Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1990 35 spumingin kl. 9.30, hvunndagshetjan kl. 9.50, neytendahorn kl. 10.03 og af- mæliskveðjur kl. 10.30. 11.03 Þarfaþing með Jóhönnu Harðardótt- ur — Morgunsyrpa heldur áfram. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akureyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslffi og fjölmiðlum. 14.06 Milli mála. Arni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurninga- keppni vinnustaða kl. 15.03, stjórnandi og dómari Dagur Gunnarsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir, Sig- urður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Sigurður G. Tómasson. — Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. — Stórmál dagsins á sjötta timanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni út- sendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbarvið sjómenn og leik- ur óskalög. (Einnig útvarpað kl. 3.00 næstu nótt á nýrri vakt.) 20.30 Útvarp unga fólksins. Sigrún Sigurð- ardóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Jón Atli Jónasson og Sigríður Arnardóttir. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. (Úrvali útvarpað aðfara- nótt laugardags að loknum fréttum kl. 5.00.) 00.10 f háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00,22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram (sland. Islenskir tónlistarmenn flytja dægurlög. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobs- dóttir spjallar við Öddu örnólfs sem velur eftirlætislögin sin. (Endurtekinn þáttur frá 30. maí sl. á Rás 1.) - > 3.00 „Blitt og létt..." Endurtekinn sjó- mannaþáttur Gyðu Drafnar T ryggvadóttur frá liðnu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Jón Ormur Halldórsson. (End- urtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Lísa var það, heillin, Lisa Pálsdóttir fjailar um konur i tónlist. (Endurtekið úr- val frá miðvikudagskvöldi á RÁS 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmískóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. LANDSHLUTAÚTVARP ÁRÁS2 8.10-8.30 og 18.03-19.00 Útvarp Norður- land. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 7.00 Nýr dagur. Eiríkur Jónsson. Morgun- maður Aðalstöðvarinnar með fréttir, viðtöl og fróðleik í bland við tónlist. 9.00 Árdegi Aðalstöðvarinnar. Ljúfir tónar í dagsins önn með fróðleiksmolum um færð, veður og flug. 12.00 Hádegisútvarp Aðalstöðvarinnar, Ijúfir tónar. 13.00 Lögin við vinnuna. Fróðleikur i bland við Ijúfa tóna og allt sem þú þarft að vita um í dagsins önn. Umsjón Þorgeir Ást- valdsson. 16.00 í dag í kvöld með Ásgeiri Tómas- syni. Fréttir og fréttatengt efni um mál- efni líðandi stundar. 18.00 Á rökstólum. Flest allt i mannlegu samfélagi látum við okkur varða. Flest allt er rætt um og það gerum við á rök- stólum. Síminn er 626060. Umsjón Bjarni Ðagur Jónsson. 19.00 Ljúfir ókynntir tónar í anda Aðalstöðv- arinnar. 22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda ráðpir í beinni útsendingu. BYLGJAN FM98.9 7.00 Sigursteinn Másson. Neytendamál, barnasagan, kíkt i blöðin. 9.00 Páll Þorsteinsson. Létt spjall við hlustendur. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Valdís Gunnarsdóttir. Pínulítið slúð- ur, hlerað í heitu pottunum. 15.00 Ágúst Héðinsson og það nýjasta í tónlistinni. Afmæliskveðjur milli 16-17. 17.00 Haraldqr Gíslason. Flugsamgöngur og færð og það sem máli skiptir athug- að. Kvöldfréttir kl. 18. 19.00 Snjólfur Teitsson í kvöldmatnum. 