Morgunblaðið - 31.12.1989, Síða 18

Morgunblaðið - 31.12.1989, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÁRAMÓTIN ? i Arnar Signrmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva: Tapið etur upp eigið fé fyrirtækjanna Arið 1989 er annað heila árið í röð sem fiskvinnslan í landinu er rekin með halla. Þrátt fyrir að dreg- ið hafi úr taprekstri þegar líða tók á árið mun fiskvinnslan í heild tapa verulegum fjármunum. Enn gengur því á eigið fé fiskvinnslunnar, sem nú er komið undir 15%, og fleiri fyrirtæki lenda í umsjá opinberra sjóða. Samt sem áður hefur orðið veruleg breyting frá árinu 1988, sem var án efa erfiðasta ár fyrir íslenska fiskvinnslu um langt árabil, en þá var hreint rekstrartap um 3.000 milljónir króna. Það eru ýmsar ástæður þess valdandi að fiskvinnsl- unni í landinu hefur ekki tekist að komast _upp úr langvarandi tap- rekstri. Árið 1986 og fram eftir ári 1987 var fiskvinnslan rekin með nokkrum hagnaði, verð á erlendum mörkuðum var hátt og úr meira hráefni að vinna, en síðar varð. Fall Bandaríkjadollars, verðlækkanir á frystum afurðum og miklar kostnað- arhækkanir hér innanlands breyttu þokkalegri stöðu í taprekstur með skjótum hætti haustið 1987. Nú eru liðin rúmlega tvö ár frá hinum miklu umskiptum. Á þessu tímabili hefur fiskvinnslan í landinu tapað hátt í 5.000 milljónum króna. Þessi tap- rekstur hefur að verulegu leyti verið fjármagnaður með lántökum fisk- vinnslufyrirtækjanna, en í sumum tilvikum hefur hann leitt til gjald- þrota þeirra. Það sem einkennir árið í ár er fyrst og fremst frekari sam- dráttur í afla til vinnslu í landinu, verðlækkanir á frystum fiski hafa stöðvast, friður hefur haldist á vinnumarkaði og umfangsmiklar skuldbreytingar hafa átt sér stað hjá flestum fyrirtækjum. Fiskverð og kjarasamningar Verðstöðvun var ríkjandi til 15. febrúar á þessu ári. Er henni lauk hækkuðu laun í landinu almennt um 1,25%. Fiskverð hækkaði um rúm- lega 9% í mars sl. Flestir kjarasamn- ingár runnu út í lok mars sl. Er gengið var til kjarasamninga í apríl sl. var nokkurt tap á frystingunni og saltfiskvinnslan i jámum. Verð- iækkun og tollar á saltfiski jöfnuðu brátt þennan mun á vinnslugreinum. Þannig var staðan er ríkið og BSRB sömdu um töluverðar launahækkan- ir í apríl sl. Þessir kjarasamningar hlutu að verða fordæmi fyrir al- menna vinnumarkaðinn. Og þegar fjármálaráðherra gaf þá yfirlýsingu að þeir einir ættu að semja sem hefðu ráð á því, var staða fiskvinnsl- unnar ljós. Hún var rekin með tapi og því deginum ljósara að án að- gerða ríkisvaldsins gat ekki verið um kjarasamninga að ræða. Þar kom berlega í ljós, eins og oft áður, að mjög óheppilegt er að hið opinbera marki launastefnuna, en ekki samn- ingsaðilar á almenna vinnumarkað- inum. Eftir miklar viðræður, jafnt við samningsaðila okkar og stjóm- völd, varð það ofan á að útilokað 'væri' að skilja fiskvinnslufólk eftir. Kjarasamningar tókust að morgni l. mal og gilda þeir til 31. desember 1989. Launakostnaður fiskvinnsl- unnar hækkaði um tæp 11% á samn- ingstímanum. Áður en kjarasamn- ingamir voru undirritaðir lýsti ríkis- stjórnin því yfir að fiskvinnslunni yrði gert kleift að greiða kostnaðar- hækkanir sera kjarasamningarnir hefðu í för með sér með auknum tekjum í formi leiðréttingar á gengi. Þá lofaði ríkisstjórnin að staða út- flutningsgreinanna yrði viðunandi á samningstímanum, miðað við mat Þjóðhagsstofnunar. Fiskverð hækk- aði 1. júní sl. um rúmlega 4% og síðan á nýjan leik um tæp 4% 1. október sl. og gildir þessi fiskverðs- ákvörðún Verðlagsráðs