Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAG-UR 1. FEBRÚAR 1990 . . 1.740 íslendingar hafa atvinnu af varnarliðinu Um 1.300 þeirra búsettir á Suðurnesjum RÚMLEGA 1.740 íslendingar hafa atvinnu í tengslum við varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli og þar af eru rúmlega 1.300 búsettir á Suðurnesjum. Alls búa um 14.000 manns á Suðurnesjum. Bæjar- stjórinn í Keflavík segir það hafa alvarleg áhrif á atvinnuástand á Suðumesjum verði samdráttur í umsvifum varnarliðsins. í ljósi atburða í Austur-Evrópu er talið að dregið geti úr fram- kvæmdum og umsvifum vamar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að draga úr fjárframlögum til vamar- mála, og kynnt tillögur um að herstöðvum erlendis verði lokað eða dregið verulega úr fram- kvæmdum þar. Herstöðin við Keflavík er þó ekki þar á meðal. Guðfinnur Sigurvinsson bæjar- stjóri í Keflavík sagði við Morgun- blaðið, að mjög dökkt útlit væri í atvinnumálum á Suðumesjum vegna samdráttar í sjávarútvegi. Þannig væm flest sjávarútvegs- fyrirtæki í gjörgæslu hjá Atvinnu- tryggingarsjóði og Byggðastofnun og ef samdráttur í störfum í tengslum við vamarliðið bættist við, yrði útlitið enn dekkra. Nú vinna 1.098 íslendingar fyr- ir varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Þar af em 815 búsettir á Suðumesjum, 283 em búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Hjá íslensk- um aðalverktökum starfa 544, þar af búa 413 á Suðumesjum og 113 á höfðuborgarsvæðinu og 18 manns búa annarsstaðar. Hjá Keflavíkurverktökum starfa 114, þar af eru 97 búsettir á Suðumesj- um en 7 annars staðar. Guðfmnur sagði að ekki væri fyrirsjáanlegur samdráttur í fram- kvæmdum í náinni framtíð. Hafn- ar era framkvæmdir við nýjar íbúðablokkir á Keflavíkurflugvelli, nýja flugbraut og einnig er verið að ljúka við byggingu nýrrar rat- sjármiðstöðvar. Þá sagði hann að verið væri að kanna ýmsar leiðir við atvinnuupp- byggingu á Suðurnesjum. Þar væri m.a. horft á stóriðju og í því sambandi hefðu verið kannaðar aðstæður fyrir álver í Helguvík. I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 1. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Austan- og norðaustanátt á iandinu, víðast all- hvasst norðvestanlands en kaldi í öðrum landshlutum. Snjókoma var á norðanveröum Vestfjörðum, rigning eða súld á Norður- og Austurlandi en léttskýjað á Suðurlandi. Vægt frost var á norðan- verðum Vestfjörðum en 1 til 6 stiga hiti annars staöar. SPÁ: Norðaustlæg átt, sums staðar allhvasst á Vestfjörðum og Vesturlandi en kaldi eða stinningskaldi annars staðar. Él verða áfram á norðanverðum Vestfjörðum, rigning eða súld um norðan- og austanvert landið en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 0 til 5 stiq, I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðaustanstrekkingur og dálítil él á Vestfjörðum á föstudag, annars fremur hæg austan- og norðaustanátt á landinu og skúrir á víð og dreif, þó síst suðvest- an- og vestanlands. Hiti á bilinu 0 til 4 stig, hlýjast sunnan- og austanlands. TÁKN: Heiðskírt Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # # # 1Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V B EE Þoka = Þokumóða ’ , 5 Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hiti veður Akureyri 2 rigning og súld Reykjavik 4 skýjað Bergen 7 úrk. í grennd Helsinki 1 rígning og súld Kaupmannah. 