Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 10
r r
10
MORGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
BÖRN Í KLÓM FULLORDINNA
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur/mynd: Ragnar Axelsson
„HVER, SEM verður þess vís að foreldrar, forráðamenn, kennari,
meistari eða aðrir þeir, sem forsjá barns eða ungmennis er falin
leiða það á siðferðislega glapstigu, misbjóða því eða vanrækja á
annan hátt uppeldi þess svo mjög að Hkamlegri eða andlegri
heilsu þess eða þroska sé hætta búin, skal skyldur til að tilkynna
það barnavemdanefnd þar sem barnið er. Vanræksla I þessu e&ii
varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að Iveimur árum.
Annars er hverjum manni rétt að gera barnavemdarnefhd viðvart
um hvert það tilvik, sem telja má að barnaverndarnefhd eigi að
láta sig skipta.“ Þetta lagaákvæði er að finna í 48. grein
barnaverndarlaganna og í 18. grein sömu laga er sérstaklega
kveðið á um skyldur opinberra starfsmanna í þessum e&ium. „Ef
opinber starfsmaður verður í starfi sínu var við misfellur á uppeldi
og aðbúð barna eða ungmenna er honum skylt að gera
barnaverndarnefhd viðvart. Sérstaklega er kennurum, prestum,
læknum, ljósmæðram, hjúkrunarkonum, sálfræðingum,
félagsráðgjöfúm og þeim, sem fara með framfærslumál skylt að
fylgjast efltir fongum með hegðun og uppeldi barna og ungmenna
og hafa náið samstarf við barnaverndarráð."
I þessari grein verður fjallað almennt um ástand þessara mála
hérlendis en á sunnudaginn kemur birtast einstök dæmi um
ofbeldi gegn börnum á Islandi og rætt verður við fórnarlömb
þess og félagsráðgjafa sem unnið hefúr með slík mál.
Fjölskyldudeild
Félagsmálastofnunar
Starfsmenn fjölskyldudeildar Fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkur eru
í senn starfsmenn barnaverndar-
nefndar og félagsmálaráðs. Gunnar
Sandholt, yfirmaður fjölskyldu-
deildar, segir að við úrvinnslu mála
verði starfsmenn stofnunarinnar
vissulega varir við að börn séu beitt
harðræði og ofbeldi. í slíkum málum'
er rætt við barnið, foreldra og þá
sem þekkja barnið svo sem kennara
og fóstrur. í ljósi niðurstaðna úr
viðtölum er lögð upp áætlun um
úrbætur. „Við verðum lítið vör við
beinar grófar líkamlegar misþyrm-
ingar á börnum. Slíkar misþyrming-
ar eru vissulega til, en þeim er afar
sjaldan vísað til stofnunarinnar frá
þeim aðilum, sem teljast vera sér-
fræðingar í greiningu á þvílíkum
Á HVERJU ÁRIER
TILKYNNT UM FLEIRI
TU6IUFBELUISVERKA
FULLORUINNA GEGN
BÖRNUM Á ÍSLANDI.
EN HVERSU ALGENGT
ER SLÍKT OFBELDI
í RAUN?
tilvikum, svo sem læknar á slysa-
varðsstofu-. Langflest af þessum
meiriháttar barnaverndarmálum
tengjast öðrum alvarlegum vanda-
málum í fjölskyldunni svo sem geð-
veilu, óreglu, eða van- og treggefni
foreldra. Auk þessara þátta eru
aðstæður fjölskyldnanna oft mjög
slakar félagslega. Ég hef engar
forsendur til að fullyrða um hvort
ofbeldi á börnum hafi aukist að
undanförnu. Það hefði allt eins get-
að dregið úr ofbeldi á börnum inni
á heimilum. Hér áður fyrr þótti allt
í lagi að beita börn hörðu og beija
þau til hlýðni. Núna er sú aðferð
ekki talin eðlileg uppeldisaðferð,"
segir Gunnar.
