ríkin byndist fastari böndum innbyrðis en verið hefur til að hægt verði að mynda hið sameiginlega evrópska efnahagssvæði. Enn frem- ur gæti komið fram viss tregða af hálfu EB-ríkjanna vegna tortryggni þeira, að EFTA-ríkin fái aðgang að öllum þeim fríðindum, sem Evrópu- bandalagið býður upp á, of ódýru verði. Þá er ekki útilokað, að hin hraða þróun, sem á sér stað í Aust- ur-Evrópu í átt til aukins lýðræðis, verði til að tefja samningana vegná hugmynda um að fá Austur-Evr- ópuríkin að hluta til með inn í hið evrópska efnahagssvæði. 5. Hin snögga breyting, sem átti sér stað í Austur-Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu og hversu friðsam- lega hún átti sér stað. Breytingarn- ar á stjórnarfari í Póllandi og Ung- veijalandi áttu sér langan aðdrag- anda, mörg ár, meðan Austur- Þjóðveijar og Tékkar skiptu um. stjórnarfar á nokkrum dögum með tiltölulega friðsamlegum hætti. Hefði maður þó getað átt von á því, að í þessum löndum hefðu orð- ið jafn sorgleg átök og áttu sér stað í Rúmeníu. Þá vekur og nokkra athygli, að engar teljandi breyting- ar hafa orðið á stjórnarfari í Júgó- slavíu á sama tíma, en öll skilyrði- eru þó fyrir hendi þar, sem í öðrum Austur-Evrópulöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.