Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.12.1989, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Brautryðjandinn Guðmundur Hannesson prófessor - LÆKNABLAÐIÐ 75 ÁRA - eftir ÓlafSigurðsson Læknablaðið hóf göngu sína í janúar 1915, og verða því liðin 75 ár í næsta mánuði frá því að bytjað var að gefa það út. Fyrstu ritstjór- ar þess voru læknarnir Guðmundur Hannesson, Matthías Einarsson og Maggi Júl. Magnús. En sá, sem var aðalhvatamaðurinn að útgáfu Læknablaðsins og lagði mest af mörkum til hennar í upphafi, var Guðmundur Hannesson. Hann var og fyrsti ritstjóri læknablaðs hér á landi, hafði gefið út á Akureyri fjöl- ritað læknablað í 3 ár upp úr alda- mótunum og var því sá eini þess- arra merku lækna, sem nokkra reynslu hafði af ritstjórnarstörfum. Því er ástæða til að minnast hans sérstaklega við þessi tímamót í sögu Læknablaðsins og rifja upp og láta koma fyrir aimennings sjónir nokk- ur atriði varðandi sevi hans og störf. Guðmundur Hannesson fæddist 9. september 1866 á Guðlaugsstöð- um í Blöndudal, Austur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Pálsdóttir frá Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd og Hannes Guðmundsson frá Guð- laugsstöðum. Þar hafði sama ættin setið jörðina síðan um aldamótin 1700 og löngum búið þar stórbænd- ur. Fimm árum eftir fæðingu Guð- mundar fluttust foreldrar hans að Eiðsstöðum í Blöndudal, og þar ólst hann upp. Faðir hans var góður bóndi og orðlagður smiður. Snemma kom í ljós, að Guðmund- ur var bókhneigður, námfús og minnugur, og lærði hann tvö krist- indómskver utanbókar fyrir ferm- inguna, fyrst kver eftir Balle og síðar Helgakver. Ungur hafði hann hug á að komast til mennta, en á þeim tímum var ekki auðhlaupið fyrir bændasyni að ganga mennta- veginn. Þó náði það fram að ganga, acThann var kostaður til náms í Lærða skólanum í Reykjavík, þar sem hann lauk stúdentsprófi 1887. Sagt var, að hugur.hans hefði þá staðið til náms í verkfræði eða húsa- gerðarlist, en það þótti þá ekki fýsi- legur kostur fyrir efnalitla stúd- enta, og lagði hann því fyrir sig læknisfræði við Háskólann í Kaup- mannahöfn. Þar bjó hann við knappan kost en var sparsamur og lifði framan af á Garðstyrknum ein- um saman. Námið sótti hann af kappi og lauk fyrri hluta prófi í læknisfræði vorið 1891. Hélt hann síðan heim til dvalar í heimahúsum um sumarið. Þá var það, sem Guðmundur gerði sem læknanemi þá skurðaðgerð, sem lengi var í minnum höfð, og hann var rómaður fyrir. Hann fram- kvæmdi á sveitabæ aflimun á gang- lim um læri vegna skemmda í fót- lið og hnélið. Sjúklingurinn var bóndi á Stapa í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, aðgerðin fór fram á hurð úr bænum, aðstoðarmaður Guðmundar var héraðslæknirinn á Sauðárkróki og svæfinguna annað- ist sóknarpresturinn á Mælifelli. Gætti Guðmundur þeirrar varúðar, sem aðstæður leyfðu, gagnvart smiti viö aðgerðina. Hann hafði þá þegar séð nokkrar aðgerðir á Frið- riksspítala í Höfn en héraðslæknir- inn litlar sem engar séð á námsár- um sínum í Reykjavík, því að skurð- lækningar voru þá skammt á veg komnar