Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEDUR StrflfjUDAGUR 7. JANÚAR 1990 9 Hátíðir og h versdagsleiki eftir HERRA OLAF SKÚLASON Eftir mikla birtu verður myrkr- ið dimmara. Eftir stóra daga og merkilega verður hversdagleikinn oft þrúgandi. Það eru ekki aðeins þeir, sem nú eru farnir að kvíða uppgjöri frá krítarkortaeyðslu síðustu dagana fyrir jól, sem finna til sérstakrartilfinningar fyrstu dagana í nýári. Ég heyrði einu sinni konu segja, að hún væri ekki nógu ánægð á hátíðum, af því að hún fengi sig ekki til að hverfa í hugsuninni alveg frá því, sem tæki við að þeim loknum. Ekki lengur bros og uppörvandi kveðjur, ekki lengur fúsleiki til þess, að allir leggi sitt af mörkum til sameiginlegrargleði. Jafnvel ónot, þar sem fyrr var uppörvun, hryssingsskapur, þar sem fyrr var hlýja. Það er von, að barnið spyrði, hvort ekki væri alltaf hægt að hafajól. En í því mun sannleikur, að á misjöfnu þrífast börnin best og á við, án þess tekið sé tillit til ald- urs. Ekki kunna þeir að meta veðurblíðu, sem ekki þekkja neitt annað en milda sólargeisla og eiga víst færri orð um veðurfar en nokkuð annað. Ekki þýðir að ætla sér að setja jurt sem gróðurhús hefur verndað út í hvassviðrið, hafi aðlögunartími ekki verið nægur. Og jafnvel þeir, sem eru hvað mestir hátíðadýrkendur, kunna vel að meta venjulega daga með þessum hefðbundnu störfum. Og nú er runninn upp fyrsti venjulegi sunnudagurinn eftir há- tiðir og áramót og kirkjumiðlæga aðventu. Og við erum beðin um að fylgja Jesú tólf áratil musteris- ins. Þau voru grandvör í öllu, María og Jósef og hlýddu ekki aðeins boði keisarans í Róm, þeg- ar hann vildi skrásetja þegna síná, heldur lutu þau líka hefð trúar sinnar um rækt við Jerúsalem, heimsóknir þangað á páskum og komu í musterið helga. Og nú fær Jesús að fylgja með. Við þekkjum söguna af því, hve hann gleymdi sér hugfanginn við að hlusta og spyija. Þekkjum líka, að ergelsi getur gripið hina bestu foreldra og beindist að Jesú, þegar hann loksins fannst. Og vart er von, þrátt fýrir undirbúning fyrir fæð- ingu og viðburði á Betlehems- völlum, að þau hafi getað skilið, hvað hann átti við með því, að sér bæri að vera í húsi föður síns. En að hætti athugulla og kær- leiksríkra mæðra geymdi móðir hans þetta allt í hjarta sér, þar sem það hefur fengið að vaxa og dafna. Það er vandi foreldra og ann- arra uppalenda að sigla í milli umburðarlyndis vegna kærleika og ákveðni vegna réttra fyrir- mæla. Börnin eru slíkar gjafir Guðs, að fæðing þeirra og framtíð breytir öllu hjáþeim, sem njóta samvistanna. En þar fyrir er það ekki minni vandi að sameina kær- leika og ögun, fyrirmæli og eftir- læti. Ekki síst þar sem bömin eru spegill hins fegursta og leiðbein- ing fram fyrir hinn hæsta. Enda segir lýðskólamaðurinn og fyrir- lesarinn Guðmundur Hjaltason, í nýútkominni bók fyrirlestra og greina og heitir Uppeldi, á þessa leið: „Góð börn draga hjörtu vor að því, sem er allra best og dýrð- legast. Þau hafa dregið hjarta mitt nær hinu guðlega en nokkuð annað. Margt dregur oss að því. Það gerir nú fyrst og fremst guð- ræknin sjálf, einkum bænin. En margt f leira gerir það líka. Vísindin og fagrar listir gera það stundum. En elskan gerir það einna best, einkum elska góðra barna. Það veit ég af reynslu." Við emm samt vanari því að rekja trú barnsins til áhrifa for- eldra, heldur en að þau kveiki slíkt í bijótum annarra. En auðvitað fer þetta saman, þegar við tengj- um hin máttugu áhrif trúar og kærleika. Að signa barn sitt sof- andi og fela það Guði er túlkun kærleika. Að kenna því bænir og fögur vers er að þiggja sjálfur af ríkdómi þess. Að rétta því hendi sína, er ekki aðeins að gæta þess, hvar það stígur niður, heldur einn- ig að huga að eigin ferð. María fann því gremju sína gufa upp fyrir brosi sonar síns. Og hún hefur sótt styrk til þessar- ar reynslu í musterinu seinna meir, þegar næddi um hana. Eins er það ekki síður vandi foreldra í dag að taka barn sitt áfram í gleði hátíðanna og beina spomm þeirra í sömu áttir, þótt hvers- dagleikinn hafi tekið við. Og má þó reyndar spyija sig, hvort við séum nokkurn tímann án hátíðar og hvort við séum nokkmn tímann svo