Bakvaktir eru nú fastur liður í
þjónustu fjölskyldudeildar Félags-
málastofnunar. Allar helgar er unnt
að ná símleiðis í starfsmann fjöl-
skyldudeildar sem tekur ákvörðun
í samráði við tilvísunaraðila um
hvernig máli skal sinnt. Oft þarf
að koma börnum fyrir utan heimil-
is, þegar þau eru beitt harðræði eða
grunur leikur þar á. Einnig ef þau
eru í reiðileysi og ekki næst til for-
eldra eða þeir hafna samvinnu. A ■
árinu 1988 sinntu bakvaktir stofn-
unarinnar 47 erindum viðvíkjandi
illri meðferð á bömum sem snertu
63 börn. Af þeim voru 22 böm 4
ára og yngri, 15 börn voru 5-12
ára, 13 börn vom eldri en 12 ára.
Óvíst er um aldur tveggja barna.
Lögreglan í Reykjavík var sá aðili,
sem oftast vísaði málum til bak-
vaktar árið 1988, alls tíu málum
og flestum þeim alvarlegustu.
Rannsóknarlögreglan var tilvísuna-
raðili í 9 málum og jafnoft aðilar
sjálfir, það er foreldrar eða stálpuð
börn. Þá hefur tilvísunum til fjöl-
skyldudeildar vegna kynferðislegs
ofbeldis gegn bömum fjölgað á
undanförnum ámm. Alls bárust 19
meint kynferðisafbrotamál til fjöl-
skyldudeildar Félagsmálastofnunar
á árinu 1988 þar sem gmnur lék á
að 21 bam væri beitt kynferðislegu
ofbeldi innan fjölskyldu sinnar.
Meðalaldur barnanna, sem um
ræddi, var 6,7 ár. Þau voru allt frá
því að vera ársgömul upp í 15 ára.
Alls vom 35 börn í umræddum fjöl-
skyldum. Gunnar segir að tölur fyr-
ir árið 1989 lægju ekki fýrir. Hins-
vegar virtist ástandið vera svipað
nú og árið áður, ef til vill væri held-
ur aukning á málum, sem vörðuðu
illa meðferð á bömum. Gunnar seg-
ir að Félagsmálastofnun hefði
áþreifanlega orðið vör við aukna
spennu i fjölskyldum - spennu, sem
tengdist atvinnuleysi og stóraukn-
um fjárhagserfiðleikum. Rúmlega
20% fleiri fengu fjárhagsaðstoð frá
Félagsmálastofnun árið 1989 miðað
við 1988. Árið 1988 var 317 málum
sérstaklega vísað til fjölskyldudeild-
ar, oftast af foreldmm eða ættingj-
um, eða í 74 tilvikum. í langf lestum
tilvikum, alls 120 sinnum, er tilví-
sunarástæðan skilgreind sem léleg-
ar heimilisaðstæður og skólavandi.
Þar á eftir fýlgja barnaverndarkær-
ur, þó ekki sé uppgefið hvers vegna
kært er, en það em í öllum tilvikum
mjög alvarleg mál.
Barnaverndarnefnd
Alvarlegustu barnaverndarmálin
koma til kasta barnaverndarnefnd-
ar. Nefndin fjallaði um mál 109
barna úr 61 fjölskyldu árið 1988.
Frá árinu 1981 hefur málum, sem
komið hafa til kasta barnaverndar-
nefndar, fjölgað um rúmlega 80%,
en ekki er mögulegt að meta hvers
vegna fjölgunin á sér stað, að sögn
MQRGUNRLAÐH? SUNNUDAGUR,?. JANÚAR 1990
Gunnars. Hún gæti verið komin til
vegna^ vaxandi ofbeldis á börnum
eða aukinni umræðu, sem ýtt hefði
fleiri málum til stofnunarinnar.
