Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 Dagskrá Norræna hússins: Bellmaii-hátíð og bæk- ur á niðursettu verði DAGSKRÁ Norræna hússins í febrúar til mars á þessu ári er komin út. Meðal nýbreytni í starfi hússins má nefha að fyrirlestrar verða haldnir síðasta sunnudag hvers mánaðar og verða fyrirlesarar allir frá Norðurlöndunum. Einnig verður viðamikil starfsemi á meðan þing Norðurlandaráðs fer fram í Reykjavík. Dagskráin hefst 25. febrú- ar þegar Aurora III, sýning 20 ungra norrænna listamanna, verður opnuð. Þá verður kynning á sænska ljóðskáldinu Tomas Tranströ- mer, sem tekur á móti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í tengslum við þingið. Þá ætlar bókasafn Norræna hússins að falbjóða bækur sem safninu hefúr borist á undanförnum árum. Starfsemin hefst laugardaginn 3. febrúar með dagskrá um sænska söng- og vísnaskáldið Carl-Michael Bellman. Sænski vísnasöngvarinn Axel Falk flytur Belmanssöngva við undirleik gítarleikarans Bengts Magnussons. Þeir fara einnig til Akureyrar og flytja sömu dagskrá 4. febrúar. Dagskráin verðurendur- tekin mánudaginn í Norræna hús- inu 5. febrúar. 10. mars verður ald- arafmælis Everts Taube minnst með vísnatónleikum í Norræna hús- inu og úti á landi. Flytjendur verða Duo Vi frá Svíþjóð. í hádeginu á miðvikudögum verð- ur boðið upp á háskólatónleika en þeir verða alls sjö talsins í febrúar 'íil mars. 17. febrúar næstkomandi býður bókasafn Norræna hússins fyrst allra bókasafna á íslandi, bækur til sölu á lágu verði. Um er að ræða nokkur hundruð titla, bæði skáld- sögur og fræðibækur sem safninu hefur áskotnast á undanfömum árum. Bóksala sem þessi hefur tíðkast á bókasöfnum erlendis en ástæða þessara sölu er plássleysi sem bókasafnið býr við. Einnig verða til sölu gamlar sýningarskrár. ' Norski sagn- og þjóðháttafræð- ingurinn Olav Bo flytur fyrsta sunnudagsfyrirlesturinn 25. febrú- ar næstkomandi. Sama dag verður dagskrá í Norræna húsinu vegna þings Norðurlandaráðs í Reykjavík. Sigmund Groven munnhörpuleikari, Ivar Anton Waagaard, píanóleikari og Lars Hauge, vísnasöngvari skemmta ásamt Garði Cortes, óperusöngvara. Gítarleikarinn Bengt Magnus- son. Kynning verður á norskum, sænskum, finnskum og dönskum bókmenntum og rithöfundar frá þessum löndum verða gestir. 10. mars verður norsk bókakynning og gestur verður rithöfundurinn og kvikmyndaleikstjórinn Vibeke Lokkeberg. Daginn eftir, 11. mars segir hún frá töku kvikmyndar sinnar „Loperjenten" og myndin verður sýnd af myndbandi. 17. mars verður finnsk bókakynning og gestur verður Esa Sariola rithöf- undur. 24. mars verður sænsk bóka- kynning en ekki er afráðið hver gesturinn verði á kynningunni. Gestur á dönsku kynningunni 31. mars verður Helle Stangerup rithöf- undur. Fyrirlestrarnir hefjast allir kl. 16. Mánudaginn 26. febrúar flytur Borgþór S. Kjærnested hádegis- fyrirlestur um Island í nútímanum og Þorbjöm Broddason hefur um- sjón með dagskrá fyrir blaðamenn frá Norðurlöndum undir yfirskrift- inni íslenskir fjölmiðlar. Um kvöldið verður dagskrá með Tomas Tranströmer, verðlaunahafa bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. 27. febrúar flytur Hjörtur Pálsson fyrirlestur um íslenskar bókmenntir og Gylfí Þ. Gíslason flytur hádegis- fyrirlestur um íslensk efnahagsmál. 