Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 19' Hvers vegna prófkjör og hvers vegna ég sækist eftir endurkjöri eftir Richard Björgvinsson Undanfarnar vikur hefi ég oft verið spurður þessara tveggja spurninga hér að ofan. Ég hefí svarað því fólki, sem um hefur spurt og sagt mína skoðun og ástæður. Af þess- um ástæðum tel ég einnig rétt að gera það opinberlega. Hvers vegna prófkjör? Margir hafa spurt okkur, sem stöndum í sveitarstjórnarmálum hér í Kópavogi, þessarar spurningar vegna þess að sjálfstæðismenn á mörgum stöðum, einkum hér í grenndinni, hafa ákveðið að efna ekki til prófkjörs. Aðeins í Hafnar- firði og Kópavogi á höfuðborgar- svæðinu efna sjálfstæðismenn til prófkjörs fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor, en t.d. ekki í Reykjavík, sem vekur auðvitað mesta athygli. Ég vil strax taka fram, að ég var persónulega samþykkur því að viðhaft yrði prófkjör um val fram- bjóðenda fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér í Kópavogi. Mér er hinsvegar vel ljóst, að prófkjör leysa ekki allan vanda um framboðsmál, síður en svo, og á þeim eru margir gallar. Þau geta t.d. efnt til óvinafagnaðar meðal samheija, en þau þurfa ekki að gera það og fólk, sem tekur þátt í þeim og vinnur að þeim, á að hafa þann þroska, að þó það etji kappi um framboð, þá á það að geta unn- ið saman að því loknu að sameigin- legu áhugamáli sínu, að efla veg síns flokks. Þrátt fyrir marga galla þá eru prófkjörin samt lýðræðislegasta aðferðin, sem við höfum til að velja frambjóðendur, meðan við búum við þau kosningalög, sem við höfum. Best er sameiginlegt prófkjör allra flokka, eins og tvisvar sinnum hefur verið efnt til hér í Kópavogi, 1970 og 1982. Ef kosningalög væru þannig að kjósendur gætu líka val- ið um frambjóðendur á kjördag þyrfti engin prófkjör. Mín skoðun er, að með prófkjöri náist mun breiðari samstaða um framboð. Það hlýtur að vera breiðari grundvöllur ef t.d. um eða yfir 1.200 manns, eins og verið hefur í tveim síðustu prófkjörum sjálfstæðismanna í Kópavogi, velja frambjóðendur heldur en ef 15-20 manna nefnd gerir það og t.d. 70-80 manna fund- ur samþykkir svo. lsboltar> Festingameistarar® O Heildsala — smásala RÆR, allar gerðir: Tengirær, vængjarær, hetturær, lásrær, augarær, kastalarær, lágar rær, háar rær, ferkantaðar rær, suðurær og húsgagnarær. Opiö frá S — 18 Laugardaga 9-13 STRANDGATA 75 HAFNARFJÖRÐUR n 91-652965 a guarantea tor quallty & Ármúla 29 símar 3B640 - 686100 Þ. Þ0R6RÍMSS0N & C0 Armstrong LDFTAPLDTUR KOPKaPiA»r GÓLFFLlSAR ^áUUFLMT EINANGRUN ® VINKLARÁTRÉ Varðandi hina spurninguna, hvers vegna ég sækist eftir endur- kjöri, þá vil ég svara því. Á næsta vori hefi ég átt sæti í bæjarstjórn Kópavogs í fjögur kjörtímabil eða 16 ár. Eg hefi starfað bæði í meiri- og minnihluta innan bæjarstjórnar og lagt töluvert mikla vinnu í að kynna mér sem best og fylgjast vel með málefnum bæjarins og einnig sveitarstjórnarmálum almennt, eftir því sem ég hef haft tækifæri til. Á Richard Björgvinsson „Með því að bjóða mig fram í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins 3. febr- úar nk. býð ég fram þá reynslu og þekkingu, sem ég hefí öðlast til þess að takast á við þau margvíslegu vandamál sem steðja munu að stjórnendum Kópavogs á næstu árum.“ þennan hátt héf ég aflað mér bæði reynslu og þekkingar á þessum málum. Öllum sem til þekkja er ljóst að fram undan er mikill vandi í bæjar- málum hér í Kópavogi. Með því að bjóða mig fram í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins 3. febrúar nk. býð ég fram þá reynslu og þekkingu, sem ég hefí öðlast til þess að tak- ast á við þau margvíslegu vanda- mál sem steðja munu að stjórnend- um Kópavogs á næstu árum. Ég sækist hiklaust eftir því sæti, sem ég hef skipað á framboðslista flokksins eða fyrsta sætinu. Ég hvet alla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi til þess að taka þátt í prófkjöri flokks- ins 3. febrúar nk., en prófkjörið er opið öllum Kópavogsbúum, sem kosningarétt munu hafa í vor. Höfundur er einn af bæjarfuiltrúum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Það er ekki tryggt að verkfæri iðnaðarmanna séu notuð á löglegan hátt! En með nýju IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNI frá SJÓVÁ-ALMENNUM geta iðnaðarmenn tryggt sig eins og best verður á kosið. IÐNAÐARMANNATRYGGINGUNNI eru allar helstu tryggingar sem iðnaðarmenn þurfa, settar saman á eitt skírteini. Allir góðir fagmenn ættu að kynna sér þessa langþráðu nýjung strax. SJOVÁDrJALMENNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.