Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1990 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurðum, sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á; - líklegri gagnsemi verkefnis, sérstaklega markaðsgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi, - hæfni umsækjenda/rannsóknamanna. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni, sem svo háttar um að; - samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt. - fyrirtækí íéygjá umtsisvsrí írsmlsg iil verkefnisins, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri. Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekkingar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni. 20°/o VERÐLÆKKUN VEGNA HAGSTÆÐRA MAGNINNKAUPA Skerar, tennur og undirvagnshlutir í CATERPILLAR, einnig í flestar aðrar gerðir og tegundir vinnuvéla. T.D.: JCB « KOMATSU « JOHN DEERE ♦ INTERNATIONAL HARVESTER FIATALLIS ♦ BANTAM * CASE ♦ O&K ♦ LIEBHERR ♦ HITACHI ♦ POCLAIN Sijórnun Kópa- vogsbæjar verð- ur að breyta eftir dr. Gunnar Birgisson Kópavogsbúar kjósa sér bæjar- stjórn í vor eins og aðrir landsmenn. Þykir mörgum Kópavogsbúanum ærið tilefni til að nota þá tækifærið til að skipta um stjórnendur bæjarfé- lagsins og er undirritaður einn i þeirra hópi. Stefnuleysi, úrræðaleysi og óráðsía vinstri meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs er með ein- áæmum 0g éilgin batanlérkl sjáan- leg á því háttarlagi. Því verður að bregða hart við ef ekki á illa að fara, ekki vilja Kópavogsbúar lenda á gjörgæsludeild félagsmálaráðherr- ans, eða hvað? Nú dugir ekki að standa hjá og gagnrýna, benda á það sem miður fer og krefjast úrbóta, að „hinir ábyrgu" sem til þess eru kjörnir bjargi málunum. Þeir hafa haft til þess ærin tækifærin og sýnt svo að ekki verður um villst að verkefnið er þeim um megn. Nú verðum við, sem óánægð erum, að taka af skar- ið og fella meirihlutann. Okkur gefst tækifæri til að taka fyrsta skrefið til þess á laugardaginn með þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Með því að taka það skref og þau sem á eftir fylgja í kosning- unum í vor þurfum við ekki lengur að horfa upp á hraðfara hnignun bæjarins okkar, sem hefur alla burði til að verða eitt öflugasta bæjarfélag landsins, sé rétt á málum haldið. Að óbreyttu stöndum við Kópa- vogsbúar frammi fyrir alvarlegri kreppu sem sannarlega er af manna völdum. Skal ég nú skýra nánar í hvetju sú kreppa felst. Hrikaleg skuldastaða Mikið hefur verið rætt og ritað um fjármál Kópavogsbæjar undan- farið og ekki að ástæðulausu. Nærri lætur að heildarskuldir Kópavogs séu um síðustu áramót nálægt 1.300 milljónum króna, en tekjurnar eru hins vegar á bilinu 1.000 til 1.100 milljónir króna. Allir, sem þekkja eitthvað til reksturs, sjá að slík fjár- hagsstaða getur ekki gengið. Afleið- ingamar em þær að Kópavogsbær er sífellt á okurmarkaði peninganna. Nú er svo komið að verðbréf frá Kópavogsbæ eru seld með 42% ávöxtunarkröfu. Með slíkum afföll- um nýtast skattpeningar okkar Kópavogsbúa mjög illa og hrökkva ekki nærri til reksturs og fram- kvæmda. Það þýðir að enn verður að halda út á okurlánamarkaðinn og þannig heldur þetta áfram þar til spilaborgin hrynur eins og dæmin hafa sýnt. Til viðbótar hefur vinstri meirihlutinn slegið lán í heimildar- leysi, án samþykkis og án vitundar bæjarráðs, og er slíkt hreint lögbrot. Að vera á þennan hátt ofurseldur kaupahéðnum og vaxtaokrurum hlýtur að vera dapurlegt hlutskipti bæjarfélags sem ætti að eiga alla möguleika á að dafna vel. Steftit í gjaldþrot Ljóst er að hér hefur verið eytt um efni fram. Grundvallaratriði í rekstri fyrirtækja eins og bæjarfé- laga er, að slíkt hendi ekki. Ef þetta á sér stað hefst skuldasöfnun sem á endanum leiðir til gjaldþrots. Ráð- ist hefur verið í of miklar fram- kvæmdir í einu og flest er hálfklárað og óklárað eins og sjá má af sund- laug og listasafni, það er að segja, framkvæmdirnar standa þarna, en þær skila engum arði. Það er göfug hugsjón hvers sveit- arfélags að framkvæma og styrkja félagsstarfsemi. En, ef allt er gert í einu, þýðir það offjárfestingu sem leiðir af sér dýrar lántökur og minna er hægt að gera fyrir skattféð eins og áður er lýst. Niðurstaðan verður sú, að byijað er á mörgu, en ekkert klárað. Hvað er til ráða? Fjárfestingar og framkvæmdir Gunnar Birgisson „Nú er svo komið að verðbréf frá Kópavogs- bæ eru seld með 42% ávöxtunarkröfii. Með slíkum afröllum nýtast skattpeningar okkar Kópavogsbúa mjög illa og hrökkva ekki nærri til reksturs og fram- kvæmda.“ verður að skipuleggja á þann hátt að eigið fé verði notað að mestu til þeirra, en ekki notað rándýrt lánsfé. Rekstur bæjarfélagsins verður að taka til gagngerrar endurskoðunar. Aðhald og sparnaður verður að vera lykilorðið. Framboð byggingarlóða þarf að auka til að fá fleiri íbúa í bæinn. Þannig verður rekstur bæjarfélags- ins hagkvæmari, fjárfestingar nýt- ast betur, til dæmis veitukerfi, gatnakerfi og allar stofnanir bæjar- ins. Fjölgun fólks í nágrannabæjar- félögunum hefur verið mun meiri en hér í Kópavogi, en það þarf auðvitað ekki að vera lögmál. Efla þarf fyrirtækjarekstur í bænum. Búa þarf þannig um hnútana að ný atvinnufyrirtæki sjái sér hag í að flytja starfsemi sína í bæinn, til dæmis með tímabundnum skattaívilnunum. Framtíðin Vinstri meirihlutanum er flest betur gefið en að fara vel með skatt- fé borgaranna. Óstjórn peningamála og framkvæmda er þeirrra minnis- varði. Það svíður manni sárt sem Kópavogsbúa, að þurfa að liggja undir slíku ámæli þeirra sem í kring um okkur búa. Er það ekki óheillavænlegt, ef við Kópavogsbúar þurfum að líta niður á sjálfa okkur? Við þurfum að rífa okkur upp úr drunganum og svartsýninni og stefna á vöxt og röggsama stjórnun bæjarfélagsins. Þess vegna þurfum við Kópavogsbú- ar að fylkja okkur undir merki Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjómarkosn- ingunum í vor. Og við þurfum að íjölmenna í prófkjör Sjálfstæðis- flokksins á laugardaginn þar sem okkur gafst tækifæri til að skipa fulltrúum okkar á lista flokksins, fulltrúum sem við veljum sjálf til að taka við þrotabúi vinstri manna og heíja markvissa og örugga uppbygg- ingu í Kópavogi. Látum ekki þetta tækifæri fram hjá okkur fara, það verða fjögur ár þangað til það kemur aftur og þá er það ef til vill orðið of seint. Höfundur er framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gunnar og Gutimundur sf., fomaður Verktakasambands íslands og varaformaður Vinnuveitendasambands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.