Morgunblaðið - 31.01.1990, Síða 26

Morgunblaðið - 31.01.1990, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 Byggðastofnun: Getur lánað 140 milljónir vegna nýsmíðaskipsins STJÓRN Byggðastoftiunar fjall- aði á ftindi sínum í gær um nýsmíðaskip Slippstöðvarinnar hf. og var niðurstaða fundarins sú að stofnunin treysti sér til að taka þátt í lánsfjármögnun vegna Grenivík: Fyrstu kaup- leiguíbúðirn- ar afhentar FYRSTU kaupleiguíbúðirnar verða afhentar á Grenivík í þess- ari, en þar er um að ræða tvær íbúðir í parhúsi. íbúðimar eru hvor um sig 110 fermetrar að stærð og standa við Miðgarða. Þær hafa verið í bygg- ingu í rúmt ár og verða afhentar eigendum þann 1. febrúar næst- komandi. Verktakar að bygging- unni eru tveir, Stuðlaberg og Jónas Baldursson. Kaupverð íbúðanna er rúmar 6 milljónir króna. „Við ætlum að afhenda eigend- unum lyklana að íbúðunum í þess- ari viku og það er ætlunin að þær verði til sýnis seinnipart dags 1. febrúar. Síðan verða þær afhentar með formlegum hætti um kvöldið og þá væntanlega boðið upp á kaffi í tilefni dagsins,“ sagði Guðný Sverrisdðttir sveitarstjóri í Giýtu- bakkahreppi. kaupa Meleyrar hf. á Hvamms- tanga á skipinu að helmingi. Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið, að Byggðastofn- un hefði fengið málið til umfjöllun- ar að beiðni fjármála- og iðnaðar- ráðherra. Talið væri að lán vegna kaupa á skipinu næmi um 280 millj- ónum króna og niðurstaða fundar stjórnar Byggðastofnunar í gær hefði verið sú að stofnunin treysti sér til að lána 140 milljónir, eða helming þess fjár sem þarf. Finna þyrfti aðila sem gætu tekið þátt í að fjármagna kaupin á móti Byggðastofnun, en þar kæmi Ríkis- ábyrgðarsjóður eða Landsbankinn til greina. Veðréttur Byggðastofíi- unar annars vegar og þess aðila sem hugsanlega lánaði fé á móti stofn- uninni yrði sameiginlegur. Nógafsnjó Morgunblaðið/Rúnar Þór Snjóruðningstæki hafa verið áberandi á götum Akur- eyrar síðustu daga og víða hafa hlaðist upp myndar- legir snjóskaflar. Starfsmenn bæjarins hafa haft í nógu að snúast við að hreinsa umferðargötur og moka snjó og er færð um helstu götur því orðin nokkuð góð. Möguleikar kannaðir á smíði ruslagáma og slönguframleiðslu Mikill áhugi fyrir nýjungum í atvinnulífí í kjölfar atvinnuleysis A VEGUM Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hafa verið til athug- unar ýmsir möguleikar varðandi nýsköpun í atvinnulífinu og má þar neftia uppsetningu slöngu- verksmiðju, smíði á rúllubagga- vögnum og smíði ruslagáma. Þá er einnig verið að skoða fleiri mál, sem skemmra eru á veg komin, en þar má m.a. nefna önglaframleiðslu, plaströrafram- leiðslu og efnaverksmiðju. Steinþór Ólafsson tæknilegur ráðgjafi IFE sagði áberandi mikinn áhuga á meðal bæjarbúa nú að reyna eitthvað nýtt, fjölmargir legðu leið sína til starfsmanna Iðn- þróunarfélagsins með margvíslegar hugmyndir í pokahorninu og marg- ar þeirra væru vel raunhæfar. „Það kemur til okkar mikið af fólki sem annað hvort hefur misst vinnuna, eða er um það bil að missa hana og þetta fólk hefur velt upp ýmsum hugmyndum og er tilbúið að reyna eitthvað nýtt,“ sagði Steinþór. Steinþór hóf störf sem tæknileg- ur ráðgjafi Iðnþróunarfélagsins í desember og hefur frá þeim tíma verið að kanna ýmsa möguleika til nýsköpunar í atvinnulífinu. Einn þeirra er slönguverksmiðja, sem framleiddi annars vegar garðslöng- ur og hins vegar þrýstislöngur og sagði Steinþór að ákveðnir aðilar hefðu sýnt þeirri framleiðslu áhuga, en endanlegar ákvarðanir um kaup á slíkri verksmiðju hefðu ekki verið teknar. Smíði rúllubaggavagna hefur einnig verið til athugunar og var kannað meðal nokkurra fyrirtækja