Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 30
Aðgerðin eftir Steingrím S. Olafsson vera bara Eg er hættur við að fara í aðgerð. Ég skipti um sko<3- un bara einn, tveir og þrír. Ég held nefnilega að þetta hafi bara verið svona karlmannleg ^mmmmmm^m vitleysa. Nú líður mér vel og kvenmenn mega vera kvenmenn í friði fyrir mér. En hvað var það svo sem sann- færði mig um ágæti þess að karlmaður? Jú, frosthörkur gömlu Kristjaníu. Maður veit svo sem að þið, kæru landar, hafið ekki lent í miklum frosthörkum síðustu vikurnar í kringum mánaða- mótin, en ástandið hefur hreinlega verið allt annað hér í Ósló. Síberíuvetur upp á hvern dag, og ef ekki hefði ver- ið fyrir föðurland, og það stolt að vera íslendingur, sem ekki ^efst upp fyrir nokkrum mínusgráðum, þá væri ég löngu kominn í híði. Norskir veðurfræðingar (að sjálfsögðu allt karlmenn) hafa byrst sig á skjánum og sagt að nú sé jafn- heitt á íslandi og á Krít og í Aþenu. Þá andvarpa ég og lít út um gluggann. Ég er ekki frá því að dagurinn sé.aðeins leng- ur að líða í frosthörkunum. Kannski gengur klukkan hæg- ar . . . en hvað um það. i frost- inu sé ég kvenfólk. Þetta kven- ^jþlk sýndi mér svart á hvítu, nvað ég raunverulega er hepp- inn að vera karlmaður. Konur eru nefnilega mjög misgáfaðar. Með þessu á ég ekki við að ein kona sé gáfaðri en önnur, held- ur að hver einstök kona sé misgáfuð. Þetta þarfnast út- skýringar. Hvort sem við karlmenn við- urkennum það eða ekki, þá kunna konur að fara með pen- inga. Hvernig stendur annars á þvi að heimilisbókhaldið lag- ast alltaf þegar þær fá peninga- völdin á heimilinu? Við vitum líka að kvenmenn eru betri bílstjórar. Þær lenda í mun færri árekstrum en við karl- Jfienn. Kvenfólk er líka harð- duglegt og virkilega þrautseigt. Hvernig hefðu þær annars far- ið að því að ná árangri í jafn- réttisbaráttunni? Við vitum líka að kvenfólk er yfir höfuð mun fallegra en karlmenn. Það skýrir sig sjálft. Við vitum líka að kvenfólk býr yfir þróaðri likama en við karlmenn. Ekki getum við alið börn?! Sumir karlmenn hafa meirá að segja gengið svo langt að segja að kvenfólk sé gáfaðra en karl- menn. Ég ætla svo sem ekki að neita því neitt sérstaklega. Þetta allt getur verið hárrétt. Það undrar mig samt, og raun- ar mjög mikið, að sé þetta rétt, þá hljóta kvenmenn að vera mjög vanþróaðar á einu stigi hugsunar. Það er fatahliðin. Þú sérð nefnilega ekki karl- mann gangandi úti í 27 stiga frosti í mínipilsi, sokkabuxum, næfurþunnri silkiskyrtu, í popplínjakka með uppbrettar ermar og á háum hælum. Nei, karlmenn klæða sig eftir veðri. Ef það er kalt, þá fara þeir í hlý föt, og ef það er hlýtt, fara þeir í létt föt. En ekki kvenfólk. ÞÓ járnbrautarlestir fijósi íastar á teinum sínum, piss- andi hundar festist við ljósa- staura og grýlukerti hangi neð- an úr skýjunum, þá fer kven- fólk út samkvæmt skipun Pi- erre Cardin og lagsbræðra hans. Þar með voru örlög mín ráðin. Ég er hættur við aðgerð- ina. Nema náttúrulega maður flytji eitthvað suður á bóginn. Ænei, mér fer bikiní svo illa ... MORGUNBLAÐIÐ FÖLK í FRÉTTUM ..... SUNNUDÁGUR 7. JANÚAR 1990 GRUNN I 15. janúar kl. 9-16 Fyrir byrjendur í tölvunotkun. Fjallað verður um Victor PC-tölvuna, MS-DOS stýrikerfið kynnt ásamt ýmsum jaðartækjum, t.d. prentara, mús, módemi o.fl. Framhaldsnámskeið Grunn II verður 15.-16. nóv. kl. 9-13. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur, Einari J. Skúlasyni hf., Grensásvegi 10, sími 686933 A TH: I/R og fleiri stéttarfélög styrkja féiaga sina til þátttöku. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. LOS ANGELES Einþáttungar efitir Islending sýndir Morgunblaðið/Guðmundur S. Kristjánsson. Höfundur einþáttunganna, Sveinbjörn I. Baldvinsson, og leikkonan Elizabeth Herron, sem lék í Stjörnum Cesars, á frumsýningarkvöldið. Leikfélag í Los Angeles í Banda- ríkjunum tók nýlega til sýninga tvo einþáttunga eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöfund en hann er nú búsettur þar vestra. Sveinbjörn hefur nýlega lokið námi í gerð kvik- myndahandrita við University of Sourhern Califomia. Frumsýning- arkvöldið var þann 20. nóvember síðastliðið og var ætlun leikhópsins að sýna einþáttungana í mánuð. Annar einþáttungurinn ber heitið „Stjömur Cesars" og birtist meðal annars í nýútgefnu smásagnasafni, sem komið er út hjá Almenna bóka- félaginu. Hinn einþáttungurinn ber nafnið „Heimsóknartími". Morgunblaðið/Guðrún Guðjónsdóttir Jónas og frú á góðri stundu, n’anar tiltekið á afmælisdaginn við Norðurá í fyrra. Á bak við þau grillir í tvo veislugesti, Guðlaug Bergmann og Ragnheiði Söru Hafsteinsdóttur. ENDEMI „Konan eitthvað að tala um svikna vöru“ hann, að hann varð sjötugur á sumrinu og sér liggi ekkert á að ná áttræðu. Svo er það hin bókin. Þannig var nefnilega mál vexti, að Jónas var simdkennari Hebu sendiherrafrú- arinnar sem lét gamminn geysa í endurminningabókinni „Sendi- herrafrúin segir frá“. Fer ekki hjá því að Jónasar er það getið, nema hann sagður Guðmundsson! Jónas dæsti mæðulega f símann er Morgunblaðið ræddi við hann í vikunni, en tók sig svo á og skellihló, sagði þetta svo niður- drepandi að nauðsynlegt væri að hlæja ærlega að því. „Annars var konan mín eitthvað að tala um að hún hefði fengið svikna vöra, hún hefði talið sig vera gifta Jón- asi Halldórssyni sjötugum heið- ursmanni, en svo væri hann bara Jónas Guðmundsson, áttrætt gamalmenni!" sagði Jónas. Sá vel þekkti góðborgari Jónas Halldórsson, betur þekktur e.t.v. undir nafninu Jónas sund- kappi, reið ekki feitum hesti frá jólabókavertíðinni. Sjálfsagt fékk hann sinn skammt af bókum í jólagjöf, en það var ekki rituð um hann bók þótt kannski væri full ástæða til þess. Hins vegar var hans getið í tveimur bókum og það með þeim endemis vitleysum að til leiðinda má telja jafnt fyrir bókarhöfunda jafnt sem og auð- vitað Jónas sjálfan. Fyrst er að nefna stangveiðiár- bókina „Stangaveiðin 1989“. Jón- as er mikil veiðikló og umsjónar- menn umræddrar bókar vildu gera að umtalsefni stórafmæli sem Jónas hélt með vinum sínum í veiðihúsinu við Norðurá um miðj- an júní. Undir mynd sem birt var af afmælisbarninu stóð að Jónas hefði fagnað áttræðisafmæli sínu! Jónas veit það best sjálfur, segir FJÖLSKYLDAN Fimm ættliðir 3ja til að er ævinlega nokkur hátíð- arljómi yfir þeim stundum er heilir fimm ættliðir era saman- komnir og ekki laust við að fjöl- skyidumeðlimir finni til nokkurs stolts. Hjá fjölskyldu einni rann upp slík stund fyrir nokkru og var at- burðurinn festur á filmu. Á með- 95ára fylgjandi mynd má sjá fimm ætt- liði, standandi t.v. er Fanney Jóns- dóttir og t.h. Rúna Björg Magnús- dóttir. Sitjandi f.v. eru Jón Helga- son, Sigurósk Sunna Magnúsdóttir og Magnús Jón Pétursson. Aldurs- forsetinn, Jón Helgason verður 95 ára á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.