Morgunblaðið - 31.01.1990, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990
5
Veiðar í íslensku fískveiðilögsögunni:
Erlend skip veiða árlega um
13 þúsund tonn af botnfíski
44ra ára belgískur síðutogari með veiðiréttindi á íslandsmiðum
65 ERLEND skip veiddu um 13 þúsund tonn af botnfiski í íslensku
fískveiðilögsögunni árið 1989. Þar af veiddu 56 færeyskir línu-
og handfærabátar 11.048 tonn, 6 norskir bátar um 400 tonn og 3
litlir belgískir síðutogarar 1.634 tonn. Elstur belgísku togaranna
er Belgian Sailor en hann var smíðaður í Ostende í Belgíu árið
1946 og er því 44ra ára gamall. Hinir eru Amandine og Henry-
Jeanine, sem smíðaðir voru í Ostende árið 1961, að sögn Land-
helgisgæslunnar.
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í
samtali við Morgunblaðið að ekki
væri búið að ákveða hversu mikið
Norðmenn og Færeyingar mættu
veiða í íslensku lögsögunni í ár
en þeir sæju sjálfir um að útdeila
íslenska kvótanum á milli ski-
panna. Hins vegar mættu ákveðin
belgísk skip veiða samtals 4.400
tonn hér við land á ári. Hann sagði
að þessar þjóðir hefðu viðurkennt
útfærslu íslensku fiskveiðilögsög-
unnar í 50 mílur árið 1975 og
þess vegna, meðal annars, hefðu
þær fengið að veiða áfram hér við
land.
„Það var verið að umbuna þess-
um þjóðum fyrir að viðurkenna
útfærsluna í 50 mílur. Við skiljum
einnig sérstöðu Færeyinga, sem
eru háðir veiðum á erlendum mið-
um, þar sem landgrunn þeirra
gefur tiltölulega lítið af sér. Fær-
eyingar hafa stundað hér veiðar
öldum saman. Þeir veiddu hér um
17 þúsund tonn á ári eftir út-
færsluna 1975 en undanfarin ár
hafa þeir veitt hér 10-12 þúsund
tonn á ári.“
Sex norskir bátar máttu stunda
línu- og handfæraveiðar við Suð-
urland í fyrra. Uppistaðan í afla
þeirra er lúða en með henni fá
þeir löngu og keilu, að sögn Jóns.
„Þetta eru alltaf sömu bátamir,
sem koma hingað. Norðmennirnir
hafa getað gert út á lúðu með
góðum árangri og ég hef oft heyrt
þá furða sig á því hvers vegna við
gerum það ekki líka.“ Jón sagði
að þegar íslenska lögsagan hefði
verið færð út í 50 mílur hefðu
Norðmenn veitt um 2 þúsund tonn
á íslandsmiðum á ári en frá 1985
hefðu þeir fengið að veiða hér 400
tonn á ári.
„Sumir Norðmannanna hafa
veitt hér í áratugi og einn þeirra
hefur sagt mér að lífsgrundvellin-
um verði kippt undan honum fái
hann ekki að stunda þessar veiðar
áfram. Þvi hefur einnig verið skot-
ið inn í viðræður við Norðmenn
um skiptingu loðnukvótans að þeir
hafi fengið að veiða botnfisk hér
við land,“ segir Jón.
Hann sagði að belgiskir togarar
mættu veiða 4.400 tonn á ári hér
við land en þeir veiddu ekki nema
um þriðjunginn af því magni.
„Samningurinn við Belga var
bundinn við 15 skip, að ég held,
en þau hafa dottið út smám sam-
an.“ Belgísku togararnir mega
einungis veiða við Suðurlandið.
Þeir veiddu 1.634 tonn af botn-
fiski á íslandsmiðum í fyrra, þar
af 309 tonn af þorski, 483 tonn
af ýsu, 369 tonn af karfa og 190
tonn af ufsa, að sögn Þóris Guð-
mundssonar hjá Fiskifélagi Is-
lands.
Þórir sagði að 56 færeysk skip
hefðu veitt samtals 11.048 tonn
af botnfiski hér við land árið 1989,
þar af 2.012 tonn af þorski, 606
tonn af ýsu, 2.246 tonn af ufsa,
4.522 tonn af löngu og keilu, svo
og 94 tonn af lúðu.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Selur í heimsókn
EKKI alls fyrir löngu kom selur nokkur sér fyrir á ísjaka úti í Blöndu
miðri á milli byggðarinnar austan og vestan ár á Blönduósi og gaf
bæjarbúum kost á að gaumgæfa sig. Þó selir séu algengir í sjónum
utan við ósa Blöndu er það sjaldgæft að þeir hætti sér upp í ána.
Það hefur þó komið fyrir að veiðimenn í Blöndu hafi orðið varir við
seli á laxveiðisvæðinu sem er um það bil 3-4 kílómetrum frá ósi
Blöndu um háveiðitímann.
Þessi spariskírteini
bera enga vexfi.
Þessi spariskírteini
bera góda vexli.
Fjárfestir þú í réttu spariskírteinunum?
Spariskírteini ríkissjóðs sem gefin voru út fyrir 2 árum,
, 1. flokkur D2, bera ekki neina vexti eftir 1. febrúar. Þú
| missir því daglega af tekjum, bæði vöxtum og verðbótum
ef þú innleysir ekki þessi spariskírteini og endurfjárfestir
fyrir þau.
8 Þessa dagana eru ntargir flokkar spariskírteina ríkissjóðs
innleysanlegir. Þótt margir þeirra beri enn vexti og verð-
bætur getur verið mikill munur á vöxtum hinna ýmsu
flokka. Því er rétti tíminn til að huga að spariskírteinum
sínum-núna.
Dæmi um vonda fjárfestingu:
Ef spariskírteini að verðmæti 500.000 kr. liggja óhreyfð í
eitt ár eftir gjalddaga tapast 139.000 kr. miðað við 20%
verðbólgu og 6,5% raunvexti. Verðbréfamarkaður Fjár-
festingarfélags íslands hf. hefur áralanga reynslu í að
kaupa og selja spariskírteini ríkissjóðs. Við getum nú boð-
ið skiptikjör ríkissjóðs auk eldri spariskírteina með 6,5%
vöxtum.
Q2>
VERÐBREFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF.
HAFNARSTRÆTI • KRINGLUNNI AKUREYRI
28566 68970« 25000