Árið 1981 fjallaði barnaverndar-
nefnd um mál 42 barna úr 34 fjöl-
skyldum. Árið 1983 var um að
ræða 56 böm úr 39 fjölskyldum.
Árið 1985 73 börn úr 46 fjölskyld-
um og árið 1987 112 börn úr 66
fjölskyldum. Nefnin þarf m.a. að
taka ákvarðanir um dvalarstað
barna, eftirlit með heimilum þeirra,
að þau skuli vera í umsjá nefndar-
innar um tíma og úrskurði um svipt-
ingu foreldravalds. Árið 1988 voru
ný mál 15 af 61, en 46 mál höfðu
komið til kasta barnaverndarnefnd-
ar fyrr. Kveðnir voru upp 4 úrskurð-
ir um sviptingu foreldravalds sem
tóku til 9 barna af heimilum sínum.
Nefndin ákvað að 26 börn úr 15
fjölskyldum yrðu áfram á vistheim-
ilum barna, eða í annarri vistun á
vegum nefnarinnar. í 10 tilvikum
fól nefndin starfsmönnum að leita
eftir samþykki foreldra fyrir fóstri
11 bama. I tveimur tilvikum bann-
aði nefndin umgengni föður við
börn nema undir eftirliti. Nefndin
skipaði eftirlit með 29 heimilum
vegna 50 barna, en hætti eftirliti
með 6 heimilum vegna 12 barna,
þar sem aðstæður höfðu batnað.
Rannsóknarlöareglan
Á tíu ára tímabili, frá 1978 til
1988, var kært til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins vegna 33 barna. Þar
af voru 30 mál vegna sifjaspella. í
57% tilvika var það móðir, sem
kærði. í 37% tilvika var um að
ræða opinbera aðila og í 6% tilvika
kærði barnið sjálft. Frá 1982 til
1988 voru kærur flestar og í öllum
tilvikum voru karlmenn gerendur,
feður í 75% tilvika. Lengst stóðu
sifjaspellin í 20 ár. Meðal afgreiðsl-
utími mála hjá RLR voru 120 dag-
ar. Af þeim 33 kærum, sem bárust
til RLR, voru 22 sendar saksókn-
ara, sem síðan gaf út 11 ákærur.
Meðal afgreiðslutími þeirra nam
138 dögum. Lengd dóma var
tveggja og hálfs árs fangelsisvist.
Að sögn Helga Daníelssonar, rann-
sóknarlögreglumanns, eru mál
vegna líkamlegs og andlegs barna-
ofbeldis fátíð hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins.
Lugieglan
Útköll á heimili eru tíð hjá lög-
reglunni vegna ölvunar, slagsmála
og jafnvel vegna barna, sem eru
skilin ein eftir í hirðuleysi. Útköll
lögreglu vegna beinna misþyrminga
á börnum er fátíð heldur tengjast
afskiptum lögreglu af málefnum
fullorðna fólksins. Börnin koma inn
í myndina þar sem þau eru til stað-
ar og eru slík mál send viðkomandi
stofnunum, að sögn Ómars Smára
Ármannssonar, aðstoðaryfirlög-
reglumanns í forvarnardeild. Hann
sagði að æskilegt væri ákveðið sam-
starfsskipulag félagsmálayfirvalda
og lögreglu og hefði lögreglan
reyndar farið þess á leit við Félags-
málastofnun að félagsráðgjafi yrði
til staðar á lögreglustöðinni. Þannig
væri hægt að koma málefnum
barna og ungmenna strax í hendur
réttra aðila. „Slíku skipulagi var
komið á í Noregi árið 1982 og hef-
ur það skilað sér í ’mun jákvæðari
samskiptum aðilanna og mun virk-
ari úrlausnum þeirra, sem lenda hjá
lögreglunni. Það er ríkjandi ákveðið
sambandsleysi á milli lögreglu og
félagsmálayfirvalda og þó að margt
gott sé gert hjá Félagsmálastofnun,
er hægt að gera betur með skilvirk-
ara samstarfi aðila á milli. Það yrði
til dæmis hægt að taka á málum á
frumstigi," segir Ómar Smári.
