Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990
13
fræði í Tækniháskólanum í Búkar-
est og kynntist þar Ion Iliescu.
Fyrir nokkrum árum stofnaði
stærðfræðingurinn og félagsfræð-
ingurinn Mihai Dragaenescu óform-
leg samtök áhugamanna um fram-
farir í vísindum og tækni. Roman
hefur tekið þátt í starfi samtak-
anna, sem eru ópólitísk, en fengið
meiri áhuga á umhverfismálum á
síðari árum. Iliescu gekk einnig í
samtökin.
Vinur „Pedro“ Romans segir að
hann sé „aristókratískur" og að
auðvelt sé að ná sambandi við hann,
þótt hann sé fáskiptinn". Kona
hans, Mioara Georgescu, er dóttir
fyrrverandi sendiherra Rúmeníu í
Sviss, sem nú er útvarpsstarfsmað-
ur. Mágur hans er kvæntur dóttur
Corneliu Manescu, fyrrverandi
utanríkisráðherra og fyrsta leiðtoga
byltingarstjórnarinnar. Fyrr á árum
var Roman náinn vinur Zoiu Ceaus-
escu, dóttur einræðisherrans, sem
hefur verið handtekin.
TÉKKÓSLQVAKÍA
Frelsishetjan
Leikritaskáldið Vaclav Havel,
hinn nýi forseti Tékkóslóvakíu, er
af allt öðru sauðahúsi en rúmensku
leiðtogarnir. Hann hefur alla tíð
barizt gegn gamla valdákerfinu og
átt meiri þátt í hruni kommúnism-
ans í Tékkóslóvakíu en nokkur ann-
ar maður. Nú er hann vinsælasti
og dáðasti maður landsins, enda
hefur hann komið fram í hlutverki
frelsishetjunnar — eins og Lech
Walesa í Póllandi.
Þegar Havel tók þátt í stofnun
Borgaravettvangs 19. nóvember
var aðeins hálft ár liðið síðan honum
var sleppt úr fangelsi, þar sem hann
hafði afplánað fjóra mánuði af átta
mánaða dómi fyrir þátttöku í mót-
mælaaðgerðum. Þá hafði hann alls
setið fimm ár í fangelsi frá því
Gustav Husak komst til valda.
Nú hefur Havel tekið við forseta-
embættinu af Husak, þótt hann
væri tregur til þess í fyrstu, þar sem
hann óttast að hann verði að hætta
ritstörfum. Hann hefur miklu meiri
áhuga á bókmenntaverðlaunum
Nóbels en friðarverðlaununum.
Mikil ábyrgð, sem fylgir hinu nýja
starfi, virðist hvíla þungt á þessum
feimna og yfirlætislausa manni. Að
sumu leyti er hann fangi í höll sinni
í Prag, þótt vistin þar sé ólíkt þægi-
legri en í fangelsum Husaks.
Mikilvægi forsetaembættisins
hefur aukizt síðan Milos Jakes og
aðrir leiðtogar kommúnista hrökkl-
uðust frá völdum eftir mótmælaað-
gerðir viku eftir stofnun Borgara-
vettvangs í nóvember. Til dæmis
skipar forsetinn forsætisráðherrann
og hann getur tekið sér sérstök
völd, ef lögum og reglu er ógnað.
Alexander Dubcek, hetja „vors-
ins í Prag“ 1968, vildi verða for-
seti, en varð að láta sér nægja stöðu
þingforseta. Ef til vill var óttazt
að hann væri of veiklyndur og að
kommúnistar gætu leikið á hann,
en aðeins Havel er vinsælli en hann.
Gamall stuðningsmaður Dubceks,
Jiri Dienstbier, er utanríkisráð-
herra.
Hægláti skrifstofiimaðurinn
Lítið er vitað um nýjan forsætis-
ráðherra Tékkóslóvakíu, Marian
Calfa, sem er 43 ára og fæddur í
Trebisov í Slóvakíu. Að loknu laga-
námi vann hann í 16 ár við það að
semja flókin lagafrumvörp í skrif-
stofu forsætisráðherra. Þegar hann
var orðinn varaforstöðumaður laga-
deildar ríkisstjórnarinnar skipaði
Laduslav Adamec forsætisráðherra
hann ráðherra án stjórnardeildar
með það sérverkefni að semja laga-
frumvörp. Það var í apríl 1988.
í október sl. mun Calfa hafa.
neitað að semja frumvarp um aukið1
eftirlit með fjölmiðlum og hætt var
við þá ráðagerð. Hann þykir dugleg-
ur, en stuðningsmenn Havels gera.
lítið úr honum. Havel hefur sagt
að ekkert liggi eftir hann síðan
hann varð ráðherra. Aðalverkefni
stjómar Calfa er að undirbúa frjáls-
ar kosningar, sem munu ef til vill
fara fram í júní. í fyrsta skipti í
HVERJIR ERIINÝJU VALUHAFARNIR
í AUSTUR-EVRÍPU 06 HVAD TEKUR VIH
UNDR STJÚRN ÞEIRRA?
