Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 27

Morgunblaðið - 31.12.1989, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 27 Guðmundur Hannesson prófessor honum mest að þakka vöxt sinn og viðgang á upphafsárum sínum. Svo var að orði komist, að hann væri persónugervingur félagsins, og það lifði og hrærðist í honum. Guðmundur Hannesson var I rlt- stjórn Læknablaðsins í 7 ár frá því, að útgáfa þess hófst og hefur þá vafaiítið verið óskráður oddviti þess og talsmaður. í upphafi var blaðinu ætlað að drága úr þeirri einangrun lækna, sem þá var hér á landi, tengja stéttina saman og betjast við þann svefn í starfi, sem að dómi Guðniundar sótti þá á lækna, þar sem þeir lifðu hver í stnu horni langt frá öðrum læknujn og vissu lítið um félaga sína. Seinna taldi hann, að aðalverkefni blaðsins væru þrennskonar, stéttarmál, heil- brigðismál og það sem hann kallaði íslenska læknareynslu. Enda þótt læknum landsins værí þá kærastur úrtíningur úr erlendum læknaritum, áleit hann blaðinu það ofviða, að flytja þeim annað en lítið brot af nýjungum í læknisfræði, og gæti það því aldrei komið í stað stóru útlendu læknablaðanna. En kær- komnar voru honum frumsamdar greinar frá íslenskum læknum um reynslu þeirra af sjúkdómum og eigin athuganir. Sjálfur var hann mikilvirkastur þeirra, sem skrifuðu í Læknablaðið, meðan hans naut við. Þá var hann óspar á hvatning- arorð til lækna og brýningar, sumar þeirra kannske óraunhæfar, einkum þær sem vörðuðu skurðaðgerðir. Hann hvatti lækna til að taka upp siða- og umgengnisreglur og iáta ekki bjóða sér léleg kjör og eggjaði þá til að senda skýrslur um farsótt- ir og smitsjukdóma í tæka tíð til landlæknis. í skrifum sínum í blað- inu var hann sagður vera bæði skjöldur lækna og svipa á þá. Svo kvað HalldórGunnlaugsson, læknir, og Guðmundur birti í Læknablað- inu; „Hvað er lífið og hvað er Gvöndur? Hagstofuþjónn og lækn- arefsivöndur". En allt það sem Guðmundur Hannesson tók að sér vildi hann gera betur en meðal- menn. Guðmundur Hannesson lét margt til sín taka um ævina. Hann skrif- aði Heilbrigðisskýrslur landsins 1914-1929 og setti það form á þær, að þær þóttu bera af heilbrigð- isskýrslum annarra landa. Á árun- um 1915-1919 rannsakaði hann likamsbyggingu Islendinga. Bók hans um þær rannsóknir kom út á þýsku 1925 og heitir á íslensku „Líkamsstærð og likamshlutföll ís- lendinga“ og var sögð vera mesta vísindaafrek hans. Þar kom fram, að íslendingar voru þá þegar há- vaxnir, næstir Svíum og Skotum á hæð. Merkilegt gi’undvallarrit um skipulag bæja kom út eftir hann 1916, rit um skipulag sveitabæja 1919, um steinsteypu 1921 og um húsagerð á Islandi 1943. Bókin „ís- lensk líffæraheiti" kom út eftir hann 1941 og hafði að geyma fjölda nýyrða eftir hann, og bókin „íslensk læknisfræðiheiti“ kom út að honum blað8i„s. Y heft,s Lækna- látnum 1954 í útgáfu Siguijóns Jónssonar læknis. Auk greinasafns- ins „í afturelding" skrifaði hann margar greinar fyrr og síðar um stjórnmál, meðal annars um aðra völ ríkisvalds en þingræði. Um ýmiskonar önnur efni skrifaði hann einnig margar greinar í blöð og tímarit, t.d. greinina „Lyf og lækn- ingar“ um gagnsleysi þeirra lyfja, sem notuð voru framan