Morgunblaðið - 31.12.1989, Síða 33

Morgunblaðið - 31.12.1989, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 33 Kristín Einarsdóttir, formaður þingflokks Samtaka um kvennalista; Forsendurnar fyrir viðræðum EFTA og EB eru hættulegar í. Nauðsynlegt er að átta sig á að þótt ríkissjóður sé mikið bákn er vandi hans til kominn af manna völd- um eins og annað sem aflaga fer í samfélaginu. Þama hefur verið illa á málum haldið um árabil og þess ekki gætt að láta tekjur og gjöld standast á. Hættumerki eru því aug- Ijós. Halli ríkissjóðs er háskalega mikill nú og hefur farið vaxandi. Tekjur ríkissjóðs eru að stærstum hluta óbeinir skattar, sem eru háðir ráðstöfunartekjum almennings. Vandi ríkissjóðs hefur því vaxið jafn- hliða auknum samdrætti og kjarar- ýmun almenns launafólks. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa fyrst og fremst falist í hækkun á hlutfalli bæði beinna og óbeinna skatta og það á þeim sem minnst mega sín svo og í auknum álögum af ýmsu tagi. Spamaður og niðurskurður útgjalda hefur verið svo illa undirbúinn og handahófskenndur, að í raun hefur ekki verið unnt að framkvæma þau fyrirmæli. Skattaeftirlit hefur verið í molum og ótrúlegur fjöldi aðila kemst undan að taka á sig eðlilegan hlut í greiðslum í sameiginlegan sjóð. Til viðbótar hafa svo forsendur fjár- laga ekki verið réttar. Vandi ríkissjóðs er ekki óviðráðan- legur, en vitaskuld æ erfiðari við- fangs því lengur sem dregst að ráð- ast að rótum hans. Nauðsynlegt er að láta af skyndilausnum og gara áætlanir til lengri tíma. Aðhald í opinberum rekstri þarf stöðugt að vera á dagskrá. Hins vegar telur Kvennalistinn að ekki megi vega að grundvallarþáttum eins og menntun, uppeldi og heilsugæslu. Það er sann- girnina sem fyrst og fremst skortir í skattheimtu ríkisins, þ.e. að menn greiði gjöld eftir efnum og ástæðum. Það kæmi mér ekki á óvart að samið yrði við útlendinga um stóra álbræðslu, þó að ég sé því afar mót- fallin, eins og allt er í pottinn búið. Það er ljóst, að álframleiðendur í Evrópu og jafnvel víðar eru farnir að horfa til íslands í meira mæli en áður, vegna tilboða íslenskra stjórn- valda, um lágt orkuverð. Einnig freista þeirra eflaust þau lágu laun sem hér eru í boði. Sú hætta blasir einnig við að andvaraleysi íslenskra ráðamanna í mengunarvörnum lokki hingað hættulega stóriðju frá iðnað- arsvæðum Evrópu þar sem reynslan hefur kennt mönnum að gera strang- ar kröfur um mengunarvamir. Ég tel það ekki vænlegan kost að fá hingað erlenda stóriðju ef tilgang- urinn á að vera sá að auka fjöl- breytni í atvinnulífi þjóðarinnar og treysta byggð í landinu. Við eigum að leggja áherslu á að byggja upp iðnað sem hentar okkur betur. Eðli- legast og farsælast er að byggja upp atvinnulífið sem mest á úrvinnslu á eigin hráefnum. Þróun almenns iðnaðar í landinu hefur goldið þeirrar miklu áherslu sem hér hefur verið á erlenda stór- iðju. Gífurlegir fjármunir liggja að baki hverju starfi í orkufrekum iðn- aði og væri þeim betur verið til inn- lendrar atvinnuuppbyggingar. Mér finnst sérstaklega gagnrýnivert að ekki er litið á atvinnumálin í sam- hengi. Þannig komast talsmenn stór- iðju upp með að horfa framhjá heild- arhagsmunum og það er þeim mun alvarlegra sem hér er um afar háar fjárskuldbindingar að ræða. Það er athyglisvert í þessu samhengi að háværustu talsmenn einkarekstar í landinu virðast ekkert hafa við það að athuga þótt ráðskast sé með opin- bera fjármuni raforkufyrirtækja eins og Landsvirkjunar án þess að við- skiptaleg viðhorf sitji í fyrirrúmi. 