Morgunblaðið - 31.01.1990, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990
t
Eiginmaður minn,
VALDIMAR EINARSSON,
Skólabraut 2,
Grindavík,
andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 30. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrfður Sigurðardóttir.
t
Minningarathöfn um föður minn,
GUÐNA ÞÓRÐARSON
fyrrverandi verkstjóra,
sem andaðist 29. janúarferfram frá nýju Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 1. febrúar kl. 10.30.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 6. febrúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Aðalsteinn Guðnason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR
frá Seyðisfirði,
áður búsett í Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. febrúar kl.15.00.
Hildur Jónsdóttir,
Kristín Björg Jónsdóttir,
Unnur A. Jónsdóttir,
Magnús Jónsson,
Sigurjón Jónsson,
Frímann Gunnlaugsson,
Vésteinn Ólason,
Elín Halldórsdóttir,
Ingunn Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN BERGÞÓRSDÓTTIR
frá Hvammstanga,
Vesturgötu 15,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 31. janúar
kl. 14.00.
Alda Magnúsdóttir,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Ólöf Magnúsdóttir,
Þórir Magnússon,
Hólmar Magnússon,
Alexander Jóhannesson,
Hermann Nfelsson,
Stefán Þórarinsson,
Jensfa M. Leó,
Guðrún R. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bjami Þ. Kjartans-
son vélvirki — Minning
Fæddur 22. febrúar 1940
Dáinn 25. janúar 1990
Klukkan tifar og tíminn líður.
Arin hverfa út í eilífðarþokuna;
stundum óþægilega hratt hjá okk-
ur, sem komin erum á miðjan ald-
ur. Lífsins gangur er okkur tjáð.
En stundum finnst okkur þó sem
skapari himins og jarðar minni okk-
ur nokkuð hranalega á vegamót lífs
og dauða. Það er sjaldnast ásættan-
legt, þegar fólk á besta aldri er
hrifið á brott.
Hjá vini mínum Bjarna Þór Kjart-
anssyni vélsmið, var tíminn útrunn-
inn tæpum mánuði fyrir fimmtugt.
Andlát hans var frelsi frá margra
mánaða þjáningu og þrautum, og
var ögn sanngjarnara fyrir þær
sakir.
Bjarni Þór fæddist í Reykjavík
22. febrúar 1940; Móðir hans er
Ásta Bjarnadóttir frá Húsavík og
kjörfaðir Kjartan heitinn Sæmunds-
son forstjóri KR0N. Bjarni ólst upp
á Húsavík og í Reykjavík og átti
góða daga á Víkingavatni í Keldu-
neshreppi hjá þeim sæmdarhjónum
Sveini Björnssyni bónda og Guð-
rúnu Jakobsdóttur konu hans.
Kynni okkar Bjarna hófust fyrir
tæpum fjórum áratugum, þegar
steinsnar var á milli heimila okkar
við Hraunteig í Laugarnesinu. Þau
kynni leiddu til vináttu, sem ekki
rofnaði þrátt fyrir nokkra fjarlægð
á milli lífsins gönguleiða á stundum.
Bjarni Þór var um margt óvenju-
legur ungur maður. Hann var vel
greindur og áhugamál hans voru
að ýmsu leyti frábrugðin því sem
gerðist hjá öðrum jafnöldrum. Hann
dreymdi stóra drauma og var með
afbrigðum hugmyndaríkur. En
stundum skorti úthald til að nýta
hæfileikana eða nýjar hugmyndir
ruddu öðrum á brott. Frásagnar-
gleði var honum í blóð borin og
hann var minnugur með afbrigðum.
Hæfileikar hans til að draga upp
lifandi myndir af atburðum með
orðum og látbragði gerðu hann að
sagnameistara, sem oft breytti
drungalegum degi í annan betri.
Bjarni Þór var viðkvæmur dreng-
ur og ekki er fráleitt, að hann hafi
stundum notað hæfileika sagna-
meistarans til að breyta hörðum
heimi í annan ögn mildari. Þannig
gat hann oft glatt sjálfan sig og
aðra.
Eins og gengur vorum við báðir
áttavilltir á unglingsárunum. Við
áttum marga góða daga saman í
skóla og við leiki og störf. Heim-
spekilegar vangaveltur og umræður
um stjórnmál tóku oft langan tíma,
en færðu okkur ekki nær niðurstöðu
um það hvernig við ættum að ráð-
stafa eigin lífi. Bjarni ákvað að
hefja nám í vélsmíði og lauk því
með sóma. Hann starfaði um tíma
við iðn sína en réðst síðan á far-
skip og var á sjó um langt árabil.
Eftir að hann kom í land stofnaði
hann heildverslun, sem hann rak
um nokkurt skeið.
Ungur kynntist Bjarni mikilli
afbragðs konu, Hrafnhildi Björns-
dóttur, sem síðar varð eiginkona
hans. Þau eignuðust fjóra drengi:
Kjartan Þór, fæddur 1959, Birgi,
fæddur 1962, Geir, fæddur 1964
og Baldur Sívertsen, fæddur 1977.
Vegna fjarvista Bjarna kom það að
verulegu leyti í hlut Hrafnhildar að
annast uppeldi drengjanna fjögurra
og fyrir dugnað og fórnfýsi nýtur
hún nú virðingar allra sem til
þekkja. - Þau hjón slitu samvistir
fyrir um það bil tveimur árum en
vinátta hélst með þeim.
Fyrir nokkrum mánuðum veiktist
Bjarni og reyndist vera með krabba-
mein. Þessi illskeytti óvinur hafði
betur og að morgni 25. janúar lést
Bjarni, 49 ára gamall. Læknum og
hjúkrunarfólki á Landakotsspítala
eru færðar innilegar þakkir fyrir
læknisverk og góða umönnun.