„Við getum aldrei útilokað of-
beldi því talið er að samfélagið fái
það ofbeldi sem það á skilið. Sam-
félagið er aldrei betra en það birt-
ist okkur, en spurningin er hvernig
við getum haft áhrif á samfélagið
til hins betra, hversu mikil áhrif það
getur haft á ofbeldisþáttinn. Eftir
því sem viðlagakerf ið er skilvirkara,
þeim mun meiri von um varnað til
hinna sem hugsanlega kynnu að
bijóta af sér. Eldur þarf til dæmis
hita, súrefni og eldsneyti til að geta
logað. En ef við tökum einn þess-
arra þátta í burtu, logar enginn
eldur. Afbrot þurfa löngun, tæki-
færi og möguleika. Ef við vinnum
að einhveijum þessara þátta,
minnkum við um leið líkurnar á
afbrotinu," segir Ómar Smári.
Athvarf Rauða krnssins
Unglingaathvarf Rauða krossins
við Tjarnargötu hefur verið starf-
rækt í fjögur ár og er það eina
sinnar tegundar hérlendis. Þar er
opið hús og opinn neyðarsími allan
sólarhringinn. Á fjórum árum hafa
450 krakkar gist í athvarfinu í
lengri eða skemmri tíma, þar af
koma 18% vegna líkamlegs, andlegs
eða kynferðislegs ofbeldis. Áuk þess
hafa 13% krakkanna komið vegna
vanrækslu foreldranna. Þau eru
afskipt, félagslega vanrækt ogjafn-
vel vannærð, segir Hans Henttinen,
forstöðumaður athvarfsins. „Á
þremur árum hafa alls 2.500 krakk-
ar hringt í neyðarsímann, allt niður
í fimm ára aldur. Þar af hringdu
1.500 krakkar á árinu 1989, en 500
krakkar hvort árið þar á undan.
Að meðaltali hringja nú 120 ungl-
ingar í neyðarsímann á mánuði. Sú
tala jókst upp í 200 síðustu þijá
mánuði síðasta árs. 10% hringja
vegna ofbeldis á heimilum. Vanda-
málin hjá þessum krökkum eru jafn
misjöfn eins og krakkarnir eru
margir. Það eru samt ýmsir þættir,
sem við sjáum oftar en aðra. Þar
ber fyrst að taka áfengisneyslu og
neyslu á vímuefnum á heimilinu,
annaðhvort hjá krökkunum sjálfum
eða foreldrum. Sundrung í fjöl-
skyldum er mjög algeng og önnur
röskun á heimilislífi. Aðeins fjórð-
ungur þeirra krakka, sem hingað
kemur, hefur alist upp hjá báðum
foreldrum sínum. Algengasta heim-
ilisofbeldið, sem við höfum ein-
hveija vitneskju um, er líkamlegs
og andlegs eðlis. Aðeins 5% þeirra
krakka, sem hingað koma, hafa
verið hér vegna kynferðisiegrar
misnotkunar heima fyrir,“ segir
Hans. Viðmælendum bar saman um
að félagsleg aðstoð væri af mjög
skornum skammti úti á landi, en
töluvert margir aðilar sinntu slíkum
málum á höfuðborgarsvæðinu.
Hans segir að 70% þeirra, sem
hefðu samband símleiðis við ungl-
ingaathvarf Rauða Krossins, væru
utan af landi, 20% úr Reykjavík og
10% úr nágrannabyggðum
Reykjavíkur.
