Morgunblaðið - 31.01.1990, Page 16
Tf
16
oflfi/ HK:MbÁ, .rt; guoAauaivaiM í/iíiajhmiiouom
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990
Heilsugæslustöðvar
eru mjög góður kostur
eftir Jóhann Ág.
Sigurðsson
Heilbrigðismál hafa verið í
brennidepli undanfarna mánuði
vegna nýrra laga um verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga og
áætlana um að koma á tilvísana-
skyldu eða leiðum til að stýra
kostnaði við sérfræðiþjónustuna. í
þessum umræðum hafa margir
haft þörf fyrir að tjá sig í fjölmiðl-
um um heimilislækningar, rekstur
heilsugæslustöðva og þá þjónustu
sem þar er veitt. Flestir þeirra
hafa ekki unnið við þessi störf og
hafa greinilega takmarkaða þekk-
ingu á starfsemi eða rekstri heilsu-
gæslustöðva. Ég hef starfað bæði
sem heimilislæknir á „sjálfstæðri"
læknastofu og heilsugæslulæknir
á „opinberum" heilsugæslustöðv-
um, hér á landi og erlendis, í þétt-
býli og dreifbýli síðastliðin 10 ár.
Ég þekki því mjög vel til þessara
tveggja rekstrarforma og þjón-
ustumöguleika þeirra.
Samanburður á
rekstrarformum
Líkja má heilsugæslustöð við
millistig á milli sjúkrahúss og
læknastofu. Á heilsugæslustöðv- •
um hvíla lagalegar skyldur um
þjónustu frá kl. 8 að morgni til •
kl. 17 og síðan tengist vaktþjón-
usta um nætur og helgar stöðvun-
um allt árið um kring. Augljóst
er að það væri ekki neinum vand-
kvæðum bundið að spara eða sýna
fram á lægri rekstrarkostnað fyrir
hver samskipti við sjúklinga ef
gera mætti ýmsar sparnaðarráð-
stafanir, sem best hentuðu í því
skyni, svo sem:
• Opna stöðina t.d. stundum kl.
10, eða loka kl. 15.00 eftir
hentugleikum hveiju sinni,
• loka stöðinni í veikindaforföll-
um,
• loka vegna sumarfría,
• komast hjá því að sinna erfíð-
um sjúklingum með ýmis fé-
lagsleg vandamál og taka mik-
inn tíma. Með því væri hægt
að afgreiða aðra í staðinn með
hraði og nýta þar með betur
starfskraftinn,
• leggja niður heilsuvemdina,
t.d. ungbamaeftirlit, mæðra-
vemd og skólaheilsugæslu. Þá
væri hægt að segja upp hjúk-
runarfræðingum,
• skera niður kostnað af við-
búnaði sem nýtist (sem betur
fer) sjaldan, svo sem vegna
bráðaþjónustu,
hætta skýrslugerðum til opin-
berra aðila,
leggja niður heimahjúkrun
o.s.frv.
Það mætti nefna fjöldann allan
af slíkum dæmum, en stofur i
einkarekstri nýta sér óspart ofan-
talda möguleika. Viðveraskylda
og kvaðir til að sinna ákveðnum
verkefnum fyrir viðkomandi bæj-
arfélag eða bæjarhluta takmarkar
veralega möguleika á hagkvæm-
um rekstri heilsugæslustöðva sé
miðað við höfðatölu sjúklinga.
Engu að síður er þetta rekstrar-
lega hagkvæm þjónusta, sem veit-
ir þegnunum mikið öryggi og er
nauðsynleg í nútíma þjóðfélagi.
Við útreikninga á rekstrarkostnaði
væri nær að miða kostnáðinn við
fjölda íbúa á upptökusvæði stöðv-
arinnar í stað fjölda sjúklinga.
Einnig má nefna að stór hluti þjón-
ustu heilsugæslustöðva er sjúkl-
ingum að kostnaðarlausu, sem
hefur áhrif á rekstrarkostnað
þeirra. Við samanburð við önnur
rekstrarform væri því eðlilegt að
taka greiðslukostnað sjúklinganna
með í dæmið.
Af framansögðu er ljóst að það
er útilokað að bera saman rekstr-
arkostnað heilsugæslustöðvar við
einkarekna læknastofu og miða
við hver samskipti við sjúklinga.
Það er eins og samanburður á
rekstri vel búinnar sjúkrabifreiðar
Jóhann Ág. Sigurðsson
„ Af framansögðu er
ljóst að það er útilokað
að bera saman rekstr-
arkostnað heilsugæsiu-
stöðvar við einkarekna
læknastofii og miða við
hver samskipti við
sjúklinga. Það er eins
og samanburður á
rekstri vel búinnar
sjúkrabifreiðar og
leigúbíls og miða þar
við fjölda fluttra.“
og leigubíls og miða þar við íjölda
fluttra. Á sama hátt hefur einnig
reynst erfitt að bera saman rekstr-
arkostnað sjúkrahúsa hér á höfuð-
borgarsvæðinu vegna mismunandi
þjónustu.
Offjárfesting?
