Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1990 35 ELDHÚSKRÓKURINN Bananaterta Nú eru jóla- og áramótaboðin að baki hjá flestum, en aftnæli og sauma- eða spilaklúbbar halda auðvitað áfram að kalla á aukabakstur. Og hér fáið þið eina góm- sæta í safiiið. Þessa tertu bakið þið aftur og aftur — hún gerir alltaf jalh mikla lukku. Hún er svona: Deigið: 150 g hveiti, 100 g smjör eða smjörlíki, 50 g marsipan, 50 g flórsykur, 1 eggjarauða. Fylling og skreyting: 3-4 bananar, 2 dl þykk aprikósusulta, 25 g valhnetukjarnar, 2'Adl ijómi. Deigið er hnoðað, og það er auðvelt að nota hnoðarann í hrærivélinni. Annars hnoðað í höndunum. Smjörið mulið saman við hveitið, rifnu marsipani og sigtuðum flórsykri blandað sam- an við og deigið hnoðað saman með einni eggjarauðu. Látið bíða í um eina klukku- stund í kæliskáp. Þrýstið þá deig- inu jafnt út og aðeins upp með börmunum í smurt 24 sm köku- form eða eldfastan „pæ-disk“. Bakið síðan í miðjum ofni við 220 gráðu hita (200 gráður í blásturs- ofni) í 12-15 mínútur. Kælið kökuskelina vel. Skerið bananana í sneiðar, aðeins á ská, og raðið sneiðunum fallega yfir botninn. Hitið apri- kósusultuna í skaftpotti eða í örbylgjuofni og smyrjið yfir ban- anana. Hakkið valhnetukjamana og dreifið þeim meðfram kantin- um. Berið tertuna fram með vel kældum þeyttum ijóma. Heillaráð Bananar sem notaðir eru til að skreyta tertur verða oft fljót- lega dökkir og ólystugir á að sjá. Til að þeir haldist lengur ferskir er gott að kreista örlítið af sítrón- usafa yfir bananasneiðarnar áður en þær eru lagðar á tertuna. ■ BLÁMA-kvíirtetinn, sem Har- aldur Þorsteinsson, Björgvin Gíslason, Ásgeir Óskarsson og Pétur Hjaltested skipa, verður með tónleika í Kjallara keisarans í kvöld. Bubbi Morthens, Egill Ólafsson og Stefán Hilmarsson koma einnig fram. Sykurmolarnir veða með tónleika á staðnum á föstudag og laugardag. ■ SKÁKMÓT Hafnaríjarðar 1990 hefst þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20. Teflt verður í húsi Dvergs við Lækjargötu á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum klukkan 20 og er öllum heimil þátt- taka. Skákmeistarar Hafnarfjarðar frá stofnun skákfélagsins 1973 eru Sigurður Herlufsen 1973 og 1974, Ásgeir P. Ásbjörnsson 1975— 1977, Bragi Þorbergsson 1978— 1980 og Ágúst Sindri Karlsson 1981—1989. Unglingaæfingar eru alla sunnudaga kl. 14 í Dverg. ■ VEISL UMIÐSTÖÐIN Risið hefur flutt alla starfsemi sína á efstu hæð Klúbbsins, Borgartúni 32. Risið hefur rekið alhliða veit- ingaþjónustu undanfarin fimm ár, en framvegis verða dansleikir haldnir á staðnum og boðið upp á „country-kvöld“ og gullaldarkvöld m.m. ■ 58. NEMENDAMÓT Verzlun- nrskóln íslands verður haldið á Hótel Borg í kvöld. Sýningin nefn- ist Ofanleitisteiti, bannað að búsa. Efnið er sótt til bannáranna og byggist að miklu leyti á kvik- myndinni Bugsy Malone. Aukasýn- ing fyrir almenning verður á Hótel íslandi á sunnudag kl. 20:30 og er miðaverð 800 kr. ALLTAÐ AFSLÁTTUR TIL 3« FEBRÚAR FJÖLBREYTTARA ÚRVAL BÓKA EN NOKKRU SINNI FYRR VETRARBÓNUS FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Hinn órlegi bókamarkaður okkar stendur nú yfir í forlagsverslun okkar að Síðumúla 11. Á boðstólum verða mörg hundruð bókatitlar með allt að 95% affslætti. Af sumum titlanna eru aðeins til örfó eintök og þv( ekki eftir neinu að bíða. rr Bókapakkar: Við vekjum sérstaka athygli ö girnilegum bókapökkum fyrir unga og aldna, ó aldeilis hlægilegu verði. ÖRN OG Piöntu * hand&Ss ftfomf&jfíúa' <vg byj ÖRLYGUR UMÚLA 11 - SÍMI 84866 TRE RUNNAR Opið laugardaga fró kl. 10:00—16:00 Opið mónud.- föstud. kl. 9:00—18:00 Utivist og náttúruskoðun: Til þess að auðvelda fólki að búa sig undir útivist og náttúruskoð- un með hækkandi sól bjóðum við 100 pakka af okkar vinsælu handbókum, sem sýndar eru hér að neðan, með 47% afslafetti, þ.e.a.s. á 8.900.00 í stað 16.380.00. Þú sparar 7.930.00 á kaupunum. Ritverkatilboð: Við bjóðum einnig nokkur úrvalsritverk á sérstöku kynningarverði. Útlitsgölluð öndvegisverk: Loks bjóðum við nokkur af okkar öndvegisverkum með út- litsgöllum, á sérstökum vildarkjörum. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ: BYGGÐU UPP HEIMILISBÓKASAFN, NOTAÐU VETRARBÓNUSINN OKKAR TIL ÞESS. Eitthvað óvænt á hverjum degi: Til þess að hleypa auknu lífi ítilveruna munum við, meðan á útsölunni stendur, vera daglega með einhverjar uppákomur, þarsemt.d. verða boðin lOeintökaf ein- hverjum af okkareftirsóknarverðustu verkum á mjög svo ævintýralegu verði. ■0 V|S/QSd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.