umkomulaus, að hvergi bregði birtu yfir frá hæð, sem lýsir upp jafnsléttuna. Þannig geta þessir sunnudagar þrettándans, þótt engin fylgi sérstök hátíð verið eðlilegt framhald síðustu vikna og stuðlað að því, að trúin, sem kærleikurinn kann að hafa kveikt, vaxi og dafni þeim sjálfum til heilla, sem varðveitir og öðmm til blessunar. VEÐURHORFUR I DAG, 7. JANUAR Eljagangur suðvestanlands YFIRLIT kl. 10:10 í GÆR: Skammt suður af Hornafirði er 970 mb lægð á hreyfingu norður en heldur vaxandi 970 mb lægð við Hvarf hreyfist norðaustur. HORFUR á SUNNUDAG: Vestan- og suðvestan átt um sunnanvert landið, éljagangur SV-lands, en víða léttskýjað á SA-landi. Norðan- lands verður austlæg átt og slydda eðæsnjókoma á víð og dreif fram eftir degi, og síða V og SV-átt og léttir heldur til. HORFUR á MÁNUDAG og ÞRIÐJUDAG: Vaxandi austlæg átt og hlýnandi veður. Slydda eða rigning um sunnanvert landið og síðar einnig norðanlands. Aðfaranótt þriðjudags fer lægð norður yfir landið og á þriðjudag lítur út fyrir nokkuð hvassa V- og SV- átt og kóln- andi veður, él um vestanvert landið en léttir til austanlands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6:00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri 0 snjókoma Glasgow 9 rigning Reykjavík 1 þokaígr. Hamborg 2 alskýjað Bergen 6 súld London 9 rigning Helsinki -2 frostúði Los Angeles 13 heiðskírt Kaupmannah. 2 þokumóða Lúxemborg 0 þoka Narssarssuaq 1 alskýjað Madrid 2 þoka Nuuk -4 alskýjað Malaga 12 súld Osló -2 þokumóða Mallorca 2 léttskýjað Stokkhólmur -2 léttskýjað Montreal -4 snjókoma Þórshöfn 8 hálfskýjað NewYork 2 alskýjað Algarve 10 heiðskírt Orlando 19 skýjað Amsterdam 4 þokumóða París 5 þokumóða Barcelona 7 heiðskírt Róm 2 þokumóða Chicago 0 léttskýjað Vín -7 þokumóða Feneyjar -2 þokumóða Washington 6 alskýjað / / / Norðan, 4 vindstig: G Heiðskírt / / / / / / / Rigning V Skúrir f Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaörirnar 4 LéttskýjaS * / * Slydda * Slydduél I vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig. ■Qk / / * V Hálfskýjað / * / 10 Hitastig: Skýjað * * * * * * * * * * Snjókoma * V Él 10 gráður á Celsíus Þoka Alskýjað 5 5 • Súld oo Mistur z= Þokumóða Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 5. janúar til 11. janúar, að báöum dög- um meötöldum, er í Holts Apóteki. Auk þess er Lauga- vegs Apótek opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Læknastofur eru lokaðar laugardaga og helgidaga. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúöir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Tannlæknafél. Símsvari 18888 gefur upplýsingar. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími fram- vegis á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkr- unarfræöingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og fimmtud. 11-12 s. 621414. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númeriö. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam- taka '78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11.. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó- tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga — • fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa Ármúla 5. Opin miðvikudaga og föstudaga 13.00-17.00. s. 82833. Samb. fsl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miövikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21260. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Sföu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál aö stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. Fréttasendingar Ríkisútvarpsíns til útlanda daglega á stuttbylgju til Norðurlanda, Betlands og meginlands Evr- ópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15767, 15790, 13855 og 11418 kHz. kl. 18.55-19.30 á 15767, 13855, 11418, 9268, 7870 og 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum er bent á 15790, 11418 og 7870 kHz og á 15767 kHz kl. 14.10, 13855 kHz kl. 19.35 og 9268 kHz kl. 23.00. Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 13855, 13830, 15767,og kHz. Kl. 19.35-20.10 á 15767, 15780 og 13855 kHz. 23.00-23.35 á 13855, 11418 og 9268 kHz. Hlustendur geta einnig oft nýtt sé sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55 og hlustendum í mið- og vesturrikjum Banda- ríkjanna og Kanada er bent á 15780, 13830 og 11418 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu- dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspftalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. kvennadeildin. kl. 19.30-20. Sængurkvennadeíld. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Barnaspftali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspftalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Landakotsspít- ali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19. Barna- deild : Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16-17. — Borgarsprtalinn f Fossvogí: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardög- um og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúk- runarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensás- deild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Kl. 14 til kl. 19. — Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. — Kleppsspftali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flóka- deild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstað- aspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlfð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöurnesja. S. 14000. Keflavfk - sjúkrahúsið: Heimsókn- artími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíð- um: Kl. 15.00—16.00 og 19.00-19.30. Akureyri — sjúkra- húsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00- 8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðal lestrarsalur opinn mánud. — föstudags kl. 9-19. Laugardaga kl. 9—12. Útlánssalur (vegna heimlána) mánud. — föstudags 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aðalsafni, s. 694326. Árnagarður: handritasýning StofnunarÁrna Magnússon- ar, þriðjud., fimmtud.- og laugardögum kl. 14-16. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Þjóðminjasafnið: Opiö þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi s. 671280. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafn Akureyrar: Opið sunnudaga kl. 13-15. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122 og 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hór segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsal- ur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Hof- svallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud. — föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. — Sýningarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuveg, opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Safn Ásgríms Jónssonar: Opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.30-16.00. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er opiö alla daga kl. 10-16. r Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn er opinn dag- lega kl. 11—17. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11—18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14—17 og á þriðjudagskvöldum kl. 20-22. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Aðra eftir samkomulagi. Heimasími safnvarðar 52656. Sjóminjasafn íslands: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000. Akureyri s. 96-21840. Siglufjörður 96-71777. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað í laug kl. 13.30-16.10. Opið í böð og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00- 15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laug- ard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu- daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar- daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16. Sundhöil Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga. 7-9, 12-21. Föstudaga kl. 7-9 og 12-19. Laugardaga 8-10 og 13-18. Sunnudaga 9-12. Kvennatímar þriðjudaga og fimmtudaga 19.30-21. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-12. Kvennatímar eru þriðjudaga og miövikudaga kl. 20-21. Síminn er 41299. Sundlaug Hafnarfjarðar er opin mánud. — föstud. kl. 7-21. Laugard. frá kl. 8-16 og sunnud. frá kl. 9-11.30. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.