þar. Sjúklingnum farnaðist vel eftir aðgerðina, gekk síðan við tréfót og var enn á lífi 1938. Guð- mundur var góður smiður og hand- laginn, sagði þó að handlækningar væru fremur komnar undir höfði ■ læknisins en höndum hans. Hann lauk læknisprófi frá Hafn- arháskóla 1894. Gerðist hann hér- aðslæknir á Sauðárkróki um mitt ár 1894 og tók þar við embætti af Guðmundi Magnússyni, síðar pró- fessor. Ekki mun það hafa verið vandalaust fyrir Guðmund Hannes- son að setjast þar i sæti nafna síns, svo nafntogaður náms- og gáfu- maður sem Guðmundur Magnússon var. Hafði hann gert þar fimm hol- skurði til sulla með fullri smitgát á tæpum tveimur árum og þar af misst einn sjúkling. Guðmundur Hannesson var þar í 15 mánuði og gerði þar 11 holskurði einnig með smitgát, missti þar af tvo sjúklinga. Þessu næst var hann í Höfn vet- urinn 1895-1896 við framhaldsnám í læknisfræði, var þar m.a. á fæð- ingarstofnun og kynnti sér einnig augnlækningar. Varð hann síðan héraðs- og sjúkrahúslæknir á Akur- eyri vorið 1896. Þar var þá fyrir lítið og ófullkom- ið 8 rúma sjúkrahús, .stofnsett 1873. Aðsókn að því hafði alltaf verið lítil allt frá byijun, að jafnaði 15 innlagnir á ári og skráðir sjúkl- ingar þar ýmist enginn, einn eða tveir flestir samtímis. Eftir komu Guðmundar Hannessonar þangað varð þar^skyndileg breyting á, og fjölgaði þá innlögnum upp í 64 á timabilinu frá 15. maí til 31. desem- ber 1896. Á þeim tíma gerði Guð- mundur Hannesson þar 44 meiri háttar aðgerðir. Á næstu 6 árum var meðaltal innlagna þar 112 á ári. Á sama tíma var meðaltal inn- lagna 71 á ári hjá þeim báðum til samans Guðmundi Björnssyni og Guðmundi Magnússyni á þáverandi Sjúkrahúsi Reykjavíkur allt fram til ársins 1802, að það var lagt nið- ur og St. Jósefsspítali tekinn í notk- un þess í stað. Bylting varð í handlækningum í Iandinu 1895-1905 með því, að as- eptik, öðru nafni smitgát, kom til sögunnar, segir Vilmundur Jónsson. Kallar hann þau ár Guðmundatíma- bilið í sögu íslenskrar iæknisfræði eftir þeim Guðmundi Björnssyni, Hannessyni og Magnússyni. Guð- mundur Björnsson gerði 15 hol- skurði til sulla 1896-1900, missti þar af engan sjúkling og hætti síðan skurðaðgerðum fyrir fullt og allt. Guðmundur Magnússon gerði 30 slíka holskurði 1894-1900, og dóu 4 sjúklingar hans. Guðmundur Hannesson gerði 39 holskurði við sullaveiki 1896-1900 og missti 3 sjúklinga. „Langathafnasamastur og til- þrifamestur Guðmundanna á upp- hafsárum smitgátar var Guðmund- ur Hannesson,“ segir Vilmundur Jónsson og „lengst af starfstíma hans á Akureyri stóðu nafnar hans báðir saman honum hvergi nærri á sporði um fjölda umtalsverðra að- gerða“. Hann var með fádæmum ötull og ósérhlífinn í starfi og var atorka hans undraverð. Hugkvæm- ur var hann, úrræðagóður, snarráð- ur, verkhygginn, laghentur og hafði góðareglu og skipulag á öllum hlut- um. í framkomu var hann yfirlætis- laus og yfirleitt við alþýðuskap eft- ir því, sem þá gerðist um embættis- menn. Hann gerði á Akureyri marg- ar meiri háttar aðgerðir aðrar en við sullum, framkvæmdi holskurði við margskonar innyflameinum, gerði aðgerðir á eitlum, útlimum