Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 36
FORGANGSPÓSTUR Efstir á blaði ÆBP FLUGLEIÐIR SsF MORGVNBLAÐID, ADALSTllÆTl 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. V estmannaeyjar: Atvinnu- leyfi út- lendinga ekki fram- lengd Eldislaxi í ám á SV-hom- inu fjölgaði mikið í fyrra Voru 47,5% aflans i Botnsá - 27% í Elliðaánum og Leirvogsá Vestmannaeyjum. 70 MANNS eru nú á atvinnu- leysisskrá í Eyjum. Er þetta mun meira atvinnuleysi en á sama tíma í fyrra, en þá voru 26 á atvinnuleysisskrá. Jón Kjartansson, fórmaður Verkalýðsfélagsins, sagði að atvinnuástandið væri allt annað en gott. Atvinnuleysi væri talsvert og síðustu daga hefði orðið að neita framlengingu atvinnuleyfa fyrir útlendinga sem unnið hefðu í Eyjum í vetur. Jón sagði að fyr- ir utan skráð atvinnuleysi væri talsvert dulbúið atvinnuleysi sem stafaði af því að fastráðið fólk úr fiskvinnsluhúsunum héldi kaup- tryggingu sinni þó ekki væri nein atvinna fyrir það. „Það ergir mann að á meðan þetta ástand varir þá sigla togararnir á erlendar hafnir og fjöldi báta landar í gáma,“ sagði Jón. Sigurður Ein- arsson, útgerðar- maður og fisk- verkandi, sagði það sína tilfinn- ingu að ástandið væri svipað og vanalega á þess- um árstíma. Astandið hefði að vísu verið dapr- ara í desember sökum loðnu- brestsins en hvað annað varðaði þá væri þetta svipað. Hann sagð- ist telja að ástandið yrði ágætt um leið og loðnan færi að veið- ast, því þá færu öll hjól atvinn- ulífsins að snúast eðlilega í Eyjum. Grímur MEIRA reyndist vera af eldis- og hafbeitarlaxi saman við villt- an lax í ám á Suðvesturlandi, frá Elliðaánum í Botnsá í Hvalfirði, sumarið 1989 heldur en í hitteð- fyrra, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Guðjónssonar deildar- sljóra hjá Veiðimálasto&iun. Samkvæmt könn- un á hreistursýn- um var hlutfallið hæst í Botnsá i Hvalfirði eins og 1988. Mikil aukn- ing varð á eldislaxi í Elliðaánum og Leirvogsá og bendir flest til að Korpa hafi einnig verið undir sama hatti. Lægst var hlutfallið í Laxá í Kjós, en samanburðartölur frá 1988 eru ekki fyrir hendi þar. í öllum ánum var eðli flökkulaxa- gangnanna hið sama og 1988, þ.e.a.s. göngurnar stóijukust er á sumarið leið og voru mestar um haustið. reyndist vera f lökkulax, en sumar- veiðin var 459 laxar. Til saman- burðar var flökkulax 21,3% aflans 1988, en þá var sumarveiðin yfir 1.000 laxar. Veiðimálastofnun fékk fá sýni úr Korpu, en við grein- ingu þeirra virðist ástandið í ánni vera svipað og í Elliðaánum og Leii-vogsá. Einar Oddur Kristjánsson formaður VSI: Hlýtur að draga til tíð- inda alveg á næstunni „ÞAÐ HLÝTUR að fara að draga til tíðinda í þessari viku eða um næstu helgi, hver sem niðurstaðan verður,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson formaður Vinnuveitendasambands íslands í gær um viðræðurnar milli vjjmuveitenda og verkalýðshreyf- ingarinnar sem tryggja eiga í senn kaupmátt almennings og fúlla atvinnu í landinu. Oformlegar viðræður forystumanna sambandanna fara fram um helgina um svokallaða núll-lausn. Einar Oddur segir að undan- farið hafi verið farið yfir þær hugmyndir sem liggja að baki því að ná niður verðbólgu og tryggja þannig kaupmátt og at- vinnu. „Við höfum haft fyrir því djúpa sannfæringu, að það myndi aldrei gerast nema sem baráttumál verkalýðshreyfingar- innar, að hún færi fram og gerði það að sínu máli. Við erum bún- ir að fara mjög vel yfir allar þessar forsendur og málin eru farin að skýrast mjög mikið, þannig að það hlýtur að draga til tíðinda alveg á næstunni, af eða á, hvort þessar tilraunir verða gerðar. Ef þær verða ekki gerðar, þá bið ég guð að hjálpa okkur. Þá vitum við ekki hvernig í ósköpunum við ættum að leysa þetta.“ Einar Oddur segir reynt verði að fara leið lítilla eða engra kauphækkana til þess að tryggja kaupmátt og atvinnu í landinu, með því að minnka verðbólgu, verðmyndun vegna vaxta minnki mjög mikið og vextir fari mjög hratt niður. „Þarna er um að ræða mjög háar upphæðir sem fólk og fyrirtæki eiga í bönkun- um. Þetta eru um 50 milljarðar, þannig að það munar nú engu smáræði á ári hvort við ætlum að borga 10% nafnvexti eða 30%.“ Sérfræðingar Veiðimálastofn- unar lásu úr 80 hreistursýnum frá Botnsá og taldi Sigurður að það hefði verið um helmingur sumar- veiðinnar. Útkoman varð sú, að yfir veiðitímabilið reyndust 47,5% veiðinnar vera af eldis- eða haf- beitaruppruna. Er það heldur minna en árið 1988, en þá var meðaltalan 69% og um 90% aflans af þeim uppruna í september. í Elliðaánum varð einnig mikil aukning á eldislaxi, alls reyndust 26,9% stangaveiðiaflans vera flökkulax á móti 17% 1988. Alls veiddust 1.763 laxar. Reyndust 168 sýni af 624 sem athuguð voru vera af f lökkulöxum. Sem fyrr var megnið kvíalax, 22,1%, en 4,8% voru hafbeitarlaxar. 1988 voru 15,1% úr kvíum en 1,9% úr haf- beit. Sigurður sagði að í Elliðaán- um og reyndar ánum öllum sem athugaðar voru hefði talsvert bor- ið á flökkulaxi sem var orðinn vænn eftir tvö ár í sjó, 7 punda og upp í 14-15 pund. Bar mest á þessum löxum er á sumarið Ieið. Gagnstætt öðrum ám á þessu svæði reyndust Elliðaárnar vera með svipað magn af villtum laxi 1989 og 1988. 27,1% aflans úr Leirvogsá í Laxá í Kjós reyndust 12,2% aflans vera flökkulax, þar af 6,8% úr hafbeit og var margt af því stórlax sem hafði verið tvö ár í sjó. 5,4% reyndust vera kvíalax. Margar rúð- ur brotnar MIKIÐ var um rúðubrot og skemmdarverk í Reykjavík að- faranótt laugardagsins, sem var fremur annasöm hjá lögregl- unni. Fangageymslur voru fúll- ar að morgni. RJÁR rúður voru- brotnar í Ölduselsskóla, rúða var brotin í Hólagarði og í nýju húsi við Kringluna. Tvær rúður voru brotn- ar í húsum við Skólavörðustíg. Þá var hurð fyrir dyrum verslunarinn- ar Últíma við Vitastíg spörkuð upp og urðu skemmdir á henni og dyra- umbúnaði. Ekki var vitað til að nokkru hefði verið stolið. Átta ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.