20.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 22.00 Stjörnuspeki. Gunnlaugur Guð- mundsson og Pétur Steinn Guðmunds- son fara yfir stjörnuspeki. Öll merkin tek- in fyrir, steingeitinni gerð góð skil. Spurn- ingum svarað, bréfum svarað. 24.00 Freymóður T. Sigurðsson á nætur- vaktinni. STJARNAN FM102 7.00 Bjarni Haukur Þórsson. Viðtöl við unga Islendinga og fréttir af mönnum og málefnum. 9.00 Helgi Rúnar Óskarsson. 11.00 Snorri Sturluson. Síminn er 622939. 15.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. 19.00 Stanslaus tónlist. 1.00 Björn Sigurðsson og næturvaktin. 1.00 Björn Sigurðsson og næturvaktin. Sjónvarpið: Andstreymi ■■^H Fyrsti þáttur breska myndaflokksins Andstreymi, Trou- 91 55 bles, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Myndin var gerð árið “A ““ 1988 eftir sögu J.G. Farrelli og fjallar um hermann sem snýr heim til írlands úr Fyrra heimsstyrjöldinni. Margt hefur breyst frá því að hann fór og átök kaþólskra og mótmælenda magnast. Leikstjóri er Christopher Morahan. "V gfc gggggg^^; - iit*»nft'ntiiii-i lnmj •íw!t Stöð 2: Kjallarínn ■■■■ Meðal þeirra sem fram koma í Kjallaranum að þessu sinni ■| O 15 er hljómSveitin Big Audio Dynamite, en forsprakki henn- 1-0 ar, Mick Jones, er fyrrum liðsmaður Clash. Sjónvarpið: Brageyrað ■■■■ I kvöld mun Árni Björnsson þjóðháttafræðingur halda 90 — ^5'am að leiðbeina áhorfendum um refilstigu skáldskapar- /nálanna. Ljóðskáld í hópi sjónvarpsáhorfenda hafa tekið leiðsögn Árna svo vel að þættir hans, er áttu upphaflega að verða þrír að tölu, eru nú komnir upp í átta og ekki að vita nema fleiri eigi eftir að falla til. í þessum fimmta þætti sínum mun Árni fjalla um .það vísuafbrigði er nefnist stafhenda. GÁRUR eftirElínu Pálmadóttur Veslaðist upp úr ófeiti Nú árið — 1989 — er liðið. Seinni hlutinn fullur af hraðfleygum uppákom um. Eftir situr furða! Jafnvel þótt litið sé áratugi aftur fyrir þessi tímamót dofnar ekki undrunin yfir þeim stakkaskiptum sem gamla Evrópa er að taka. Þeir sem komu til meginlandsins upp úr seinni heimsstyrjöldinni og kynntust þeim sárum og hatri, sem hún hafði magnað upp milli þjóða, eiga dulítið erfitt með að átta sig á hve fljótt tíminn getur þurrkað út. í Frakklandi kynntist maður upp úr 1950 engum, sem ekki hafði misst sína í tveimur styrjöldum, sumir alla karlmenn fjölskyldunnar. í sálunum sat hatrið á þeim sem um var kennt. Á undanfömum árum hefi ég oft furðað mig á hve vel hefur gróið um heilt milli Frakka og Þjóðveija eftir svo mörg stríð og langa óvild. Þó eru fá ár síðan ég kom í sömu aðstæður. Síðasta ár tórði það á 7,2 milljónum, þó ekki betur en svo, að þótt allt væri skorið við nögl var búið að eyða tveimur milljónum upp í skuld á nýbyijuðu ári. Átta milljónir á því ári gátu því fyrirsjáanlega ekki haldið líftórunni í króganum. Fjörutíu milljónir taldi sú reynda fjölmiðla- kona og doktor í þessum fræðum að væri nauðsynlegt til að þarna yrði barn í brók. Fyrra árið sitt var barnunginn raunar slík horn- reka að útsendingar vom á tímum sem fáir gátu nýtt sér. Nú var hann kominn á skárri tíma hjá sjónvarpinu og fólk farið að nýta sér þessa fræðslu. Kominn vaxandi áhugi og svörun við viðleitninni. Þá veslaðist króginn upp úr ófeiti. Skrýtið að við íslendingar, sem föllum fýrir öllu nýju, skulum ekki kunna að nýta okkur alþýðu- fræðslu gegnum sjónvarp. Og það á tímum „endurhæfingar", þegar .'