sjávarút- vegsins til 31. janúar 1990. Þrátt fyrir að starfsemi fiskmarkaða hafi vaxið frá því þeir hófu starfsemi um mitt ár 1987, er langstærsti hluti hráefniskaupa miðaður við verð- lagsráðsverð. Hráefni og vinnulaun em langstærstu útgjaldaliðir fisk- vinnslunnar og fara 70-75% af tekj- um til þessara útgjalda. Afurðaverð, þróun gengis og verðjöfiiunarsjóðir Verð á frystum fiski og saltfiski hefur verið nokkuð stöðugt á árinu. í stað verðlækkana á frystum fiskaf- urðum hafa orðið örlitlar verð- hækkanir, sem vega 1-2%. Verð á saltfiski lækkaði nokkuð sl. vetur, m. a. vegna tolla Evrópubandalags- ins, sem saltfiskverkendur urðu að taka á sig. Hefur þetta jafnað af- komu milli söltunar og frystingar, en áður hallaði á frystinguna í þeim samanburði. Þróun einstakra gjald- miðla á þarna einnig stóran þátt, einkum Bandaríkjadollars, sem hækkað hefur í verði frá upphafi árs hér á landi um 31,7%. En rúm- lega 55% frystra afurða eru seld í dollumm, en aðeins rúmlega 6% af saltfiskinum. Verð á erlendum gjald- miðlum hefur hækkað á árinu um 30,9% að meðaltali. Eftir kjarasamn- ingana í vor hefur verð á erlendum gjaldeyri hækkað um rúmlega 2% á mánuði að meðaltali og var þetta liður í loforðum stjórnvalda til út- flutningsgreinanna við undirritun kjarasamninga 1. maí sl. Allt þetta ár hafi verið greiddar verðbætur á saltfisk af inneign salt- fiskframleiðenda í verðjöfnunar- sjóði. Nema þessar bætur nú tæp- lega 6% af útflutningsverði. Mjög hefur gengið á inneignina í verðjöfn- unarsjóðnum, og með sama áfram- haldi verður hún að engu orðin fyrri hluta árs 1990. Þá hafa verið greidd- ar verðuppbætur úr frystideild verð- jöfnunarsjóðs, framan af ári 5%, síðan lækkaður í 3% og frá 1. nóvem- ber sl. 2,5%. Þessar verðbætur hafa verið fjármagnaðar með lántökum og voru liður í efnahagsráðstöfunum síðustu ríkisstjórnar. Verðuppbætur á frystar afurðir, með þessum hætti, falla niður nú um áramótin. Standa því þessar deildir sjóðsins á tímamót- um í upphafi nýs árs. Sýnist því kjörið tækifæri til að leggja sjóðinn niður í núverandi mynd og taka þess í stað upp sveif lujöfnunarsjóði innan fiskvinnslufyrirtækjanna. Hagræðing í rekstri og skuldbreytingar Samdráttur í af la til vinnslu í f isk- vinnslustöðvum hér á landi, með til- komu frystitogara og aukningu á ferskf iskf lutningi í gámum á erlend- an markað, hafa gert innlendri fisk- vinnslu erfitt fyrir. Þegar almennur samdráttur í áfla þriðja árið í röð, einkum á þorski og grálúðu, bætist við á næsta ári, er útlitið ekki bjart. Fiskvinnslumenn hafa á undanförn- um árum unnið mikið að hagræðingu í fyrirtækjum sínum. Hópbónus og flæðilínur í frystihúsum og full- komnari vinnslukerfi við saltfisk- vinnslu og síldarsöltun hafa dregið úr mannahaldi og launakostnaði. Sífellt fleiri frystihús taka upp hóp- bónus og f læðilínur og munu nú um 70% þeirra hafa tekið þessi kerfi í notkun. Þessi hagræðing hefur átt sér stað á sama tíma og rekstrarskil- yrði hafa verið með versta móti. í nokkrum tilvikum hafa fyrirtæki verið sameinuð, ýmist vegna minnk- andi hráefnis eða annarra rekstrar- erfiðleika, Ársins 1989 verður án efa minnst meðal fiskvinnslumanna vegna gífurlegra skuldbreytinga Atvinnutryggingarsjóðs og síðar Hlutafjársjóðs. Langvarandi tap- rekstur fiskvinnslunnar kallar á verulega skuldbreytingu og er nú svo komið að Atvinnutryggingar- sjóður hefur gefið út lánsloforð til útflutningsfyrirtækja upp á tæplega 5.500 milljónir á því rúma ári sem sjóðurinn hefur starfað. Þar af hefur langstærsti hlutinn gengið til