og beinum, opnaði höfuðkúpu tvisv- ar við heilaæxlum og einu sinni við heilasulli, sem hann nam burtu. Barkaskurði við bráðri barnaveiki með bjúgi í barkaoþi gerði hann yfirleitt í heimahúsum. Þá fékkst hann allmikið við augn- lækningar á Akureyri, greindi marga augnsjúkdóma, gerði augn- aðgerðir þar flestar við gláku en líka við dreri og fjarlægði auga þegar ekki var annarra kosta völ. Hann vakti athygli á því, hversu alvarleg hægfara gláka væri, sem þá var algengasta orsök blindu á Islandi. Um augnlækningar Guð- mundar Hánnessonar skrifaði Guð- mundur Björnsson, prófessor, ýtar- lega og athyglisverða grein í Læknablaðið 1975. Segir hann þar að í augnlækningum Guðmundar Hannessonar hafi komið vel fram fjölhæfni hans, dugnaður og áræði. Eins og þegar hefur verið vikið að, gerði hann á Ákureyri mun fleiri meiri háttar skurðaðgerði? en nafnar hans báðir til samans í Reykjavík. Jafnhliða skurðiækning- um sínum þjónaði hann víðlendu 4.000 manna læknishéraði með til- heyrandi vitjunum og læknisferðum og tók oftlega á móti 10-15 sjúkl- ingum í viðtal á dag. Ekki er of- mælt, að hann var afkastamikill læknir og hamhleypa til starfa, þegar því var að skipta. Hlaut hann og ríflega laun verka sinna í dálæti því, sem almenningur fékk á hon- um, og varð hann hálfgildings kraftaverkamaður í augum fólks, átrúnaðargoð sjúklinga og þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi. Nú er það athyglisvert um Guð- mund Hannesson og raunar dæma- fátt, að hann hóf og framkvæmdi skurðaðgerðir sínar án nokkurrar undirbúningsmenntunar í hand- Iækningum. Að vísu voru aðstæður og tímar aðrir þá en nú, en engu að síður var hann í raun og veru sjálfmenntaður og jafnframt mjög fær skurðlæknir, sem naumast hef- ur verið á annarra færi en afburða- manna að hæfileikum. Það var öðru nær en að hann mælti því bót, að hann gerðist án undirbúnings svo aðsópsmikill skurðlæknir, sem hann varð. Þvert á móti sagði hann, að skurðlækningar yrði að læra á löng- um tíma og með fyrirhöfn, byija á því einfalda og smáa en vanda sig á því eftir föngum og færa sig síðan smám saman upp á skaftið eftir því sem æfingin færi vaxandi. Hins vegar kvaðst hann sjálfur hafa lært það litla, sem hann kynni í skurð- lækningum, á þann glæfralega hátt, að hann gerði aðgerðir við allskonar handlæknissjúkdómum „í hreinustu forherðingu" hugarins, þegar líf og heilsa sjúklingsins var í húfi án uppskurðar. Hann var heppinn í fyrstu skiptin og jókst honum þá trú á sjálfum sér til að halda áfram á sömu braut. Segja má, að hann hafi öðrum fremur verið skurðlækn- ir af náðargáfu og hefði vafalítið orðið stórt nafn í handlækningum, ef hann hefði starfað við aðrar og betri aðstæður, á stærri vettvangi en hann gerði, við stóra stofnun í stóru samfélagi. Með fram vegna þess álits, sem Guðmundur Hannesson ávann sér í starfi, fékk hann því framgengt að byggt var sjúkrahús á Akureyri með fjárframlögum frá ríki, Akur- eyri og nálægum sýslufélögum. Var það tekið í fulla notkun vorið 1899 og mátti fullvel telja það 16 rúma sjúkrahús í stað 12 rúma í upp- hafi. Guðmundur Hannesson, sem