Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 42

Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 fclk í fréttum HEIMSATBURÐIR Fréttamyndir ársins Nú er árið að hverfa í tímans haf og 1990 tekur við, óskrifað blað. Að flestra mati var árið 1989 eitt hið atburðaríkasta í sögunni og ber hæst eins og að líkum lætur fall kommúnismans í Austur-Evrópu. Ár hvert um þetta leyti taka ljósmyndarar Eeuíers-fréttastofunnar sig til og tína út þær fréttamyndir sem eru að þeirra mati táknrænastar fyrir þá atburði sem hæst báru. Hér birtast ýmsar af umræddum myndum. Ayatollah Kho- meini leiðtogi Irana lést í byrjun júní og fylgdi útfór hans mikil móður- sýki strangtrúaðra Irana. Á myndinni er ungur maður í yfirliði borinn á öruggan stað. Tugþúsundir kínverskra umbótasinna höfðu hreiðrað um sig á Torgi hins himneska friðar um vorið og er á mótmælin leið varð loft lævi blandið. Engann óraði þó fyrir því sem koma skyldi. Daganna 4. og 5. júní Iét herinn til skarar skríða og stóð torgið þá tæpast undir nafni þar eð það breyttist í blóðvöll og þús- undir óbreyttra borgara voru myrtir. Verst voru voðaverkin fyrstu nóttina, en myndin var tekin daginn eftir er hinn 19 ára gamli Wang Weilin stillti sér upp fyrir framan skriðdrekadeild í mótmælaskyni. Drekarnir stöðvuðust og hermenn handtóku piltinn og hefúr ekki til hans spurst síðan. Landamæri Austur-Þýskaland voru opnuð og má segja að þar með hafi jámtjaldið hmnið. Myndin sýnir Austur- og Vesiur-Þjóðverja standa uppi á Berlínarmúrnum við Brandenborgar-hliðið nóttina eftir að tíðindin bárust. Keisaraskipti urðu í Japan við fráfall Hirohitos 7. janúar. Á mynd- inni er líkfylgdin og gengur fremstur hinn nýi keisari, Akihito, en á eftir honum gengur keisaraynjan Machiko. COSPER «TPIB CSrt«K<Cl« -Þetta er leyndarmál.en ég leigði þessi kjólföt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.