af árum hans. En nú er öldin önnur i þeim efnum, svo sem alkunna er, og orð- in gerbreyting á áhrifamætti lækn- islyfja. Einnig braut Guðmundur Hannesson heilann um sorpeyðingu og hefur að öllum líkindum verið þar á undan sínum tíma hér á landi. Frá unga aldri hafði Guðmundur Hannesson lifandi áhuga á liúsa- gerð og hélt því snemma fram, að léleg húsakynni með vöntun á gluggum og góðu lofti, með þrengslum, súg, sagga og kulda væru hin eiginlega orsök margvís- legra kvilla og heilsuleysis, kvað þau eina af höfuðmeinsemdum þjóðarinnar, og hýbýlin væru einn hyrningarsteinn heilsunnar og vatnsveita og frárennsli ekki síður þýðingarmikið í þeim efnum en hurðir og gluggar. Hann skrifaði margar greinar um nauðsyn þess að byggja Landspítal- ann og átti þátt í að ráða útliti hans og innréttingum. Guðmundur Hannesson átti fyrstu hugmyndina að því, að emb- ætti berklayfirlæknis var stofnað hér, og var það fyrir tilhlutan Vil- mundar Jónssonar, að sú tillaga varð að veruleika 1935. Guðmundur Hannesson giftist árið 1894 Karólínu ísleifsdóttur prests á Stað í Steingrímsfirði. Börn þeirra fimm, sem upp kom- ust, voru Svavar, bankaútibústjóri á Akureyri, Hannes, læknir í Reykjavík, Anna, gift Jóni Sigurðs- syni, skrifstofustjóra Alþingis, Leif- ur, liðsforingjaefni, og Arnljótur, lögfræðingur. Guðmundur missti konu sína 1927 og lést hún nokkuð fyrir aldur fram, 66 ára að aldri. Hjónaband þeirra og heimilislíf var alltaf með ágætum. Eftir fráfall konu hans var hann í heimili með Hannesi syni sínum og konu hans, yalgerði Björnsdóttur frá Akureyri. Önnuðust þau um hann eins og best varð á kosið. Guðmundur Hannesson var rúm- lega meðalmaður á hæð, grann- vaxinn og varð sköllóttur með aldri. Hann var „ekki maður dulur í lund heldur skrafhreyfinn og opinskár, talaði lengi og viðstöðulítið“ um margvísleg efni, sagði Jón Hjaltalín Sigurðsson, embættisbróðir hans um hann. Guðmundur Hannesson var alla tíð mesti lestrarhestur á bækur og tímarit, las mikið læknis- fræði, skaldskap, um stjórnmál, trú- mál, húsagerð, skipulagsmál og margskonar efni og lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi vera. Hann drakk í sig inntak þeirra bóka, sem hann las, var víðlesinn, margvís og hafsjór af fróðleik, miðlaði gjarnan fólki af því sem hann las, og hafði yndi af að fræða.aðra. í skáldskap kunni hann ógrynnin öll af kvæðum og lausavísum utanbókar. Í stjórn- málum sá hann betur annmarka þeirra en kosti, gerði sér ekki fulla grein fyrir mikilvægi þeirra og felldi sig ekki við þingræði. í trúmálum var honum tíðrætt um bænina og sálræn áhrif hennar. Ekki virðist efamál, að einskorð- un er í mörgum tilvikum forsenda mikilla verka. Á hinn bóginn verður ekki sagt um Guðmund Hannesson, að hann hafi takmarkað sig við eitt viðfangsefni um ævina. Um hann var því öfugt farið. Guðmundur Hannesson var marglyndur maður, hugur hans var ekki óskiptur, áhugamál hans voru dreifð. Engu að síður var hann þess umkominn að dreifa kröftum sínum sér að meinalitlu. Kom þar til að honum voru gefnir miklir kraftar, hann var þriggja manna maki að starfsorku, eldhugi og brennandi í andanum, þegar til hinna meiri háttar verk- efna kom, sem hann tókst á