6 skýjað Narssarssuaq -i-14 léttskýjað Nuuk +11 léttskýjað Osló 7 rigning Stokkhólmur 5 þokumóða Þórshöfn 6 rigning Algarve 16 skýjað Amsterdam 11 rigning Barcelona 14 skýjað Berlín 9 alskýjað Chicago +9 helðskírt Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 11 skýjað Glasgow 8 úrk. í grennd Hamborg 11 skýjað Las Palmas 20 léttskýjað London 9 alskýjað Los Angeles 11 léttskýjað Lúxemborg 7 skýjað Madrid 9 alskýjað Malaga 15 rigning Mallorca 16 sýjað Montreal +5 þokumóða New York 0 léttskýjað Orlando 21 þokumóða París 12 skýjað Róm 15 þokumóða Vín 4 þoka Washington 2 heiðskfrt Winnipeg +26 ísnálar Síldin brædd á Hornafirði. Morgunblaðið/RAX. Helmingnr síldar- innar fór í bræðslu FJÓRTÁN verksmiðjur frá Akranesi til Krossaness við Akureyri bræddu samtals 48 þúsund tonn af síld á síðustu vertíð fyrir um 400 milljónir króna en á vertíðinni 1988 voru brædd hér um 40 þúsund tonn af síld fyrir um 345 milljónir króna, að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Á síðustu vertíð var úthlutaður síldarkvóti um 97 þúsund tonn, þannig að um helming- ur af síldinni, sem veidd var á vertíðinni, fór í bræðslu. Á vertíðinni 1988 vom veidd 89.083 tonn af síld, þannig að þá fóru um 45% af henni í bræðslu. Á síðustu vertíð vom brædd rúm 26 þúsund tonn af síld úr bátum og tæp 22 þúsund tonn af afskurði frá síldarsöltunarpíonum. Úr síldinni fengust 10 þúsund tonn af mjöli og 6.250 tonn af lýsi. Útflutningsverð- mæti mjölsins er um 313 milljónir króna og lýsisins um 83 milljónir króna, að sögn Jóns Ólafssonar. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að 8.400 tonn af mjöli og 5.200 tonn af lýsi hefðu hins vegar fengist úr síldinni, sem brædd var á vertí- ðinni 1988. Útflutningsverðmæti mjölsins hefði verið um 250 milljónir króna en lýsisins um 94 milljónir króna. Framtalsaðstoð kostar 9 þúsund Hækkar vegna virðisaukaskatts BÚAST má við að aðstoð við gerð skattframtals með algengum greinar- gerðum kosti í ár 8-9 þúsund krónur. Er það 25-30% hækkun frá fyrra ári. Hluti hækkunarinnar er vegna álagningar virðisaukaskatts. Endurskoðendur gefa ekki út sam- eiginlega gjaldskrá en stofur þeirra taka gjald sem tekur mið af tímanum sem verkið tekur. Löggiltur endur- skoðandi sem Morgunblaðið ræddi við sagði að algengt verð fyrir skatt- framtal ásamt greinargerð um vaxtagjöld og húsbyggingarskýrslu eða greinargerð um kaup og sölu eigna yrði líklega um 9 þúsund krón- ur. í fyrra var algengt verð 7 þúsund krónur fyrir sömu þjónustu og er hækkunin því 28,5% á milli ára. Hækkun gjaldsins sem endurskoð- andinn fær í sinn hlut er um 15% en hækkun umfram það er vegna 24,5% virðisaukaskatts sem nú er innheimtur af þessari þjónustu í stað- inn fyrir 12% söluskatt á síðasta ári. Einstaklingar fá virðisaukaskatt- inn ekki endurgreiddan. Það fá hins vegar fyrirtæki, þannig að þjónusta endurskoðenda sem þau kaupa lækk- aði í raun um áramótin. Hjá bókhaldsskrifstofu sem aug- lýsir framtalsþjónustu fengust þær upplýsingar að aðstoð við framtal með fylgiskýrslum um vexti og hús- byggingu eða kaup og sölu eigna kostaði tæpar 8 þúsund krónur. Einhverjir lögmenn em með fram- talsaðstoð og þó þeim hafi fækkað er framtalsaðstoð ennþá í viðmiðun- argjaldskrá þeirra. Taxtinn hefur hækkað um 21% frá síðustu framtal- störn og um tæp 35% þegar breyting úr söluskatti í virðisaukaskatt er tek- in með. Gjald fyrir skýrslu með al- gengum fylgisicýrslum samkvæmt lögmannataxtanum er nú 11.237 kr. án virðisaukaskatts en 13.990 krón- ur með skatti. H. A. Djuurhus, sendi- herra Dana, látínn HANS Andreas Djuurhus, sendi- herra Dana á Islandi, lést í gær- morgun á hjartadeild Landsspítal- ans, á 70. aldursári. Hann hafði átt við veikindi að stríða. Djuurhus var fæddur í Þórshöfn í Færeyjum 2. febrúar 1920 og hefði því orðið sjötugur á morgun. Hann er fyrsti og eini Færeyingurinn til þessa sem skipaður hefur verið sendi- herra í dönsku utanríkisþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum danska sendiráðsins í Reykjavík hugðist hann láta af störfum vegna aldurs í febrúarlok. Eftirlifandi kona hans er Lise Melson Djuurhus. Hans Andreas Djuurhus var skip- aður sendiherra Dana á íslandi árið 1984. Hann kom til starfa í dönsku utanríkisþjónustunni að loknu há- skólanámi árið 1951. Áður en hann kom til íslands var hann m.a. aðal- ræðismaður í Los Angeles og Ham- borg. H. A. Djuurhus, sendiherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.