Morgunblaðið - 07.01.1990, Síða 6

Morgunblaðið - 07.01.1990, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUKliLAÐlÐ SUNNUDAGUR 7. 'JAUÖAR 1990- Magriús B. Jónsson Magnús B. Jónsson, for- stöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins Hvannatúni, Andakíl. Landbúnaðarráðherra hefúr ráðið Magnús B. Jónsson, fyrr- verandi skólastjóra Bændaskól- ans á Hvanneyri og kennara þar til að veita forstöðu Hagþjónustu landbúnaðarins til eins árs. Stofnunin mun starfa samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor og verður staðsett á Hvanneyri. Hagþjónustu landbúnaðarins er ætlað að safna hagtölum fyrir lándbúnaðinn og vinna úr bókhaldi (í búreikningum) bænda og leggja fram gögn sem verða grundvöllur til verðlagningar búvöru. Með stofnuninni færast hlutverk búreikninga skrifstofunnar til bún- aðarsambandanna og hagþjónustu landbúnaðarins. Reynt verður að ráða í eina og hálfa stöðu sérfræð- inga til viðbótar, en síðar er ætlun- in að 3—4 sérfræðingar starfi þar. Bændaskólinn leigir stofnuninni húsnæði til að byija með enda er gert ráð fyrir nánu samstarfi við bændaskólana meðal annars með kennslu þar. - d.J. Höfúm ekkert að auglýsa - segir Arngrímur Jóhannsson sem keypti Arnarflugsþotuna af ríkinu „VIÐ HÖFUM ekkert að auglýsa hér, við störfúm ekki á íslenskum markaði," segir Arngrímur Jóhannsson, aðaleigandi flugfélagsins Atlanta hf., sem komst óvænt í fréttirnar síðastliðinn fimmtudag með því að kaupa Arnarflugsþotuna af ríkinu. Lítið hefúr farið fyr- ir þessu félagi hér á landi en það er með töluverða starfsemi í Finn- landi þar sem það annast áætlunarflug með vörur fyrir Finnair. Atlanta hf. er fyrirtæki Arngríms og fjölskyldu hans, það fékk flugrekstrarleyfi fyrir tæpum tveimur árum. Arngrímur, sem verður fimmtugur á þessu ári, flýgur þotu fyrirtækisins, auk þess sem hann er í stjórn, for- stjóri, yfirflugstjóri og flugrekstr- arstjóri. Eiginkona hans, Þóra Guð- mundsdóttir frá Siglufirði, er með honum í stjórn og yfirfiugfreyja þegar á þarf að halda. Starfsmenn verða um 30 þegar báðar þoturnar verða komnar í rekstur, allt íslend- ingar fyrir utan einn Kýpurbúa. Yfirbyggingin er í lágmarki og taka flugmennirnir að sér ýmis verk sem önnur fyrirtæki ráða sér- staka menn í. Helstu samstarfs- menn Amgríms eru: Jón Grímsson f lugstjóri og verkefnisstjóri í Finn- landi, Þórír Garðarsson tæknistjóri og Jón Rafn Pétursson fjármála- stjóri. Félagið er skráð í Mosfells- bæ. Skrifstofur þess eru í húsi Mosfells apóteks og deilir það skrif- stofu með Búnaðarsambandi Kjal- arnesþings og Svínaræktarfélagi íslands. Arngrímur segir að flugfé- lagið sé rekið með hagnaði. Atlanta hóf áætlunarflug með vörur fyrir Finnair fyrir einu ári en þetta er þriggja ára verkefni. Félagið tók á leigu Boeing 737-200 þotu, TF-ABJ, til þess verkefnis. Arngrímur segir að flugið fyrir Finnana gangi mjög vel og báðir aðilar ánægðir með samstarfið. Fljótlega hefði verið farið að ræða um aukin verkefni og Atlanta hf. þá farið að að leita sér að hent- ugri vél til þeirra. Segir Arngrímur að nokkrar vélar séu á markaðnum en Arnarflugsþotan sem ríkið hefði lengi verið með til sölu væri góður kostur vegna þess að burðargeta hennar væri nákvæmlega sú sama og hinnar þotunnar og gæti því gengið beint inn í núverandi samn- inga. Þá hefði hún verið í rekstri hér á landi og menn vissu allt um ástand hennar. Arngrímur segir að það sé að vísu leiðinlegt að drag- ast inn í átök hér heima út af sölu á þessari vél sem hans gamla f lug- félag átti áður, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það mál. Hann kveðst hafa notið aðstoðar Tómas- ar Þorvaldssonar hdl. við samn- ingsgerðina