I umræðunni í fjölmiðlum voru
þau orð látin falla í hita leiksins
að mikil ofíjárfesting væri í heilsu-
gæslustöðvum og þær vantaði
„kvóta". Ég fullyrði, þetta er al-
rangt og enginn verkefnaskortur
hijáir þessar stöðvar. Ég minni á
að húsnæði allra heilsugæslu-
stöðva á landinu (79 talsins), er
samtals ekki stærra að flatarmáli
en aðalbygging Borgarspítalans.
Það hefur reyndar staðið heimilis-
lækningum fyrir þrifum hversu
seint hefur gengið að koma á fót
heilsugæslustöðvum hér á Stór-
Rey kj avíkurs væðinu.
Ég ætla ekki að tjá mig um
stofurekstur sérfræðinga, en hef
einbeitt mér að h^ilsugæslunni.
Ég er þeirrar skoðunar, að ákvörð-
un Alþingis um uppbyggingu heil-
sugæslustöðva um allt land var
mjög gæfuríkt spor í sögu heil-
brigðismála. Það hefur sýnt sig
að heilsugæslustöðvar og þjónusta
þeirra er mjög góður kostur fyrir
landsmenn. Þessi uppbygging hér
á landi hefur einnig vakið verð-
skuldaða athygli erlendis og á
síðustu áram hafa hundrað er-
lendra leikra og lærðra komið
hingað til lands til að kynna sér
þessa merku þróun.
HSfundur er héraðslæknir
Reykjaneshéraðs og dósent í
heimilislækningum við HÍ.
Enn a að skatt-
leggja heimilin
eftir Halldór Blöndal
Þriðjudaginn 23. janúar var til
umræðu í efri deild framvarp ríkis-
stjómarinnar um svokallaðan orku-
skatt. Það felur í sér skattlagningu
á orkufyrirtæki, rafmagnsveitur og
hitaveitur, sem gæti numið hátt á
3. milljarð kr. vegna yfírstandandi
árs. Samkvæmt útreikningum
Landsvirkjunar er óhjákvæmilegt
að hækka raforkuverð til almenn-
ingsveitna um 45%, ef úr skatt-
heimtunni verður. Samsvarandi
hækkun yrði á heitu vatni, senni-
lega mest hjá hitaveitum Reykjavík-
ur, Húsavíkur, Dalvíkur, Olafsfjarð-
ar og öðram þeim, sem eru grónar
og búa við góðan efnahag. Þetta
er innlegg ríkisstjórnarinnar til
þeirra viðræðna um nýja kjara-
samninga, sem nú fara fram. 1.
mars á að hækka bifreiðagjöld mjög
verulega. Síðan þessi ríkisstjórn
settist að völdum hafa launatekjur
heimilanna minnkað um 15-20%.
Þessi nýi orkuskattur var ákveð-
inn sama daginn og umræður um
vantraust á ríkisstjórnina fóra fram
í desember sl. Hann átti á að vera
glæsilegur vottur þess, hversu sam-
hent ríkisstjórnin væri, örugg í
ákvörðunum og sanngjöm í skatt-
heimtu. Þetta var á sama fundinum
„Jón Signrðsson iðnað-
arráðherra hefiir sam-
þykkt orkuskattinn eins
og hann liggur fyrir
bæði í ríkisstjórn og
þingflokki Alþýðu-
flokksins. Ég þori að
fullyrða, að hann átti
drjúgan þátt í að leggja
á ráðin um, hvernig
honum yrði hagað.“
og ákveðið var, að virðisaukaskatt-
ur skyldi lögfestur um áramót, þótt
fyrir lægi að framkvæmdin færi öll
í handaskolum. Enn liggur ekki
fyrir, hvemig henni verður háttað
í einstökum atriðum. Af þeim sök-
um eru einstaklingar og atvínnufyr-
irtæki að tapa veralegum fjár-
hæðum.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
hefur samþykkt orkuskattinn eins
og hann liggur fyrir bæði í ríkis-
stjórn og þingflokki Alþýðuflokks-
ins. Ég þori að fullyrða, að hann
átti dijúgan þátt í að leggja á ráð-
in um, hvernig honum yrði hagað.
Á hinn bóginn er það einkenni á
starfsháttum ríkisstjómarinnar, að
Útvarpsstjóri:
Ríkissjónvarpið kostar
1.050 krónur á mánuði
MORGUNBLAÐINU hefúr borist eftirfarandi athugasemd fra Markusi
Erni Antonssyni, útvarpssjóra:
„í Morgunblaðinu síðastliðinn
sunnudag var skýrt frá því að
áskriftargjald Stöðvar 2 hefði hækk-
að í kr. 2.110 á mánuði og muni
það eftirleiðis hækka mánaðarlega
í samræmi við framfærsluvísitölu.
Hækkun á áskriftargjaldi Stöðvar 2
hefur verið 17,5% síðan í apríl 1989
en á sama tíma hefur afnotagjald
Ríkisútvarpsins hækkað um 5%.