hvort áhugi væri fyrir hendi á smíði slíkra vagna, en þeir hirða upp rúllubagga. Áhugi reyndist ekki vera fyrir hendi og sagði Steinþór að ástæða þess væri fyrst og fremst sú að fyrirtæki sem annast gætu smíðina framleiddu flest vörur fyrir sjávarútveg og hefði mönnum þótt áhættan mikil að fara inn á nýja og áður óþekkta markaði. í samvinnu við danskt fyrirtæki hefur verið athugað með hag- kvæmni þess að smíða ruslagáma, um 12 rúmmetra á stærð. Steinþór sagði að enn væru nokkur ljón í veginum, en aðili á Árskógsströnd hefði sýnt málinu áhuga. Ef til þessa kæmi yrði fyrirkomulagið með þeim hætti að gámarnir yrðu fluttir inn frá Danmörku, en settir saman hér og málaðir. Það viðraði ekki sérlega vel á vélsleðamenn um helgina, en þá eftidu þeir til hátíðar á Akureyri. Á sýningpi í íþróttahöllinni gátu menn kynnst gamla og nýja tímanum, því þar voru til sýnis nýjustu vélsleðarnir sem og sá allra elsti á landinu, en hann er talinn vera smíðaður árið 1942. Grenivík: Fimmtíu metra við- legukantur keypt- Landssamband íslenskra vélsleðamanna: Morgnblaðið/Rúnar Þór ur við höfiiina Góð aðsókn þrátt fyrir vont veður Elsti vélsleði landsins í eigu Mývetninga LANDSSAMBAND islenskra vél- sleðamanna efhdi til hátíðar á Akureyri um helgina, haldin var sýning á gömlum og nýjum vél- sleðum og efht til námskeiðs fyrir vélsleðamenn í notkun Loran- tækja. Aðsókn á sýninguna var góð mið- að við veður, sem var heldur leiðin- legt um helgina. Boðið var upp á námskeið í meðferð Lorantækja og þá er fyrirhugað að halda námskeið fyrir vélsleðamenn í hjálp í viðlögum á næstunni og á morgun verður átta- vitanámskeið. Námskeið þessi heldur LÍV í samvinnu við Rauða krossinn og Hjálparsveit skáta. Á sýningunni i íþróttahöllinni var elsti vélsleðinn sem fluttur var til landsins. Það er Vélsleðakeppnin Mývatni sem á sleðann og er talið að hann hafi verið smíðaður 1942, en til lanðsins kom hann 1946. Sleð- inn ber nafnið Eliason Motor Tob- oggan, en síðasta orðið er upprunnið úr indíánamáli og merkir sleði sem skríður á snjónum. Birkir Fanndal, einn þeirra sem að Vélsleðakeppninni Mývatni stendur, sagði að markmið og tilgangur félagsins væri að safna sem flestum gerðum gamalla og úr- eltra vélsleða og væri stefnt að því að byggja hús yfir starfsemina og reisa minjasafn vélsleða á íslandi. Félagið hefur nú yfirráð yfir 10 gömlum vélsleðum og sagði Birkir að það gæti tekið á móti fleiri slíkum e£ eigendur þeirra vildu losa sig við þá. GRENVÍKINGAR fengu 9,6 milljóna króna íjárveitingu af fjárlögum til kaupa á 50 metra löngum viðlegukanti við höfnina og verður hann keyptur á þessu ári, en trúlega verður hann ekki rekinn niður fyrr en á því næsta, þar sem ekki fengust ljárveitingar til þess verks. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi sagði að með til- komu viðlegukantsins yrði mjög bætt hafnaraðstaðan, en með tilkomu stærri skipaflota heimamanna eru þrengsli iðulega mikil í höfninni. „Það er oft ansi þröngt við höfnina, en hins vegar er hún ágæt út af fyrir sig og ekki nema í allra verstu veðrum sem skip þurfa beinlínis að flýja úr höfninni," sagði Guðný, Þau verkefni sem mest eru aðkall- andi við höfnina, að sögn Guðnýjar, er að bæta úr aðstöðu fyrir smá- báta. Alls eru 15 smábátar í flota Grenvíkinga og aðstaðan sem þeim er búin ekki sérlega góð. Fjárveiting tii hafnarinnar í ár verður notuð til kaupa á 50 metra löngum viðlegukanti, en Guðný sagði að ekki hefði fengist fjárveiting til að reka það niður. Það yrði því að líkindum ekki gert fyrr en á næsta ári, þar sem fjárhagur sveitarfélags- ins leyfði það ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.