Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 21 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hans van den Broek, utanríkisráðherra Hollands, og eiginkona hans er þau gengu á fund Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, í gærmorgun. Utanríkisráðherra Hollands ræðir við forseta Islands HEIMSÓKN Hans van den Breok, utanríkisráðherra Hollands, hing- að til lands lauk í gær og skoðaði hann varnarstöðina í Keflavik áður en hann hélt af landi brott. Hollendingar halda uppi eftirliti með ferðum sovéskra kafbáta frá Keflavík og kom fram á blaða- mannafundi utanríkisráðherrans á þriðjudag að engin áform væru uppi um að kalla hollensku flugsveitina heim. í gærmorgun gekk Hans van den Broek á fund forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, og síðar um daginn átti hann viðræður við Steingrím Hermannsson forsætis- ráðherra. Á þriðjudag átti van den Broek fund með Jóni Baldvin Hannibals- syni utanríkisráðherra og ræddu þeir stöðu afvopnunarmála og þró- unina í á sviði öryggismála í Evr- ópu. Fram kom í máli holleska ut- anríkisráðherrans að hann hefði fullan skilning á þeirri áherslu sem íslendingar leggja á að hafnar verði viðræður um afvopnun á og í höfun- um. Kvaðst hann hins vegar telja að ekki væri tímabært að hefja slíkar viðræður við Sovétmenn og aðildarríki Varsjárbandalagsins fyrr en lokið væri viðræðum sem nú standa yfir í Vínarborg um nið- urskurð á sviði hins hefðbundna herafla allt frá Atlantshafi til Úral- fjalla. Ungversk sendinefíid: íslendingar taki þátt í al- þjóðasýningu í Búdapest Sýningarsvæðið um 80.000 fermetrar og valin verður sérstök „heiðursþjóð“ meðal 40 þátttökuþjóða Morgunblaðið/Þorkell Ungverska sendinefndin, f.v. Istvan Boros, Judit Györfi og Zsolt Monszpart. UNDANFARNA daga hefur verið stödd hér á landi þriggja manna sendinefnd frá Ungverjalandi til að kynna stóra, alþjóðlega vöru- og menningarsýningu sem haldin verður í Búdapest í september nk. Sýningin er haldin árlega og í hvert sinn er kjörin ein sérstök „heiðursþjóð" sem fær mun meiri athygli en aðrir þátttakendur. í nefndinni voru þau Judit Györfi og Istvan Boros, bæði meðal stjórnenda fyrirtækisins Hungex- po er fæst við viðskipti og kynn- ingarstarf erlendis, og Zsolt Monz- part, viðskiptafulltrúi við ung- verska sendiráðið í Stokkhólmi. „Við höfum rætt við forráðamenn fjölmargra íslenskra fyrirtækja, þ. á m. SÍS, Lysis h/f og Virkis h/f,“ sagði Györfi. „Sýningin í Búdapest er fyrst og fremst haldin til að kynna neysluvörur af öllu hugsanlegu tagi, auk menningarþáttarins. íslendingar hafa ekki enn verið meðal þátttak- enda en við teljum þetta mjög gott tækifæri til að kypna vörur ykkar. Margar þjóðir eiga þarna fulltrúa, að þessu sinni gerum við ráð fyrir að þær verði um 40. Einkum er um að ræða nágrannaþjóðir okkar en einnig fyrirtæki í öðrum Evrópulönd- um, Austurlöndum fjær og nokkrum ríkjum í Þriðja heiminum. Sýningarsvæðið er um 80 þúsund fermetrar að stærð og undanfarin ár hafa gestir verið rúmlega 800 þúsund þá tíu daga sem sýningin stendur yfir. Suma dagana er al- menningi aðeins veittur -aðgangur eftir hádegi til þess að tryggja við- skiptafulltrúum gott næði til að sinna málum sínum.“ Györfi sagði að við skipulag sýn- ingarinnar væri tekið tillit til óska alþjóðlegra samtaka í hinum'ýmsu framleiðslugreinum. Sérstök svæði væru fyrir húsgagnafyrirtæki, efna- iðnað, fatnað o.fl. íslenska ullin ætti fyllilega erindi á síðastnefnda svæð- ið, svo að dæmi væri tekið. Monszpart og Boros minntu á ungverska vörukynningu í Reykjavík á síðasta ári er hefði haft í för með sér umtalsverða aukningu á útflutn- ingi til íslands. Viðskipti landanna næmu þó enn aðeins nokkrum millj- ónum Bandaríkjadala á ári en Ung- verjar hefðu áhuga á að auka þau. Þeir hefðu einkum keypt héðan fiski- mjöl en selt hingað vélar, hjólbarða og leðurvörur. Einnig mætti nefna viðskipti með tækniþekkingu. í nóv- ember síðastliðnum hefði verið komið á laggirnar samstarfsfyrirtæki í Ungverjalandi með þátttöku Virkis h/f sem hefði að markmiði að kanna jarðvarma í landinu og nýtingu hans. Síðan væri stefnt að því að fmna markað fyrir þessa þekkingu sam- starfsfyrirtækisins í öðrum löndum. Canderel strásæta 75 gr..............298 Steiktur laukur 14A 200 gr.............1 3V DDS molasykur , _ 500 gr..■..........O/ Kellogg's kornfleks_.A 750 gr.............249 Gott morgungull _ 0 _ 450 gr.............185 F 77 uppþvottalögur , _ 1 Itr..............05 F 77 mýkir _ , - Devonsheer kryddraspur ð» 10 oz..............O 3 Wasa Sesam hrökkbrauö 200 gr...............114 Q-Mati< þvottaduft _nn 3,5 kg...............399 Viktoria kremkex _n 300 gr................/9 S.S. sinnep 200 gr................66 Ecjils appelsínudjús y ^ Maggi súpur _A 16 teg................5U Pfanner eplasafi n _ 1 Itr.................85 Melroses te 00 25 st.................9U Burg soya- og Kakómalt Hintz - OA 400 gr...................I 89 Kjarna grautar . .Q Jarðarberja, T Itr.......I 49 Hagkaups salernispappír 12 rl........... 268 Wita Wrap plastfilma . 0— 30 m..................IU/ Ora fiskibollur . A- ]h dós..................I U5 Toro Orientalsk gryte | Hunts tómatar __ ]h dós.................5/ Gold Reef perur no 1/1 dós................89 Neptuna túnfiskur _n 185 gr................./9 Cocoa Puffs 500 gr....... 269 í (jW Tilboó vikunnar eru fimm: hris9Ú°n lSubopoVo 19 250 9r-,pk' -?9P 6S0 U9r 199 2^o0lnl Sh***s 5 _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.