við ríkið. Morgunblaðið/Þorkell Arngrímur Jóhannsson Arngrímur segir engum vand- kvæðum bundið að fjármagna kaupin, vélin kostar 440 milljónir ísl. kr. og verður þessi fjárhæð staðgreidd við afhendingu þotunn- ar síðar í mánuðinum. Atlanta ætl- ar að fjármagna kaupin með aðstoð bandarísks kaupleigufyrirtækis en daginn sem samningurinn við ríkið var undirritaður höfðu borist sex önnur tilboð um fjármögnun, frá Evrópu og Bandaríkjunum. Leiguvél Atlanta fer í skoðun í lok þessa mánaðar og fer Amar- flugsþotan_ þá inn í áætlunina í Finnlandi. í mars aukast verkefnin fyrir Finnair og þá verða báðar vélarnar í áætlunarflugi með vörur til og frá Finnlandi. I skoðuninni nú verður skrokkur vélarinnar hnoðaður upp á nýtt en þess var krafist þegar véUsömu gerðar og þotur Atlanta hf. rifnaði á Hawaii á síðasta ári. Skoðunin og viðgerð- in fer fram hér á landi, hjá Flugleið- um. Arngrímur segir að Arnar- flugsþotan fari í sams konar við- gerð innan eins árs. Hann segir ánægjulegt að geta komið með vélina hingað heim í skoðun. Flug- leiðir hefðu að vísu ekki verið með lægsta tilboðið en önnur atriði bættu þann mun upp, til dæmis það að hjá Flugleiðum væri hann öruggur um að fá fyrsta flokks vinnu. Ferill Arngríms í f luginu er lang- ur og skrautlegur, eins og hann kemst sjálfur að orði. Hann byrjaði 1966 á DC-3 í innanlandsflugi hjá Flugfélagi Islands. Næst var hann í sjúkraflugi hjá Norðurflugi á Akureyri og síðan á DC-6 hjá Flug- hjálp í Biafra. Þá kom hann heim og byijaði sem siglingafræðingur í Ameríkuflugi hjá Loftleiðum og varð síðan aðstoðarflugmaður. Þegar Cargolux byijaði 1971 var hann lánaður þangað, fyrst sem aðstoðarflugmaður og síðan flug- stjóri. Aftur kom hann heim 1974 og var flugstjóri á Boeing þotu Air Viking sem Guðni í Sunnu rak. Þegar rekstur Air Viking stöðvað- ist stofnaði starfsfólkið f lugfélagið Arnarflug, sem enn er í rekstri. Arngrímur var í stjórn Arnarflugs frá upphafi auk þess sem hann var yfirflugstjóri. Hann hætti hjá Am- arflugi 1986 og stofnaði þá leigu- flugfélagið Air Artic með Einari heitnum Frederiksen. Síðan stofn- aði hann með fjölskyldu sinni Atl- anta hf., fékk flugrekstrarleyfi í febrúar 1988 og hefur rekið síðan. Fyrst var félagið með Boeing 707 í flugi á milli Helsinki og Kýpur fyrir finnska ferðaskrifstofu og síðar einnig aðra eins vél í pílagrímaflugi. Upp úr þessu náði hann samningunum við Finnair og hefur einbeitt sér að því verkefni síðan. Leiguþota Atlanta hf., TF-ABJ, sem er í áætlunarflugi með vörur fyrir Finnair. Atak í landgræðslu og skógrækt að hefjast: 1.500 þúsund trjáplöntur verða gróðursettar í vor Valin hafa verið 73 svæði um land allt til skógræktar ÁTAKIÐ „Landgræðsluskógar - átak 1990“ verður formlega hafið með athöfh á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 7. janúar. Á nýbyrjuðu ári verður efnt til eins mesta átaks í landgræðslu og skógrækt hér- lendis frá upphafi vega í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands, sem er sambandsfélag allra félaga áhugamanna um skóg- rækt á íslandi. Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og land- búnaðarráðuneytið hafa gengið til samstarfs um átakið. Atakinu er ætlað að valda straumhvörfum í gróðursögu landsins. Upp frá þessu verði stærri skref stigin til að endurheimta glöt- uð landgæði. Frá landnámi er talið, að yfir 80% af þeim landgæðum, sem fólust í gróðri og jarðvegi, hafi glatast. Ætlunin er að gróður- setja um 1.500.000 tijáplantna næsta vor í gróðursnautt en friðað land auk annarra gróðurbætandi aðgerða, s.s. sáningar birki-, lúpínu- og grasfræs. Til að tryggja árangur átaksins er starfandi sérstök fagnefnd, skip- uð vísindamönnum, sem