28. febrúar flytur Haraldur Ólafs- son mannfræðingur hádegisfyrir- lestur sem nefnist Islendingar. Loks flytur Ingibjörg Hafstað fyrirlestur um stöðu kvenna í íslensku sam- félagi. Fyrirlestramir verða allir á sænsku. Vísnasöngvarinn Axel Falk. NEYTENDAMÁL menn hafa geta sýnt fram á, að geislun eykur ekki geislavirkni í fæðunni umfram það sem til stað- ar er í plöntum frá náttúrunnar hendi. En þessari geislatækni mun þó ekki vera hægt að beita á allar fæðutegundir. Ávinningur af geislun matvæla er sagður sá, að hægt vérði að auka öryggið með því að draga úr skemmdum í matvælunum, einnig með því að auka geymslu- þolið og bæta áferð ákveðinna fæðutegunda. Ókosturinn væri aftur á móti sá, að geislunin eyðir ákveðnu magni vissra vítamína sérstaklega C vítamíns og thíamíns (B vítamín). Lítill geislaskammtur eyðir ekki efnahvötum eða vírus- um sem valda skemmdum í mat- vælum. Geislunin dregur heldur ekki úr áhrifum eiturefna af völd- um sýkla sem þegar eru til staðar í fæðunni, þ.e. að geislamir getr. eytt bakteríum en ekki eiturefnum sem þær geta framleitt. Þessa geislatækni er ekki hægt að nota við fitu- eða olíuríka fæðu, þar sem fitan hefur tilhneigingu til að þrána og breyta bragði fæðunnar. Geislun matvæla hefur bæði sínar jákvæðu og neikvæðu hlið- ar, eins og öll tækni sem notuð er við matvælaframleiðslu. Við verðum að treysta því að vísinda- menn og opinberir aðilar tryggi það, að þegar matvæli eru geis- luð, sé gætt fyilsta öryggis við framleiðslu heilnæmrar fæðu. Þýtt og endursagt: M. Þorv. SPEKI DAGSINS Allt orkar tvímælis, þá gjört er. Salmonellubaktería er algeng í kjúklingum. Geislun matvæla GEISLUN matvæla getur verið mjög áhrifarík aðgerð við eyð- ingu örvera og sníkjudýra í matvælum. Geislun er talin vera heppileg þar sem hún get- ur komið í stað nitrits, en það hefúr verið notað gegn óæski- legum örverugróðri í matvæl- um, aðallega kjötmeti. Einnig getur geislun komið í stað eit- urúðunar sem notuð er til að útrýma skordýrum og bakter- íum í ákveðnum fæðutegund- um. Vísindamenn hafa í 40 ár rannsakað áhrif geislunar á fæðuna og nú hafa sérfræðing- ar FAO (fæðu- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna), WHO (alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar) og IAEA (alþjóðakjarnorkumálastofun- arinnar), lagt til að fylgt verði ákveðnum reglum um geisla- styrk við geislun matvæla og að löggjafar samræmi lög í þeim efnum. Geislunin fer þannig fram, að orkuríkar stuttbylgjur t.d. rönt- gen- eða gammageislar fara í gegnum fæðuna, þar sem hún berst að á færibandi. Geislar þess- ir gera fæðuna ekki geislavirka. Þessi tækni hefur um árabil verið notuð víða um heim við ákveðnar aðstæður. í Banda- ríkjunum og í Rússlandi hafa geimferðastofnanir geislað mat- væli geimfara í geimferðum, í þeim tilgangi að fyrirbyggja hættu á matareitrunum. í Bret- landi hafa sjúklingar í gjörgæslu, með lítið mótstöðuafl af völdum sjúkdóma, fengið geislaða fæðu. Skordýr og sníkjudýr eru sögð mjög viðkvæm jafnvel fyrir litlum skammti geislunar. Ef hægt væri að gera skaðvalda eins og skordýr óvirk í fóðurgeymslum og þá sér- Skordýr valda mengun í kryddi. staklega í korni, er talið að koma megi í veg fyrir miklar skemmdir í matvælum, sem bæta myndi fæðuforða heims. Meðalstór geislaskammtur er talinn geta eytt skaðlegum gerl- um í fæðutegundum eins og kjúkl- ingum, rækjum og skelfiski. Slíkur skammtur gæti einnig gert óvirkar eða eytt hættulegum bakteríum eins og salmonellu og campylobakter. Hár geislastyrkur gæti dregið úr bakteríugróðri og tímgun skordýra í fæðutegundum eins og kryddi, þar sem öryggi vegna notkunar kemískra efna væri talið vafasamt. Efasemdir hafa komið fram um öryggi geislaðra matvæla og sér- staklega að geislarnir geri þessi matvæli vart neysluhæf vegna óeðlilegrar geislavirkni. Vísinda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.