Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 ai Afbrot í atvinnurekstri: Frumvarp um svipt- ingii starfsréttinda Finnur Ingólfsson (F-Rv) og fjórir aðrir þingmenn úr jafh mörg- um þingflokkum hafa lagt fi'am á Alþingi frumvarp til laga um að útiloka megi með dómi hvern þann, „sem bregst gróflega skyldum sínum í atvinnurekstri eða í atvinnurekstri lögaðila sem hann er í forsvari fyrir“, frá frekari atvinnurekstri í tiltekinn tíma, þijú ár hið skemmsta og fimm ára hið lengsta. Samkvæmt frumvarpinu telst sá hafa brugðizt skyldum sínum gróflega sem gerzt hefur sekur um: a) brot gegn almennum hegn- ingarlögum eða annað meiri háttar afbrot, b) meiri háttar brot gegn lögum um opinber gjöld, c) meiri háttar brot gegn lögum um bók- hald, d) önnur meiri háttar efna- hagsbrot. Frumvaipið gerir og ráð fyrir að dæma megi í atvinnurekstrar- bann mann sem hefur orðið gjald- þrota í sjálfstæðum atvinnu- rekstri, „enda hafi hann í atvinnu- rekstrinum gerzt sekur um stór- lega ámælisverða háttsemi gagn- vart lánardrottnum sínum“. Sama gegnir um einstakling, sem hafa í störfum sínum sem forsvarsmenn lögaðila, er verða gjaldþrota, gerzt sekir um stórlega ámælisverða háttsemi gagnvart lánardrottnum. Þeim, sem dæmdur hefur verið í atvinnurekstrarbann, skal ekki heimilt að stunda stjálfstæðan at- vinnurekstur, gangast undir ótak- markaða ábyrgð á rekstri félags eða lögaðila, vera í stjórn eða vara- stjórn félags eða lögaðila með fjár- hagsleg markmið, vera fram- kvæmdastjóri, staðgengill fram- kvæmdastjóra eða veita í raun forstöðu atvinnurekstri lögaðila. Sömu þingmenn flytja fylgi- frumvarp til breytinga á lögum um meðferð opinberra mála. Sam- kvæmt frumvarpinu skal fara með mál af þessu tagi að hætti opin- berra mála samkvæmt lögum nr. 74/1974. Halldór Blöndal: Fyrirspumaréttur þingmanna ekki virtur Halldór Blöndal (S-Ne) gagnrýndi Svavar Gestsson menntamála- ráðherra harðlega í þingskaparumræðu fyrir að svara ekki á fullnægjandi hátt fyrirspurn sinni um kennsluelhi í íslenzkum bókmenntum. Þingmaðurinn átaidi og forseta sameinaðs þings, Guðrúnu Helgadóttur, fyrir það að þola ráðherra að svara ekki á viðunandi hátt þinglega fram borinni fyrirspurn. Svavar Gests- son menntamálaráðherra sagði að þingmaðurinn fengi ekki frek- ari svör en þegar væru fram komin við fyrirspurn sinni. Halldór Blöndal bar fram svo- hljóðandi fyrirspurn: „Hvaða íslenzk bókmenntaverk voru og verða sett fyrir í grunnskóla og einstökum framhaldsskólum skólaárin 1988-1989 og 1989-. 1990. Oskað er eftir að svarið verði sundurgreint eftir bekkjum.“ Svavar Gestsson mennta- málaráðherra lagði fram svar (þingskjal 498) sem þingmáðurinn mat alls ófullnægjandi. Krafði Varaþingmaður: Kolbrún Jónsdóttir Kolbrún Jónsdóttir, fyrsti vara- þingmaður Fijálslynda hægri flokksins í Reykjaneskjördæmi, hef- ur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Hreggviðs Jónssonar, 11. þing- manns Reyknesinga. hann forseta um að hafa milli- göngu um að þinglega fram borin fyrirspurn fengi fullnægjandi svar. Ráðherra sakaði þingmanninn um ritskoðunarsjónarmið gagn- vart skólastjórum og kennurum og sagðist ekki ástunda njósnir af þessu tagi. Forseti hvatti þingmanninn til að bera fram nýja nánar orðaða fyrirspurn þar eð ráðherra hafi lýst því yfir að hann gefi ekki önnur svör við umræddri fyrir- spurn en þegar liggi fyrir. Þingmaðurinn taldi lítið leggj- ast fyrir forseta Alþingis, sem tryggja ætti rétt þingmanna til upplýsinga úr hendi ráðherra sam- kvæmt þingsköpum, ef hann sætti sig við oflátungshátt menntamála- ráðherra gagnvart þingheimi. niÞinGi Grunnskólanemar við nám. Forskólaaldur og málrækt: Vanda þarf talmál í hljóðvarpi og sjónvarpi Talsetja þarf sjónvarpsefiii fyrir börn Skýrsla menntamálaráðherra um málræktarátak 1989, sem lögð var fram fyrir nokkru, kom til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Þingmenn tóku skýrslunni vel. Þeir töldu mikilvægt að hefja mark- visst málræktarstarf þegar á forskólaaldri, á heimilum og stofiiun- um, með því að vanda talað mál í barnatimum hljóðvarps og sjón- varps og með því að talsetja allt sjónvarpsefiii fyrir börn. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra fylgdi skýrslunni úr hlaði og gerði grein fyrir helztu niður- stöðum og tillögum. Hann sagði málræktarátak 1989 hafa beinst að þremur höfuðþáttum: 1) Að efla það málræktarstarf sem fyrir er. 2) Að efna til herferðar í skólum og fjölmiðlum til að auka veg móð- urmálsins. 