Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 8
8 MÓRGUNBLMÆÐ DAGBÓK sunnúdÁgúr íUJ&Iúair 1990 ’ i •' / T 'pv A er sunnudagur 7. janúar, sem er 1. sunnudagur 1 UA.VJTeftirþrettánda. Sjöundi dagur ársins 1990. Ar- degisflóð í Reykjavík kl. 2.26 og síðdegisflóð kl. 14.58. Sólar- upprás í Rvík kl. 11.11 og sólarlag kl. 15.57. Myrkurkl. 17.10. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.34 ogtunglið er í suðri kl. 22.22. (Almanak Háskóla íslands.) Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. (Matt. 10,37.) ÁRNAÐ HEILLA QA ára afinæli. A morgun, t/U mánudaginn 8. janúar, er níræð fi*ú Elínborg Guð- mundsdóttir, Skeggjagötu 10, hér i Rvík. Hún er frá Loftsölum í Mýrdal. Maður hennar var Guðjón Júlíusson bflstjóri. Hann lést árið 1968. Á afmælisdaginn tekur Elín- borg á móti gestum í Víkinga- sal Hótels Loftleiða eftir kl. 20.30. r7 p ára afinæli. Á morgun, I O 8. janúar, er sjötíu og fimm ára frú Auðbjörg Guð- mundsdóttir. Hún og maður hennar, Kristinn Sörensen, taka á móti gestum í dag, sunnudag, á heimili dóttur sinnar, Dvergholti 14 í Mos- fellsbæ, eftir kl. 15. r7f \ ára afinæli. I dag, f U sunnudaginn 7. janúar, er sjötug £rú Áslaug Krist- insdóttir, Lönguhlíð 3, hér í Rvík. Eiginmaður hennar var Bjami Kristjánsson heild- sali. Hann lést fyrir rúmu ári. í dag, afmælisdaginn, tekur hún á móti gestum í Lönguhlíð 3 milli kl. 16 og 18. p' ára afinæli. Á morgun, OU mánudaginn 8. þ.m., er fimmtugur Konráð Bjarnason framkvæmda- stjóri Félagsprentsmiðj- unnar og Anilín-prents. Hann tekur á móti gestum í félagsheimili FÍP, Háaleitis- braut 58-60, á afmælisdaginn frá kl. 17-19. FRÉTTIR/ MANNAMÓT DAGURINN í dag heitir Eld- bjargarmessa. Það er al- þýðlegt nafn á 7. janúar, deg- inum eftir þrettánda, segir í Stjömufræði/Rímfræði. — Þar segir síðan: Skýring nafnsins er óviss en hugsan- legt, að það sé dregið af siðum eða leikjum, sem hafðir hafa verið um hönd á hinum fyrsta virka degi eftir jólahald. — Mun ekki vera íslenskt að uppmna, en hingað komið frá Noregi eða Svíþjóð. Dagurinn heitir líka Knútsdagur og segir Stjömufræði/Rímfræði að hann sé til minningar um Knút hertoga, sem veginn var á Sjálandi árið 1131. ÞEGAR vinnudagurinn hefst á mánudag hefst 2..viðskipta- vika hins nýja árs. SERFRÆÐINGAR. I tilk. í Lögbirtingablaðinu frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu segir að þessir læknar hafi hlotið starfsleyfí sérfræðinga: Vigfús Magn- ússon læknir, sem er sér- fræðingur í geðlækningum, Gunnar Herbertsson lækn- ir, sérfræðingur í kvenlækn- ingum og Björn Guðmunds- son læknir, sérfræðingur í heimilislækningum. REYKJAVÍKURPRÓF- ASTSDÆMI. Prestar halda hádegisverðarfund í safnað- arheimili Bústaðakirkju á morgun, mánudag. FATAUTHLUTUN. Næst- komandi þriðjudag og mið- vikudag, 9. og 10. janúar, verður fataúthlutun á vegum Mæðrastyrksnefiidar hér í Reykjavík. Fer úthlutunin fram í kjallara hússins Hring- brautar 116, sem er homhús, gengiðer inn frá Vesturvalla- götu. Úthlutunin stendur yfir frá kl. 15-18 hvom dag. Spámaður Vonandi dregst það ekki of lengi að stjórnin geti tilkynnt þjóðinni að hún sjái „Ljómann FÉL. harmonikkuunnenda heldur skemmtifund í Templ- arahöllinni í dag, sunnudag, kl. 15. BÚSTAÐASÓKN. Bræðrafélag Bústaðakirkju heldur fyrsta fundinn á árinu annað kvöld, mánudag, kl. 20.30. Kvenfélag Bústaða- sóknar efnir til félagsvistar annað kvöld og verður byijað að spila kl. 20.30. FÉL. eldri borgara hefur opið hús í Goðheimum við Sigtún í dag, sunnudag, kl. 14. Spilað og teflt. Þá skemmtir þrefaldur kvartett með söng kl. 16 og dansað verður kl. 20. KROSSGATAN B 9 33 13 Hl_iz |Z2 23 24 LÁRÉTT: — 1 rósemd, 5 skjögra, 8 durta, 9 dreng, 11 mjöggott, 14 álíta, 15 hindra, 16 skadda, 17 sefa, 19 Iengd- areining, 21 beitu, 22 nálægt, 25 hrygla, 26 tunna, 27 lítil- fjörlegur. LOÐRETT: - 2 fálm, 3 knæpa, 4 refsar, 5 þrútna af mjólk, 6 háttur, 7 megna, 9 