sjávar- útvegsfyrirtækja. Þá hefur Hluta- fjársjóður fengið til meðferðar þau fyrirtæki, sem ekki eiga möguleika á skuldbreytingalánum hjá Atvinnu- tryggingarsjóði. Á því er engin vafi að þessar miklu skuldbreytingalán- um hjá Atvinnutryggingasjóði. Á því er enginn vaf i að þessar miklu skuld- breytingar hafa hjálpað mikið til. En fyrr en síðar kemur að greiðslu afborgana og vaxta af þessum lán- um. Þá verður afkoma fiskvinnsl- unnar að vera með þeim hætti að mögulegt verði að greiða þau niður. Annars sitja menn í sömu skuldasúp- unni og næsta umferð í stórfelldum skuldbreytingum tekur við. Hjá mörgum fiskvinnslufyrirtækjum gæti það orðið sú síðasta. Hvað er framundan? Um þessi áramót verða miklar breytingar á rekstrarskilyrðum fisk- vinnslunnar. Sem fyrr sagði verða verðuppbætur á frystan fisk, sem nú nema 2,5%, felldar niður. Tekinn verður upp virðisaukaskattur sem leggst á hráefni. Tryggt hefur verið að fiskvinnslan fær hann endur- greiddan vikulega af öllu hráefni og með reglulegum hætti af öðrum kostnaðarliðum, enda um útflutn- ingsafurðir að ræða. Endurgreiddur uppsafnaður söluskattur, sem numið hefur allt að 2-3% af útf lutningstekj- um, fellur niður frá sama tíma. Óvissa ríkir um endurgreiðslu upp- safnaðs söluskatts af birgðum um áramótin, en verðmæti sjávarafurða í landinu nemur þá um 6.000 milljón- um króna, þar á meðal er mestöll framleiðsla á saltsíld og frystri síld af vertíðinni sem nú er nýlokið. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um raforkuverð til fiskvinnslunnar og svo gæti farið að það hækkaði um 35% strax eftir áramót, verði ekki gerðar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda. Samtökin töldu þetta mál loks í höfn á síðasta ári, en fisk- vinnslan greiðir langhæsta raforku- verð allra stórnotenda hér á landi. Þá er óvissa um það hvernig bæjar- og sveitarfélög ætla að haga álagn- ingu aðstöðugjalda og fasteigna- gjalda á sjávarútvegsfyrirtæki með nýjum lögum um tekjustofna sveit- arfélaga sem taka gildi í upphafi árs 1990. Hin nýju lög gefa sveitar- félögum möguleika á að stórhækka aðstöðugjöld á sjávarútvegsfyrir- tæki og geta leitt af sér mikla hækk- un fasteignagjalda utan Reykjavík- ur. Samdráttur í afla 1990 hefur í för með sér verulegt tekjutap fyrir þjóðarbúið og alla þá er starfa við fiskvinnslu og útgerð. Samkvæmt okkar mati eykur þessi samdráttur halla í fiskvinnslu um tæp 4%. í ljósi þessarar slæmu stöðu styðjum við fiskvinnslumenn heilshugar þær til- raunir aðila vinnumarkaðarins til kjarasamninga, sem hafa að megin- markmiði að draga sem mest úr verðbólgu hér á landi og lækka fjár- magnskostnað. Að endingu sendi ég öllum þeim er starfa við sjávarútveg, svo og landsmönnum öllum, bestu nýárs- óskir, með þeirri von að þrátt fyrir blikur á lofti megi árið 1990 verða landsmönnum til hagsældar. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands: Ársverkum hefur fækkað um fimm þúsund á tveimur árum Þegar ég settist niður til þess að vinna hið árlega verk að skrifa ára- mótapistil í Morgunblaðið byrjaði ég á því að lesa pistla síðustu tveggja ára. Mér var hugsað til kvæðisins um rúgbrauð með ijóma á. Ég spurði sjálfan mig hvort ég ætti að endur- taka fyrri pistla mína og segja eins og í fyrmefndu kvæði: Svo kemur annað vers og það er alveg eins... Um samningamálin er fátt að segja umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum að undanförnu. Ég ákvað því að víkja af braut van- ans og draga fram þijú stórmál, sem ekki eru í almennri umræðu, en að mínu mati svo mikilvæg að ég tel að þau