3. Með því að draga, eftir því sem unnt er, úr greiðslu fríðinda og af- nema þau, nema í þeim tilvikum þar sem skýr rök eru til staðar. Svoköll- uð fríðindi geta verið af ýmsu tagi og ekki öll af hinu illa. Best er þó, að allt slíkt sé í lágmarki og miðað við sannanlegan eða eðlilegan kostn- að viðkomandi vegna starfs síns. Reglur um meðferð fríðinda þurfa að vera einfaldar og skýrar þannig að unnt sé að koma við virku eftirliti. Almennar viðmiðunarreglur hljóta að fela í sér, að hvers konar greiðsl- ur úr opinberum sjóðum séu bundnar opinberu starfi viðkomandi aðila, en ekki einkalífi hans né öðru því sem ekki tengist vinnu hans. Eðlilegt er að krafist sé greinargóðra skýringa á hveiju tilefni og gerðar séu athuga- semdir strax ef ástæða þykir. Víða í þjóðfélaginu, ekki síst hjá einkafyrirtækjum hefur tíðkast að í stað beinna launagreiðslna komi ýmis hlunnindi. Þessar hlunninda- greiðslur auka á misréttið milli þjóð- félagshópa, einnig á milli kynja þar eð karlar njóta slíkra hlunninda langt umfram konur. Mjög óæskilegt er að byggja upp launakerfi á slíkum hlunnindagreiðslum. í stað þeirra eiga launakerfin að vera sem gagnsæust og þannig að fólk greiði skatta af raunverulegum tekjum. 4. Gagnrýnið almenningsálit hér heima og vonin um að stjómmála- menn komist ekki upp með að hlaupa frá gefnum upplýsingum. Ég tel for- sendurnar fyrir samningaviðræðum Ingi Björn Albertsson, formaður Frjálslynda hægri flokksins: Bylta þarf fj ár málaslj órn ríkisins i. Það er ekkert vandamál til, sem ekki er til lausn á, svo er einnig með vanda ríkissjóðs. Sá vandi sem ríkissjóður á við að etja er fyrst og síðast tilkominn vegna stjórnleysis og óráðsíu undan- farinna ríkisstjórna, en þó er ástand- ið í þeim efnum sínu verst hjá sitj- andi ríkisstjórn, þar sem stjórn- og ráðdeildarleysi hafa farið saman. Því er það höfuðnauðsyn að breyta vinnubrögðum í ríkisstjórninni og fjárveitingarnefnd með það fyrir augum að draga verulega úr sjálf- virkum ríkisútgjöldum sem og öðrum útgjöldum vegna gæluverkefna um land allt, sem engum arði skila í þjóð- arbúið. Þessi auma fjármálastjórn sem við búum við og Iqarkleysi okk- ar stjórnmálamanna til að takast á við vandann, leiðir til þess að engin ríkisstjóm fram til þessa hefur í raun tekist á við vandann, sem er, að skera á fjáraustur í vonlausar atvinnu- greinar. Þetta leiðir ekki til annars en sífellt hækkandi skatta til að standa undir þessum óarðbæru at- vinnugreinum og þessu verður að linna. Þá verður ríkið einnig að láta af þeim ósið að fela atvinnuleysið í landinu í hinum opinbera geira, nær væri eins og áður er sagt að horfast í augu við vandann og takast á við hann. Það einfaldlega gengur ekki að bæta þúsundum manna við á launaskrá ríkisins á hverju ári, bara til að dylja atvinnuleysi. Afleiðingar þessarar fjármálastjórnar má til dæmis sjá í því að við erum með skuldugustu þjóðum heims miðað við íbúatölu, og fer versnandi ef eitthvað er. Ef litið er til landa þar sem óða- verðbólga hefur geisað þá er það samdóma álit færustu sérfræðinga að hún hafi fyrst og fremst komið til vegna rangra fjárfestinga ríkis- valdsins og stóraukinna erlendra lán- taka. Er nema von að mönnum bregði við slíkar yfirlýsingar þegar litið er á ástandið hér á landi. Ríkisvaldið bendir einstaklingum jafnt sem atvinnuvegunum á að nú verði þeir að herða ólina enn um sinn. Ríkisvaldið verður þá að ganga á undan með góðu fordæmi en hugsa ekki sem svo að það eitt eigi að hafa sömu eða jafnvel meiri ráðstöf- unartekjur en áður og ná þeim bara með aukinni skattheimtu á öllum sviðum. Verði ekki við brugðið mun fólk flytjast í æ ríkara mæli úr landi og við því verður að spoma. Það er einungis hægt með því að hér sé yfir höfuð lifandi. Hér verður því að lina skattaáþján þá sem hvflir eins og mara á fólki, og leyfa fólki að eignast eitthvað annað en skatta- kvittanir. Þá á ekki að refsa fólki fyrir ráðdeild og spamað, en hygla síðan þeim sem öfugt fara að. Eg segi því hiklaust að við vanda ríkis- sjóðs er hægt að ráða, en það þarf kjark til þess. Við umræður á Al- þingi um fjárlög bentum við þing- menn Frjálslynda hægri flokksins á leiðir. Þær hugmyndir komust að sjálfsögðu ekki út til fólksins, þar sem við erum ekki í einum af stóru eða gömlu flokkunum, en við lögðum til margskonar sparnað og niður- skurð, sameiningu stofnana, fækkun þingmanna og ráðuneyta og fleira og fleira. Með því að fara þá leið sem við bendum á væri stigið fyrsta skref- ið í þá átt að ná tökum á fjármála- stjóm ríkisins, þar sem allt á að miðast við þjóðhagslegt mat samfara arðsemi. 