við um ævina. Ekki verður sagt, að Guðmundur Hannesson hafi verið frumlegur rannsóknar- og vísindamaður. Aft- ur á móti var hann öðrum framar brautryðjandi í lífi sínu. Hann var brautryðjandi ekki einungis í lækn- isfræði, heldur einnig í skipulags- málum og jafnvel líka I húsagerð. Hann var brautryðjandi ekki á einu sviði heldur á þremur sviðum íslenskrar læknisfræði. Einn þriggja forvígismanna var hann hér á landi um smitgát og í handlækn- ingum og langathafnasamastur þeirra þriggja, á meðan hann lagði stund á þær. Hann varð fyrstur til að gefa út læknablað á Islandi, vísaði læknum á götuna fram eftir veg, var einskonar faðir Lækna- blaðsins og einn fremsti fræðari stéttar sinnar á fyrstu árum þess. Og Guðmundur Hannesson var frumkvöðull að stofnun Læknafé- lags íslands, fyrsti formaður þess og þar með forgöngumaður um uppbyggingu og eflingu íslenskrar lækna- og heilbrigðisþjónustu. Framsýnn var hann og glögg- skyggn á þarfir lækna og almenn- ings í heilbrigðismálum og fylgdi þar umbótum sínum fast eftir. Ótrauður barðist hann fyrir hug- sjónum sínum og markmiðum fyrir lækna, land og lýð. Meira en marg- ur annar um hans daga þokaði hann íslenskri læknisfræði fram á við frá vanþekkingu og vanmætti til aukinnar þekkingar og styrk- leika. Og um alla hluti fram bjó hann í haginn fyrir eftirkomendur sina í íslenskri læknastétt. Það var ekki að ófyrirsynju, að Helgi Tóm- asson sagði/um hann, að hann væri risi innan læknastéttarinnar hér á landi. „Atorka er eilíf gleði," sagði enska ljóðskáldið William Blake, uppi 1757-1827. Guðmundur Hann- esson var lánsmaður í lífi sínu, búinn ótæpum lífsþrótti og atorku, sem hann varði óspart í þágu stétt- ar sinnar og alrnennings og uppskar ríkulegan ávoxt verka sinna í því, sem hann kom ( framkvæmd á ævitíma sínum og eftir hann ligg- ur, Hann var einn þeirra afbragðs- manna, sem með forgöngu sinni fengu fært um set fávisku manna og vanheilsu meðal þjóðar sinnar. Hann var og lánsmaður til dánar- dægurs síns, dó skyndilega hjarta- dauða 1. október 1946 áttræður að aldri í fyllingu auðugra daga og veitandi starfa. Orðstír hans deyr ekki skótt. Höftindur or læknirá Akureyri. Heimildiri 1. Dr. J.H., S.M., Bj.J, J.Hj.S., M.P.: G.H. 70 ára. Læknabl. 22. árg. 1936. 2. HelgiTómaason: DánarminningG.H. Læknabl. 33. árg. 1947. 3. Nlels Dungal: Ævisaga G.H. Andvuri 83. árg. 1968. 4. Guðmundur BjumBson: Augnlækningar G.H. Læknabl. 61. árg. 1975. 6. Þóroddur Jónasson: LæknablaðG.H. Læknabl. 73. árg. 1987. 6. Vilmundur Jónsson: Lækningar og saga. Bókaútg. Menningarsj. 1969. mm'mmrnmmmmmmmmmsmím. Við höldum okkar striki . Vaxtarsjóður Útvegsbanka íslands hefur vaxið jafnt og þétt og eru nú um 600 milljónir króna í sjóðnum. Vaxtarsjóðurinn þakkar góðar viðtökur og óskar viðskiptavinum sínum heilla á nýju ári. . . . en flytjum á nýjan stað um áramót Vaxtarsjóðurinn verður til húsa að Ármúla 7 í Verðbréfamarkaði íslandsbanka. Þjónusta Vaxtarsjóðsins verður óbreytt. Verið velkomin í hóp ánægðra viðskiptavina. |IZ> VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS Ármúla 7, 108 Reykjavík, sími 68 10 40 JHffgusiPlJiMfe Metsölubladá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.