lesið hafði mikið um húsagerð, teiknaði það og hafði alla forsögn um byggingu þess og líka vandaðs íbúðarhúss handa sjálfum sér. „Var hvorttveggja að mörgu leyti braut- ryðjandaverk og mætti hann fyrir þá sök vel heita fyrsti íslenski arki- tektinn,“ segir Vilmundur Jónsson um hann. Heimild fékk hann 1902 til að ráða aðstoðarlækni að sjúkrahúsinu til frambúðar. Guðmundur Hannesson var fyrsti læknirinn sem framkvæmdi botn- langatöku hér á landi og var það á sjúkrahúsinu á Akureyri 2. septem- ber 1902. Sjúlingurinn var Ingólfur Gíslason, þá héraðslæknir á Breiðu- mýri, og hafði hann svæsna botn- langabólgu, aðstoðarlæknir var Ólafur Sigurðsson „Guðmundur Hannes- son var lánsmaður í lífi sínu, búinn ótæpum lífsþrótti og atorku, sem hann varði óspart í þágu stéttar sinnar og almennings og uppskar ríkulegan ávöxt verka sinna í því, sem hann kom í framkvæmd á ævitíma sínum og eftir hann liggur.“ Steingrímur Matthíasson og svæf- ingu annaðist Matthías Einarsson, þá læknanemi. Aðgerðin heppnaðist vel um það er lauk. Þá vann Guðmundur Hannesson það þrekvirki á Akureyri að rita og gefa út handritað Læknablað sitt frá hausti 1901 til hausts 1904 mánaðarlega í 8 blaða broti. Gerði hann það að eigin frumkvæði einn og án allrar aðstoðar og samdi mest allt efnið í það sjálfur eða alls 260 biaðsíður af hinum 288 biaðsíðum, sem hinir þrír árgangar blaðsins námu til samans. Þóroddur Jónasson, læknir, skrifaði merka grein um Læknablað Guðmundar Hannessonar í Læknablaðið 1987 og er stuðst við þá grein í því, sem hér er sagt um blaðið. Guðmundur skrifaði allt blaðið eigin hendi með kollóttum stálal með hrufótta þjöl að undirlagi undir pappírnum og hectograferaði það eftir eigin frum- riti. Rithönd hans var skýr, auðles- in og áferðarfalleg. Fyrst í stað sendi hann það endurgjaldslaust öllum þáverandi læknum á Norður- og Austurlandi og kostaði það að öllu leyti sjálfur. Blaðið fjallaði að stærstum hluta um læknisfræði og sjúkdóma, í annan stað um heil- brigðisþjónustu, þá um læknana sjálfa, skyldur þeirra, bókhald og laun og loks um menntun og fram- haldsmenntun þeirra. Blaðið var tvímælalaust mjög gagnlegt þeim læknum, setn fengu það í hendur, hentaði þeim vel, var þeim ávinn- ingur. Miðað við tíma og aðstæður Guðmundar Hannessonar var ritun og útgáfa blaðsins einstætt framtak og afrek. Furðuverk kallar Þórodd- ur Jónasson það réttilega. Guðmundur Hannesson einskorð- aði sig ekki við læknisfræði á Akur- eyri. Árið 1906 gaf hann út litla bók, ritgerðasafn, og nefndi „I aft- urelding". Bókin var framlag hans í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Ásamt með veigamiklum rökum, sem hann tilfærir fyrir máli sínu og ekki verða rakin hér, segir hann, að hlutskipti einstaklinga jafnt sem þjóða sé fremur komið undir mark- miðum hlutaðeigandi aðila en ytri aðstæðum og háð fastheldni þeirra við þau markmið, viljaþreki og kjarki þeirra til að fylgja þeim eft- ir. Tekur hann sem dæmi um það, að á flestum jörðum hafi fram að hans tíma stundum búið fátækling- ar, stundum efnamenn þrátt fyrir óbreyttar aðstæður í langan tíma. Þetta