Siljaspellshópurinn
„Kannanir, sem gerðar hafa ver-
ið á Norðurlöndunum, hafa sýnt að
tíunda hvert barn verður fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi. Engar sambæri-
legar kannanir liggja fyrir hér á
landi, en við höfum enga ástæðu
til að ætla að hlutfallið sé minna
hér á landi,“ segir Sara Karlsdóttir,
sem starfar á skrifstofu vinnuhóps
gegn sifjaspellum að Vesturgötu 3.
„Hingað leitar fjöldi kvenna. Á
tæpum þremur árum hafa hátt á
annað hundrað konur leitað til okk-
ur, sem allar höfðu orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi í æsku, auk
þriggja karlmanna sem misnotaðir
höfðu verið af sér eldri karlmönn-
um. Þeir einstaklingar, sem misnot-
aðir hafa verið kynferðislega, hafa
allir fallið inn í ákveðið mynstur.
Konumar eru til dæmis langflestar
haldnar sjálfseyðingarhvöt. Margar
hafa reynt það og sumum hefur
tekist það. Margar lýsa langvarandi
baráttu við þunglyndi, sektarkennd,
sjálfsásökun, hræðslu, öryggisleysi,
skorti á einbeitingu og vantrausti
á sjálfar sig og gagnvart öðrum.
Kynlíf þessarra kvenna er oftast í
molum. Margar eiga fleiri en eitt
hjónaband að baki og algengt er
að þær leiðist út í áfengi eða fíkni-
efni,“ segir Sara.
„Við höfum töluvert rætt um þær
manngerðir, sem gera börnum
sínum þetta, en þær virðast ekkert
líkar innbyrðis. Það virðist eins og
ekkert eitt atriði tengi þessa menn
saman. Þó má segja að í mörgum
tilvikum sé um að ræða menn sem
eru einskonar harðstjórar á sínum
heimilum. Þetta eru menn í öllum
þjóðfélagsstéttum, menntaðir menn
og ómenntaðir, prestar, læknar, lö-
græðingar og stjórnmálamenn svo
dæmi séu tekin. Þeir feður, sem
ekki kunna glögg skil á föðurlegri ■
blíðu og kynlöngun og áreiti ættu
að láta athuga sig. Slík vandamál
hijá ekki konur og eru þær þó að
minnsta kosti 97% af þolendunum.
Auðvitað er hægt að kæra, en refs-
ingin er væg. Þeir eru dæmdir til
þetta tveggja og hálfs árs fangelsis-
vistar og fá síðan frelsi eftir fjórtán
mánuði vegna góðrar hegðunar.
Fólk treystir sér oft á tíðum ekki
til að kæra. Slík mál eru strax kom-
in í blöðin og börnin vera fyrir aðk-
asti í skólum. Börnin þurfa jafnvel
að koma í vitnastúku til að lýsa
atburðum í áheyrn gerandans auk
þess sem mikill seinagangur tíðkast
í dómskerfinu. Ég verð að álíta að
það sé leyfilegt á íslandi að skaða
börn á sáj og líkama. Þó get ég
ekki ímyndað mér að fangavist ein
og sér bæti nokkurn mann. Það
mætti veija fjármunum í að rann-
saka þessa menn. Það hefur ekki
verið rannsakað hvað það kostar
þjóðfélagið að leiða fórnarlömbin
gegnum lífið frá byijun sifjaspell-
anna og þar til þau deyja södd
lífdaga. Barn, sem verður fyrir kyn-
ferðisofbeldi, byijar feril sinn mjög
líklega hjá skólasálfræðingi. Næstir
koma aukatímarnir í skólanum,
jafnvel sérkennsla. Seinna falla þau
út úr skóla. Sum eru vistuð á með-
ferðarstofnunum fyrir unglinga. Þá
fara þau í áfengis- og fíkniefnameð-
ferð, lenda hjá sálar- og geðlæknum
en segja mörg aldrei frá þeirri
reynslu, sem veldur ógæfu þeirra,"
segir Sara.
Næsta sunnudag: Fórnarlömbin