Havel: frelsishetja.
Calfa: löglærður.
Nyers: „krati.“
Modrow: „Gorbatsjov
Austur-Þýzkalands."
Mazowiecki: laginn Mladenov: undir þrýst-
samningamaður. ingi.
42 ár eru kommúnistar í minnihluta
í ríkisstjórn Tékkóslóvakíu.
Ladislav Adamec, fráfarandi
forsætisráðherra, var kjörinn form-
aður flokksins í stað Karels Urb-
aneks, fyrrum aðalritara, sem var
kunnur fyrir fátt annað en að hafa
verið stöðvarstjóri í Slóvakíu áður
en hann varð aðalritari í haust. Nú
hefur staða aðalritara verið lögð
niður og formaðurinn er valdamesti
maður flokksins. Vasil Mohorita
hefur verið kjörinn „fyrsti ritari“.
Mohorita (36 ára) og Adamec (63
ára) eru taldir hægfara umbóta-
sinnar. Á tímabili var talið að Mo-
horita mundi segja sig úr flokknum
og taka fjölda klofningsmanna með
sér. Stofnun nýs kommúnistaflokks
er enn talin hugsanleg, þótt margir
umbótasinnar hafi ákveðið að segja
sig ekki úr flokknum í bráð. Nú
þegar hafa 70-150.000 sagt sig úr
flokknum.
UNGVERJALAND_
Ungverski
hagfræðingurinn
Flótti er einnig brostinn í lið
ungverskra kommúnista, sem
nefndu flokk sinn Sósíalistaflokk-
inn
í október að áeggjan Miklos Nem-
eth forsætisráðherra. Flokksmönn-
um hefur stórfækkað og þingkosn-
ingar eiga að fara fram í marz, en
Nemeth sagði í haust: „Fjöldi
f lokksmanna er ekki það sem skipt-
ir okkur máli nú, heldur það fylgi
sem við fáum í kosningunum.“ Svo
kann að fara að flokkurinn lendi í
stjórnarandstöðu eftir kosningarn-
ar.
Nemeth e'r 41 árs gamall og af
bændaættum. Hann er hagfræðing-
ur og stundaði nám í Harvard.
Hrikalegur efnahagsvandi Ung-
veija hefur haldið áfram að aukast
síðan hann tók við stjórnartaumun-
um fyrir 14 mánuðum. Ströng skil-
yrði hafa verið sett fyrir aðstoð frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Nem-
eth hefur gengið erfiðlega að fá þau
samþykkt í Ungveijalandi. Fyrir
jólin sagði hann sig óvænt úr for-
sætisnefnd flokksins, þar sem hann
fékk ekki nægan stuðning við fjár-
lagafrumvarp sitt.
Fyrir nokkrum mánuðum voru
Ungveijar í fararbroddi breyting-
anna í Austur-Evrópu, en nú hafa
þeir dregizt aftur úr Tékkum og
Austur-Þjóðverjum. Til dæmis hef-
ur ekki verið bundinn endir á valda-
einokun kommúnista og Ungveijar
hafa ekki sett brottf lutning sovézka
hernámsliðsins á oddinn eins og
Tékkar.
Sérstæður kommúnisti
í nóvember tóku Ungveijar þátt
í fyrstu frjálsu kosningunum í rúm
40 ár, þegar þeir felldu við þjóðarat-
kvæði að forsetakosningar færu
fram í þessum mánuði. Ottazt var
að tímasetningin mundi hjálpa
frambjóðanda stjórnarinnar, Imre
Pozsgay, — þeim ráðherra stjórn-
arinnar sem hefur stýrt þróuninni
til þingræðis „innan frá“. Úrslitin
sýndu að Ungverjar vilja róttækari
breytingar eins og nágrannar
þeirra. Þingið mun kjósa forsetann
eftir kosningarnar í marz.
Pozsgay er 55 ára og kveðst
hafa ákveðið að gerast sósíaldemó-
krati eftir fall Janosar Kadars í
maí 1988. Á árum áður var hann
skjólstæðingur Kadars, sem skipaði
hann menningarráðherra í lok
síðasta áratugar. Fyrir rúmu ári
fékk hann kommúnistaflokkinn ti
að breyta afstöðu sinni til byltingar-
innar 1956. Hann hefur einnig
fengið flokkinn til að samþykkja
stefnuskrá, sem dregur dám af
hugmyndum Ludwigs Erhards, föð-
ur „efnahagsundurs" Vestur-Þjóð-
veija, Þegar hann kom til Lundúna
í haust. hrósaði hann frú Thatcher
fyrir markaðsstefnu hennar.