Þegar litið er yfír farinn veg og
æskustunda minnst, sannast
óþyrmilega hve tíminn er afstæður.
Frá æskuárunum á Hraunteignum
er stutt stund og mælast vart ára-
skipti. Samferðarmaður og góður
vinur er horfinn. Blessuð sé minning
hans.
ÁG
Kveðja frá
Kiwanisklúbbnum Viðey
Kallið er' komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Mig setti hljóðan er ég heyrði
andlátsfregn Bjarna Þórs Kjartans-
sonar sl. laugardag, því alltaf er
það nú svo að við missi góðs félaga
fyllist maður söknuði. Eg kynntist
Bjarna Þór fyrst haustið 1986 er
ég gekk í Kiwanisklúbbinn Viðey.
Bjarni var einn af stofnfélögum
klúbbsins. í honum gegndi hann
hinum ýmsu trúnaðarstörfum sem
hann skilaði af alúð og áhuga. Mik-
ill var því missir okkar í klúbbnum
er það var ljóst á sl. sumri að hann
gat ekki starfað með okkur áfram
sökum veikinda.
Ég vil fyrir hönd okkar félaganna
í Kiwanisklúbbnum Viðey senda
fjölskyldu Bjarna Þórs innilegar
samúðarkveðjur.
Megi Guð blessa minningu góðs
drengs.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Björn Ág. Sigurjónsson
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON,
Bogahlíð 18,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni f Reykjavík, fimmtudaginn
1. febrúar kl. 15.00.
Veronika Konráðsdóttir,
Maria Þorsteinsdóttir,
Jóhann Þorsteinsson,
Pétur Þorsteinsson, Þórarna Ólafsdóttir,
Sveinn Þorsteinsson, Anna Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför,
ÁGÚSTU ÓLAFSDÓTTUR
frá Jörfa.
Ólafur Bjarnason, Fríða Margrét Guðjónsdóttir,
Þorsteinn Bjarnason, Guðrún G. Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför,
KJARTANS PÉTURSSONAR
véistjóra,
Hraunbæ 84,
Stefanía Kjartansdóttir,
Edda Kjartansdóttir,
Birgir Agústsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Magnús Pálsson
- Minningarorð
Fæddur 8. ágúst 1905
Dáinn 23. janúar 1990
Svili minn, Magnús Pálsson, er
fallinn frá, 84 ára gamall. Foreldr-
ar hans voru þau hjónin Margrét
Árnadóttir og Páll Friðriksson er
bjuggu í Reykjavík. Þau eignuðust
10 börn og eru 7 þeirra enn á lífí.
Magnús kvæntist mágkonu
minni, Lovísu Helgadóttur, árið
1936 en Lovísa lést 22. ágúst
1985. Um tíu ára skeið bjuggu
þau í sama húsi og við hjónin og
urðu kynni okkar náin og góð og
héldust svo ávallt síðan.
Magnús og Lovísa eignuðust 5
börn en tvö þeirra létust ung. Eft-
irlifandi börn þeirra eru Helgi
Þór, kvæntur Kristínu Guðmunds-
dóttur, Elín, gift Sigurði Ingimars-
syni bifreiðarstjóra og eiga þau
þijú börn, einn son og tvær dæt-
ur, og yngst er svo Þuríður, ógift.
Ungur réðst Magnús sem sendill
hjá verslun Egils Jacobsens, en
starfaði síðan þar sem útstillingar-
maður í mörg ár, en hann hafði
lært útstillingar í Kaupmanna-
höfn. Hann starfaði lengi sem
verslunarmaður í Kiddabúð og
seinna sem sölumaður hjá Efna-
gerð Reykjavíkur. Um nokkurra
ára skeið rak Magnús eigin versl-
un. Síðustu árin sem Magnús vann
var hann sölumaður hjá S. Óskars-
son hf.
Magnús var mikill og góður
heimilisfaðir og var hjónaband
þeirra Lovísu bæði traust og gott.
Eins og áður sagði voru kynni
okkar náin og er margs að minn-
ast. Við svilarnir spiluðum saman
brids um margra ára skeið. Á
okkar yngri árum meðan börnin
okkar voru ung, áttum við saman
sumarbústað og eru margar
ánægjulegar minningar frá þeim
tíma. Oft var farið og rennt fyrir
silung í Selvatni og margar
ánægjulegar samverustundir átt-
um við þarna þessar tvær fjöl-
skyldur.
Ég og fjölskylda mín viljum nú
kveðja Magnús að leiðarlokum
með þökk fyrir allar þessar góðu
samverustundir.
Vilhj. Björnsson
Okkur Íangar með nokkrum
orðum að minnast afa okkar,
Magnúsar Pálssonar. Nú er hann
kominn til ömmu og barna þeirra
tveggja. Margs er að minnast þeg-
ar litið er til baka. Afi var alltaf
svo hlýr og elskulegur og tók okk-
ur opnum örmum þegar við kom-
um niður í Drekavog. Við minn-
umst sólskinsstunda í garðinum
þar og á svölunum og ótal ferða
í sundlaugarnar með þeim afa og
ömmu meðan hún lifði. Við vissum
að þau báru hag okkar mjög fyrir
bijósti og það var okkur mikill
styrkur að eiga þau að. Afi var
alla tíð heilsuhraustur en eftir að
amma dó fyrir rúmum fjórum
árum fór heilsu hans að hraka og
við vissum að hann saknaði henn-
ar mjög.
Nú eru þau aftur saman og við
biðjum guð að blessa minningu
þeirra beggja og þökkum þeim
fyrir allt sem við geymum í minn-
ingum okkar.
„Far þú í friði,
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“
(V. Briem)
Ingimar, Lovísa og
Berglind Gerða.