Morgunblaðið - 31.01.1990, Qupperneq 9
9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990
Bestu þakkir til ykkar allra, sem sýndu mér
vináttu og heiðruðu mig á fimmtugsafmœli
mínu með gjöfum, kveðjum og heillaóskum.
Kjartan Jóhannsson.
I/ELKOMINÍ TESS
Híiar vörur
Úrval af stærðum
36-38 með
40% afslætti.
TESS
Opiú lamdaga 10-12.
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
v NEt
ÞORRAMATURINN
LJÚFFENGI
HJA OKKUR
FERVELUMFÓLK
I ViÐSKIPTAERINDUM!
Gistiaöstaöa er glaesileg á
Hótel Sögu. I herbergjunum
er góö vinnuaöstaöa og öll
þægindi þar fyrir hendi.
A veitingastööum okkar
bjóöum við mat og þjónustu í
sérflokki og fundaraðstaða á
hótelinu ereins og best
verður á kosiö.
Haföu samband
í síma 29900.
lofar góöu!
Vélmenni í Reykjavík.
Vélmenni og fjöldafram-
leiðsla
í ritinu Vísbending, sem gefin er út af Kaupþingi
hf. birtist nýlega grein eftir Jón Gunnar Vil-
helmsson hagfræðing, þar sem þeirri athyglis-
verðu hugmynd er hreyft, að íslendingar nýti
vélmenni við fjöldaframleiðslu, m.a. við úrvinnslu
á áli.
Leið til auk-
innar fjöl-
breytni
í upphafi greinar sinnar
í Vísbendingu segir Jón
Gunnar Vilhelmsson:
Á íslandi eru erlend
viðskipti um 30-40% af
þjóðarframleiðslunni.
Vöruútflutningnr bygg-
ist að 70 hundraðshlutum
á eirnii náttúruafurð,
fiski, og fiskiðnaðurinn
er rekinn með halla. Loks
er halli á viðskiptajöfnuði
landsmanna króniskt
vandamál, að ekki sé
minnst á þjóðarbúskap-
inn í heild. Því er ekki
vanþörf á að menn haldi
áfrain að leita ýmissa
leiða til þess að auka fjöi-
breytni, þar á meðal í
iðnaðarframleiðslu.
Þótt ýmislegt hafi
áunnist í að auka fjöl-
breytni innan fiskiðnað-
arins sjálfs, dugar það
ekki til ef tryggja á hag-
vöxt og velmegun i
framtiðinni. Islendingar
þurfa að flyfja inn naer-
fellt allar „langtima"
neysluvörur sínar, svo og
ýmsar aðrar vörur og er
óraunhæft að ætla einni
grunnafurð að standa að
mestu undir slíku fargi.
Einkum á þetta við um
fisk vegna þess, að afli
er ótryggur og verð-
sveiflur miklar á mat-
vöru á erlendum mörk-
uðum.
Hér á eftir verður vik-
ið nokkrum orðum að
möguleikum þess að
helja hér á landi fjölda-
framleiðslu á ýmiss kon-
ar varningi, svo sem
varahlutum. Líklegt er
að slíkar vangaveltur
hafi hingað til strandað
á því, að mönnum hafi
virst sem ýmis gnmdvall-
aratriði hafi skort, svo
sem mannafla, hráefiii til
vinnslunnar og markaði
fyrir framleiðsluna.
Hráefiii
Hvað hráefhi áhrærir, er
Ijóst, að úr því unnt er að
flylja imi á hagkvæman
hátt Iiráefiú til álbræðslu
og flytja álið síðan út aftur
á erlenda markaði, hlýtur
að vera unnt að koma á
slíkum fiutningum í fjölda-
framleiðsluiðnaði einnig.
Ennfremur liggur beint við I
að kanna alla möguleika á !
frekari úrvinnslu þess áls
sem framleitt er í
Straumsvík og þess sem
framleitt verður í álbræðsl-
um öðrum sem reistar
verða hér á landi og spara
á þann hátt flutningskostn-
að á hráefiú.
Mannafli
Þá er komið að mannaf-
Ianum sem þarf til fram-
leiðslunnar. Þar kemur
tvennt upp í hugann. Ann-
ars vegar að laða hingað
verkafólk frá öðrum lönd-
um, hins vegar að nota vél-
menni.
Erfitt er að sjá hve mik-
inn fjölda erlendra verka-
manna unnt væri að laða
hingað til lands með
langtímabúsetu fyrir aug-
um. Margt kemur þar við
sögu, svo sem einangrun
landsins, stirð veðrátta og
tungumálaerfiðleikar. Ólík-
legt er að unnt yrði að laða
fólk hingað til langdvalar,
nema kaupmátturinn yrði
þeim mun hærri hér á landi
en annars staðar í nálægum
löndum.