Umbótaviðleitni Poszgays hefur
notið stuðnings Rússa. Þróunin í
Austur-Evrópu hefur hins vegar
verið svo hröð og óvænt að ekki
er víst að hann verði kjörinn for-
seti, þrátt fyrir tilraunir hans til
að fjarlægjast gamla stjómkerfið.
Svo getur farið að sárafáir komm-
únistar fái sæti á nýja þinginu.
Stærsti stjórnarandstöðuflokk-
ur-
inn er Lýðræðisvettvangurinn. For-
setaefni hans er Lajos Fiir, skæð-
asti keppinautur Pozsgays. Hann
er 59 ára gamall búnaðarsagnfræð-
ingur og bækur hans um ungverska
minnihlutann í Rúmeníu voru bann-
aðar á síðasta áratug. Flestir leið-
togar samtakanna eru skáld, rithöf-
undar og sagnfræðingar. Þeir eru
íhaldssamir þjóðemissinnar og hafa
hvatt til myndunar samsteypu-
stjórnar með kommúnistum.
Helzti leiðtogi ungverska komm-
únistaflokksins, Rezso Nyers, er 66
ára hagfræðingur. Hann var talinn
eini forystumaður flokksins sem
nyti svo mikillar virðingar að hann
gæti komið í veg fyrir að f lokkurinn
klofnaði. Hann hefur alla tíð verið
fylgjandi umbótum, gagnstætt Kar-
oly Grozs, sem var vikið úr stöðu
flokksritara í september.
Nyers er fyrrverandi sósíaldemó-
krati og talar oft lofsamlega um
hinn gamla flokk sinn, sem var
neyddur til að sameinast kommún-
istaflokknum 1948. Hann stóð fyrir
efnahagsbreytingum á árunum fyr-
ir 1970, en var rekinn úr stjórn-
málaráðinu nokkrum árum síðar
vegna andstöðu Rússa og þar með
hófst 18 ára eyðimerkurganga. Nú
er hann einn helzti bandamaður
Pozsgays og Nemeths.
AUSTUR-
ÞÝSKALAND _
Maðurinn frá Leipzig
í Austur-Þýzalandi var Manfred
Gerlach valinn þjóðhöfðingi í stað
Egons Krenz 6. desember. Hann
hvatti einna fyrstur austur-þýzkra
leiðtoga til breytinga áður en Krenz
varð flokksleiðtogi 18. október og
kom einnig til greina í það emb-
ætti. Þegar forseti þingsins var
valinn beið hann ósigur fyrir
Gúnther Malenda með 230 atkvæð-
um gegn 246.
Gerlach er 61 árs, fæddur í Leipz-
ig og lögfræðingur að mennt. Hann
hefur verið fijálslyndur demókrati
síðan 1945, en var einn af stofnend-
um æskulýðssambands kommún-
ista, FDJ, í Leipzig og sat í mið-
stjórn þess 1949-1959. Á þeim
árum var hann náinn samstarfs-
maður Erichs Honecker, þáverandi
leiðtoga FDJ. Hann hefur verið leið-
togi Fijálslynda demókrataflokks-
ins, lítils leppflokks kommúnista,
síðan 1967 og var ódeigur stuðn-
ingsmaður kerf isins þar til í haust.
Hann lýsti fyrst yfir stuðningi
við Krenz, þar sem hann væri „til-
tölulega ungur og fljótur að læra,“
en bætti við: „Þegar ég segi að við
styðjum Egon Krenz táknar það
ekki gagnrýnislausan stuðning eða
að við treystum honum um alla
framtíð.“ Hann viðurkenndi að
„enginn vissi nákvæmlega hvert
lestin færi“.
í nóvember viðurkenndi Gerlach
„að hafa synt með straumnum og
borið hluta ábyrgðarinnar á
harðlínustefnu Honeckers“. Efnt
var til atkvæðagreiðslu um stuðn-
ingsyfirlýsingu við hann og hann
hlaut traust 132 af 133, sem tóku
þátt.
Dresdenmaðurinn
Hans Modrow, hinn nýi forsæt-
isráðherra Austur-Þýzkalands,
mátti heita óþekktur utan Dresdens
þar til fyrir fjórum mánuðum. Hann
hafði verið flokksleiðtogi í þriðju
stærstu borg landsins síðan 1973
og verið vinsæll í í Dresden. Krenz
skipaði hann til að sanna að aust-
ur-þýzkur kommúnismi hefði
„mannlegt yfirbragð“.
Modrow hafði snúið baki við
Honecker og klíku hans löngu áður
I hann hrökklaðist frá völdum í októ-