3) Að standa fyrir laga- breytingum og verkefnum í mál- rækt. Ráðherra sagði að viðbrögð al- mennings hafi einkennst af áhuga og einlægni. Það væri sitt mat að meirihluti fólks talaði vandað og gott mál í þessu landi. Sama mætti segja um meirihluta fjölmiðlaefnis. Meira væri hinsvegar gert úr und- antekningum frá þessari megin- reglu. Guðrún Agnarsdóttir (SK-Rv) þakkaði þeim, sem að málræktar- átaki 1989 stóðu, vönduð vinnu- brögð. Mikilvægt sé að framhaldið verði af sama toga. Talsetja þurfi allt sjónvarpsefni fyrir börn og auka og efla innlenda dagskrárgerð ljós- vaka. Olafur Þ. Þórðarson (F-Vf) tók í sama streng óg Guðrún um tal- setningu sjónvarpsefnis. Vanda þyrfti mjög til talaðs máls í hljóð- varpi og sjónvarpi. Hann taldi að nýta mætti betur leikara, sem kunn- ir væru af góðum framburði móður- málsins, í hljóð- og sjónvarpi. Þingmaðurinn sagði að börn væru búin að læra málið þegar komin væru á venjulegan skólaald- ur. Þau lærðu málið á heimilum, á dagvistarstofnunum og af hljóð- og sjónvarpi. Forskólaaldurinn væri mikilvægastur að þessu leyti. Salome Þorkelsdóttir (S-Rn) lagði og áherzlu á mikilvægi for- skólaaldursins. Þeir aðilar, sem mest hefðu áhrifin á málfar barn- anna, væru heimilin, dagvistar- stofnanir og skólar. Þeir væru það málfarslega umhverfi, sem mótaði mál ungviðisins. Barnaefni útvarps og sjónvarps gegndi og stóru hlut- verki. Til þess-þurfi sérstaklega að vanda, ekki sízt að því er talmál varðar. Umræðunni var frestað vegna þess að menntamálaráðherra var kallaður á ríkisstjórnarfund. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og útför SIGURÐAR ÞORVALDSSONAR, Sleitustöðum, sem lést þann 21. desember 1989. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildar Sjúkrahúss Sauðárkróks. Börn og fjölskyldur þeirra. Trésmíðameistari Get bætt við mig alls konar vinnu, s.s. skipta um glugga, aðstoð við fyrirtæki, viðhald og breytingar, o.fl. o.fl. Símar 20367 - 14068. Árni Jónsson. I.O.O.F. 11 = 171218’/z = 9.01. I.O.O.F.5s1712108'/2 = S.K. □ St:.St:. 5990217 X Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudag 1. febrúar. Verið öll velkomin og fjölmennið. Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19 Föstudaginn 2. febrúar kl. 20.00 flytur dr. Steinþór Þórðarson erindi sem nefnist: „Gamli og nýi sáttmálinn, hver er munur- inn?“ Allir velkomnir. IBIj Útivist Myndakvöld í kvöld, fimmtud. 1 .feb. í Fóstbræðraheimilinu, Lang- holtsveg 109, og hefst kl. 20.30. Frábærar myndir úr hálendisferð Útivistar 1989: Snæfell - Kverk- fjöll. Margrét Margeirsdóttir sýnir. Kaffi og kökur að lyst inni- falið í miðaverði. Verð aðeins kr. 450,-Allir velkomnir. Sjáumstl Útivist. VT--y / KFUM V AD-KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstíg 2b. Tákn tímanna I. Ástráður Sigursteindórsson. i kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma f Þríbúöum, Hverfisgötu 42. Mikill og fjölbreyttur söngur. Vitnisburðir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Ræðumaður verður Kristinn Ólason. Allirvelkomnir. Opið hús í Þrtbúðum laugardag- inn 3. feb. frá kl. 14.00-17.00. Samhjálp. Skipholti 50B, 2. hæð Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Þú ert velkomin(n)! Hjálpræðis- herinn Kirkjuttræti 2 Kvöldvaka í kvöld kl. 20.30. Hilde Dagfinrud, æskulýðsleiðtogi, syngur og talar og kapteinn Daníel Óskarsson stjórnar. Her- söngsveitin syngur. Éinnig verða veitingar. Allir eru velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferð 2.-4. febr. Þorrablót Ferðafélagsins Þórsmörk meö gistingu í Skag- fjörðsskála ef færð leyfir, annars Eyjafjöll og Mýrdalur með ótal spennandi stöðum til skoðunar- og gönguferða. Gist í vel búnu félagsheimili á Heimalandi. Seljavallalaug I nágr. Þorrablót og kvöldvaka á laugardagskvöld- inu. Siðamaður: Árni Björns- son. M.a. verða endurvaktir gamlir þorrablótssöngvar. Með- al gönguleiða: Austan Sólheima- jökuls; fossar í Skógá í klaka, Dyrhólaey og m.fl. Fararstjórar: Kristján M. Baldursson og Hilm- ar Þór Sigurðsson. Pantið strax. Sætum fer fækkandi. Öðruvisi þorrablót. Brottför föstudag kl. 20. Sunnudagsferðir 4. febr. kl. 13: 1. Gönguferð um Reynisvatns- heiði. 2. Skíðaganga í Innstadal. Ferðafélag (slands. Almenn samkoma i Grensás- kirkju í kvöld kl. 20.30. Hollenski prédikarinn og fyrirbiðjandinn Teo Van der Weele talar. Mikil lofgjörð. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.