í frétt blaðsins segir: „Áskrift að
ríkissjónvarpinu kostar nú 1.575
krónur á mánuði.“ Þama gætir mis-
skilnings, því afnotagjald Ríkisút-
varpsins, kr. 1.575 á mánuði, er inn-
heimt vegna reksturs hvors tveggja,
Útvarps og Sjónvarps. Hlutur Sjón-
varpsins í afnotagjaldinu er kr. 1.050
á mánuði.
Réttur samanburður er því: Sjón-
varpið kr. 1.050 á mánuði, Stöð 2
kr. 2.110.
Halldór Blöndal
ráðherrar skjóta sér undan ábyrgð,
þegar þeir geta, ef þeir þykjast
fínna, að brennur á þeim. Það er
þess vegna sem iðnaðarráðberra þó
hendur sínar í Morgunblaðinu 26.
janúar sl. og segir, að ekki sé
„einhlítt" að frumvarp íjármálaráð-
herra sé „annmarkalaust“!!!
Þegar frumvarpið var til umræðu
á Alþingi óskaði ég eftir því, að
iðnaðarráðherra væri við og svaraði
fyrirspurnum þingmanna. Forseti
deildarinnar og fjármálaráðhera
tóku því þverlega, þvert ofan í venj-
ur og góða þingsiði. Mér var að
vísu boðið upp á Jón Baldvin í stað-
inn fyrir Jón Sigurðsson, en hann
lét ekki sjá sig. Þannig eru vinnu-
brögðin.
Þegar þessar línur era skrifaðar,
liggur nærri að samningar hafi tek-
ist á vinnumarkaði. Þeir taka mið
af þeim staðreyndum, að atvinnu-
leysi er orðið viðvarandi og kvíði
fólks yfir atvinnumissi algengari en
flesta grunar. Yfirborganir eru
dvínandi og minni yfirvinna en áður.
Kaupmáttur tímakaups hefur
hrapað. Við þessar aðstæður kemur
vitaskuld ekki til greina að hækka
brýnustu útgjöld heimilanna eins
og ljós og hita með nýrri skatt-
heimtu. Það hefði engri ríkisstjórn
í lýðfijálsu ríki dottið í hug nema
þessari, sem við sitjum uppi með,
Islendingar, og unum illa.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokks í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Reynslan er nauð-
synleg - reynsla og
kunnátta skal metin!
Hvers vegna við viljum Richard Björgvinsson í
efsta sæti prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins?
eftirHálfdan
Karlsson
Richard Björgvinsson er lang-
reyndasti bæjarstjórnarmaðurinn
sem við Kópavogsbúar fáum notið
í dag. Hann hefur starfað að bæjar-
málum í nærfellt 25 ár og þar af
sem bæjarfulltrúi frá 1974. Er ekki
á neinn hallað þó þvl sé haldið fram
að Richard hefur á þessum ferli
sínum öðlast reynslu og kunnáttu
í úrlausn bæjarmála, langt umfram
okkur hin sem búum í Kópavogi.
Richard hefur alla tíð unnið af
mikilli kostgæfni og sýnt heiðar-
leika og sanngirni í umræðum um
bæjarmálin, verið leitandi og gagn-
rýninn á það sem aflaga fer í stjórn
bæjarfélagsins. Hann hefur með
skrifum sínum og gagnrýni í bæjar-
stjórn bent á að skuldastaða bæjar-
félagsins er verri en unað verður
við. Þessari öfugþróun í efnahags-
málum bæjarins vill Richard, eins
og þú og ég, snúa við hið fyrsta
og hefur hann bent á margar leiðir
að því marki. Engum verður að
mínum mati betur treystandi en
Richard Björgvinssyni til að ná tök-
um á þessum vanda er við Kópa-
vogsbúar glímum við í dag.
Richard er maður sem kemur til
dyranna eins og hann er klæddur.
Hann reynir ekki að villa um fyrir
fólki með tilbúinni framkomu, en
tekur í homin á hveiju máli eins
og það lítur út frá hans bæjardyr-
um. Hann afgreiðir mál, sem til
hans berast, eins fljótt og vel og
unnt er hveiju sinni.
Fullyrða má að Richard sé eini
atvinnumaðurinn í stjórnmálum
Kópavogs í dag. Hann hefur fórnað
miklum tíma til að vinna sem best
sín verk I bæjarstjóm og í þeim
nefndum og ráðum sem hann hefur
verið valinn í. Slíka menn verðum
við nauðsynlega að hafa í forystu
í bæjarstjórn næststærsta bæjar
okkar íslendinga. Við höfum hrein-
Hálfdan Karlsson
„Richard hefur alla tíð
unnið af mikilli kost-
gæfiii og sýnt heiðar-
leika og sanngirni í
umræðum um bæjar-
málin, verið leitandi og
gagnrýninn á það sem
aflaga fer í stjórn bæj-
arfélagsins. Hann hefur
með skrifum sínum og
gagnrýni í bæjarstjórn
bent á að skuldastaða
bæjarfélagsins er verri
en unað verður við.“
lega ekki efni á öðra!
Veljum Richard í fyrsta sæti
prófkjörslista Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi.
Höfundur er framkvæmdastjóri.