eigi að vera það. Ef til vill nýtist svona pistill betur á þann hátt en með endurtekinni umfjöllun um það sem hæst hefur borið á ár- inu. Atvinnuástand Við íslendingar höfum búið við gott atvinnuástand, nánast samfellt allt tlmabilið eftir stríð. Vissulega höfum við kynnst atvinnuleysi á þessu tímabili, en þá aðeins sem árstíðabundnu eða staðbundnu. Mik- ið langvarandi atvinnuleysi, eins og hefur verið í f lestum nágrannalönd- um okkar, þekkjum við ekki. Að undanförnu hefur nokkuð bo- rið á atvinnuleysi, sem hefur farið vaxandi og flest bendir til að það muni enn aukast. Tölur um atvinnu- leysi segja hins vegar ekki alla sög- una. Til þess að sjá hvert stefnir á vinnumarkaðinum er nauðsynlegt að átta sig á því hvað hafi gerst og hvers megi vænta um framboð og eftirspurn vinnuafls. Hér er fyrst tafla um fjölda ársverka: Ársverk samkvæmt lauslegri áætlun Þjóð- hagsstofhunar 1987 og 1989: 1987 1989 87/89 Hið opinbera 22.094 24.905 9-2.811 Annar atvinnu- rekstur Samtals unnin 109.534 101.666 +7.868 ársverk 131.628 126.571 +5.057 Atvinnuleysi 584 2.200 +1.616 Taflan sýnir að ársverkum hefur fækkað um rúmlega 5 þúsund sl. 2 ár. Athygli vekur að miðað við áætl- un Þjóðhagsstofnunar hefur aðeins tæpur þriðjungur þessarar fækkunar komið fram sem atvinnuleysi. Tvo þriðju hluta hennar virðist mega skýra annað hvort með því að fólk kemst ekki þótt það vilji inn á vinnu- markaðinn eða ákveður að halda sér utan hans. Fækkun um meira en 3.000 ársverk má að hluta til skýra með lengri skólagöngu, með því að eldra fólki er sagt upp eða það læt- ur fyrr af störfum en áður þekktist og ef til vill hafa f leiri en áður valið þann kost að vera heima og gæta barna. Það má líka benda á að árið 1987 var skattlaust ár og mikil spenna og því óvenju margir á vinnu- markaði. Þegar haft er í huga að árleg fjölgun á vinnumarkaði er um 1.500 á ári þá duga þessar skýringar ekki til þess að bægja frá þeirri hugsun að þeim hafi fjölgað verulega, sem gjarnan vildu vinna en eru heima vegna þess að erfitt er að fá vinnu. Athyglisvert er að aukning eftir- spurnar eftir vinnuaf li á vinnumark- aði hefur verið bundin við hið opin- bera. Þar hefur ársverkum fjölgað um nærri 3 þúsund á sama tíma og fækkar um 8 þúsund ársverk í ai- mennum atvinnurekstri. Fjölgun ársverka hjá því opinbera og fækkun fólks á vinnumarkaði hefur falið þann stórfellda samdrátt sem hefur orðið á almennum vinnumarkaði. Nú hefur verið ákveðið að stöðva eða að minnsta kosti draga úr því að starfsmönnum hins opinbera fjölgi. Ekkert bendir til annars en að jafnframt muni verða áfram- haldandi samdráttur á almennum vinumarkaði. Engan skyldi því undra að fólk hafi áhyggjur af atvinnuástandinu naésta ár. Þjóðhagsstofnun spáir 3 þúsund atvinnulausum að meðaltali á næsta ári, sem er um 800 fleiri en á þessu ári. Spáin byggir á þeim forsendum að enn muni fjölga starfsmönnum hjá því opinbera, að mun minni samdráttur verði á al- mennum vinnumarkaði en raunin hefur verið síðustu 2 ár og óveruleg aukning verði á eftirspurn eftir vinnu. Margir telja þetta mikla bjart- sýnisspá. Fratfi til þessa höfum við verið sammála um það hér á landi að at- vinnuleysi væri óþolandi böl. Er sú afstaða að breytast? Frelsi til að ráðstafa fiski í umfjöllun um samskipti íslands og Evrópubandalagsins virðast nán- ast allir sammála um tvennt: Frelsi í viðskiptum með fisk. Engar fisk- veiðar útlendinga á íslenskum fiski- miðum. . Frelsi I viðskiptum með fisk felur auðvitað í sér að engar hindranir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.