2. Ég vona svo sannarlega að svo verði og hef þá í huga síðustu orðin í sVari mínu við fyrstu spurning- unni. Að það er að mínu mati þjóð- hagsiega afar brýnt og arðsemi slíks fyrirtækis á ekki að þurfa að dyljast fyrir neinum. Hitt er svo annað mál að til þess að þessi tvö skilyrði nái fram að ganga verða menn að gera sér grein fyrir því að þá koma aðeins tveir staðir til greina fyrir nýtt ál- ver. Það er annars vegar við Straumsvík eða hinsvegar við Gmnd- artanga við Hvalfjörð. Á báðum þessum stöðum er að- staða fyrir hendi, þannig að ekki þarf að eyða stórfé í hafnarfram- kvæmdir og það eitt leiðir til þess að fyrirtækið fer að skila arði mun fyrr heldur en ef að það yrði reist til dæmis við Eyjarfjörð, þar sem eyða þyrfti strax í upphafi stórfé til hafnarframkvæmda. Hér má ekki kjördæmapot ráða ferðinni, enda á mönnum að vera það Ijóst að því fyrr sem slíkt fyrirtæki fer að skila arði því betra fyrir þjóðfélagið í heild, og því fyrr er hægt að veita fé í ríkara mæli til annarra atvinnu- tækifæra. 3. Þegar menn gleyma því að valdið og fríðindi þess eru komin frá fólkinu fer illa. Þess vegna veit vitur stjórn- andi að hann fer best með fríðindi Kristín Einarsdóttir EFTA og EB eins og þær nú liggja fyrir vera alsendis óviðunandi og hættulegar fyrir íslenska hagsmuni og sjálfstæði þjóðarinnar. Þess vegna tel ég rangt að taka þátt í þessum samningaviðræðum og treysti engan veginn þeim sem fara með umboð íslands fyrir okkar hagsmunum. Þótt gerðir hafi verið nokkrir fyrirvarar, liggur það fyrir að jafnvel grundvall- arhagsmunir eins og yfirráð yfir auðlindum okkar eiga að vera samn- ingsatriði. í raun er hér verið að stíga fyrsta skrefið til formlegar aðildar að Evrópubandalaginu þótt annað sé látið í veðri vaka. íslendingar eiga ekkert erindi inn í það bandalag. Sem smáþjóð sem byggir tilveru sína á náttúruauðlindum þurfum við að hafa áfram rétt til eigin hagstjórnar. Hagsmunir íslendinga eru líka svo ólíkir öðrum EFTA-þjóðum að við getum ekki talað sömu rödd og þær gagnvart EB. Við lifum á því sem hafið gefur. Það er okkar sérstaða. Látið var að því liggja að fríverslun með fisk innan EFTA sé mikið tromp í samningaviðræðum við EB. Nú þegar er hins vegar ljóst að það dugar skammt, því að ÉB mun ekki fallast á að leggja niður það víðtæka styrkjakerfi sem sjávarútvegur býr við innan bandalagsins. Ingi Björn Albertsson með því að nota þau sem minnst. Hitt er svo annað mál að ég tel ekki að fríðindi séu í raun mikil í æðstu stöðum. Það ér mín skoðun að við megum ekki vera svo nánasarlegir við æðstu ráðamenn þjóðarinnar að þeir geti ekki komið fram með þeirri reisn sem við krefjumst af þeim, en til þess þurfa þeir frekar á risnu að halda en sérstökum fríðindum og hana tel ég að þeir hafi og misnoti ekki. Eitt get ég þó ekki sætt mig við og það er að ráðherrar fái greidda dagpeninga til viðbótar því að allur útlagður kostnaður er greiddur fyrir þá. Þessir dagpenignar renna síðan beint í vasa viðkomandi aðila og þetta á að afnema ekki seinna en strax. Séu menn á þeirri skoðun, að fríðindi séu of mikil, þá er einfaldast að setja þröngar og afdráttarlausar reglur um öll fríðindi hjá hinu opin- bera. 4. Það er nær útilokað að sjá fyrir um framvindu mála í samningaviðræð- um EFTA eða EB árið 1990. Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á þessi mál. Til að mynda ör og byltingar- kennd framvinda mála í Austur- Evrópu, þar sem athygli og áhugi almennings og stjórnmálamanna í Því fyrr sem við áttum okkur á því að hagsmuna okkar er best gætt, með þvi að leita beinna sámninga um samskipti okkra við EB því betra. Við eigum að halda fast og ákveðið á okkar málstað með tilliti til smæð- ar þjóðarinnar og leita sem víðast samninga um okkar viðskiptalegu hagsmuni. Það er einkennilegt til þess að vita að á sama tíma og hið mið- stýrða kerfi, sem kennt hefur veirð við Marx og Lenín, er að hrynja til grunna í Austur-Evrópu, er í uppsigl- ingu ólýðræðislegt og miðstýrt kerfi í Vestur-Evrópu, sem margir aðilar hérlendis vilja svo ólmir tengjast. 5. Öll heimsbyggðin hlýtur að fagna þeirri viðhorfsbreytingu sem er að verða í Austur-Evrópu um þessar . mundir og ekki síður að þessar miklu þjóðfélagsbreytingar hafa víðast hvar farið friðsamlega fram. Hrun Berlínarmúrsins ætti að vera okkur vegvísir í viðleitni okkar til að eyða tortryggni og úlfúð milli manna og þjóða. Þó að þessa dagana hvíli skuggi yfir þeim jákvæðu breytingum sem átt hafa sér stað í austurhluta Evr- ópu vegna mannfalls í Rúmeniu, er ég bjartsýn á framhaldið. Það er athyglisvert að breytingamar hafa orðið fyrir ákall fólksins eftir frelsi og nýjum lausnum á þeim mikla efna- hagsvanda sem við blasir. í svoköll- uðum alþýðulýðveldum voru vald- hafamir sjálfir fastir í gamla farinu og leituðu ekki nýrra lausna. Þeir ' urðu því að gefast upp fyrir kröfu fólksins um lýðræði. Fólkið fann að nú var rétti tíminn. Sú hugarfars- breyting sem einkennir nýja valdhafa í Sovétríkjunum hefur aukið fólki í löndum Austur-Evrópu kjark og þor til að takast á við vandamálin heima fyrir. Fólk finnur að með samstöðu tekst að bijóta á bak aftur þau höft og þá frelsisskerðingu sem vopn, gaddavír og múrar hefur neytt það til að lifa við síðustu áratugi. Það sem einkum vekur bjartsýni og von um frelsi og frið ekki aðeinss í Austur-Evrópu heldur alls staðar í heiminum er, að þrátt fyrir kúgun í áratugi hefur ekki tekist að bijóta á bak aftur vilja fólks og frelsisþrá. einstökum EB-ríkjum mun fyrst og fremst beinast í þá átt að hjálpa þessum ríkjum í átt til lýðræðis og frelsis. Einnig mun vaxandi hræðsla stjómmálamanna og hagsmunasam- taka innan ýmissa EFTA-ríkja, við að missa sérstöðu sína og völd í við- komandi löndum, spila inn í. Þá má ekki gleyma sterkri þjóðemiskennd með ótta við of nána samvinnu við erlenda aðila, hræðslu við smæð landa EFTA í samanburði við EB- ríkin og harðri andstöðu við yfir- þjóðlegar ákvarðanir, ásamt hræðslu við afleiðingar frjáls flæðis fjár- magns. Allt þetta mun reynast þungt í skauti við samningaborðið, þannig að ég efast í raun um að árið 1990 dugi til þess að ná samkomulagi. 5. Þeir atburðir sem hafa verið að gerast í Austur-Evrópu eru einhveij- ir þeir gleðilegustu í háa herrans tíð. Það sem hefur fyrst og fremst vakið athygli mína er hversu hratt komm- únisminn hefur hrunið og hversu rík þátttaka alls almennings í þeim at- burðum virðist hafa verið. Almenn- ingur þar eystra hefur greinilega verið orðinn fullsaddur og sagt hing- að og ekki lengra, þetta gengur ekki lengur, nú tökum við völdin. (Það er sennilega eitthvað þessu líkt sem þarf að gera varðandi fjármálastjóm íslenska ríkisins, fjármálalega bylt- ingu.) Það sem á ekki hvað minnstan þátt í þessari þróun er að íbúar aust- ursins hafa smátt og smátt komist í kynni við vestræna menningu og vestræna lifnaðarhætti. Fyrst og fremst í gegnum fjölmiðla. Þá hefur smátt og smátt gætt vaxandi óánægju þegar menn hafa séð sam- anburðinn að ógleymdum öllum höft- um og bönnum, oki og kúgun, fá- tækt, skorti og siðblindu ráðamanna. Allt hefur þetta að lokum fyllt bikar- inn svo að útúr f læddi með af leiðing- um sem umheimurinn hefur orðið vitni að undanfömu. Fijálslyndi hægri flokkurinn vill nota þetta tækifæri og óska lands- mönnum öllum Guðs friðar með von um gleðilegt ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.