rit, sem er hið merkasta, vakti mikla athygli um allt land, því að þar var á eftirminnilegan hátt kveð- ið upp úr af Jandskunnum manni um það, að íslendingar ættu að verða sjálfstætt og fullvalda ríki. Á ýmsa lund voru Akureyrarár hans blómatími hans, svo miklu, margvíslegu og nýju, sem hann kom til leiðar þar og afkastaði. Starfs- ferill hans þar var ævintýri líkast- ur, sýndi og sannaði, hvílíkt afreks- menni hann var, þegar hann fann viðnám krafta sinna. Hins vegar kaus hann að flytja til Reykjavíkur, þegai' héraðslæknisembættið losn- aði þar árið 1907. Var sagt, að hann teldi sig þar vera nær miðju- punkti málefnanna, og með því móti mætti hann meira láta að sér kveða í heilbrigðismálum þjóðarinn- ar en áður, og samtímis því fengi hann tækifæri til að fræða og hafa áhrif á verðandi lækna í landinu. Mun almannaheill hafa verið meg- inmarkmið hans í lífinu og jafnhliða áleit hann það mikilvægt, að eyða miklum tíma í æskufólkið það sem erfði Jandið og hann kallaði „lífti-yggingu þjóðarinnar". Og ásamt með héraðslæknisstörfum sínum varð hann kennari í líffæra-, yfirsetu- og heilbrigðisfræði við Læknaskólann. Eftir komuna til Reykjavíkur gerði hann nokkrar skurðaðgerðir á St. Jósefsspítalan- um þar en hætti við uppskurði fljót- lega og var sagt, að honum hafi ekki líkað allskostar starfskilyrðin þar. Haustið 1911 varð hann pró- fessor við hinn nýstofnaða háskóla og lét þá að mestu af almennum lækningum. Við háskólann kenndi hann líffæra- og heilbrigðisfræði' alla sína tíð þar, yfirsetufræði á fyrri árum og lífeðlisfræði á síðari árum sínum þar. Rektor háskólans var hann tvívegis, eitt ár í senn í hvort skipti. Áhugi hans á fram- gangi háskólans var mikill og stöð- ugur, og vildi hann allt gera til að auka gengi hans og hróður. Hann lét af störfum haustið 1946 fyrir aldurs sakir. Framan- af Reykjavíkurárum sinum sinnti Guðmundur Hannes- son mikið félagsmálum lækna og sparaði sig ekki. Var hann þar í fararbroddi og voru honum falin hin mikilvægustu trúnaðarstörf fyr- ir starfsbræður sína. Hann var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur í 7 ár, þar af formaður þess í 4 ár. Læknafélag íslands var stofnað 1918. Tilgangur félagsins var í upphafi að efla hag og sóma íslenskrar læknastéttar, auka sam- vinnu meðal lækna í heilbrigðismál- um þjóðarinnar og glæða áhuga lækna á öllu, sem að starfi þeirra laut. Guðmundur Hannesson var fyrsti formaður félagsins og sat í stjórn þess í 14 ár, þar af formaður í 10 ár. Reyndi sú staða mjög á lagni hans og þrek og brást hann hvergi trausti starfsbræðra sinna. Hann veitti héraðslæknum stuðning í kröfum þeirra um bætt iaunakjör og dýrtíðaruppbót. Nýjum læknum útvegaði hann 5 eins árs nám- skandidatastöður í Danmörku ár hvert. Á fundum í Læknafélagi ís- Iands bókaði hann sjálfur fundar- gerðir félagsins og var þannig í raun bæði formaður og ritari félags- ins. Óhætt má segja, að hann var vakinn og sofinn í öllu, sem horfði til bóta fyrir íslenska læknastétt og heilbrigðismál þjóðarinnar. Sagt var, að Læknáfélag íslands ætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.