•"g’*. ' ' ‘pÞÓt' t'J h 0,1' oM L v%f ritu' þjóðgarð í Vogesafjöllum skammt norðan við Strasbourg, á svæði sem þessar þjóðir hafa lengi hrifs- að á víxl hvor af annarri. í franska þjóðgarðinum við Rín að vestan eru nokkur gömul þorp. Handan Rínar að austan er þýskur þjóð- garður. Ég spurði hvort ekki mætti reka þá í samvinnu. Jú, eflaust yrði það einhvern tíma. En slíkt væri ekki hægt meðan enn býr í litlu gömlu þorpunum fólk, sem lifði hörmungarnar í stríðinu. Hér var það sem Þjóðveijar réðust inn í Frakkland og hér var það sem Frakkar réðust aftur inn í Þýska- land — í bæði skiptin af mikilli grimmd og miskunnarleysi við íbú- ana. Á fáum árum höfum við horft á hatrið hverfa. Vestur-Evrópa tek- ið upp æ meiri samvinnu. Og nú, á árinu 1989, er farið að rífa Berlínarmúrinn og steypa harð- stjórnum þar fyrir austan hverri á fætur annarri. Og stefnir í að eyða hatri og að þær þjóðir komin inn í samvinnuna. Er ekki undarlegt þótt efst í hugum Evrópufólks í árslok 1989 sé — furða! Upp í hugann skýtur ljóði eftir Matthías Johannessen, sem hann nefndi „Lenín segir við Robespierre“: Byltingin étur börnin sín og brýtur gullin mín og þín. Við árslok 1989 gerast einnig neikvæðir atburðir — sem líka vekja furðu. Það var t.d. árið þeg- ar hvítvoðungurinn Fræðslusjón- varp veslaðist upp og dó. Fæddist í marsmánuði 1988 og tórði við skort og kröm á annað ár. Fékk aldrei að sanna sig, fremur en mörg ungbörnin á Islandi á tfmum liins inikla barnadauða á fyrri öld- um fátæktar og bjargarleysis. Fóstran, hún Sigrún Stefánsdóttir, sem reynt hefur við lítil efni að halda í því líftórunni, gafst upp um áramótin. Þá var orðið ljóst af fjárlagafrumvarpinu að fræðsluvai*p mundi ekki lifa af við framfarir og öll tækni taka svo örum breytingum að mannfólkið hefur ekki við að endurhæfa sig í lífi og starfi. Þeir sem ekki fýlgj- ast með í sínu fagi og sjá um að verða ekki á eftir, falla út, einkum þegar harðnar á dalnum. Enda blómstra námskeið af öllu tagi, tómstundaskólar og ráðstefnur með fyrirlestrum um nýjungar í hinum ýmsu fögum og um marg- víslegt efni — þ.e. í höfuðborg- inni, þar sem nægilega margir eru til þátttöku. í svo fámennu og stijálbýlu landi hefði maður haldið að mikill fengur væri að sjónvarps- fræðslu og kennslu á sérrás eða þeim tíma, þegar fólk getur eftir vinnu tekið til við endurhæfing- una, bætt á sig tungumáli, tölvu- þjálfun og hvers kyns nauðsynleg- um þáttum. Er það ekki ódýrara en kosta fólk til námsdvalar á þétt- býlu stöðunum? Og veitir það ekki þeim sem óhægt eiga að komast að heiman möguleika á að fylgjast með? Eða höldum við kannski að við sleppum við símenntunarkerfi fremur en aðrar þjóðir? Það væri dæmalaus skammsýni. Ekki eru skólamenn á þvi, nefndu það sem eitt forgangsverkefnið í skoðana- könnun, ef ég man rétt. Og rámar mig ekki í að menntamálaráð- herrann sjálfur hafi látið eftir sér hafa að endurmenntun sé það skólastig sem muni þróast hraðast á næstu áratugum, allir verði innan skamms í einhvers konar endur- menntun og fullorðinsfræðslu í stórum stíl. I þeim töluðum orðum veslast upp úr ófeiti og deyr vísir- inn að fræðsluvarpi, tækninni sem með nútímaaðferðuni getur náð til allra jafnt með fullorðinsfræðslu og endurhæfingu. Það þykja mér dapurlegustu tíðindi liðins árs. P.s. Fréttir berast um að nú eigi að fara að setjast niður á ráðstefnu pg byija að „ræða fjarkennslu“ á íslandi. Semsagt spjalla aftur um að eignast kannski bara einhvern tíma aftur nýtt barn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.