hafa valið landsvæði í samráði við heimamenn á hveijum stað og leggja á ráðin, hvernig unnið skal að uppgræðslu landgræðsluskóganna. Alls hafa verið valin 73 svæði um .land allt, þar sem nýir skógar munu vaxa upp í gróðursnauðu og blásnu landi og vonandi breiðast út, eftir því sem tímar líða. Skilyrði er, að skógarnir verði aðgengilegir almenningi, enda til- gangur átaksins að koma upp úti- vistarskógum og að koma af stað gróðurbyltingu. Þá mun átakið auka þrýsting á friðun illa farins lands og skóglendis, sem víða á í vök að veijast m.a. vegna beitar. Lögð verður höfuðáhersla á, að virkja sem flesta við plöntunina næsta vor. Helst alla þjóðina. Ekki aðeins til að afla sjálfboðaliða í þetta mikla verk, heldur ekki síður til að auka skilning á skógrækt og landgræðslu og á því hversu miklir möguleikar okkar eru til að snúa við óheillaþróun liðinna alda. Óg til þess að kenna fólki réttu handtökin við gróðursetningu. Þó að átakið byggi að miklu leyti á framtaki áhugafólks um skóg- rækt og landgræðslu og á því að vekja almenning til dáða, mun það kosta stórfé, sem verður að afla með fijálsum framlögum. Kostnað- urinn er í sjálfu sér teygjanlegur, þörfin nánast óendanleg núna með- an við horfum upp á það, að landið lætur enn víða á sjá frá ári til árs á mörgum stöðum. Auk sjálfs átaksins er mjög æski- legt, ef unnt verður að ef la fræðslu um hvers slags landnýtingu með áherslu á þeim þáttum hennar, sem horfa til verndunar landgæða og landbóta. Þetta krefur útgáfu á ýmsu fræðslu- og leiðbeiningarefni, bæði í samvinnu við skólayfirvöld, fjölmiðla og beint með gerð pésa og stuttra fræðslumynda. Ákveðið hefur verið að stofna til svonefnds „Vinarskógar" í sam- bandi við átakið. Öllu fé, sem er- lendir ferðamenn hafa þegar látið af hendi rakna og mun væntanlega safnast í söfnunarbauka, - sem standa víða á ferðamannastöðum, verður varið til að rækta upp sér- stakan skóg. Þangað verður einnig beint öðru framlagi, sem hugsan- lega fengist erlendis frá. Gæti hér verið lagður grunnurinn að öflugu skóglendi, sem mun dafna og þró- ast og gefa erlendum vinum þjóðar- innar tækifæri til að skilja hér eftir tré eða skógarlundi í minningu sína. Vinarskóginum hefur ekki verið valinn endanlegur staður. Gerð verður betur grein fyrir honum seinna. Átakið hefur þegar þegið stór- gjafir frá ýmsum aðilum. Stjórn Eimskips reið á vaðið með 7,5 millj- óna króna gjöf í tilefni 75 ára af- mælis félagsins á síðasta ári. Ljósmyndavörur hf. og Fuji- umboðið á íslandi kosta gerð 7 kynningarmynda, sem sýndar verða í ríkissjónvarpinu nú í vetur, en fyrsta myndin, „Hallormsstaður vísar veginn“, verður sýnd nk. sunnudagskvöld í upphafi átaksárs- ins. Víðsjá framleiðir myndirnar. Auk þess mun átakið fá 10 krónur af hverri Fuji-filmu, sem Fuji- umboðið selur á átaksárinu. Ferðaland hf. gerir ýmislegt fyrir átakið, sem fær 10% af andvirði plötunnar „ísland er land þitt“, sem Ferðaland gaf út, auk þess að heim- ila átakinu afnot af titillaginu ásamt höfundi lagsins, Magnúsi Þór Sig- mundssyni, og flytjendum. Ekki eru tök á því nú að telja upp alla þá, sem þegar hafa gefið til átaksins eða heitið aðstoð, enda eru þeir nærri 400 talsins, en gerð verður betri grein fyrir framlögum til átaksins seinna. Það er ásetningur átaksmanna, að starfið við landgræðsluskógana á þessu ári verði upphafið að auk- inni ræktun landgræðsluskóga. Árangur átaksins verður takmark- aður, ef áframhaldið verður ekki tryggt. Viðtökur þjóðarinnar hljóta þó að sníða áframhaldinu sinn stakk. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, er verndari átaksins. (FrétOitilkynnlng)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.