Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANUAR 1990 15 Kammertónleikar leyti var leikur þeirra skýr, opin- skár og vel framfærður. í seinna verkinu, sónötu eftir Rakhmaninov, sem samin er í desember 1901, telja sagnfræð- ingar að merkja megi þá andlegu endurnýjun er gerði tónskáldinu kleift að taka til við tónsmíðar að nýju. Jafnvel heimsókn til Tolstoj og samstarf víð Sheljapin hjálpaði lítið. Það var læknir að nafni Nikolaj Dahl, sem í raun frelsaði Rahkmaninov úr viðjum þunglyndis og í hæga (andante) þætti sónötunnar má merkja sér- kennilegan og sársaukafullan trega sem Giger og Tutt léku af miklum glæsileik og var flutning- ur þessa kafla hápunktur tónleik- anna, þó sónatan í heiid væri mjög vel leikin. Giger er ungur tónlistarmaður en hefur þegar náð góðu valdi á hljóðfæri sínu og það sem mest er um vert, hefur það og á valdi sínu að gefa tónmáli verkanna tilfinningalegt inntak. Þarna er á ferðinni efnilegur listamaður, sem fróðlegt verður að fylgjast með, er fram líða stundir. Skipasala Hraunhamars Skipasala Hraunhamars Þessi bátur, sem er 9.9 tn., byggður 1988, með 210 ha. Caterpillar vél og vel búinn siglinga- og fiskleitar- tækjum, er til sölv/. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfírði, sími 54511. Tónlist J&nAsgeirsson K Christian Giger sellóleikari og David Tutt píanóleikari héldu tón- leika á vegum Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar og fluttu sónötur eftir Debussy og Rakhmanínov. Báðir listamennirnir hafa leikið hér á landi áður en Tutt þó oftar. Giger stundar nám hjá Pergam- enschikow í Köin og auðheyrt, að Giger hefur farið mikið fram. Tónleikarnir hófust á sellósón- ötunni eftir Debussy, sérkenni- legu verki, eða eins og Debussy sagði sjálfur, að sónatan væri „næstum klassísk að formi“ en einmitt það að segja „næstum" á við ýmislegt sem einkennir tón- skáldskap hans, þar sem oft er látið liggja að, eða eitthvað er gefið í skyn en nær því. aldrei sagt hreint út. Að yrkja dulið, gefur tónmáli Debussy sérstæðan blæ og á þeim vettvangi var leik- ur þeirra félaga ekki alveg sam- stæður, þ.e. blæmótunin. Að öðru Snyrti- og nuddstofan PARADÍS Laugarnesvegi 82, sími 31330 Við höfum stækkað húsnæðið og bætt við starfsfólki og nýjungum. IMýtt: Mjög áhrifaríkt kínverskt nudd Nýtt: Varanleg háreyðing Nýtt: Lamp light „gervineglur" Andlitsmeðferð (hrukkur, bólur, æðaslit o.fl.) Brjóstameðferð (styrking, minnkun og stækkun o.fl.) Líkamsmeðferð (cellulite, æðaslit, styrking o.fl.) Janúartilboð: 15% afsláttur af fótaaðgerðum. Sigrún J. Kristjánsdóttir snyrtifræðingur, fótaaðgerðafræðingur oci löaailtur sjúkranuddari. n R1A M 11S11111 m Austurstræti 17, sími 622200 og Kirkjutorgi 4, Sími 622011 Nýtt \örusýningafargjald Yeraldar opnar þér nýjar leiðir álægraverði Vörusýningabæklingur Veraldar er kominn út. Og á sama tíma kynnum við nýtt vörusýningafargjald í tengslum við umboð okkar fyrir vörusýningar í Þýska- landi, sem sparar þér peninga, tíma og fyrirhöfn. Nú getur þú flogið alla leið til áfangastað- ar í Þýskalandi hvort sem er Dusseldorf, Frankfurt, Hannover, Stuttgart eða Munchen á einum degi með frábærum tengifargjöldum KLM í gegnum Amsterdam og verðið er að- eins frá 29.800,- kr. Með þessu sparar þú þér bæði tíma og fyrirhöfn, losnar við tímafreka rútu- eða lestarferð og kemst á áfangastað eftir stutt og þægilegt flug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.