Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 23 Tvö ár á valdi glæpamanna Pavia. Reuter. Kirkjuklukkum var hringt og bílflautur þeyttar í borginni Pavia á Norður-Italíu í gær þegar íbú- arnir fréttu að rúmlega tvítugur samborgari þeirra, Cesare Cas- ella, væri kominn heim heill á húfi eftir tveggja ára fangavist hjá Ndrangheta-glæpasamtökun- um. Móðir piltsins, Angela, var búin að vinna dyggilega að freisun hans, meðal annars með því að hlekkja sig við tré og búa í tjaldi í bæjum í Caiabria-héraði á Suður-Ítalíu þar sem talið var að Cesare og íjögur önnur fórnardýr mannræningjanna væru í haldi. Honum var svo sleppt í nágrenni lítils fjallaþorps í Calabr- ia-héraðinu í gær. Reuter Fagnaðarfundir urðu l\já mæðginunum þegar þau hittust eftir lang- an aðskilnað. Faðir Cesare, Luigi, fylgist brosandi með. Veislueldhúsið Álfheimum 74 - Sími 685660 Við viljum vekja athyg-li ykkar á okkar stórglæsilegu fermingarborðum og hagstæða verði. Heitur matur Fermingarborð Köld borð Brauðtertur Smurt brauð Snittur Kaffihlaðborð Kransakökur Kransakökuhorn Kransakökukörfur Marsipantertur Rjómatertur Einnig leigjum við út veislusali og borðbúnað. Munið að panta tímanlega. Veislueldhúsið Pantanasími 685660. I o n n i i h n ■l H| H| H| l| er þjónusta sem gerir fjórmálastjórum, gjaldkerum og LANDSBANKANS sendimönnum fyrirtækja lífið léttara. Með því að tengja tölvu fyrirtækisins við BOÐLÍNUNA hefur fyrirtækið í raun opnað sinn eigin afgreiðslustað í bankanum, sem er inni á skrifstofu fyrirtækisins. Með BOÐLÍNUNNI er hægt að millifæra af eigin reikningi á hvaða reikning sem er í hvaða banka sem er, og greiða þannig t.d. alla gíróseðla, víxla, skuldabréf og laun án þess að fara í banka. Jafnframt á fyrirtækið aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um stöðu sína í bankanum og ýmiskonar annarri þjónustu. Hugaðu strax að BOÐLÍNU Landsbankans og mánaðamótin verða léttari. Allar nánari upplýsingar fást í bæklingi sem liggurframmi! næsta landsbanka. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Skipa Reag- an að leggja fram gögn Washington. Daily Telegraph. RONALD Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið fyrirskipað að leggja íram per- sónulegar dagbækur vegna málsvarnar Johns Poindext- ers, fyrrum þjóðaröryggisráð- gjafa í Hvíta húsinu, í íran- kontra-réttarhöldunum. Veijeiidurnir hafa lýst yfir að Reagan geti lagt fram sönnunar- gögn sem sýni að gerðir Po- indexters hafi verið á vitorði for- setans eða hlotið samþykki hans. Verjendurnir fóru því fram á úrskurð dómara um framlagn- ingu persónulegra minnisbóka og skjala Reagans. Dómarinn í máli Poindexters, Harold Greene, kvað upp þann úrskurð að Reagan bæri að leggja fram fyrir 5. febrúar allar dagbókarfærslur sem vörðuðu sex ákveðin atriði íran-kontra- málsins, svo og færslur yfir 29 daga, frá 17. júlí 1985 til 2. des- ember 1986, skömmu eftir að hneykslið varð opinbert. Reagan getur neitað fram- lagningu dagbókanna og borið fyrir sig sérstök réttindi embætt- ismanna. 15% afsláttur út febrúar Myndatökur frá kr. 6.500.* Ljósmyndastofurnar: Myndarfólk Keflavík, sími: 92-14290 Mynd Hafnarfirði, sími: 54207 Barna og Fjölskylduljósmyndir, sími: 12644 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 43020 Öllum okkar tökum fylgja tvær prufustækkanir 20x25 cm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.