Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 12
m Jjv-a'. : ! ,)■■ 'rsma em ui’.r ; :i MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR- 7: -JANUAR 1990 eftir Guðm. Halldórsson EFTIR ÞÆR breytingar, sem hafa orðið í Austur-Evrópu að undanförnu, ræður enginn einn maður lengur lögum og lofiim í nokkru landi þar nema í Al- baníu. Nýir valdhafar hafa tek- ið við stjórnartaumunum, flest- ir lítt reyndir og lítt kunnir, og reynt er að segja skilið við fyrri stjórnarhætti, en enginn veit hvað við tekur. Sú spurning vaknar hvort völdin muni aftur safnast saman á hendur eins manns í einhverju þess- ara landa eða í þeim öll- um, eins og venja hefur verið, Svarið fer eftir því hve miklar grundvallar- breytingar verða gerðar á stjórn- kerfi, sem gat af sér Stalín í Sov- étríkjunum, Walter Ulbricht og Erích Honecker í Austur-Þýzkal- andi, Todor I. Zhivkov í Búlgaríu og Nicolae Ceausescu í Rúmeníu. Þótt þetta kerfi sé kennt við Stalín er ftjóanga þess að finna í upphaflegum hugmyndum Leníns um kommúnistaflokkinn, eins og bent er á í New York Times. Sam- kvæmt þeim var gert ráð fyrir að völdin væru sameinuð í hendur fárra forystumanna, sem talið var hægt að treysta. Skömmu áður en Nóbelsverðlaunahafinn Andrei D. Sakharov lézt benti hann Míkhaíl S. Gorbatsjov, forseta Sovétríkj- anna, á að þótt umbótasinnaðir kommúnistaleiðtogar hefðu tekið við stjórninni væri of miklum vöid- um safnað á fárra hendur. Inn úr kuldanum Nýju leiðtogarnir I Rúmeníu eru afkvæmi valdakerfisins, sem þeir risu gegn. Nýr forseti landsins, lon Iliescu, er 59 ára garnall kommún- isti, sem var rekinn úr miðstjórn- inni fyrir tæpum 20 árum. Hann er sagður handgenginn Gorbatsjov og mun hafa kynnzt honum þegar hann var við nám í vatnafræði í Moskvu. Hann tók einnig háskóla- próf í viðskiptafræði, var formaður félags rúmenskra stúdenta í Moskvu og varð formaður rúm- enska stúdentafélagsins þegar hann kom heim til Rúmeníu. Iliescu var um skeið yfirmaður áróðursdeildar miðstjórnarinnar og vann fleiri störf fyrir miðstjórnina. Hann varð aðalfulltrúi í miðstjórn 1969 og skjótur frami hans virtist sýna að hann væri stuðningsmaður Ceausescus, en einhvern tlma þegar hann var æskulýðsráðherra, 1967- 1972, fóru margir að líta svo á að Iliescu ógnaði völdum hans. Þremur árum eftir brottvikninguna úr mið- stjórninní 1971 var hann sendur ti! Iasi, nálægt sovézku landamærun- um, og síðan fékk hann aðeins að stunda fremur ómerkileg störf fyrir f lokkinn. Á síðari árum hefur hann verið forstjóri bókaforlagsins Technica. Skýringarnar á því að Iliescu féll í ónáð eru einkum taldar þær að hann var of opinskár og gagnrýndi það sem aflaga fór. Hann var einn- ig talinn meiri fyigismaður tækni- veldis en hugmyndafræðingur. Auk þess naut hann virðingar mennta- manna og hlaut stuðning meðal ungs fólks. Iliescu var ekki í hópi áhrifa- manna, sem undirrituðu frægt bréf til Ceausescus með gagnrýni á harðstjórn hans í marz 1989. Ástæðan er sögð sú að forsprakk- arnir hafi óttazt að líf hans gæti komizt í hættu, ef hann skrifaði undir bréfið. Á þeim tíma virðist hafa verið álitið að hann mundi gegna mikilvægu hlutverki í rúm- enskum stjórnmálum I framtíðinni, þótt engan óraði fyrir því að hlut- verk hans yrði eins þýðingarmikið og í ijós kom, þegar hann birtist ( sjónvarpinu fyrir jólin og tilkynnti að Ceausescu hefði verið handtek- inn. „Aðalsmaðurinn“ Hinn nýi forsætisráðherra Rúm- eníu, Pelre Roman, tilheyrir svo- köiluðum „aðli“ kommúnista, þar sem faðir hans, Vaiter Roman, var félagi í örlitlum flokki rúmenskra kommúnista fyrir heimsstytjöldina 1939-1945 og barðist gegn Franco í borgarastrfðinu á Spáni. Faðir hans hét réttu nafni Ernst Neulander og var af ætt gyðinga- presta í Oradera í Transylvaníu, en tók sér nafnið Valter Roman, þegar hann gerðist baráttumaður komm- únista ungur að árum. Hann starf- aði fyrir Komintern í Moskvu á stríðsárunum og kvæntist spænskri konu, Hortensiu, móður Petre Rom- an og systur hans, Carmen. Petre Roman fæddist 1946 í Búkarest, þegar faðir hans stóð á hátindi ferils síns. Valter Roman vai' um skeið forseti herráðs rúm- enska landhersins og ráðherra fjar- skiptamála, en féll í ónáð vegna gruns um „títóisma". Hann fékk uppreisn æru 1953 og varð for- stjóri pólitísks bókaforlags, Sonurinn virðist ekki hafa verið látinn gjaida þess að faðir hans féil í ónáð. Hann stundaði nám í Petru Groza-framhaldsskólanum í Búkar- est og fékk seinna að læra í háskól- anum í Toulouse í Frakklandi. Hann hefur gegnt starfi prófessors í verk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.