Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 7 Bolungarvík: Málshöfðun vegna meintrar heima- slátrunar felld niður Bolungarvik. RÍKISSAKSÓKNARI hefur tilkynnt að ekki sé ástæða til að aðhafast frekar í máli vegna meintrar heimaslátrunar í Bolungarvík, þar sem reglugerðarbreyting sú sem heilbrigðisnefnd studdist við í málshöfðun tók ekki gildi fyrr en eftir að meint brot voru framin. Rannsókn málsins er því hætt og hefur það verið látið niður falla. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 Fyrir rúmum mánuði síðan óskaði Bolungarvíkurkaupstaður fyrir hönd heilbrigðisnefndar eftir því við bæj- arfógetan í Bolungarvík, að fram færi rannsókn á meintum brotum nokkurra einstaklinga og ábúenda á lögbýlum á heilbrigðisreglugerðinni, er varðaði heimaslátrun viðkomandi. Þar sem mál þetta tengdist báðum lögreglumönnum þeim sem við emb- ættið störfuðu óskaði bæjarfógeti eftir aðstoð Rannsóknarlögreglu ríkisins við rannsókn málsins, en að rannsókn lokinni var ríkissaksókn- ara sent málið til ákvörðunar. „Ég fagna þessari niðurstöðu fyr- ir hönd þeirra sem þetta mál beinist að,“ sagði Valdimar L. Gíslason, formaður heibrigðisnefndar, er hann var inntur álits á niðurstöðu ríkis- saksóknara. Aðspurður um hvort heilbrigðisnefnd hefði ekki átt að vera ljóst að reglugerðarbreytingin hefði ekki tekið gildi fyrr en eftir að meint brot voru framin sagði Valdimar að heilbrigðisnefnd gerði ekki annað en að fara eftir ábend- ingu heilbrigðisfulltrúa. „Hann vakti athygli nefndarinnar á því að menn hefðu slátrað, jafnvel á lögbýlum, án þess að leggja nokkuð inn í slátur- hús, og upplýsti nefndina um að það Höfuðborgar s væðið: Tilboð um uppsetningu á neyðarsíma VIÐRÆÐUR eru hafnar milli Pósts- og símamálastofhunar og bæjaryfirvalda í Kópavogi og Hafnarfirði, um tilboð frá sænska fyrirtækinu TCC AB í sfjórnstöð ásamt tilheyrandi búnaði fyrir neyðarþjónustu og neyðarsíma 000 fyrir höfuðborgarsvæðið. Að sögn Bergþórs Halldórssonar yfirverkfræðings, er ekki ljóst hverjir ættu að standa straum af kostnaði við uppsetningu og rekstur slíkrar sljórnastöðvar, eða hvar hún ætti að vera staðsett. Það var borgarstjórn Reykjavíkur sem óskaði eftir því við Póst og síma, að komið yrði á fót sameiginlegri þjónustumiðstöð fyrir neyðarsíma á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið hefur verið að neyðarsíminn verði 000 og hefur símakerfið á svæðinu verið búið undir það. Sagði Bergþór að tilboð sænska fyrirtækisins stæði þar til í mars og að fyrir þann tíma yrði að ákveða hvort ríkið eða sveit- arfélögin eigi að greiða kostnaðinn vegna þjónustunnar. Nauðsynlegt er að starfsmenn stöðvarinnar verði vel þjálfaðir og kunni að bregðast við öllum hugsan- legum neyðartilvikum. Talið er nægjanlegt að tveir menn séu á vakt hveiju sinni til að byrja með og hef- ur sænska fyrirtækið SOS Alarmer- ing AB, gert tilboð í þjálfun starfs- manna stöðvarinnar. Að sögn Berg- þórs er ljóst að þjónustumiðstöðin mun leiða til sparnaðar hjá þeim aðilum sem nú sinna neyðarþjónustu allan sólarhringinn. Þá geta önnur minni sveítarfélög, sem ekki hafa getað sinnt slíkri þjónustu, tengst stöðinni en þjónustusvæði hennar kæmi til með að ná yfir allt land. Þ.ÞORSBlMSSON&CO ABETHE±rct HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 væri bannað samkvæmt reglugerð- um, en á þeim grundvelli óskaði heilbrigðisnefndin eftir þessari rann- sókn.“ Gunnar VEiTINGASTAÐUR Á HHMSVfeö Vandaður veitingastaður - þægilegt umhverfi og þjónusta eins og hún gerist best. Á matseðli er lögð áhersla á tilbrigði við hefðbundna matargerð, sem byggð er á reynslu frönsku meistaranna. Þú getur valið um þrjá mismunandi matseðla. í fyrsta lagi hinn hefðbundna „a la carte“, í öðru lagi 3ja rétta matseðil og í þriðja lagi svokallaðan „smökkunarseðiT1, þar sem valdir eru 8 réttir með tilheyrandi úrvals víntegundum. OPNUNARTÍMI Setrið er opið á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 19.00. Vinsamlega pantið borð tímanlega í síma 84168. ASGEIR HELGIERLINGSSON nam matargerðarlist bæði hérlendis og í Frakklandi. Hann vann í tvö ár hér heima, undir handleiðslu Frangois Fons og í Frakklandi vann hann á þekktum veitingastað í borginni Nime. • SIGTÚNI 38 • SÍMI: 91-689000 c0. NÝR DAGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.