Fjöldaframleiðsluiðnað-
ur krefst tíltölulega vel
þjálfaðs starfsfólks og því
er óhagkvæmt að þurfa í
sifellu að skipta um mann-
skap. ÖIlu fysilegri kostur
væri því að koma hér upp
iðnaði þar sem vélmenni
sæju um framleiðsluna.
Kostir vél-
menna
Vélmenni eru ýmsum
kostum gædd, frá fram-
leiðslusjónarmiði séð.
Þau geta endalaust unnið
fjölmörg tæknileg handtök
af mikilli nákvæmni. Þar
af leiðir að minnka má til
muna þörfina fyrir verka-
fólk. Þvi þarf ekki að draga
verkafólk í stórum stíl frá
öðrum iðngreinum. Einnig
yrði afraksturinn væntan-
lega há framleiðni og mikil
gæði vörunnar.
Vélmenni er unnt að for-
rita þannig, að hægt er að
framleiða mikinn fjölda af
nokkrum gerðum skyldrar
vörutegundar á skömmum
tíma og ódýrfc Einnig er
kleift að framleiða endan-
legu afurðina í mörgum
útgáfum, án mikils tilkostn-
aðar. Þar af leiðandi er
auðvelt að breyta fram-
leiðslunni til að koma tíl
inóts við breyttan smekk
og nýjar þarfir og opna
nýja markaðsmöguleika.
Auðvelt er að áætla af
mikilli nákvæmni hve lang-
an tima tekur að framleiða
ákveðinn fjölda stykkja og
hve mikil framleiðslugetan
er í heild sinni.
Væntanlega yrðu rekstr-
arstöðvanir vegna vinnu-
deilna færri en ella.
Aukin hagræðing fengist
í lagcrhaldi og eftirlití með
því, vegna aukins fram-
leiðslujöfnuðar. Slíkt myndi
fijótlega skila sér í lægra
verði til neytenda og hærri
kaupmætti til launafólks.
Vel menntuð
þjóð, en fá-
menn
Fyrir þjóð eins og íslend-
inga, með hlutfallslega stór-
an hóp af vel menntuðu
fólki, einkum tæknimennt-
uðu, mikið ónotað land-
rými, næga orku og flutn-
ingsmöguleika, virðist
fiöldaframleiðsla með vél-
mennum eftirtektarverður
kostur.
Hérlendis er við eðlilegar
aðstæður mjög lítið um
framboð af verkafólki, sem
unnt væri að laða til vinnu
við fjöldaframleiðslu. Þjóð-
in er afar famenn og at-
vinnuleysi lítíð eða ekkert
á síðustu árum. Stærstur
hlutí þess fólks sem á annað
borð kemst og vill út á
vinnumarkaðinn gerir svo,
og unglingar byija snemma
að vinna í löngum skólaleyf-
um sinum.
Víðtæk áhrif á
fiölmarga
þætti
Ýmislegt bendir til þess,
að tilkoma vélmenna gæti
aukið fiölbreytni í iðnaði,
og þar með stöðugleika í
hagkerfinu, svo og þjóðar-
tekjur.
Utflutningsmöguleikar
myndu aukast og þar með
mættí vænta meiri stöðug-
leika í viðskiptum við út-
lönd. Slíkt ætti að hafa já-
kvæð áhrif á gengisskrán-
ingu og þar með annan út-
flutning.
Þó svo vélmenni komi til
sögunnar, þarf að sjálf-
sögðu að ráða einhvem
fjölda fólks tíl vinnu, svo
sem til stjómunar og við-
halds. Væntanlega myndi
eftirspum effir tækni-
menntuðu og faglærðu
starfsfólki aukast mest
Raforka er notuð sem
grunnorkugjafi við fjölda-
framleiðsu með vélmenn-
um. Slíkt er í góðu sam-
ræmi við þá möguleika sem
íslendingar eiga í þeim cfii-
um.
Síðast en ekki síst er svo
að geta þeirrar auknu
tækniþckkingar, sem starf-
semi af þessu tagi hefði i
för með sér og er afer mikil-
væg fyrir framtíðina.
SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS
eru á lokainnlausn 1. febrúar.
Þeim sem vilja endurfjárfesta spariféð
bjóðiun við meðal annars:
Ávöxtun umfram lánskjaravísitölu
Ný spariskírteini með skiptiuppbót 6,2-6,3%
Bankabréf Islandsbanka 7,5%
Sjóðsbréf 1 9-9,5%
Sjóðsbréf 4 9-10%
Vaxtarbréf 8,5-9%
VaLbréf 8,5-9%
Skuldabréf Glitnis 9,6%
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF
Ármúla 7,-108 Reykjavík. Sími 68 15 30