spil, 10 smábók, 12 þjálfunar, 13 vanrækir, 18 beltum, 20 komast, 21 árið, 23 leyfíst, 24 frumefni. LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU: LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 skref, 5 kátar, 8 fitan, 9 hrafn, 11 nafar, 14 net, 15 launa, 16 aftri, 17 rór, 19 undu, 21 eðla, 22 iðn- inni, 25 ann, 26 ára, 27 rót. LÓÐRÉTT: — 2 ker, 3 eff, 4 Finnar, 5 kantar, 6 ána, 7 ana, 9 holduga, 10 afundin, 12 fátíðir, 13 reiðast, 18 óðir, 20 uð, 21 en, 23 ná, 24 Na. ARBÆJARSOKN. Æskulýðsfundur í kvöld, sunnudag, kl. 20.30. SELTJARNARNES- SOKN. í kvöld, sunnudag, er æskulýðsfundur í kirkjunni kl. 20. HVASSALEITI 56-58. Félagsstarf aldraðra. Á morgun, mánudag, hefst starfið með leikfimi kl. 9. Silkimálun m.m. kl. 10. Fóta- aðgerðir kl. 13. Opið hús er frá kl. 13 og kaffítími kl. 15. ITC-deildin Irpa heldur fund annað kvöld, mánudag, í Brautarholti 30. Þar verða hringborðsumræður. Uppl. gefa Kristín í s. 74884 og Guðrún í s. 675781. SAMTOK um sorg og sorgarviðbrögð halda fræðslufund nk. þriðjudags- kvöld kl. 20.30 í safnaðar- heimilj Laugarneskirkju. Sr. Ólöf Ólafsdóttir flytur erindi sem hún nefnir sorg og ekkj- ur. JC-klúbbarnir Nes og Breið- holt halda sameiginlegan fund á morgun, mánudag, kl. 20.30, á Laugavegi 178. Gestur fundarins verður Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. Fundurinn er öllum opinn. SÝNINGIN á lokaverkefn- um nýútskrifaðra arkitekta, sem nú stendur yfír í Ás- mundarsal við Freyjugötu, er opin daglega kl. 14-18 fram til 14. janúar nk. JC-Reykjavík heldur fé- lagsfund nk. þriðjudagskvöld, 9. þ.m., kl. 20 á Laugavegi 178. Gestur fundarins verður Hlynur Árnason væntanleg- ur landsforseti JC-samtak- ánna. ASPRESTAKALL. í dag, að lokinni messu í kirkj- unni, sem hefst kl. 14, verður kaffisala á vegum safnaðarfé- lagsins í safnaðarheimili kirkjunnar. AUSTFIRÐINGAFÉL. Suðurnesja efnir til þorra- blóts í Stapa laugardaginn 13. janúar nk. og hefst borð- haldið kl. 19. Heiðursgestur félagsins verður sr. Þorleifur Kristmundsson á Fáskrúðs- fírði. Nánari uppl. gefur Jó- hanna Hallgrímsdóttir í Keflavík, formaður þorra- blótsnefndarinnar. ITC-deildin Ýr heldur fund annað kvöld, mánudag, í félagsheimili frímerkjasafn- ara í Síðumúla 17 og hefst hann kl. 20.30. Nánari uppl. gefa Kristín í s. 34159 og Pálína í s. 27896. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í gærkvöld, seint, var Grund- arfoss væntanlegur að utan og leggur af stað aftur til útlanda í kvöld, sunnudag. Þessir togarar fara til veiða í dag: Ásgeir og Ottó N. Þorláksson. Togarinn Eng- ey er væntanlegur úr söluferð í dajg. í fyrramálið, mánudag, er Arfell væntanlegt að utan. í fyrrakvöld fór leiguskipið Skandia á ströndina. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: í gær hélt togarinn Venus til veiða. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Það einkennilega ástand hefiir ríkt hér í bænum síðan um áramót að hér hefur enginn maður verið til að sem haft hefur dómsvald í opinberum málum, saka- og lög- reglumálum. Af þessum ástæðum hefiir ekki verið hægt að úrskurða mann í gæsluvarðhald eða gefa út úrskurð um húsrann- sókn og ekki hægt að halda réttarpróf yfir grunuðum sakborningi. — Þannig var t.d. 5 mönn- um sleppt úr „Steininum" í gærmorgun sem lög- reglan setti í varðhald í fyrrinótt án þess að nokk- ur réttarpróf væru yfir þeim haldin, en um var að ræða lögreglubrot. Efltir áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins verða nýir embættismenn skipaðir í dag, en þá mun Jónatan Hallvarðsson verða settur sakadómari, en hann hefur verið sett- ur lögreglustjóri. Lög- reglustjóri verður Agnar Kofoed-Hansen, flugmað- ur. Þessir krakkar tóku sig saman um að efiia til hlutaveltu til ágóða fyrir Þroskajálp og söfnuðu þau tæplega 2.200 kr. Krakkamir heita: Birkir, Svana, Áslaug, Halldóra og Tómas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.